Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórður Óskars-son fæddist á Grund í Súðavík 6. nóvember 1929. Hann lést á Land- spítala í Fossvogi 28. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Rannveig Þórðar- dóttir húsmóðir í Súðavík, f. 24. nóv- ember 1895 á Svarf- hóli í Álftafirði, d. 25. desember 1954, og Óskar Magnús- son, skipstjóri í Súðavík, f. 31. des- ember 1896 á Fæti í Súðavíkur- hreppi, fórst með skiphöfn sinni á mb. Sæbirni frá Súðavík 24. jan- úar 1930. Bróðir Þórðar fæddist andvana 1928. Móðir hans tók í fóstur og ól upp Gunnar Þór Þor- bergsson, f. 26. október 1933, d. 30. janúar 2003. Hinn 20. maí 1955 kvæntist Þórður eftirlifandi eiginkonu sinni Halldóru Björnsdóttur hús- móður, f. 13. september 1933 á Akranesi. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Halldórsdóttir, f. 31. maí 1906, d. 14. janúar 1987, og 1977, viðskiptafræðingur. Sam- býlismaður hennar er Arnar Sig- urðsson, f. 8. maí 1975. Barn þeirra er Dagný Lilja, f. 16. janúar 2004. Þórður ólst upp í Súðavík ásamt móður sinni og fósturbróður. Hann hóf ungur að sækja sjóinn og lauk fiskimannaprófi frá Stýri- mannaskóla í Reykjavík árið 1950. Hann var skipstjóri á ýmsum skip- um árin 1951–63. Síðan á eigin skipum, Sólfara AK og Óskari Magnússyni AK á árunum 1963– 69. Þá fór hann í land og stjórnaði útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæk- inu Þórði Óskarssyni hf. á Akra- nesi, sem hann og tengdafaðir hans stofnuðu árið 1959. Þórður Óskarsson hf. starfrækti fisk- vinnslu og útgerð og störfuðu hjá félaginu hátt í 100 manns þegar starfsemin var sem mest. Um tíma rak hann síldarsöltun á Mjóafirði ásamt Gunnari Ólafssyni og Vil- hjálmi Hjálmarssyni. Einnig rak hann ásamt Heimaskaga, Haferni og HB togaraútgerðina Krossvík um skeið. Þórður var mikill aflamaður og farsæll skipstjóri. Hann var for- maður Útvegsmannafélags Akra- ness 1970–75 og sat einnig um skeið í stjórn Landssamband ís- lenskra útvegsmanna. Útför Þórðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Björn J. Björnsson, f. 11. október 1905, d. 28. maí 1969. Börn Þórðar og Halldóru eru: 1) Halldóra Rannveig, f. 12. febr- úar 1956, hjúkrunar- fræðingur. Fyrrver- andi eiginmaður hennar er Gunnar Friðgeirsson, f. 29. júní 1956. Dætur þeirra eru: a) Sólveig Helga, f. 18. júní 1980, sambýlismaður hennar er Jón K. Magnússon, f. 6. febrúar 1979. Synir þeirra eru Magnús S., f. 12. september 2003, og óskírður, f. 15. ágúst 2005. b) Þóra Halldóra, f. 7. janúar 1985. 2) Björn, f. 4. apríl 1957, stýrimaður. Fyrrv. sambýliskona hans er Oddbjörg Jónsdóttir, f. 22. nóv. 1942.3) Ósk- ar, f. 26. júlí 1959, viðskiptafræð- ingur. Eiginkona hans er Rósa Jónsdóttir, f. 20. janúar 1962. Syn- ir þeirra eru: a) Þórður, f. 28. nóv- ember 1985. b) Jón Þórir, f. 25. febrúar 1990. c) Helgi, f. 2. júní 1993. 4) Þórður, f. 20. nóvember 1964. 5) Guðbjörg, f. 26. desember Elsku pabbi minn, loksins fékkstu hvíld eftir erfið veikindi. Það var erfitt að horfa á hvernig þér hrakaði síðustu vikur og mán- uði, orðinn svo máttfarinn og veik- burða. Þeir sem þekktu þig mundu nú ekki lýsa þér þannig því þú varst alveg sérstakur einstakling- ur. Þú varst svo sterkur persónu- leiki með svo mikla þrautseigju og seiglu. Þú varst ofsalega skipu- lagður og agaður maður, mjög klár og vitur og alltaf ákveðinn að leysa þau mál sem komu til þín enda varstu mjög ráðagóður. Við náðum mjög vel saman og þú reyndist mér góður og traustur faðir þó svo við værum ekki alltaf sammála en við leystum það alltaf enda var oft ein- hver ólýsanlegur skilningur okkar á milli. Ég gat alltaf treyst á þig og við gátum oft talað tímunum saman um ýmis málefni. Þú varst alltaf