Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í UMFJÖLLUN margra fjöl-
miðla um hryðjuverk og ástæður
þeirra, kemur gjarnan fram
ákveðin samúð með málstað þeirra
sem beita þeim.
Hryðjuverk eru sögð vopn kúg-
aðs og fátæks fólks og hersetinna
þjóða undir grimmri herstjórn.
Þetta væri nú gott og blessað ef
satt væri, en svo er alls ekki að
mínu mati.
Gerendur hryðju-
verkanna í New York
árið 2001 komu nán-
ast allir frá Sádi-
Arabíu. Er Sádi-
Arabía fátækt land og
kúgað af Bandaríkj-
unum? Hvorugt held
ég.
Eða hryðjuverkin í
Írak. Er þar kúguð
þjóð í uppreisn gegn
grimmu hernámsliði?
Ekki held ég það.
Þar eru hryðju-
verkamenn í stríði við
sína eigin þjóð og
gegn mannúðlegasta
innrásarliði allra
tíma, innrásarliði,
sem gætti þess svo
vandlega að hlífa
óbreyttum borgurum,
að risastórar flótta-
mannabúðir sem
Sameinuðu þjóðirnar
og aðrir höfðu sett
upp til að taka á móti flótta-
mannastraumnum, sem búist var
við úr borgum Íraks, stóðu nánast
auðar.
Eftir innrásina hefur þetta
„grimma“ hernámslið mokað svo
háum fjárhæðum til hjálpar- og
uppbyggingarstarfa í landinu að
sérstaka stærðfræðikunnáttu þarf
til að gera sér einhverja grein fyr-
ir þeim risaupphæðum.
Hryðjuverk
Palestínuaraba
Eða hryðjuverk svokallaðra Pal-
estínuaraba í Ísrael.
Arabar þessir, eða eigum við að
segja öfgasamtök þeirra, þó að
margar skoðanakannanir sýni yf-
irgnæfandi stuðning palestínu-
arabísks almennings við hryðju-
verk þeirra, hafa í áratugi beitt
miskunnarlausum morðárásum
gegn saklausu fólki í Ísrael undir
því yfirskyni, að þeir væru að
frelsa sína hernumdu Palestínu.
Gott ef satt væri, en svo er alls
ekki!
Palestínuarabar hafa aldrei átt
þjóðland eða sjálfstætt ríki í Pal-
estínu! Aldrei!
Viðvera þeirra á svæðinu gefur
þeim að mínu mati ekki meiri rétt
á sjálfstæðu ríki en Vestur-
Íslendingar hafa á sjálfstæðu ríki í
Kanada, eða Íslendingar í Dan-
mörku hafa til stofnunar sjálf-
stæðs ríkis í hluta Danmerkur
(með hálfa Kaupmannahöfn sem
höfuðborg!).
Gyðingaríki
í arabalöndum?
Það minnir mig á eina milljón
gyðinga, sem hraktir voru frá
arabalöndunum eftir Sjálfstæð-
isstríðið 1948.
Þar höfðu þeir búið í gyðinga-
samfélögum um hundruð ára.
Eiga þeir ekki rétt á sjálf-
stæðum ríkjum í hluta þessara
landa?
Þá geta til dæmis sýrlenskir
gyðingar fengið hluta af Sýrlandi
undir sýrlenskt gyðingaríki, með
hálfa Damaskus sem höfuðborg!
Það verður gaman að sjá svipinn á
Assad ef við stingum upp á því!
Nei, í alvöru talað, þá hafa Pal-
estínuarabar aldrei átt sér sjálf-
stætt ríki í Palestínu og eiga það
ekki skilið vegna hræðilegra ógn-
arverka sinna undanfarna áratugi,
sem svo sannarlega hafa verið
glæpir gegn mannkyni og verið
fyrirmynd annarra múslímskra
ógnarvalda víðsvegar um heiminn,
til dæmis í Írak.
Menn verða líka að gera sér
ljóst, að barátta Palestínuaraba
stefnir fyrst og fremst að því að
eyða Ísraelsríki, ekki að stofnun
sjálfstæðs Palestínuríkis á Gaza
og Vesturbakkanum.
Slíkt ríki yrði aðeins áfangi að
endanlegu markmiði
þeirra, útrýmingu
Ísraels.
Hryðjuverk arab-
anna eru ekki gerð
vegna kúgunar Ísr-
aela á þeim, enda er
meðferð Ísraela á
þeim góð miðað við
aðstæður.
Ísraelar hafa sinnt
mannúðarskyldum
sínum við þá ótrúlega
vel.
