Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Óskar Krist-jánsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 30. júlí 1921. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 29. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristján Al- bert Kristjánsson kaupmaður, f. 28. janúar 1885, d. 2. ágúst 1961, og Sig- ríður H. Jóhannes- dóttir ljósmóðir, f. 20. júní 1879, d. 8. júlí 1946. Systkini Óskars voru Guðrún, f. 1909 (látin), Þór- dís, f. 1911, lést í æsku, Kristján Arnór, f. 1912 (látinn), Jóhannes, f. 1914 (látinn), Þórður, f. 1915 (látinn), Jón, f. 1917 (látinn), Þór- dís, f. 1918 (látin), Finnborg Jó- hanna, f. 1922, lést í æsku, og uppeldissystir, Jósíana Magnús- dóttir, f. 1919 (látin). Hinn 4. desember 1948 kvænt- ist Óskar eftirlifandi eiginkonu sinni, Aðalheiði Friðbertsdóttur, húsmóður, f. 28. júní 1927. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Erlingur, f. 16. júní 1948, maki Rósa Hrafnsdóttir, f. 3. desember 1951 og eiga þau þrjú börn, a) Þorstein Óskar, f. 17. mars 1970, sambýliskona Sigrún Theódórs- dóttir, þeirra börn eru Rakel Rósa, f. 9. nóv. 1986, Sólveig Erla, f. 1. mars 2000, og Friðbert Ósk- Hann stundaði nám við Verslun- arskóla Íslands og brautskráðist þaðan sem stúdent árið 1945 ásamt sex öðrum og var það fyrsta árið sem stúdentar braut- skráðust frá Verzlunarskóla Ís- lands. Eftir nám við Verzlunar- skólann settist Óskar að á Suðureyri, gerðist þar skrifstofu- maður og síðar framkvæmda- stjóri Ísvers, sem rak frystihús og útgerð. Samhliða starfi sínu sem framkvæmdastjóri Ísvers fékkst Óskar við útgerð minni og stærri fiskibáta um árabil. Snemma tók hann þátt í sveitarstjórnarmálum, var t.d. hreppsnefndarmaður í 30 ár, þar af oddviti í átta ár. Í sýslu- nefnd Vestur-Ísafjarðarsýslu í tíu ár. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Súgfirðinga í 36 ár og þar af sparisjóðsstjóri í 18 ár eða allt þar til hann fluttist búferlum til Reykjavíkur árið 1984. Óskar starfaði í Lionshreyfing- unni fyrir vestan og var meðlimur Oddfellowreglunnar í stúkunni Nr. 1, Ingólfi í Reykjavík. Aðal- áhugamál Óskars voru bridds og laxveiðar. Laxveiðar voru hans líf og yndi og var Krossá í Bitrufirði eftirlætisá hans, þar sem hann veiddi á hverju ári undanfarin 35 ár. Bridds spilaði hann hvar sem honum bauðst það og spilaði sér til ánægju á tölvu heima síðustu árin. Þá naut hann sín vel við snokerborðið með félögunum þegar stund gafst til á allra síð- ustu árum heima í Eiðismýri 30 á Seltjarnarnesi. Útför Óskars verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ar, f. 6. júlí 2003. Áð- ur átti Þorsteinn Sturlaug Fannar, f. 25. júlí 1986 með Jó- hönnu Sturlaugs- dóttur. b) Hrafnhildi Báru, f. 22 júní 1973, maki Helgi Aage Torfason, þeirra börn eru Jóhanna Hrönn, f. 22. feb. 1993, Erlingur Hrafn, f. 5. sept. 2000, og Sara Líf, f. 25. feb. 2003. c) Stef- án Heiðar, f. 16. júlí 1980. 2) Sigríður, f. 24. maí 1950, maki Hjörleifur M. Jónsson, f. 7. júlí 1956, og eiga þau eina dóttur a) Ingu Heiðu, f. 19. október 1980, unnusti hennar er Gregory Bar- rett. 3) Kristján Albert, f. 28. maí 1955, maki Þórdís Zoëga, f. 1. maí 1957, og eiga þau fjögur börn, a) Sigríði Heiðu, f. 4. nóvember 1977, maki Elvar Bjarki Helga- son, b) Hrafnhildi, f. 22. desember 1981, sambýlismaður Javier Her- rera, c) Halldóru, f. 8. júlí 1986, og d) Óskar Geir, f. 1 desember 1991. 