Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 11
FRÉTTIR
www.bjorngislason.is
Björn Gíslason
slökkviliðsmaður
7. sæti
„Í öruggum
höndum“
Kringlunni 8-12 • Sími 553 4100
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
er þessa dagana að fara yfir niður-
stöðu umboðsmanns Alþingis í mál-
um tveggja smábátasjómanna en í
áliti umboðsmanns kom m.a. fram að
ráðuneytið hafi
ekki byggt úr-
skurði í málunum
á réttum laga-
grundvelli. Þá var
þeim tilmælum
beint til ráðu-
neytisins að mál
þeirra yrðu tekin
til endurskoðun-
ar, komi fram ósk
um það frá þeim.
Sjómennirnir
fóru fram á aukna aflahlutdeild
vegna breytinga og lagfæringa á
sóknardagabátum þeirra þegar
sóknardagakerfið var lagt af. Sam-
kvæmt bráðabirgðaákvæði var
heimilt að úthluta allt að 20 lestum í
þorski aukalega á hvern bát vegna
endurnýjunar sem ekki hefði skilað
sér í aukinni aflareynslu.
Sjávarútvegsráðuneytið túlkaði
endurnýjun þannig að einungis gæti
verið um að ræða flutning aflaheim-
ilda yfir á nýjan bát. Umboðsmaður
komst hins vegar að þeirri niður-
stöðu að sú merking ætti sér ekki
lagastoð.
Skoða nánar
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra segir að í fljótu bragði
virðist álit umboðsmanns kunna að
vera fordæmisgefandi en gat hins
vegar ekki svarað til hversu margra
það kynni að ná. Nánar þurfi að
skoða málið og þá í samhengi við
aðra sem hugsanlega kann að vera
líkt á með komið. Útfærslan sé hins
vegar ekki einföld og þurfi að gæta
fyllsta jafnræðis þar sem það sama
eigi yfir alla að ganga.
„Það eru þó nokkrir sem voru í
þeirri stöðu á viðmiðunartímabilinu
að gera breytingar á sínum bátum en
ekki er víst að þeir hafi allir kært til
Fiskistofu á sínum tíma og því ekki
víst að við höfum tæmandi lista yfir
þá báta,“ segir Einar og telur um-
boðsmann hafa skilið eftir spurning-
ar sem enn sé ekki hægt að svara til
fullnustu þó svo að það sé ætlunin.
Álit umboðsmanns Al-
þingis um mál tveggja
smábátasjómanna
Álitið kann
að vera
fordæmis-
gefandi
Einar K.
Guðfinnsson
Í NÝRRI skýrslu Rannsóknarseturs
verslunarinnar um skattlagningu
vöru og þjónustu, sem kynnt var á
ársfundi setursins í gær, kemur m.a.
fram að skattlagning er einna mest
hér á landi í samanburði við helstu ná-
grannalönd. Einkum séu það matvör-
ur sem hæst eru skattlagðar og þá
helst landbúnaðarvörur sem fram-
leiddar eru hér á landi.
Í skýrslunni, sem unnin er af dr.
Jóni Þór Sturlusyni og Birni Snæ
Atlasyni, er fjallað um vörugjöld og
segir að Ísland hafi þar nokkra sér-
stöðu í ákveðnum flokki matvæla þó
enn séu lögð vörugjöld á ákveðnar
matvörur í Noregi og Danmörku.
Kemur í ljós að í þeim löndum sem
rannsóknin náði til eru vörugjöld fyr-
irferðarmest á eldsneyti, áfengi og
tóbaki. Er þá einkum tekið tillit til
ytra áhrifa sem skapast af notkun
þeirra. Vörugjöld á áfengi eru hæst
hér á landi og í Noregi en vörugjald á
bensíni á Íslandi er hins vegar undir
meðaltali landanna.
Skýrsluhöfundur telur að afnema
beri vörugjald á matvæli og að vöru-
gjöld almennt þarfnist verulegrar
endurskoðunar. Kemur fram í skýrsl-
unni að vörugjöld byggist í mörgum
tilfellum á afar veikum og tilviljana-
kenndum grunni og afnám þeirra ætti
að stuðla að auknu gagnsæi í skatt-
lagningu og aukinni skilvirkni.
Togstreita á milli
skilvirkni og jafnaðar
Samkvæmt skýrslunni eru ákveðin
fórnarskipti á milli skilvirkrar skatta-
stefnu og skattastefnu sem miðar að
jöfnuði því tilfærsla tekna á grund-
velli jafnaðar hefur áhrif á skilvirkni.
