Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónína Sjöfn Jó-hannsdóttir fæddist í Hafnar- firði 23. mars 1953. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 27. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jó- hann Þórlindsson, f. í Vallahreppi í S- Múl. 5. apríl 1920, d. 13. okt. 1983, og Málfríður Björns- dóttir Þóroddsdótt- ir, f. á Fáskrúðsfirði 23. maí 1921, d. 19. sept. 1983. Bræður Jónínu eru Guðlaugur Jóhanns- son, f. 1. apríl 1943, maki Geirdís Torfadóttir, f. 1942; Þórlindur Jóhannsson, f. 19. sept. 1945, maki Jóhanna Andersen Valdi- marsdóttir, f. 1964; Arnar Þór Jóhannsson, f. 7. mars 1945, maki Rebecca Sicat, f. 1960; Smári Jóhannsson, f. 23. okt. 1954, maki Lára Maggý Magn- úsdóttir, f. 1956; Gunnar Jó- hannsson, f. 6. des 1955, maki Jó- hanna Pálsdóttir, f. 1964; Friðjón Jóhannsson, f. 20. jan. 1957; og Magnús Jóhannsson, f. 30. júní 1959, d. 4. júní 2001, maki Þor- björg Samsonardóttir, f. 1961. Hinn 20. júlí 1974 giftist Sjöfn Hreggviði Berg- mann Sigvaldasyni. Foreldrar hans voru Sigvaldi Jóns- son, f. 8. sept. 1931, d. 15. nóv. 1985, og Guðlaug Bergmann Hreggviðsdóttir, f. 17. okt. 1932, d. 20. júní 2002. Systkini Hreggviðs eru Sæ- mundur Þ. Sig- valdason, f. 16. nóv. 1952, d. 1. jan. 1982; Jóhann Júlíus Sigvaldason, f. 5. mars 1959; Sæunn Vigdís Sig- valdadóttir, f. 5. des. 1975; og Óla Margrét Sigvaldadóttir, f. 5. des. 1975. Sjöfn og Hreggviður eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Magnús Þór Bergmann Hregg- viðsson, f. 11. janúar 1972. 2) Vignir Bergmann Hreggviðsson, f. 14. nóv. 1974, maki Sara Líf Stefánsdóttir, f. 27. des. 1981, börn Sunneva Bergmann Vign- isdóttir, f. 13. sept. 2000, og Sindri Snær Söruson, f. 16. apríl 2005. 3) Fríða Bergmann Hregg- viðsdóttir, f. 15. ágúst 1981, maki Samúel Már Smárason, f. 11. júní 1981. Útför Jónínu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku mamma mín. Ég trúi því ekki enn að þú skulir vera farin. Mér finnst eins og þú sért á ferða- lagi og ég eigi von á þér heim á hverri stundu. Elsku mamma, ég sakna þín svo sárt og fæ illt fyrir hjartað að hugsa til þess að ég fái ekki að knúsa þig né kyssa aftur og sjá blíða brosið þitt sem tók alltaf á móti mér þegar ég kom til þín alla daga. Þegar Maggi bróðir hringdi í mig og sagði mér að þú værir á leið- inni með sjúkrabíl inn í Reykjavík og hvað hefði gerst, sagði ég: Nei, Maggi, segðu að það sé ekki satt, og brast strax í grát. Mig langaði að hlaupa af stað til Reykjavíkur. Ég trúði því alltaf að þú kæmir heim af sjúkrahúsinu. Svo þegar læknirinn kom og talaði við okkur og gerði okkur grein fyrir því hversu slæmt ástandið væri, leið mér eins og fót- unum hefði verið kippt undan mér, ég heyrði hjartað slá og dofnaði öll. Litla ófædda barnið mitt sparkaði svo fast og lengi þessa daga, að það hefur skynjað sársaukann. Minningar mínar hafa streymt fram og til baka, og eru þær allar svo góðar minningar sem ég á um okkur tvær saman. Við gerðum svo margt saman og vorum svo sam- rýndar, ég gat alltaf leitað til þín með allt, sama hvað það var. Og allt- af gast þú hjálpað mér með allt sem ég bað þig um. Þú varst svo fær að sauma og föndra og allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég á svo margt sem þú gerðir handa mér og ég mun passa vel upp á allt sem þú föndraðir handa mér. Ég er alltaf af bíða eftir að ég muni vakna og þetta hafi allt verið vondur draumur. Mér finnst svo undarlegt að sjá mynd af þér í Morgunblaðinu. Elsku mamma, mér fannst þú svo ung ennþá og áttir svo mikið eftir. Þú varst farin að hlakka svo mikið til þegar ég og