4) Aðalheiður Ósk, f. 6. október 1961, maki Benedikt Jónsson, f. 25. nóvember 1954, og eiga þau fjögur börn; a) Pál, f. 9. júlí 1983, b) Stefaníu, f. 27. des- ember 1984, c) Grétu, f. 17 sept- ember 1990, og d) Bjarka, f. 5. janúar 1993. Óskar ólst upp á Suðureyri og lauk þar barna- og unglingaprófi. Hann Óskar tengdafaðir minn og stórvinur er látinn, eftir stutta en erfiða baráttu á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Við sem þekktum Óskar vitum að hann lést sáttur og hvíldinni feginn. Ég vissi eftir mörg samtöl við Óskar að löng lega fársjúkur og ósjálfbjarga á sjúkrahúsi var honum ekki að skapi. Minningarnar hrannast upp og úr mörgu er að moða, þess vegna væri hægt að skrifa nokkrar bækur um þennan merkilega og ljúfa athafna- mann. Ég var svo lánsamur að búa í sama húsi og þau hjón, Óskar og Heiða, eftir að þau fluttu suður til Reykjavíkur á Ægisíðuna. Húsið á Ægisíðunni var eins og félagsheimili um helgar og alla af- mælis- og hátíðisdaga enda hjónin afar lagin við að hæna að sér unga sem aldna meðlimi stórfjölskyld- unnar og vini. Alltaf var stutt í hinn vestfirska húmar sem Óskar var frægur fyrir og kynntist ég því fyrst þegar ég gerðist sjómaður á skuttogaranum Elínu Þorbjarnardóttur 1978 og dvaldi hjá þeim hjónum í stuttum stoppum á milli veiðitúra á Suður- eyri við Súgandafjörð. Þegar þannig stóð á var slegið upp veislu og dreginn fram harð- fiskur, oftast lúðuriklingur, stund- um ýsa og eitthvað gott til að skola þessu sælgæti niður. Á þessum árum gat Heiða ennþá ferðast til sólarstranda og urðu ferðirnar til Kanarí nokkrar og fór- um við Sigga nokkrum sinnum með þeim. Oftast var farið í febrúar eða mars. Þessar ferðir urðu mér heimsflakkaranum eftirminnilegar því þarna sá ég á matmálstímum hjá þeim hjónum merkilega rétti, í útlöndum, nefnilega saltkjöt og salt- fisk að heiman, sem þau fluttu með sér út til Kanarí, og svo gleymdi Óskar ekki harðfiskinum. Óskar var með laxveiðidellu og fengum við Sigga og fleiri að njóta dvalarinnar með honum við uppá- haldslaxveiðiá hans, Krossá í Bitru- firði, ótal sinnum og nú síðast í sum- ar sem leið, þó nokkuð væri farið að draga af Óskari, var veiðidellan á sínum stað. Þeir urðu margir ógleymanlegir laxveiðitúrarnir og oft góð veiði sér- staklega hér fyrr á árum og kom einu sinni fyrir að foringinn, Óskar, stöðvaði veiðarnar degi fyrr en leyf- ið hljóðaði upp á því honum fannst vera komið nóg af laxi á land. Óskar byrjaði yfirleitt á miðjum vetri að láta sig hlakka til næsta laxveiðisumars og þegar leið að vor- inu var búið að raða niður veiðiholl- um og ósjaldan sat ég hjá Óskari í athvarfinu á Ægisíðunni til að for- vitnast um hvaða veiðidaga hann hafði fengið og hófust þá miklar pælingar um hvort stórstreymi væri nærri einhverjum af veiðidögum þeim sem honum voru ætlaðir. Stundum fór ég með Óskari í einn af hans mörgu göngutúrum um Æg- isíðuna, man einhver eftir Óskari með pípuna og hattinn? Önnur mikilvæg og merkileg at- höfn sem gaman var að fylgjast með og fór fram á hverju sumri í bíl- skúrnum á Ægisíðunni var hvað Óskar var óþreytandi við að halda lífinu í skosku veiðiormunum sem við Sigga höfðum tínt í garðinum fyrir hann. Það var passað upp á að mosinn væri í lagi og rétt rakastig o.fl. og voru þeir taldir nokkrum sinnum þangað til hann var viss um að þeir væru 250 en það var sú tala sem gilti hjá Óskari um þörfina fyr- ir 3 daga veiðitúr og 2 stangir fram á 21. öldina og það breyttist ekki þótt veiðin dofnaði sum árin. Þarna sat