Margir muna eftir
palestínskri konu sem
handtekin var nýlega,
er hún reyndi að
sprengja sig í loft upp
á sjúkrahúsi í Ísrael,
þar sem hún hafði
verið í meðferð við
brunasárum sínum
mánuðum saman.
Fyrirmæli helgra
bóka og afstaða
páfans í Róm
Sannleikurinn er sá að Palestína
er gyðingaland, land gyðinga, og
hefur svo verið um þúsundir ára.
Þrátt fyrir hatur múslima og illa
meðferð á gyðingum, þá hafa ein-
stakir fræðimenn þeirra gerst svo
djarfir að benda á kafla í Kór-
aninum sem staðfesta eignarhald
gyðinga á Ísraelslandi, sem nær
yfir alla Palestínu.
Hin helga bók gyðingdóms og
kristni, sjálf Biblían, andlegur
vegvísir vestrænnar menningar í
tvö þúsund ár og lengur, staðfestir
svo auðvitað fyrir fylgjendum sín-
um óskoraðan og eilífan eignarrétt
gyðinga á þessu landsvæði.
Samt er það svo að hvað sem
líður fyrirmælum helgra bóka, þá
lét páfi kaþólskra í Róm, Ratz-
inger, hjá líða að fordæma nýlega
sjálfsmorðsárás Palestínuaraba á
Ísrael á þeirri forsendu, að því er
talsmaður hans sagði, að Ísraelar
svöruðu svo harkalega fyrir sig og
brytu á mannréttindum Palest-
ínuarabanna!
Þannig að æðsti yfirmaður kaþ-
ólsku kirkjunnar í heiminum legg-
ur í rauninni að jöfnu glæp og
refsingu, ódæðisverk og við-
brögðin við þeim.
Þetta finnst mér afar skrítin
siðfræði!
En ef mönnum finnst þetta
skrítið, þá skyldu þeir samt muna
að páfinn í Róm á tímum síðari
heimsstyrjaldar lyfti ekki fingri til
varnar ofsóttum gyðingum.
Hinn heilagi faðir í Róm, Ratz-
inger á tímum ofsóknar- og ógn-
arstríðs Palestínuaraba gegn Ísr-
ael, lyftir heldur ekki fingri til
varnar gyðingum.
Þvert á móti skellir hann sök-
inni á því ógnarstríði á gyðingana
sjálfa.
Það er óneitanlega ekki laust
við að manni finnist hann vera að
taka undir með Louis Farrakhan,
hinum ofstækisfulla foringja þel-
dökkra múslima í Bandaríkjunum,
er sagði í ræðu fyrir nokkrum ár-
um:
„Menn eru að býsnast yfir því
hvað Hitler gerði gyðingum, en
menn spyrja ekki hvað gyðingar
gerðu Hitler!“
Réttlæting
ógnarverka
Hreiðar Þór Sæmundsson
fjallar um hryðjuverk
og ástæður þeirra
Hreiðar Þór
Sæmundsson
’… Palestínaer gyðingaland,
land gyðinga,
og hefur svo
verið um þús-
undir ára.‘
Höfundur er kaupmaður í Reykjavík.
PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík í dag og á morgun er
eitt hið mikilvægasta sem lengi hef-
ur verið haldið. Líkur
eru á að með sterkum
lista takist Sjálfstæð-
isflokknum að vinna
sigur í næstu borg-
arstjórnarkosningum.
Það eru ótal tækifæri
til að gera betur í
Reykjavík og með
sigri Sjálfstæðis-
flokksins næsta vor
verður loks hægt að
nýta þau.
Grasrótin
velur lista
Prófkjörið snýst um
val og frelsi, sjálfstæðisfólk í
Reykjavík velur þá frambjóðendur
sem það telur líklegasta til að ná
sem mestum árangri í kosningum.
Þetta er lýðræði í sinni tærustu
mynd. Grasrótin, þverskurður þjóð-
félagsins, velur frambjóðendur eftir
eigin sannfæringu. Sjálfstæðis-
flokknum hefur oftast farnast best í
kosningum eftir að hafa valið lista í
prófkjöri. Í þeim hefur verið valinn
sterkur listi hæfra frambjóðenda
með fjölbreytta reynslu og víða
skírskotun. Það hefur sýnt sig að
slíkur listi er líklegur til sigurs.
Tækifæri til breytinga
Engum dylst að ekki
hefur verið haldið nógu
vel utan um málefni
borgarinnar síðustu ár.