Þegar kemur að álagningu neyslu-
skatta sé skilvirkasta leiðin að skatt-
leggja vörur í öfugu hlutfalli við verð-
teygni eftirspurnar. Það sé hins vegar
sjaldnast sú leið sem farin er í álagn-
ingu neysluskatta þar sem stjórnvöld
horfi einnig til jöfnunarsjónarmiða
bæði fyrir neytendur og innlenda
framleiðendur.
Þar af leiðandi sé oft reynt að skatt-
leggja þær vörur minna sem hinir
efnaminni neyti mikils af eða innlend-
ir aðilar framleiði hlutfallslega mikið
af. Spurn eftir þeim vörum hefur hins
vegar lága verðteygni þannig að tog-
streita myndast milli skilvirkni og
jafnaðar. Viðtekin skoðun er að þetta
eigi sérstaklega við um matar- og
drykkjarvöru en nýlegar rannsóknir
benda til þess að hlutdeild matar- og
drykkjarvöru sé nokkuð svipuð hjá
ólíkum tekjuhópum og því er ljóst að
aðrar aðgerðir hljóti að vera skilvirk-
ari þegar kemur að því að auka jöfn-
uð.
„Íslensk stjórnvöld halda verndar-
hendi yfir íslenskum landbúnaði,
meðal annars með því að leggja háa
innflutningstolla á landbúnaðarvörur
sem framleiddar eru hér á landi. Rök-
in á bak við slíka verndun eru ekki
viðskiptalegs eðlis heldur snúast um
byggða stefnu og fæðuöryggi lands-
ins. Tollar eru til þess fallnir að bjaga
bæði verðhluthlutföll og neysluhegð-
un. Stjórnvöld gætu náð byggða
markmiðum sínum með skilvirkari
hætti með því að fella niður innflutn-
ingsgjöld og auka í staðin bein-
greiðslur til bænda. Þessa breytingu
mætti til að mynda fjármagna með
hækkun virðisaukaskatts á matvæli
til samræmingar við almennan virð-
isaukaskatt,“ segir í ágripi skýrsl-
unnar.
Ný skýrsla Rannsóknarseturs verslunarinnar
Mæla með afnámi allra
vörugjalda á matvæli
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Fréttir
í tölvupósti
ÍSLANDSBANKI hefur flutt útibú
sitt í London á nýjan stað en
útibúið er nú staðsett í hjarta
City-hverfisins þar sem Nat West
bankinn var áður til húsa í næsta
nágrenni við Englandsbanka.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá bankanum.
Þar segir jafnframt að útibú Ís-
landsbanka í London sé hluti af
Alþjóða- og fjárfestingasviði Ís-
landsbanka og er meginstarfsvið
þess á sviði Fyrirtækjaráðgjafar,
Skuldsettrar fjármögnunar og
lánastarfsemi.
Í tilkynningu frá Íslandsbanka
kemur fram að bankinn efndi til
veislu í London í gærkvöldi í til-
efni af flutningi bankans í hið nýja
húsnæði. Meðal gesta voru for-
setahjónin, Ólafur Ragnar Gríms-
son og Dorrit Moussaieff. Bjarni
Ármannsson, forstjóri Íslands-
banka, og Einar Sveinsson, stjórn-
formaður, kynntu fyrir þeim starf-
semi bankans meðal annars
verkefni sem bankinn hefur nýver-
ið komið að.
Segir í tilkynningunni að Ólafur
Ragnar hefði sagt við þetta tilefni
að það væri ánægulegt að sjá að
íslenskur banki væri að færa sig
inn á ný svið á alþjóðlegum vett-
vangi sem íslenskur banki hefði
ekki starfað á áður. Íslandsbanki
tilkynnti í fyrradag skuldabréfa-
útboð fyrir fyrirtækið Havila í
Noregs sem sérhæfir sig í þjón-
ustu við olíuiðnaðinn (e. offshore
supply vessels). Íslandsbanki vinn-
ur nú með þremur af tíu stærstu
fyrirtækjum heims á því í sviði, að
því er fram kemur í tilkynning-
unni.
Íslandsbanki flytur í London
Ljósmynd/Rob Matthews
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussieff ásamt Einari
Sveinssyni, stjórnarformanni Íslandsbanka, Bjarna Ármannssyni forstjóra
og Steinunni K. Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra í London.