Óskar á kolli, einn í skúrnum, oftar en ekki með pípuna í munni og dáðist að dýrðinni og ekki fór það framhjá mér hve tilhlökkunin eftir næstu veiðiferð var orðin mikil þeg- ar ég leit inn í skúrnum til að kanna hvort hann væri ánægður með næt- urafla okkar Siggu. Ég og sonur Óskars, Kristján Al- bert, eigum saman bráðskemmti- lega og fyndna endurminningu, að okkur finnst, úr einni veiðiferðinni þegar Óskar háði mikið kapphlaup yfir tún og skurði undan nokkrum nautum, sem sýndu honum óþægi- lega mikinn áhuga, þegar hann var á leið til okkar frá ánni þar sem við höfðum ákveðið að bíða eftir honum í lok veiðidags. Óskari var nú ekki hlátur í huga þegar hann sá til okk- ar strákanna hlæjandi veltast um við bílinn eftir að hafa naumlega sloppið úr lífsháska að honum fannst sjálfum, en síðar hló hann manna mest að þessu ævintýri. Á þessum árum var gist í tjöldum og varð því stundum kuldi og vos- búð í þessum veiðiferðum, en þetta lagaðist með árunum fyrst með vegavinnuskúrunum og seinna kom veiðihúsið. Aldrei varð ég var við að það skipti Óskar nokkru máli hvernig aðbúnaðurinn var ef fært var niður að ánni til að veiða, slík var veiðidellan alla tíð. Oft var glatt á hjalla á kvöldvök- unum, margar sögur sagðar og brandarar virtust vera óþrjótandi, stundum fram á nótt. Eftir að vegavinnuskúrarnir komu til sögunnar voru veiðigarp- arnir oft ekki háir í loftinu og vor- um við Sigga að minnast þess að dóttir okkar Inga Heiða var senni- lega ekki nema 9 mánaða gömul í sinni fyrstu laxveiðiferð sumarið 1981. Vorum við Sigga með Ingu Heiðu í sniðugu barnarúmi niðri við ána þar sem við Sigga skiptumst á að veiða og ekki lét Óskar þessar æfingar á okkur Siggu neitt trufla sig þó að þetta framtak okkar hefði ekki verið algeng sjón við Krossá fram að þessu. Óskar var bara ánægður með athafnasemi Siggu sinnar. Úr þessum laxveiðiferðum komu menn endurnærðir til að fást við líf- ið fyrir vestan og seinna í Reykja- vík. Hér læt ég staðar numið og þakka þér Óskar, kæri vinur og tengdafaðir, fyrir frábærar sam- verustundir síðustu 27 árin og óska þér góðrar ferðar í þína hinstu för. Hjörleifur M. Jónsson. Kæri vinur. Orð mega sín lítils á hinstu kveðjustund en ég vona að þú virðir við mig þessa auðmjúku tilraun til að þakka fyrir, sem mest ég má, þá traustu samfylgd sem ég naut með þér og þá ríku vináttu sem þú veittir mér allt frá því við hittumst fyrst fyrir svo mörgum en fljótliðnum árum síðan. Það er jú mín mesta gæfa að ég gekk að eiga hana Öllu þína og óumflýjanlegt að viðurkenna að þú eigir þar stóran hlut að máli. Slíkri gæfu fylgir mikil þakkarskuld sem seint verður gerð upp en ekki gat ég óskað mér betri tengdaföður og afa barnanna minna, sem veitti svo óeigingjarnt og takmarkalaust. Þau orð eiga líka við um hana Heiðu þína, ástkæra tengdamömmu mína. Minningar og minningabrot frá samleið okkar hrannast upp og ekki unnt að gera þeim öllum skil í þess- ari stuttu kveðju. Ljóslifandi eru heimsóknirnar hvort til annars heima og erlendis, djarflegar sagnir og klókustu útspil við græna borðið, en þó fyrst og fremst gleðistund- irnar árlegu og fjölmörgu við ár- bakka Krossár í Bitru. Þar kenndir þú mér allt sem ég kann til að njóta slíkra stunda og umgengni við þá náttúru sem best ég má. Sögurnar þínar allar, sem alltaf urðu betri í bættri og mergjaðri endursögn, urðu mér og öðrum til gleði og upp- lyftingar. Ekki verður hjá því komist að dást að allri þeirri ósérhlífni