Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi Næring ekki refsing Mundu eftir ostinum FRAMKVÆMDUM við Laugaveg og Snorra- braut er að ljúka og er stefnt að því að opna gatnakaflann á Laugaveginum 11. nóvember fyrir bílaumferð. Áfram verður þó unnið að frágangi gangstétta en það mun þó ekki hindra aðgengi gangandi vegfarenda frekar en verið hefur. Myndin er tekin í gær þegar starfsmenn voru að undirbúa malbikun göt- unnar en henni lauk í gærkvöldi. Morgunblaðið/Júlíus Laugavegurinn opnaður 11. nóvember EMBÆTTI sýslumannsins á Blöndu- ósi mun taka að sér að innheimta sektir og sakarkostnað á öllu landinu en í dag annast hvert lögregluemb- ætti fyrir sig innheimtu á því svæði sem því tilheyrir. Verður því sett upp sérstök innheimtumiðstöð á Blöndu- ósi samkvæmt ákvörðun Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumála- ráðherra. Er miðað við að innheimtu- miðstöðin taki til starfa á næsta ári. Í dag eru umsvifin mest hjá innheimtu- deild embættis lögreglustjórans í Reykjavík og verður stefnt á að flutn- ingurinn muni ekki leiða til uppsagna starfsfólks annars staðar á landinu. Samkvæmt tilkynningu frá dóms- málaráðuneytinu er markmiðið með þessum breytingum að samræma, einfalda og efla innheimtu sekta og sakarkostnaðar á öllu landinu. Bjarni Stefánsson, sýslumaður á Blönduósi, kveðst fagna þessu verk- efni og því trausti sem embættinu hafi verið sýnt. Ætlar hann að þetta fyr- irkomulag muni leiða til meiri skil- virkni. Nú hefjist vinna við að koma innheimtumiðstöðinni á laggirnar en líklegt þykir að 10–15 störf muni skapast á Blönduósi. Segir Bjarni það mjög mikið fagnaðarefni þar sem Norðurland vestra hafi verið í mikilli varnarbaráttu undanfarið því upp- gangur í atvinnulífinu hafi verið ann- ars staðar á landinu og hafi þessi landshluti jafnvel misst fólk frá sér. Innheimtumiðstöð sektar færð til Blönduóss Líklegt að 10–15 störf skapist ÁKVEÐIÐ var að efna til opins próf- kjörs til að velja á framboðslista Framsóknarflokks- ins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor á sameginlegu kjör- dæmaþingi suður- og norðurkjör- dæmis í gærkvöldi. Jafnt kynjahlutfall Prófkjörið fer fram laugardag- inn 28. janúar næstkomandi og rennur framboðsfrestur út 29. des- ember. Prófkjörið verður opið öll- um flokksbundnum framsóknar- mönnum og þeim sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. Kosið verður um sex efstu sæti listans og er kjör í tvö efstu sætin bindandi. Þá á að vera jafnt hlufall kynja í fjórum efstu sætum listans. Yfir 200 manns voru á fundinum og var samstaða um að efna til prófkjörs. Opið próf- kjör hjá Framsókn FYRSTU niðurstöður jöklamælinga hausts- ins benda til þess að jöklar hafi hopað mun minna í ár en árin 2003 og 2004. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, sagði niðurstöður haustsins ófullkomnar enn sem komið er. Enn liggja ekki fyrir mælingar allra jökla. Sumir jöklar fóru og undir snjó áður en náðist að mæla þá í haust og nokkrar mæliniðurstöður hafa ekki enn borist Jöklarannsóknafélagi Ís- lands. „Ef ég miða aðallega við Sólheimajökul, þá rýrnaði jökulsporðurinn miklu minna í sum- ar en sumurin tvö á undan. Árin 2003 og 2004 varð metrýrnun og sporðurinn dróst þá aftur um samtals hátt í 200 metra. Rýrnunin var þá yfir 90 metrar annað árið og yfir 80 metr- ar hitt. Í ár dróst jökuljaðarinn aftur um að- eins 28 metra,“ sagði Oddur. Hann sagði sömu tilhneigingu mega lesa út úr öðrum mæliniðurstöðum sem Jökla- rannsóknafélaginu hafa borist í haust. Jökl- arnir hafa rýrnað, en aðeins um þriðjung þess sem rýrnunin var síðustu árin tvö á undan. „Þetta eru ekki nákvæmar tölur og ekki rétt að taka þær bókstaflega á þessu stigi,“ sagði Oddur. „Það geta verið sérstakar að- stæður sem valda því að jökulsporður hopar lítið um tíma og tekur svo stökk. Það getur farið eftir landslagi undir jöklinum og er ekki óalgengt.