Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yf ir l i t ENN VANTAR UPP Á Enn vantar þó nokkuð upp á að opinber markmið um þjónustu við aldraða hafi náð fram að ganga að því er fram kemur í stjórnsýslu- úttekt Ríkisendurskoðunar. Þannig búa 57% aldraðra hér á hjúkr- unarheimilum í einbýli en 91% í Noregi. 2.600 nýir félagar Um 2.600 nýir félagar hafa gengið í Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík frá því á landsfundi hans sem lauk 16. október síðastliðinn. Þar af hafa um eitt þúsund bæst við frá því á þriðju- dag, en prófkjör flokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík fer fram í dag og á morg- un, laugardag. Innheimtan á Blönduós Sett verður upp sérstök inn- heimtumiðstöð á Blönduósi til þess að innheimta sektir og sakarkostnað alls staðar á landinu, en til þessa hef- ur hvert lögregluembætti um sig séð um innheimtuna. Nefna Pólland og Rúmeníu Vísbendingar eru um, að CIA, bandaríska leyniþjónustan, hafi komið upp leynilegum fangabúðum í Póllandi og Rúmeníu auk annarra ríkja. Lawrence Wilkerson, sem var skrifstofustjóri Colin Powells, fyrr- verandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær, að fyrirmæli, sem leitt hefðu til þess, að banda- rískir hermenn gerðust sekir um að misþyrma og pynta fanga, hefðu komið frá Dick Cheney varaforseta í gegnum Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra. Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 36 Úr verinu 12 Viðhorf 38 Viðskipti 14 Minningar 45/54 Erlent 16/18 Dagbók 58 Höfuðborgin 22 Víkverji 58 Suðurnes 26 Velvakandi 59 Akureyri 24 Staður og stund 60 Austurland 26 Menning 62/69 Daglegt líf 28/29 Bíó 66/69 Listir 30/32 Ljósvakamiðlar 70 Umræðan 32/44 Veður 71 Bréf 44 Staksteinar 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " # $ %         &         '() * +,,,                 F í t o n / S Í A F I 0 1 5 0 0 7 SJÓN:ARGÓARFLÍSIN „ALVEG FANTASKEMMTILEG BÓK“ – Illugi Jökulsson, Talstöðinni „ÞETTA ER LISTILEGA SKRIFUÐ SAGA“ – Silja Aðalsteinsdóttir, TMM NÝ BÓK EFTIR NORÐURLANDA- MEISTARANN Í BÓKMENNTUM kynning - Morgunblaðinu í dag fylgir prófkjörsblað í Reykjavík. Frá Ragnari Sæ Ragnarssyni. SÉRHVER árstíð hefur sína töfra og það er ekki ónýtt að geta brugðið sér á skauta undir berum himni þegar veður er til þess. Þannig var þó ekki tíðarfarið í október yfir höfuð, því Veður- stofan segir að mánuðurinn hafi verið fremur hráslagalegur og illviðrasamur. Hlýtt var um miðj- an mánuðinn, en annars var tíð- arfar í kaldara lagi. Þannig var meðalhitinn í mánuðinum 1,4 stigum undir meðallagi í Reykja- vík og tveimur stigum undir með- allagi á Akureyri og þarf að fara tæp 25 ár aftur í tímann til að finna kaldari október þar. Hiti allra síðustu mánaða hefur verið undir meðallagi, en þar á undan var langt tímabil þar sem hitinn var yfir meðallagi. Morgunblaðið/Þorkell Gott svell eftir kaldan október ALLMARGAR ábendingar bárust til Landspítala – háskólasjúkrahúss í gær vegna tölvupósts sem ber heitið „Þetta er því miður ekki brandari“ og gengur nú hratt manna á milli en pósturinn var settur þannig upp að svo virtist sem hann hefði upphaflega komið frá starfsmanni spítalans. Í yfirlýs- ingu sem spítalinn sendi frá sér vegna málsins segir að pósturinn sé ekki kominn frá viðkomandi starfsmanni. Pósturinn hafi orðið til fyrir um fjórum árum og þá hafi verið tekið á þessu máli. Nú sé sami tölvupóstur kominn í dreif- ingu en hann sé spítalanum alger- lega óviðkomandi og er fólk vin- samlegast beðið um að eyða honum. Í póstinum er rakin saga af manneskju sem stingur sig á HIV- smitaðri nál í leikhúsi í París í Frakklandi. Saga sem þessi kallast „flökkusaga“ en hún er send í þeim tilgangi einum að fá sem mesta dreifingu. Þessi tiltekna saga hefur verið á kreiki í mörg ár, með breyt- ingum, og er uppspuni frá rótum. Ef vafi leikur á hvort um flökku- sögu eða falspóst sé að ræða er rétt að benda á vefsíðuna http:// hoaxbusters.ciac.org en hún hefur að geyma helstu flökkusögur og annan falspóst sem dreifist víða. Sagan í tölvu- póstinum upp- spuni frá rótum HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða 13 ára dreng tæpar 9,2 milljónir í bætur, en drengurinn datt í hverinn Kraflanda í landi jarðarinnar Reykhóla þegar hann var þriggja ára og slasaðist alvarlega. Í hér- aðsdómi voru Orkubú Vestfjarða og Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum einnig dæmd bóta- skyld en Hæstiréttur sýknaði fyr- irtækin og taldi að ríkið bæri eitt bótaábyrgð. Drengurinn féll í hverinn, sem er í landi Reykhóla í Austur- Barðastrandarsýslu, steinsnar ut- an við þéttbýlið á staðnum. Vegna áverka er hlutust af slysinu var honum metinn 50% varanlegur miski og 50% varanleg örorka. Forráðamenn drengsins kröfðu ríkið, Orkubú Vestfjarða og Þör- ungaverksmiðjuna um bætur og byggðu málsóknina á því að allir þessir aðilar hefðu að nokkru marki verið umráðamenn jarðhita- réttinda á Reykhólum. Hæstiréttur segir að umráða- mönnum hversins hafi borið að girða hann af. Hins vegar hafi rík- ið, sem eigandi jarðarinnar, eitt verið umráðamaður hversins, enda yrði ekki lagður sá skilningur í samning, sem gerður hafði verið um nýtingu jarðhita á landinu, að leigutakar samkvæmt honum teld- ust umráðamenn hversins. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Bjarni Þór Ósk- arsson hrl. flutti málið fyrir drenginn. Fyrir Orkubú Vest- fjarða hf. var Jónas A. Aðalsteins- son hrl., íslenska ríkið Skarphéð- inn Þórisson hrl. og Þörunga- verksmiðjuna hf. Hanna Lára Helgadóttir hrl. Fær 9,2 milljónir vegna brunaslyss í hver ÖKUMENN á dísilbílum eru al- mennt ekki að svindla á ríkinu með því að dæla ódýrari vélaolíu, eða lit- aðri dísilolíu á bíla sína, samkvæmt upplýsingum frá umferðareftirliti Vegagerðarinnar. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa eftirlit með notkun litaðrar og venjulegrar dís- ilolíu og fer eftirlitið fram eins og hefðbundið umferðareftirlit. Bílar eru stöðvaðir og látnir fara út í veg- kant á meðan tekið er sýni úr elds- neytistanknum. Niðurstöður fást á staðnum og í þeim tilvikum þar sem lituð olía er á tanknum, sem er fá- títt, er mönnum bent á að láta dæla af bílnum og fylla hann með venju- legri dísilolíu. Ökumenn hafa tekið þessu eftirliti vel samkvæmt upp- lýsingum Vegagerðarinnar, jafnvel þótt þeir séu tafðir á ferðum sínum eins og um lögreglueftirlit væri að ræða. Eitthvað mun vera um að öku- menn dæli fyrir slysni litaðri olíu á bílinn og hafa þeir þá látið Vega- gerðina vita. Verða ekki varir við svindl með vélaolíu ÞÓRDÍS J. Sigurðardóttir, nýkjör- in stjórnarformaður Dagsbrúnar, sagði á hluthafafundi í félaginu að hún trúði því ekki að haldið verði áfram umræðu um að takmarka eignarhald á fjölmiðlum og það kæmi sér á óvart ef frjálsir fjöl- miðlar kölluðu eftir að eignarhald þeirra yrði takmarkað. „Ég neita að trúa því að áfram verði umræða um að takmarka eignaraðild á fjölmiðlum eins og verið hefur. Mig langar að minna á að það eru 990 hluthafar í Dags- brún, sem hafa trú á því fyrir- komulagi að hafa félagið skráð á hlutabréfamarkaði. Hvergi ríkir eins lýðræðislegt og dreift eign- arhald eins og í skráðu félagi á markaði og undir þeim lögum og reglum sem þar eru,“ sagði Þórdís á fundinum. Sagði Þórdís að það kæmi því á óvart að aðrir frjálsir fjölmiðlar kölluðu eftir löggjöf sem takmark- aði eignarhald, fyrirtæki sem mændu til ríkisins um hjálp í sam- keppni. „Þetta eru fjölmiðlar sem jafnvel hvílir leynd yfir hverjir eiga og fjölmiðlar í eigu fárra einstak- linga.“ Morgunblaðið spurði Þórdísi hvaða fjölmiðla hún ætti við. Hún sagðist eiga við Blaðið. „Ef við tak- mörkum eignarhald á fjölmiðlum getur það útilokað félög frá því að vera skráð í Kauphöll. Ég held að það sé ekki þessu félagi né öðru til góðs að fara í gegnum þessa um- ræðu aftur [um eignarhald á fjöl- miðlum]. Það á frekar að beina at- hyglinni að því sem við getum gert vel og halda því áfram.“ Þórdís sagðist óska eftir vinnu- frið fyrir félagið. 115% vöxtur milli ára Jafnframt var tilgangi félagsins samkvæmt samþykktum breytt til að endurspegla hlutverk Dags- brúnar sem eignarhalds- og fjár- festingafélags. Félagið hét áður Og fjarskipti, en nafninu var breytt á fundinum í Dagsbrún. Þá var sam- þykkt að veita stjórn félagsins heimild til hækkunar hlutafjár. Sagði Þórdís gríðarlega spennandi tíma fram undan hjá félaginu enda hygðist það stefna að frekari vexti, jafnt innri sem ytri. Sagði hún tekjur félagsins hafa aukist um 115% á síðasta ári og áfram yrði haldið á sömu braut. „Við ætlum að halda áfram að vaxa, við teljum að félagið hafi mikla möguleika og ekki síst erlendis.“ Nýkjörinn stjórnarformaður Dagsbrúnar Trúi ekki að reynt verði að takmarka eignarhald Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.