og þeim fyrirvaralausa kærleik sem þú sýndir henni Heiðu þinni, sérstak- lega við erfið veikindi hennar mörg hin síðari ár. Þar endurspegluðust mannkostir þínir, kærleikur og óeigingirni, umburðarlyndi og þol- inmæði, auðmýkt og æðruleysi, sem eru þau lífsviðmið sem ég óska að ég geti sem best farið eftir. Langur dagur liðinn, ljósum hinstu kvöldskin slær – aðeins eftirbiðin! Aftanhúmið færist nær þessu höfði að halla við hvíldarvon og næturfrið. (Stephan G. Stephanson.) Í bæn minni þakka ég algóðum Guði fyrir kærleik og vináttu þína og samfylgd þína alla, samt hann blessi og varðveiti minningu þína. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Benedikt Jónsson. Elsku afi. Það hefur hvarflað að mér að við hefðum átt að kíkja til þín en við vorum bara svo viss um að þú værir ekki að fara neitt nema heim að spila pool en svona er þetta og þú ert kominn á betri stað. Það verður skrýtið að heimsækja þig ekki í Eiðsmýrina, draga þig úr poolsalnum svo þú gætir fylgst með Ella á hlaupum um alla íbúð. Hug- urinn hefur farið á flug og rifjast upp stundirnar sem ég átti fyrir vestan þegar ég sem lítil stúlka, fékk að koma í heimsókn og maður beið spenntur eftir að skólanum lyki að vori til að fara til afa og ömmu í Súó, leika sér og láta stjana við sig, svo seinna sem ung stúlka að fara í framhaldsnám stóðu dyrnar auðvit- að opnar og þið tókuð mig að ykkur fyrsta veturinn minn. Oft skelli ég upp úr þegar ég hugsa um þann tíma, það voru svo sannarlega for- réttindi að eiga þennan tíma með þér, takk fyrir það, afi. Helgi býr að laxveiðiferðunum með þér og geym- ir minningarnar á góðum stað. Hann er nú sem betur fer farinn að minnka brauðið. En elsku afi, ég er viss um að þú ert í góðra vina hópi og örugglega farinn að dansa um. Þú skilar góðri kveðju til afa Krumma og geymdu einn dans handa mér, það er gott að vita að slíkir heiðursmenn skuli vaka yfir okkur. Vertu sæll, elsku afi. Hrafnhildur Bára, Helgi og börn. Frændi minn, Óskar Kristjáns- son, lést laugardaginn 29. október eftir skamma sjúkdómslegu. Það er alltaf erfitt að kveðja frændur og vini, sérstaklega þegar ekki er lang- ur aðdragandi að andláti. Óskar hafði að vísu ekki verið við sem besta heilsu síðustu misserin og brugðið gat til beggja vona varðandi endurheimta heilsu. Því kom það mér ekki alveg í opna skjöldu þegar mér var sagt frá andláti frænda míns. Þó við reynum að undirbúa okkur kemur andlát náinna ætt- ingja samt alltaf að óvörum. Það er eitthvað svo endanlegt við slíka kveðjustund, við eigum ekki eftir að hitta viðkomandi aftur og því fylgir söknuður. Ég sé Óskar fyrir mér vel klædd- an í frakka með hatt, á göngu, slær hendinni upp og til hægri til að bægja frá reyk sem kemur þegar hann kveikir í pípu, en Óskar reykti pípu. Hvort sem komið var á skrif- stofu Óskars eða heim til hans fann maður pípulyktina sem fylgdi hon- um og mér fannst einhvern veginn lyktin alltaf góð. Óskar var sá af systkinum pabba sem ég kynntist best enda bjuggu þeir bræður mesta sína starfsævi á Suðureyri. Þeir ólust upp hjá for- eldrum sínum ásamt systkinum í húsinu númer 5 við Eyrargötu á Suðureyri. Eftirlifandi eiginkona Óskars er Aðalheiður Friðberts- dóttir. Ég á margar góðar minningar um frænda minn. Þegar ég var lítill átti pabbi ekki bíl og þá fékk ég oft að fara með Óskari í bíltúr. Ég man hve mér þótti þessar ferðir skemmtilegar, hvað hann var öruggur og keyrði hratt. Hann átti líka alltaf svo