“ Jöklar hopa minna í ár MIKIÐ er um að Íslendingar sem eru að koma með flugi frá Banda- ríkjunum hafi keypt meira en koma má með tollfrjálst til lands- ins, og dæmi um mann sem stopp- aður var með 25 iPod-tónlistarspil- ara í tollinum. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildar- stjóri hjá Tollgæslunni á Keflavík- urflugvelli, segir að þó mikið sé um að Íslendingar fari í stuttar ferðir til Bandaríkjanna um þessar mundir hafi eftirlit ekki verið aukið sérstaklega. Tollverðir séu hins vegar með virkt eftirlit og taki stikkprufur af farþegum á þessari leið eins og öðrum. Mikið er um að farþegar hafi keypt vörur fyrir hærri upphæð en þær 46 þúsund krónur sem hver einstaklingur má taka með sér toll- frjálst inn í landið, þó fáir séu eins bífræfnir og maðurinn sem stöðv- aður var með 25 iPod-spilara. Kári segir að það tilvik sé í meðferð hjá lögfræðingum embættisins, en upptaka varningsins og sektar- greiðslur séu líklegar í því tilviki, eins og hjá öðrum sem reyna að fara á svig við lögin með svipuðum hætti. Þegar hver einstaklingur er með varning sem keyptur hefur verið erlendis að upphæð yfir 46 þúsund krónur ber honum að fara í rauða hliðið hjá tollgæslunni og gefa upp hvað var keypt, helst að framvísa kvittun, og greiða af því virðis- aukaskatt og tolla ef svo ber undir. Kári segir að tollverðir séu þó orðnir æfðir í að finna verð á vörum á netinu og meta tolla og skatt sé kvittun ekki framvísað. Kári segir að fólk sem fari í græna hliðið og er tekið í stikk- prufu fái að njóta vafans, sé hann fyrir hendi, en þegar um mikinn varning eða stóra hluti eins og far- tölvur sé að ræða sé ljóst að farið sé langt yfir lögleg mörk. Er þá varningurinn gerður upptækur og viðkomandi gert að greiða sekt. Mikið um að Ameríkufarar komi heim hlaðnir varningi Var stöðvaður með 25 iPod-spilara í tollinum Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason YFIR helmingur lækna við Landspítalann sem tóku þátt í könnun sem varðaði óöku- hæfa einstaklinga í umferðinni segjast kannast við tilvik þar sem fólk ekur bílum þrátt fyrir að hafa verið ráðlagt að hætta því sökum ýmissa veikinda. Könnunina gerðu þau Hjalti Már Björnsson og Krist- ín Sigurðardóttir læknar á slysadeild LSH og birtir nóvemberhefti Læknablaðsins grein um könnunina. 42 læknar tóku þátt í könnuninni og sögðust 64% þeirra kannast við ofangreind tilvik. Vissu læknarnir til þess að í 52 tilvikum á undanförnu ári hefðu einstaklingar valdið tjóni í umferð- inni þrátt fyrir að hafa verið ráðlagt að hætta akstri. Að sögn Hjalta er full ástæða til að kanna þessi mál nánar. Ýmsir sjúkdómar Samkvæmt erlendum rannsóknum eru sjúkdómar á borð við kæfisvefn sem veld- ur dagsyfju, hjartsláttartruflanir, heilabil- un, flogaveiki og fleira helstu ástæður þess að fólki er ráðlagt að hætta akstri. „Það er greinilegt að einstaklingar sem er ráðlagt að hætta að keyra fara ekki eft- ir því. Sjálfur hef ég séð það gerast að ein- staklingar koma inn á slysadeild eftir að hafa valdið slysum sem rekja má til sjúk- dóma.“ Veikir aka þrátt fyrir aðvaranir ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.