Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 11 FRÉTTIR www.bjorngislason.is Björn Gíslason slökkviliðsmaður 7. sæti „Í öruggum höndum“ Kringlunni 8-12 • Sími 553 4100 SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ er þessa dagana að fara yfir niður- stöðu umboðsmanns Alþingis í mál- um tveggja smábátasjómanna en í áliti umboðsmanns kom m.a. fram að ráðuneytið hafi ekki byggt úr- skurði í málunum á réttum laga- grundvelli. Þá var þeim tilmælum beint til ráðu- neytisins að mál þeirra yrðu tekin til endurskoðun- ar, komi fram ósk um það frá þeim. Sjómennirnir fóru fram á aukna aflahlutdeild vegna breytinga og lagfæringa á sóknardagabátum þeirra þegar sóknardagakerfið var lagt af. Sam- kvæmt bráðabirgðaákvæði var heimilt að úthluta allt að 20 lestum í þorski aukalega á hvern bát vegna endurnýjunar sem ekki hefði skilað sér í aukinni aflareynslu. Sjávarútvegsráðuneytið túlkaði endurnýjun þannig að einungis gæti verið um að ræða flutning aflaheim- ilda yfir á nýjan bát. Umboðsmaður komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að sú merking ætti sér ekki lagastoð. Skoða nánar Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir að í fljótu bragði virðist álit umboðsmanns kunna að vera fordæmisgefandi en gat hins vegar ekki svarað til hversu margra það kynni að ná. Nánar þurfi að skoða málið og þá í samhengi við aðra sem hugsanlega kann að vera líkt á með komið. Útfærslan sé hins vegar ekki einföld og þurfi að gæta fyllsta jafnræðis þar sem það sama eigi yfir alla að ganga. „Það eru þó nokkrir sem voru í þeirri stöðu á viðmiðunartímabilinu að gera breytingar á sínum bátum en ekki er víst að þeir hafi allir kært til Fiskistofu á sínum tíma og því ekki víst að við höfum tæmandi lista yfir þá báta,“ segir Einar og telur um- boðsmann hafa skilið eftir spurning- ar sem enn sé ekki hægt að svara til fullnustu þó svo að það sé ætlunin. Álit umboðsmanns Al- þingis um mál tveggja smábátasjómanna Álitið kann að vera fordæmis- gefandi Einar K. Guðfinnsson Í NÝRRI skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar um skattlagningu vöru og þjónustu, sem kynnt var á ársfundi setursins í gær, kemur m.a. fram að skattlagning er einna mest hér á landi í samanburði við helstu ná- grannalönd. Einkum séu það matvör- ur sem hæst eru skattlagðar og þá helst landbúnaðarvörur sem fram- leiddar eru hér á landi. Í skýrslunni, sem unnin er af dr. Jóni Þór Sturlusyni og Birni Snæ Atlasyni, er fjallað um vörugjöld og segir að Ísland hafi þar nokkra sér- stöðu í ákveðnum flokki matvæla þó enn séu lögð vörugjöld á ákveðnar matvörur í Noregi og Danmörku. Kemur í ljós að í þeim löndum sem rannsóknin náði til eru vörugjöld fyr- irferðarmest á eldsneyti, áfengi og tóbaki. Er þá einkum tekið tillit til ytra áhrifa sem skapast af notkun þeirra. Vörugjöld á áfengi eru hæst hér á landi og í Noregi en vörugjald á bensíni á Íslandi er hins vegar undir meðaltali landanna. Skýrsluhöfundur telur að afnema beri vörugjald á matvæli og að vöru- gjöld almennt þarfnist verulegrar endurskoðunar. Kemur fram í skýrsl- unni að vörugjöld byggist í mörgum tilfellum á afar veikum og tilviljana- kenndum grunni og afnám þeirra ætti að stuðla að auknu gagnsæi í skatt- lagningu og aukinni skilvirkni. Togstreita á milli skilvirkni og jafnaðar Samkvæmt skýrslunni eru ákveðin fórnarskipti á milli skilvirkrar skatta- stefnu og skattastefnu sem miðar að jöfnuði því tilfærsla