að miðla og segja mér einhverja gullmola því þú vildir að ég lærði af þér. Eitt af því sem þú lagðir mikla áherslu á var að vera heiðarlegur og traustur og hafa hreina sam- visku enda gat fólki alveg sárnað hreinskilni þín og stundum misskil- ið, en ég tel það hafa verið góðan kost að þú sagðir mér alltaf hvað þér fannst enda hafðir þú ótrúlega oft rétt fyrir þér þegar upp var staðið. Það var eins og þú vissir stundum meira en fólk flest. Þegar maður hugsar til baka rifjast ýmsar minningar upp, ísbíl- túrar á sunnudögum, ferðir í frysti- húsið, ég man hvað ég var stolt þegar ég fékk að vinna við færi- bandið að hreinsa rækjurnar einn daginn og hvað mér fannst gaman að fara á hjallana með þér og tína fiskinn upp sem datt niður. Elsku pabbi minn, þrátt fyrir að missa pabba þinn í sjóinn þegar þú varst kornabarn ákvaðstu að láta sjóinn vera þinn vinnustað góðan hluta ævi þinnar. Byrjaðir ungur að bjarga þér, fórst á sjóinn 15 ára, í Stýrimannaskólann 18 ára og orð- inn skipstjóri 22 ára. Mikill metn- aður og mikið skap einkenndi þig alla tíð enda fiskaðir þú mjög vel og varst aflakóngur í nokkur ár. Margir sögðu þig heppinn en þú vannst alltaf fyrirfram og varst ákaflega passasamur. Misstir aldr- ei mann í sjóinn sem var þér mikil gæfa. Þú fylgdist alltaf svo vel með öllu, fréttum, veðri og mikið við- skiptavit hafðir þú, því var alltaf gott að bera málin undir þig því þú varst svo inni í öllu því nýjasta sem var að gerast. Þegar þú varst 19 ára fékkstu al- varlega sýkingu í vinstra innra eyrað sem varð til þess að þú fórst að detta og missa jafnvægið, fékkst talsverða bót á því en sennilega hefur það hrjáð þig meira en marg- an grunar í gegnum árin. En svo fyrir 18 árum dastu niður og misst- ir jafnvægið sem varð til þess að þú þurftir að hætta með útgerðina fljótlega og fara þér hægar, gast ekki keyrt bíl o.fl. Þarna byrjaði þín þrautaganga og barátta við veikindi sem voru þér erfið. Ekk- ert var hægt að gera og það eina sem var vitað var að þér mundi hraka. Svo í vor byrjaði þér að hraka mikið og fórst í nokkrar rannsóknir en engar afgerandi nið- urstöður komu út en áfram versn- aði þér sem gat ekki endað nema á einn veg. Ég er svo þakklát að hafa fengið að vera hjá þér á síðustu augna- blikum lífs þíns, það er mér ómet- anlegt að vita að þú varst ekki einn þegar þú kvaddir þennan heim. Það var svo gott að sjá friðinn yfir þér að þessu loknu. Ég vil trúa því að nú sértu á góðum og fallegum stað eins og ég sagði við dóttur mína, að nú væri afi hjá englunum. Mamma stóð sig eins og hetja í þinni þrautagöngu, stóð þér ávallt við hlið og studdi. Elsku pabbi minn, mér finnst ég hafa misst svo mikið og ég á eftir að sakna þín ákaflega sárt. Blessuð sé minning þín. Þín dóttir, Guðbjörg. Ég kveð þig með söknuði, elsku pabbi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín dóttir, Halldóra. Í dag kveðjum við tengdaföður minn Þórð Óskarsson en hann átti við vanheilsu að stríða undanfarin ár og heilsu hans hrakaði hratt síð- ustu misseri. Þó 76 ár sé ekki ýkja hár aldur þá var hann orðinn þreyttur á líkama og sál og hefur eflaust verið hvíldinni feginn. Þórður var í eðli sínu keppnis- maður, setti markið hátt og gerði miklar kröfur til sjálfs sín. Hann var farsæll skipstjóri og aflakóng- ur á vertíðum í mörg ár. Það hefur því oft á tíðum verið erfitt fyrir hann sætta sig við þverrandi heilsu langt fyrir aldur fram. Þórður talaði oft um æsku sína og uppvaxtarár á Súðavík og minnti reglulega á að fyrst og síð- ast væri hann Vestfirðingur þó hann hafi flutt þaðan ungur. Hann hafði gaman að því að bera saman nútíma lífsþægindi við kjör fólks á þeim árum þegar hann var að alast upp. Hann var