flotta bíla. Í bíltúrum með honum stóð ég stundum fyrir aftan bílstjórasætið og það eina sem maður varð að passa var að toga ekki í bakið á bílstjórasætinu. Einu sinni benti Heiða honum á að senni- lega væri of hratt ekið. Óskar svar- aði um hæl og sagðist alltaf slá vel af á blindhæðum og í beygjum. Ekki komu fleiri athugasemdir í það skiptið. Óskar var einn af fyrstu stúd- entum Verzlunarskóla Íslands. Fljótlega eftir nám flutti hann vest- ur og var einn af máttarstólpum samfélagsins á Suðureyri upp úr miðri síðustu öld og fram yfir 1980 eða þar til að hann flutti suður til Reykjavíkur. Hann var með útgerð, rak frystihúsið Ísver ásamt beina- verksmiðju og var eigandi þess ásamt fleirum. Á þessum árum var einhver mesta gróska í atvinnulífi á Suðureyri sem verið hefur og voru rekin þar tvö frystihús, Ísver og Fiskiðjan Freyja. Á þessum árum ferðaðist Óskar mikið vegna starfa sinna og var oft glest með það að hann væri meira fyrir sunnan en heima. Þá voru ferðalög mun tíma- frekari en nú er og samskipti við bankastofnanir flóknari. Frystihús- in, Ísver og Fiskiðjan, voru seinna sameinuð og starfaði hann hjá sam- einuðum frystihúsum undir nafni Fiskiðjunnar Freyju. Óskar tók á allan hátt virkan þátt í uppbyggingu samfélagsins á þessum árum, hann sat m.a. í hreppsnefnd og var einnig lengi oddviti Suðureyrarhrepps og var þannig áhrifamaður um þróun samfélagsins. Hann var alla tíð mik- ill sjálfstæðismaður og tók þátt í þeirra starfi. Óskar sat einnig í stjórn Sparisjóðs Súgfirðinga í mörg ár og var lengi formaður stjórnar sjóðsins. Þá var hann um- boðsmaður Tryggingamiðstöðvar- innar í mörg ár og fleira mætti telja. Óskar var alla tíð reglusamur og góð fyrirmynd. Óskar var maður sem tranaði sér ekki fram til áhrifa heldur voru honum falin verkin. Mín tilfinning er að á Óskar hafi hlaðist fleiri störf heldur en hann endilega sóttist eft- ir. Var það einkum vegna þess að hann var ábyggilegur og fólk treysti honum fyrir málum. Hann var alltaf tilbúinn að aðstoða fólk og margir leituðu til hans varðandi ýmis mál. Óskar var ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu. Vísubrot úr afmælis- kvæði sem séra Jóhannes Pálmason samdi í tilefni fimmtugsafmælis Óskars lýsir honum vel: ... við alls konar tilstand, hopp og hí og hástemmdan ræðufans. Að standa sviðsljósi aleinn í mun ekki að skapi hans. Þrátt fyrir mikinn eril vegna at- vinnumála og félagsstarfa hafði Óskar sín áhugamál. Laxveiði stundaði hann af áhuga mörg sumur og svo var hann alla tíð áhugasamur bridsspilari. Einnig man ég eftir því að Óskar tók þátt í leikstarfsemi og lék í Leynimel 13, að sjálfsögðu borðaklæddan lögreglumann. Síðustu ár fór Óskar að spila snó- ker sér til skemmtunar og náði ágætis færni. Ég var svo heppinn að spila við hann nokkrum sinnum og hafði af því mikið gaman. Ekki náði ég að vinna hann þótt ég héldi í fyrstu að það yrði auðvelt, en raun- in varð önnur. Ég á Óskari margt að þakka, en hann reyndist mér alltaf vel þegar ég þurfti að leita til hans varðandi ráð eða stuðning. Nú þegar frændi minn er kvadd- ur þá þakka ég fyrir hönd fjölskyldu minnar góð og ánægjuleg kynni. Við sendum Heiðu, Ella, Siggu, Krist- jáni og Öllu ásamt fjölskyldum inni- legustu samúðarkveðjur okkar. Magnús S. Jónsson. ÓSKAR KRISTJÁNSSON  Fleiri minningargreinar um Ósk- ar Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Valgarð Briem.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.