Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hugtakið fleytitíð (e.mobile manage-ment) hefur hing- að til ekki verið vel þekkt í íslenskum orðaforða, en þar er vísað til þess að fyr- irtæki og stofnanir hliðri til opnunartíma sínum til að liðka fyrir umferð og nýta betur umferðar- mannvirki, sem eru yfir- full á álagstímum, en utan þeirra myndast dauðir punktar. Fleytitíð er einmitt mið- punktur tillögu Gísla Ja- fetssonar, sem sigraði í hugmyndasamkeppni sem Reykjavíkurborg og Rás 2 efndu til í tilefni af samgönguviku 2005. Gísli leggur til að skólar og aðrar stofnanir Reykjavíkurborgar hefji starfsemi sína, t.d. kennslu, á mismunandi tímum, því m.a. sé stórum hluta skólabarna ekið í skóla á hverjum degi. Þá sér Gísli fyrir sér sveigjanleika í vinnutíma hjá fyrirtækjum til að gera fólki þetta kleift. Víða myndast örtröð við skóla á morgnana þegar foreldrar aka börnum sínum í þá og hafa skóla- stjórnendur m.a. mælst til þess að börn gangi í skólann sé möguleiki á því, enda sé þar einnig um að ræða góða heilsurækt fyrir börn- in. Þá hafa foreldrafélög margra skóla á höfuðborgarsvæðinu lýst yfir áhyggjum af mikilli umferð kringum skólana á álagstímum. Þorsteinn Hermannsson, um- ferðarverkfræðingur hjá verk- fræðistofunni Hönnun, segir fleytitíð þekkta í umferðarverk- fræði, en hún snúist um það að stýra eftirspurn eftir umferðar- mannvirkjum, þ.e.a.s. að sam- félagið stýri toppum í umferð í stað þess að topparnir stýri sam- félaginu. „Þannig getum við haft áhrif á eftirspurnina í stað þess að vera sífellt að elta umferðartoppa með byggingu mannvirkja,“ segir Þorsteinn. „Erlend reynsla hefur sýnt að þú vinnur aldrei kapp- hlaupið við eftirspurnina ef þú ætlar alltaf að auka framboðið. Í Bandaríkjunum er þekkt að ak- reinar sem bætt er við hraðbraut- ir í borgum fyllast á fimm árum.“ Fyrirtæki frekar sveigjanleg Fleytitíð, eða sveigjanlegur vinnutími, er hluti af því sem kall- að er mjúkar aðgerðir gegn um- ferðarteppum. Þorsteinn segir að- gerðina vel þekkta á vinnustöðum beggja vegna Atlantshafs og sé reynsla af henni mjög góð. „Ýmiss konar vinnustaðaaðgerðir til að fækka ferðum einkabíla frá heim- ili að vinnustað, eins og að bjóða upp á að greiða fyrir almennings- samgöngur og rukka fyrir bíla- stæði, hafa fækkað ferðum á einkabíl til vinnu á bilinu 5–25%,“ segir Þorsteinn og bendir á að kostnaður vegna bílastæða sé svo hár erlendis að fyrirtæki sjái sér hag í því að starfsmenn komi ekki á einkabíl til vinnu. Fyrirtækin vilji frekar nýta lóðir undir bygg- ingar en bílastæði. „Miðað við þróun á verðmæti lands í Reykja- vík er þetta að gerast hér líka.“ Þorsteinn segir að af gefinni reynslu erlendis sjái hann ekkert því til fyrirstöðu að fleytitíð sé reynd hér á Íslandi. Engar „sér- íslenskar“ aðstæður hamli því. Gústaf Adolf Skúlason, for- stöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá Samtökum at- vinnulífsins, segir eflaust víða mögulegt að hliðra til vegna slíkra ráðstafana hjá skólum. „Hvort það sé hægt að gera þetta skipu- lega og samræmt veit ég ekki nógu vel, en þar sem það er hægt er víðast hvar stefna um sveigj- anlegan vinnutíma til að koma á móts við fjölskylduþarfir,“ segir Gústaf Adolf, sem kveður hug- myndina verðuga þess að skoða betur hér á landi. „Ég er viss um að mörg íslenskra fyrirtækja myndu geta sýnt sveigjanleika í þessum efnum.