Maggi bróðir værum komin með litlu börn- in okkar í janúar og febrúar á næsta ári. Ég hugsaði með mér þegar þú varst á spítalanum: Mamma, þú mátt ekki fara núna, ég á eftir að eiga barnið mitt, og hver á að kenna mér og leiðbeina mér allt í sambandi við að hugsa um barn? En ég veit að þú verður hjá mér og hvetur mig áfram. Það var svo sárt að sjá þig á sjúkrahúsinu og geta ekkert gert fyrir þig, elsku mamma mín. En það gaf mér mikið að fá að kveðja þig á þennan hátt og fá að vera hjá þér þegar þú fórst. Ég sá hversu mikill friður var yfir þér þegar þú fékkst að fara. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér hinum megin. Ég bið Guðs engla að hugsa vel um þig, passa þig og varðveita. Ég veit að þú ert komin á betri stað núna og þér líður vel. Ég var samt alltaf svo eig- ingjörn á þig að ég vildi óska þess svo heitt að þú værir ennþá hjá mér. Eins og ég sagði við pabba: Ég vil þakka Guði fyrir að eiga hann Samma minn að. Hann hefur hjálp- að mér svo mikið í gegnum þetta og hefur verið minn klettur. Ég mun aldrei gleyma því sem hann hefur gert fyrir mig og okkur þessa erfiðu daga. Þetta reyndist honum erfitt og tók mikið á hann. Ég veit eins og þú talaðir svo oft um hversu mikið þér þótti vænt um hann. Og hversu góður hann er við mig, þessu tókst þú alltaf eftir. Eins og þú varst alltaf svo mikil mamma allra og þú varst alltaf svo góð og hjálpsöm við alla sem leituðu til þín. Þú vildir gera svo mikið fyrir alla en vildir stundum gleyma sjálfri þér. Elsku mamma, ég verð að segja að ég kvíði fyrir jólunum að hafa þig ekki hjá mér og okkur. En þú verð- ur hjá okkur í anda og passar að allt fari vel. Ég bið guð um að styrkja pabba og okkur á þessum erfiðu stundum. Við höfum staðið þétt saman þessa síðustu daga sem ég veit að þér hefði þótt vænt um að sjá. Ég vil þakka öllum sem hafa sýnt okkur samúð og væntumþykju síðustu daga. Það hefur gefið okkur mikið. Elsku mamma mín, ég veit ég mun sjá þig aftur þegar minn tími kemur. Ég mun alltaf elska þig svo heitt og ég mun allaf sakna þín. Ég mun varðveita minningu þína og okkar minningar sem við áttum saman. Elsku mamma mín, ég vona að ég hafi verið þér góð dóttir. Þótt mér finnist ég alltaf hafa getað gert meira. Ég sagði alltaf frá því þegar ég var barn að þú værir besta mamma í heimi og þú verður það alltaf. Það kemur engin í þinn stað. Ég elska þig og bið þig að fylgja ófædda barninu mínu, varðveita og vaka yfir því. Guð blessi þig og varð- veiti að eilífu. Ein í huga mér lifir þín mynd, svo heil og sönn. Sem aðeins lítil stund væri mér liðin hjá síðan þú varst hér enn í faðmi mér. Ein í hjarta mér lifa þín orð, þitt vinarþel sem aldrei sveik þó ég gæti ég ei skilið allt sem þú gafst mér þá af hjarta þér Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og enginn geti komið í þinn stað mun samt alltaf minning þín lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leitaði til mín og leiddi mig til þín. En ár og fjarlægð skilja okkur að og enginn getur komið í þinn stað. Þó skal samt minning þín lifa á meðan lifi ég á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leitaði til mín og leiddi mig til þín. (Friðrik Erlingsson.) Takk, elsku mamma. Ég elska þig. Þín dóttir, Fríða. Mamma, elsku mamma, ég trúi varla að þú sért farin. Maður heldur alltaf að þeir sem standa manni næst verði hér á morgun, en svo er ekki. Mér finnst símtalið frá Magga bróður vera eins og fjarlægur draumur. Mér finnst ennþá eins og ég eigi von á símtali frá þér í vinn- una, hvort við viljum ekki bara koma og vera hjá ykkur í mat. Mér fannst alltaf svo gott að koma til