Það er hins vegar svo
að Reykjavík er sér-
stök borg, í henni býr
kraftur sem þarf að
virkja og til þess þarf
dug og áræðni. Það ber
að stefna hátt enda er
Reykjavík höfuðborg
landsins. Það þarf að
endurheimta forystu-
hlutverk Reykjavíkur
og gera hana leiðandi á
öllum sviðum. Það á að
tryggja nóg af lóðum og innleiða
skapandi hugsun í skipulagsmálum.
Það á að tryggja öldruðum og þeim
sem á þurfa að halda öruggt skjól
jafnframt því sem fólk á að hafa
frelsi til að ákvarða um eigin mál. Í
Reykjavík eiga að vera bestu skólar
sem völ er á og rúm fyrir fjölbreyti-
leika. Lifandi menning á að
blómstra í Reykjavík og blómleg
listsköpun að bera hróður borg-
arinnar sem víðast. Einkarekstur er
almennt farsælli en opinber rekstur
og það á að nýta drifkraft einkafyr-
irtækja til þess að annast þjón-
ustuþætti borgarinnar.
Tökum þátt og höfum áhrif
Það er mikilvægt að sjálfstæð-
isfólk fjölmenni og sýni styrk sinn í
prófkjörinu. Þannig gefum við tón-
inn fyrir komandi kosningavetur.
Fjölmennum og stillum upp sig-
urstranglegum lista frambjóðenda
með fjölbreytta reynslu því nú blasa
við ótal tækifæri og nýtt upphaf til
að búa til betri borg.
Prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins snýst um val,
frelsi og tækifæri
Eftir Júlíus Vífil Ingvarsson ’Fjölmennum og still-um upp sigurstrangleg-
um lista frambjóðenda
með fjölbreytta reynslu
því nú blasa við ótal
tækifæri og nýtt upphaf
til að búa til betri borg.‘
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Höfundur er lögfræðingur og býður
sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík
Í ÁR var endurvakin gömul hefð
og Íslandsglíman haldin á sviði
Borgarleikhússins. Áhorfendur
höfðu góða yfirsýn yfir völlinn en
keppendum reyndist gólfið stamt og
ekki til þess fallið að gera glímuna
liprari. Umfjöllun dagblaða um Ís-
landsglímuna var fram úr hófi lít-
ilfjörleg og að Morg-
unblaðinu fráskildu
eyddu þau ekki einum
dálksentimetra í að
segja frá henni. Svo
ekki sé talað um gagn-
rýni á glímulag manna,
gott eða slæmt eftir
atvikum eða önnur þau
atriði sem máli skipta í
þróun þjóðaríþrótt-
arinnar. Því langar
mig að biðja Morg-
unblaðið fyrir þessa
hugleiðingu. Þá fyrst
úrslit mótsins:
1. Pétur Eyþórsson
KR 6,5 vinn.
2. Ólafur Sigurðsson HSK 6
3. Stefán Geirsson HSK 5
4. Arngeir Friðriksson HSÞ 4
5. Jón B. Valsson KR 3,5
6.–7. Snær S. Þóroddsson
UÍA 1,5
6.–7. Pétur Þ. Gunnarsson
HSÞ 1,5
8. Jón Smári Eyþórsson HSÞ 0
Hér áttust við átta vaskir menn
og allir gátu sigrað alla en hér fór
sem fyrrum að reynslan var þung á
metunum. Ungu mennirnir þrír sem
voru neðstir að vinningum, Snær,
Pétur og Jón Smári glímdu allir
vasklega og meira af kappi en
forsjá. Jón Smári sló í gegn sl. vetur
þegar hann sigraði í öflugum flokki
á Meistaramótinu og hefur eflaust
ætlað sér stærri hlut en verma
botnsætið. Allir þessir menn eru
efnilegir og mín spá er sú að þeir
muni feta í fótspor margra fyrri
kappa sem byrjuðu neðarlega en
enduðu á toppnum.
Jón Birgir Valsson, formaður
Glímusambandsins, klæddi sig úr
jakkafötunum eftir mótssetningu og
fór í glímugallann eftir sex ára hlé á
keppni í Íslandsglímu. Jón hefur
elst og þyngst síðan en glímdi þó
betur en hann gerði þá. Nú beitti
hann mest lágbrögðum í stað þess
að sækja sama hábragðið allt mótið
í gegn. Jón er ekki auðlagður og átti
langar viðureignir við Arngeir og
Stefán.
Hinn lágvaxni og stælti Arngeir
beitti risana hábrögðum og allir
báru þeir verðskuldaða virðingu
fyrir sóknhörku hans og reynslu.