“ Að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs Reykjavík- ur, gæti orðið erfitt að fram- kvæma stefnuna í grunnskólum. „Það væri geranlegt gagnvart nemendum, en það gæti valdið foreldrum miklum vandræðum ef skólarnir myndu seinka sér um hálftíma, því þeir þurfa að koma þeim í skóla. Það er mjög eðlilegt að foreldrum finnist mikilvægt að geta komið börnunum tryggilega í skóla áður en þeir fara til vinnu. Þá er frekar möguleiki að opna skólana snemma, en hefja kennslu seinna og hafa skólatímann lengri á daginn,“ segir Stefán, sem telur stærri möguleika felast í fleytitíð í stofnunum og fyrirtækjum borg- arinnar. „Það yrði líka að hanga saman samkomulagið við fyrir- tækin um að hafa vinnutíma fólks sveigjanlegan. Mér finnst það líka spurning hvort stór fyrirtæki eins og t.d. LSH og Háskólinn hagi ekki sínum vaktakerfum þannig að fólk sé að koma í og úr vinnu á helstu álagspunktum í umferð- inni. Reykjavíkurborg getur gert það líka sem stór vinnuveitandi.“ Stefán Jón segir líka vannýtta möguleika felast í því að fólk geti unnið hluta vinnu sinnar heima, t.d. fyrst á morgnana, með til- komu nettenginga. „Það eru liðnir tímar í mörgum greinum að lík- amar fólks þurfi að vera á vinnu- staðnum samtímis allan daginn,“ segir Stefán. Fréttaskýring | Fleytitíð möguleiki til að dreifa nýtingu á umferðarmannvirkjum Bæði mögulegt og æskilegt Stór fyrirtæki og stofnanir gætu minnkað álagið með breyttum vöktum Fleytitíð getur minnkað umferðarþunga. Örtröð við grunnskólana ógnar öryggi barnanna  Foreldrafélög grunnskóla hafa oft bent á þá örtröð sem myndast þegar foreldrar keyra börn sín í skólana. Hafa skóla- stjórnendur mælst til þess að börn gangi frekar í skólann, enda er sjaldnast það langt í skólana inni í hverfum að bílferð þangað skili neinum sérstökum tímasparnaði. Þá hafa foreldrar áhyggjur af umferðarhraða og umferðarþunga nálægt skól- unum, en hann ógnar öryggi barnanna. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is UNGUR drengur slapp naumlega þegar hann festi stígvél í rúllustiga í verslunarmiðstöðinni Smáralind ný- verið. Samkvæmt upplýsingum Herdís- ar L. Storgaard hjá Árvekni, var drengurinn á leið upp stigann þegar hann varð fyrir óhappinu. Það atvik- aðist þannig að þegar hann var kom- inn upp og var að stíga af stiganum klipptist framan af öðru stígvéli hans. Það sem vildi honum til happs var að stígvélin voru vel við vöxt þannig að tærnar sluppu. Herdís segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem líkt gerist en vitað sé um að nokkur börn hafi skaddast á tám við svipaðar aðstæður. Hún segir að við frekari skoðun hafi komið í ljós að ekki eru sam- ræmdar viðvörunarmerkingar í og við rúllustiga sem sé ákaflega baga- legt og er því mjög erfitt að ráð- leggja fólki hvernig það eigi að nota þá á öruggan hátt. „Það eru ekki til neinar samræmd- ar reglur um merkingar á rúllustig- um,“ segir Herdís. „Mergurinn málsins er sá að ef þú sjálfur kannt ekki á stigann gengur þér erfiðlega að kenna barninu þínu að nota hann. Í þessu tilfelli var drengurinn með móður sinni í stiganum og hún var að gæta hans, en það voru t.d. engar lín- ur sem sýndu hvar mætti ekki stíga.“Á hverju þrepi eru nokkrir sentímetrar þar sem alls ekki má standa, vegna þess að þar renna þrepin saman þegar rúllustiginn kemur upp á topp. Þar er kanturinn skarpastur og mest hætta á slysum. „Strákurinn var heppinn að vera í stígvélum sem voru of stór á hann, en við þekkjum til þess að börn hafi misst framan af tánum,“ segir Her- dís. Þess vegna er brýnt að merkja stigana almennilega, þannig að for- eldrar og aðrir geti varað börnin sín við þessum hættum,“ sagði Herdís að lokum. Naumlega sloppið úr rúllustiga ÞAÐ þarf stóran og öflugan flokk manna til að binda allt það steypujárn sem notað er í Kárahnjúkavirkjun. Vinnan er nokkuð erfið, ekki síst eftir að kólnaði í veðri. Þessir ítölsku járnabindingamenn létu kuldann ekki á sig fá og unnu ötullega að því að gera klárt fyrir steypu. Morgunblaðið/RAX Öflugir járnabindingamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.