mömmu, þú og Sunneva horfðuð saman á strákana og hlóguð að vit- leysunni í þeim. Þú hélst fjölskyld- unni saman, vildir aldrei byrja að borða fyrr en allir voru komnir og hafðir mikið fyrir því að við hittumst reglulega. Þegar ég hugsa til baka um allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman græt ég af söknuði. Þú knús- aðir mig alltaf þegar við kvöddumst, mér þótti svo vænt um það því ég hef alltaf verið mömmustrákurinn þinn. Þrátt fyrir mikla baráttu við sjúkdóm þinn stóðst þú alltaf við bakið á mér og tókst mér opnum örmum þegar ég þurfti. Þegar ég eignaðist hana Sunnevu mína hjálp- aðir þú okkur Söru mikið. Þið Sunn- eva voruð miklar vinkonur, það sem þið gátuð dundað ykkur, málað, föndrað og eldað saman, hún elskaði að vera með ömmu sinni. Það er svo sárt að útskýra fyrir henni að amma sé farin. Hún sagði við mig að hún væri sorgmædd og saknaði þín. Ég verð duglegur að tala um allar góðu minningarnar um þig. Ég er þakklátur fyrir það hvað við vorum náin. Það var mjög erfitt að kveðja þig þessa síðustu daga, ég er samt þakklátur fyrir að hafa verið hjá þér er þú fórst. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Farðu vel með þig þarna uppi og ég bið að heilsa öllum. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna’ ég mest. (Sumarliði Halld.) Elska þig alltaf. Þinn sonur, Vignir. Elsku Sjöfn. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Þú varst svo ung og við átt- um eftir að gera svo mikið saman, svo margt sem þú ætlaðir að sýna mér og kenna. Það er svo dapurt að koma upp á Blikabraut, það er allt á sínum stað, veskið þitt hangir á skápnum, það er eins og þú hafir bara skroppið út í búð, það er svo erfitt að trúa því og takast á við að ég fái aldrei aftur að knúsa þig og tala við þig. Heimili þitt var alltaf opið fyrir mér og þú lést mér líða eins og ég væri komin heim. Það er svo tómlegt án þín, þú áttir svo stór- an hlut í mínu lífi. Við eigum svo margar góðar minningar saman. Ég gleymi því aldrei þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, hana Sunnevu. Þú varst við- stödd og grést af gleði þegar Sunn- eva kom í heiminn. Mér þótti svo vænt um að hafa þig hjá mér. Ég á eftir að sakna þess að koma til þín þegar ég á frívaktir í vinnunni og vera hjá þér og alla góðu stundanna þegar þú bauðst okkur öllum í mat til þín. Þú hélst okkur fjölskyldunni svo vel saman og mér þótti svo vænt um það. Þú varst svo klár og dugleg kona. Þú áttir afskaplega fallegt heimili sem þú hugsaðir svo vel um. Þú varst listakokkur og alveg rosa- lega fær í höndunum að sauma og föndra. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú leystir það með mikilli vandvirkni og gerðir svo vel. Lífið er svo breytt án þín, það verður erfitt að takast á við til- veruna þegar við erum búin að kveðja þig og hversdagsleikinn skellur á en þú ferð aldrei. Því í mín- um huga verður þú alltaf hjá mér. Ég er svo þakklát fyrir hvað við vor- um öll náin og hvað við áttum marg- ar góðar stundir saman. Ég er líka þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér síðustu dagana og halda í hönd þína þegar þú fórst en ég veit þér líður betur þar sem þú ert núna og þú átt eftir að taka vel á móti mér þegar minn tími er kominn. Ég elska þig, kæra Sjöfn, og mun ávallt sakna þín. Guð blessi þig og minningu þína. Þín tengdadóttir, Sara Líf. Hvílík harmafregn voru þau orð er fyrst komu okkur í hug er við fregnuðum um örlögin hennar Sjafnar. Hversu miskunnarlaus og grimm geta þessi svokölluðu örlög oft verið. Það sannreynum við þegar fólki á bezta aldri sem gengur glað- beitt eins og alltaf