tekna á grund- velli jafnaðar hefur áhrif á skilvirkni. Þegar kemur að álagningu neyslu- skatta sé skilvirkasta leiðin að skatt- leggja vörur í öfugu hlutfalli við verð- teygni eftirspurnar. Það sé hins vegar sjaldnast sú leið sem farin er í álagn- ingu neysluskatta þar sem stjórnvöld horfi einnig til jöfnunarsjónarmiða bæði fyrir neytendur og innlenda framleiðendur. Þar af leiðandi sé oft reynt að skatt- leggja þær vörur minna sem hinir efnaminni neyti mikils af eða innlend- ir aðilar framleiði hlutfallslega mikið af. Spurn eftir þeim vörum hefur hins vegar lága verðteygni þannig að tog- streita myndast milli skilvirkni og jafnaðar. Viðtekin skoðun er að þetta eigi sérstaklega við um matar- og drykkjarvöru en nýlegar rannsóknir benda til þess að hlutdeild matar- og drykkjarvöru sé nokkuð svipuð hjá ólíkum tekjuhópum og því er ljóst að aðrar aðgerðir hljóti að vera skilvirk- ari þegar kemur að því að auka jöfn- uð. „Íslensk stjórnvöld halda verndar- hendi yfir íslenskum landbúnaði, meðal annars með því að leggja háa innflutningstolla á landbúnaðarvörur sem framleiddar eru hér á landi. Rök- in á bak við slíka verndun eru ekki viðskiptalegs eðlis heldur snúast um byggða stefnu og fæðuöryggi lands- ins. Tollar eru til þess fallnir að bjaga bæði verðhluthlutföll og neysluhegð- un. Stjórnvöld gætu náð byggða markmiðum sínum með skilvirkari hætti með því að fella niður innflutn- ingsgjöld og auka í staðin bein- greiðslur til bænda. Þessa breytingu mætti til að mynda fjármagna með hækkun virðisaukaskatts á matvæli til samræmingar við almennan virð- isaukaskatt,“ segir í ágripi skýrsl- unnar. Ný skýrsla Rannsóknarseturs verslunarinnar Mæla með afnámi allra vörugjalda á matvæli Eftir Andra Karl andri@mbl.is Fréttir í tölvupósti ÍSLANDSBANKI hefur flutt útibú sitt í London á nýjan stað en útibúið er nú staðsett í hjarta City-hverfisins þar sem Nat West bankinn var áður til húsa í næsta nágrenni við Englandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir jafnframt að útibú Ís- landsbanka í London sé hluti af Alþjóða- og fjárfestingasviði Ís- landsbanka og er meginstarfsvið þess á sviði Fyrirtækjaráðgjafar, Skuldsettrar fjármögnunar og lánastarfsemi. Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að bankinn efndi til veislu í London í gærkvöldi í til- efni af flutningi bankans í hið nýja húsnæði. Meðal gesta voru for- setahjónin, Ólafur Ragnar Gríms- son og Dorrit Moussaieff. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslands- banka, og Einar Sveinsson, stjórn- formaður, kynntu fyrir þeim starf- semi bankans meðal annars verkefni sem bankinn hefur nýver- ið komið að. Segir í tilkynningunni að Ólafur Ragnar hefði sagt við þetta tilefni að það væri ánægulegt að sjá að íslenskur banki væri að færa sig inn á ný svið á alþjóðlegum vett- vangi sem íslenskur banki hefði ekki starfað á áður. Íslandsbanki tilkynnti í fyrradag skuldabréfa- útboð fyrir fyrirtækið Havila í Noregs sem sérhæfir sig í þjón- ustu við olíuiðnaðinn (e. offshore supply vessels). Íslandsbanki vinn- ur nú með þremur af tíu stærstu fyrirtækjum heims á því í sviði, að því er fram kemur í tilkynning- unni. Íslandsbanki flytur í London Ljósmynd/Rob Matthews Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussieff ásamt Einari Sveinssyni, stjórnarformanni Íslandsbanka, Bjarna Ármannssyni forstjóra og Steinunni K. Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.