Sigra sína þrjá vann hann á þrenns
konar brögðum en
gerði tvö jafnglími.
Glíma hans við nem-
anda sinn, Pétur Gunn-
arsson, var frískleg,
sókndjörf og báðum til
sóma. Þar sáust glæsi-
leg sókn og vörn á
báða bóga.
Stefán Geirsson
glímdi af sókndirfsku
gegn flestum keppi-
nautum sínum og upp-
skar sigra með góðum
hábrögðum. Lausa-
mjöðm hans sem lagði
Snæ að velli var glæsibragð. Stefán
var einn af þremur sem líklegastir
þóttu til að hreppa Grettisbeltið.
Hinir voru Ólafur og Pétur Eyþórs-
son. Glíma Stefáns við Ólaf var jöfn
og lauk með sigri Ólafs á lausa-
mjöðm, bragð sem hann sýnir sjald-
an. Stefán var heillum horfinn er
hann átti við Pétur Eyþórsson. Í
stað sóknar fór hann í vörn sem
Pétur nýtti sér og laumaði hælkrók
hægri á vinstri á Stefán sem var of
seinn að vinda sig úr bragðinu. Fag-
mannlega gert hjá Pétri.
Ólafur kom á óvart með því að
beita hábrögðum meira en oftast áð-
ur. Ólafur er yfirleitt fremur stífur í
framgöngu á glímuvelli, bíður færis
en gerir svo snarpar atlögur. Hann
lagði Arngeir með geysilegum hæl-
krók fyrir báða fætur að hætti Sig-
urðar Greipssonar en lét fallast nið-
ur á hönd áður en Arngeir féll og
hefði ekki átt að fá dæmdan vinning
fyrir það bragð. Þar gerðu dómarar
mistök. Helsti löstur Ólafs, jafnvæg-
isleysið eftir sóknarbragð, var þó
minna áberandi en oftast áður.
Pétur Eyþórsson átti glímu-
kóngstitil að verja og það var auð-
séð að ekki stóð til að láta hann af
hendi. Pétur er svífandi fimur og
léttur á fæti og hefur greinilega
skoðað andstæðingana vel því hann
beitti mismunandi brögðum eftir því
hvern hann átti við en það er eitt af
aðalsmerkjum góðra glímumanna.
Snæ og nafna sinn lagði hann á
hægri fótar klofbragði, Jón Birgi á
vinstra leggjarbragði, Jón Smára og
Stefán á hælkrók og gerði jafnglími
við Arngeir. Síðasta glíma mótsins
var hrein úrslitaglíma Péturs og
Ólafs. Báðir biðu færis og fóru sér
hægt. Ólaf brast þolinmæðin og
lagði til atlögu með snarpan hæl-
krók utanfótar vinstri, eitt af sínum
skæðustu brögðum. Pétur var
viðbúinn, tók bragðið af Ólafi og
lagði hann á hælkrók hægri á
vinstri hreinni byltu. Þetta gerði
Pétur listavel og var vel að sigrinum
kominn að allra dómi, einnig Ólafs.
Glíman er einstök íþrótt að því
leyti að það er ekki endilega það
sama að vera sterkur glímumaður
og góður glímumaður. Til hafa verið
glímumenn sem ekki skeyta um
hvernig þeir ná sigri bara ef þeir ná
honum og mistækir dómarar hafa
verið þeirra helstu bandamenn. Svo
eru glímumenn sem hafa áttað sig á
að glíman er listgrein sé hún rétt
stunduð og glíma þannig. Þarna er
lína sem mörgum veitist erfitt að
fóta sig á. Núverandi glímukóngur
er einn af þeim sem hefur tekist það
vel.
Á næsta ári verður Íslandsglíman
hundrað ára. Vonandi verður um-
fjöllun fjölmiðla þá vegleg og í réttu
hlutfalli við þann mikla menningar-
arf sem glíman er. Þá standa vonir
til að hægt verði að gefa út bókina
Þróun glímu í íslensku þjóðlífi sem
Þorsteinn heitinn Einarsson
íþróttafulltrúi vann að í fjóra ára-
tugi og er nú á lokastigi.
Íslandsglíman í 99 ár
Jón M. Ívarsson fjallar
um íslenska glímu ’Glíman er einstökíþrótt að því leyti að það
er ekki endilega það
sama að vera sterkur
glímumaður og góður
glímumaður.‘
Jón M. Ívarsson
Höfundur er glímudómari
og fyrrverandi formaður
Glímusambands Íslands.