að sinni daglegu önn er í einu vetfangi svipt frá okk- ur, en svo var um kæra frænku og vinkonu nú. Hún Sjöfn er okkur horfin á vit hins ókunna og við eig- um aðeins eftir minningarnar, hug- ljúfar og hjartakærar. Við munum hana allt til þess tíma er þessi fal- lega og hugþekka hnáta, geislandi af lífskrafti var að vaxa úr grasi. Hún var eina stúlkan í stórum og glað- værum systkinahópi sem naut hins bezta atlætis samhentra og kær- leiksgefandi foreldra. Hún bar alla tíð með sér þennan þokka góðra eig- inleika, einkar hugguleg með heillandi yfirbragð, hláturinn óm- þýður og léttur, gamanyrði gjarnan á vör, hlýr hressileikinn alltaf með í för. Það var bjart yfir henni Sjöfn og hún varð öllum hugumkær, er henni fengu að kynnast, dugandi kona í dagsins önn, myndvirk og verka- drjúg, hún vílaði aldrei nein verk fyrir sér og í öllu var drifið sem að kallaði. Það var gaman að fá hana Sjöfn í heimsókn, glettnin skein alltaf í gegnum alla hennar orðræðu og hún var ekki að mikla hlutina fyrir sér. Lífsganga hennar öll, aðeins svo alltof stutt, ber þessu öllu fagurt vitni, lífsönn sinni og hlutverki var hún trú, hún var sannarlega list- feng, það sýndi heimili hennar svo einkar fallegt og umfram allt var andrúmsloftið þar hlýtt og gefandi. Hún var vinhlý í allri framgöngu og vinmörg var hún, enda átti hún auðvelt með að blanda sínu glaða geði við aðra. Sár harmur er að hennar nánustu kveðinn þegar svo snöggt og óvægið er á lífsþráð klippt, eiginmanni, börnum og barnabörnum, systkinum og vinum. Hennar saknar ekki sízt nú ömmu- stelpan hennar sem hún annaðist svo mikið og vel. Hugur okkar er hjá þeim á þessum sorgarstundum. Þeim öllum er áttu hana gjöfulasta og kærasta eru hjartahlýjar samúð- arkveðjur sendar. Harmsárum huga er hún Sjöfn kvödd. Það er heið birta yfir þessum hjartfólgnu minn- ingamyndum sem við eigum um hana og sem líða nú um hug okkar. Á kveðjustund skal þess beðið að á ljóssins leiðum megi hún eiga sem allrabezta vegferð, yndi vafða á alla lund. Blessuð sé hin munabjarta minning Sjafnar Jóhannsdóttur. Hanna og Helgi Seljan. Elsku Sjöbba mín. Það er sárt að hugsa til þess að ég á ekki eftir að heyra stelpurnar mína kalla mamma mamma, Sjöbba frænka er komin, hún er komin, og svo var venjulega suðað; megum við koma með þér heim á eftir, og sama var með strákana mína þegar þeir voru litlir. Þú hefur alltaf verið svo stór hluti af mínu lífi, meira eins og stóra syst- ir en frænka. Ekkert nema þolin- mæðin og elskan þegar ég var lítil skotta að gramsa og róta í öllu þínu dóti og glingri, og seinna alltaf boðin og búin ef eitthvað var. Minningarnar eru svo ótalmargar og þær mun ég varðveita í hjarta mínu. Það var ákaflega erfitt að kveðja þig á spítalanum, en jafnframt gott að geta átt með þér þessa stund. Ég vil þakka þér alla elskuna og ástúðina. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig.) Guð geymi þig, elsku Sjöbba mín. Ég vil votta Hregga, Magga, Vigni, Söru, Sunnevu, Fríðu, Samma og öðrum ástvinum mínar dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk. Ykkar Fríða. JÓNÍNA SJÖFN JÓHANNSDÓTTIR Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA BIRNA BRYNJÓLFSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 4. nóvember, kl. 13.00. Magnús Gústafsson, Edda Birna Gústafsson, Birna Magnúsdóttir, Björn Magnússon, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, Einar Magnússon, Áslaug Jónsdóttir, Jórunn María Magnúsdóttir, Haukur Bragason, Baldur Dan Alfreðsson, Þórir Dan Viðarsson, Jóhanna Stella Baldvinsdóttir og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.