mjög minnugur á ártöl og atburði, sérstaklega ef tal- ið beindist að sjósókn og útgerð, þá var hann í essinu sínu og átti ótelj- andi sögur að segja. Föður sinn missti Þórður tæplega þriggja mánaða gamall þegar vélbátur sem hann var formaður á fórst ásamt allri áhöfn. Móðir hans giftist ekki aftur og eflaust hefur föðurleysið mótað hann mikið og gert hann ábyrgðarfullan og sjálfstæðan strax í æsku. Hann fór snemma að vinna fyrir sér, eins og títt var um fólk á hans aldri og sagðist fljótt hafa lært að spara og fara vel með peninga og treysta á sjálfan sig. Einu sinni spurði ég Þórð að því hvort móðir hans hefði aldrei sett sig á móti því að hann gerðist sjómaður, hún sem svo ung missti manninn sinn í sjó- inn og svaraði hann því til að ef- laust hefði hún hugsað sitt en lífið hefði meira og minna snúist um sjó- inn og þó bátar færust varð lífið að halda áfram. Ungur ákvað hann að fara í Stýrimannaskólann og eftir að hann lauk námi þar snerist líf hans meira og minna um sjóinn, sem stýrimað- ur, skipstjóri og útgerðarmaður. Í fimmtíu ár hefur eiginkona Þórðar, Halldóra Björnsdóttir, staðið við hlið hans og stutt við bak- ið á honum í einu og öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur um dagana. Má með sanni segja að hún eigi stóran þátt í hans velgengni í starfi. Hafðu þökk fyrir samfylgdina og þau góðu lífsgildi sem þú innrættir okkur yngra fólkinu í fjölskyldunni. Hvíl í friði. Rósa Jónsdóttir. Elsku afi minn. Ég trúi því hrein- lega ekki að þú sért farinn fyrir fullt og allt. Ég fæ ekki að heyra fleiri sögur frá því að þú varast ungur á sjónum og skuldaðir ekki krónu þegar þú varst búinn með Stýrimannaskólann. Ég man þegar ég var uppi hjá ykkur fyrir tveimur árum að nota tölvuna til þess að skrifa ritgerð um halastjörnur og þá sagðir þú að það væri gaman að fá að skoða þær bet- ur þegar þú færir yfir. Nú færðu kannski þitt tækifæri. Fara með þér út í garð í Bjarg- artanganum að stússast, ég held bara að það hafi verið ein af mínum fyrstu vinnum. Þú kenndir mér pelastikk en ég verð nú að viður- kenna að ég man ekki hvernig á að binda þann hnút lengur. Ef ég þurfti að vita hvernig veðurspáin yrði þá spurði ég bara þig. Og var veðrið daginn sem þú fórst mjög lýsandi fyrir þinn stóra karakter. Afi minn, þú varst mjög ákveðinn maður og vissir vel hvað þú vildir. Þú varst skipstjóri á þínu skipi, sama hvort það var um borð eða heima. Ef það var eitthvað sem ég ætlaði að gera og þú varst kannski ekki alveg sammála því þá var eins gott að maður væri tilbúinn með góð rök fyrir sinni ákvörðun. En það er eitt sem ég lærði af þér, afi minn, og það er að standa fyrir sínu og halda alltaf áfram og vera bara nógu duglegur, þá uppsker maður eins og maður sáir. Það seinasta sem þú sagðir við mig var: „Þú ert alltaf svo dugleg,“ og þegar ég mun grípa sjálfan mig við það að verða löt þá mun ég rifja upp þessi orð. Ég vona að þú fáir tækifæri til þess að hitta pabba þinn eftir alla þessa bið. Afi minn, þú varst mér mikil fyr- irmynd og það verður mjög skrítið að vera án þín. Vonandi líður þér betur núna, afi minn. Ég mun sakna þín mikið. Þín Þóra Halldóra Gunnarsdóttir. Elsku afi. Það er sorglegt að hugsa til þess að þegar maður fer og heimsækir ömmu geti maður ekki komið og spjallað við þig líka. Þú varst vanur að segja manni sög- ur frá bernsku þinni og leiðbeina manni í lífinu. Og hefði ég viljað að langafastrákarnir hefðu kynnst þér betur. Þegar Magnús og Dagný Lilja voru í heimsókn sá maður hvað þú hafðir gaman af þeim. Sá yngsti náði aðeins að sjá þig tvisv- ar. Sjómennska var stór hluti af lífi þínu. Enda varstu alltaf með veðrið á hreinu. Þú varst sá sem bentir mér á tunglið og stjörnurnar þegar ég var lítil. Og varst vanur að fara út á svalir og fá þér ferskt loft og horfa á þær. Þessir síðustu mánuðir voru þér erfiðir og varstu svo heppinn að eiga svona yndislega eiginkonu, hana ömmu mína sem hugsaði svo vel um þig. Erfitt er að kveðja þig. En léttir að þú kveljist ekki lengur. Ég er svo ánægð að við vorum allar hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim. Við kveðjum þig með söknuði. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín Helga og fjölskylda. ÞÓRÐUR ÓSKARSSON Garðar Finnsson og fleiri að ógleymdum þeim Akrabræðrum Bergþóri, Jóhannesi og Þórði, sem allir voru miklir aflamenn. Þórður var alltaf í hópi aflahæstu skipstjóra og oft aflakóngur, enda harður sjó- sóknari og mikill aflamaður. Skips- rúm hjá Þórði voru eftirsótt og marg- ir sjómenn voru lengi með honum og líkaði vel. Þegar leið á skipstjóraferilinn gerðist Þórður útgerðarmaður. Ég átti mikil viðskipti við hann í starfi mínu hjá Þorgeiri & Ellert, en við byggðum fyrir hann 100 tonna bát, Sigurborgu AK 375, og og önnuð- umst fyrir hann margháttað viðhald og viðgerðir um langt árabil. Þórður var góður viðskiptamaður, hélt vel utan um reksturinn og var stálheið- arlegur í viðskiptum. Eins og flestir Skagamenn var Þórður mikill knattspyrnuáhuga- maður. Guðjón sonur hans var leik- maður ÍA í 15 ár og varð síðar sig- ursælasti þjálfari Íslendinga. Þórður fylgdist vel með gangi mála hjá Guð- jóni og sonum hans þremur sem hafa verið atvinnumenn erlendis undan- farin ár og hafði mikinn metnað fyrir þeirra hönd. Þórður var mikill og eindreginn sjálfstæðismaður. Fjölskylda hans var mjög virk í starfi Sjálfstæðis- flokksins. Marselía kona hans var um skeið varabæjarfulltrúi á Akranesi sem og Inga Jóna dóttir þeirra sem síðar varð oddviti flokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur. Hin dóttirin, Herdís, sat um langt árabil í stjórn hafnanna á Akranesi og Grundar- tanga og Guðjón starfaði af krafti með ungum sjálfstæðismönnum. Sjálfur tók Þórður ekki mikinn þátt í beinu flokksstarfi, en var mjög áhugasamur og hvatti eindregið þá sem stóðu í eldlínunni fyrir flokkinn. Þessa naut ég mjög öll þau ár sem ég sat í bæjarstjórn og á Alþingi. Það var alltaf uppörvandi að fá hvatningu frá þessum mikla keppnismanni. Þórður lifði það að sjá Geir tengda- son sinn verða formann Sjálfstæðis- flokksins og Borgar Þór dótturson sinn formann SUS og veit ég að hann hefur verið stoltur af strákunum. Sjálfstæðismenn á Akranesi þakka Þórði öflugan stuðning og hvatningu í áratugi og senda fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Þórðar Guðjónssonar. Guðjón Guðmundsson. Kæri Þórður, við viljum þakka þér allar stundirnar sem við áttum með þér þegar þú komst reglulega í verk- unina og spjallaðir við okkur um dag- inn og veginn, sagðir okkur sögur frá þínum fyrri árum. Það var orðinn fastur liður hjá okkur að fara í kaffi með þér kl. 11. Ef þú varst ekki kom- inn þá biðum við með að setja kaffi á könnuna. Sjómennskan og allt sem því við- kom var þitt líf og yndi. Það var gam- an að fá að kynnast þér. Guð veri með þér. Elsku Marselía, Heddý, Inga, Guð- jón og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð vera með ykkur. Gerða, Bára og Steinunn.  Fleiri minningargreinar um Þórð Guðjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Bergþór Ólason. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, KRISTÍNAR ÓLAFSDÓTTUR hjúkrunarkonu, frá Stakkadal á Rauðasandi, Sólheimum 27, áður Ljósheimum 8a, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun og stuðning við aðstandendur. Ágúst Kristján Stefánsson, Bára Ólafsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.