Morgunblaðið - 08.12.2005, Page 29

Morgunblaðið - 08.12.2005, Page 29
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 29 MATVÆLI eru misviðkvæm, sumt þolir vel geymslu eins og til dæmis dósamatur, þurrkaður matur, pasta eða grjón, svo lengi sem umbúðirnar halda og raki eða væta kemst ekki í snertingu við innihaldið. Matvæli eiga að vera merkt með „best fyrir …“ dagsetningu og mán- uði eða „best fyrir lok …“ ef þau þola geymslu í allt að fimm daga eða skemur upp í 18 mánuði. Ef geymsluþol vörunnar er innan við fimm dagar er varan merkt pökk- unardegi og síðasta neysludegi, sam- kvæmt reglugerð um merkingar matvæla. Allar kælivörur sem hafa þriggja mánaða geymsluþol eða skemmra eiga jafnframt að vera merktar pökkunardegi. „Ef um er að ræða unna vöru, til dæmis hakkað kjöt, kjötfars eða aðra vöru sem framleiðandinn áætlar að þoli ekki geymslu umfram fimm daga, þá er hún merkt síðasta neysludegi,“ segir Franklín Georgsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri rannsóknarstofu Um- hverfisstofnunar, en hann er í tíma- Best að fylgja geymslu- þolsmerkingum | Hvað þýða merkingar um endingu á matvælaumbúðum? Er óhætt að neyta þeirra þegar tíminn er útrunn- inn? Franklín Georgsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri rannsókn- arstofu Umhverfisstofu, fer yfir helstu merkingar og hvað þær þýða.  MATVÆLI bundnu leyfi frá störfum um þessar mundir. „Þegar um slíka vöru er að ræða má búast við að varan geymist ekki mik- ið lengur og því best að fylgja geymsluþolsmerkingum nákvæm- lega en auðvitað fer það líka eftir því hvar varan er geymd og við hvaða hitastig hvað hún endist lengi. Franklín bendir á að verulegur mun- ur sé á hversu fljótar örverur séu að ná sér á strik með tilheyrandi breyt- ingum á flórunni, allt eftir því við hvaða hitastig varan er geymd. Mik- ill munur getur t.d. verið á geymslu- þoli sömu kælivöru sem geymd er við 3ºC eða 7–8ºC, jafnvel svo dögum eða vikum skiptir fyrir mismunandi tegundir kælivara. Við mat á örveru- fræðilegum gæðum og öryggi mat- væla er oftast miðað við ákveðin við- miðunargildi þegar ákveða á geymsluþol vörunnar. „Kælivöru á samkvæmt íslenskum reglum alltaf að geyma undir 4ºC en það vill stundum bregðast,“ segir hann. „Það á til dæmis við um of- hlaðna kæla í verslunum eða þegar varan fer ekki beint úr einum kæli í annan. Framleiðendur láta sumir rannsaka geymsluþol kælivöru við mismunandi hitastig til að finna hve- nær hætta gæti verið á ferðum ef til þess kæmi að eitthvað færi úrskeiðis í flutningi og/eða í geymslu.“ Þó að varan sé komin fram yfir „síðasta neysludag“ og stutt í að hún fari að breytast þá þarf það ekki að þýða að hún sé ekki „neysluhæf“ eða að hún sé hættuleg. Það er þó líklegt að upphafleg gæði vörunnar er varða bragð, lykt og útlit hafi breyst en án þess að mikil hætta sé á sýkingum. Þetta gildir þó aðeins ef tryggt er að varan hafi verið geymd við stöðugt og lágt hitastig (undir 4°C) allan tím- ann frá framleiðslu að neyslu. Þjóðlegar smá- kökur og jóla- súkkulaði Í safnbúð Þjóð- minjasafns Ís- lands fást sér- stakar jólavörur. Unnur Valdís Kristjáns- dóttir verslunarstjóri og Snæfríð Þorsteins- dóttir, grafískur hönnuður, settu nokkrar vöruteg- undir í hátíðlegar umbúðir. Í fréttatilkynn- ingu frá Þjóð- minjasafninu kemur fram að þar er hægt að fá þrjár smákökuteg- undir sem bak- aðar eru af Sandholt bakaríi, upp á gamla mát- ann samkvæmt gömlum upp- skriftum og þar sem íslenska smjörið er í hávegum haft. Á um- búðunum er síðan fróðleikur um matarvenjur, jólahald og bakstur Íslendinga um árin. Kökupokinn kostar 590 krónur. Þá bjóða þær upp á íslenskt súkkulaði frá Nóa-Síríus og um- búðirnar eru í sérstökum jóla- búningi fyrir þá sem vilja til dæmis senda súkku- laði til fjölskyldu eða vina í útlöndum. Á umbúðunum er gömul, falleg jólakveðja og uppskrift að heitu súkkulaði. Jólasúkkulaðið kostar 590 krónur. Að lokum eru til sölu jóla- kort sem eru gerð eftir gömlum jóla- kortum sem til eru á Þjóðminja- safninu. Kortin eiga að vekja nota- legar minningar um jólin. Tíu kort með umslögum kosta 1.550 krón- ur.  NÝTT Jólakort Barnaheilla JÓLAKORT Barnaheilla 2005 eru komin í sölu. Kortin eru gefin út til styrktar starfi Barnaheilla í þágu barna og því markmiði samtakanna að „Búa börnum betri heim“. Í ár eru í boði sex gerðir jólakorta. Hægt er að kaupa kortin á á skrifstofu Barnaheilla, Suðurlandsbraut 24, eða panta þau á www.barnaheill.is, þá er einn- ig hægt að panta þau í síma 5535900 eða á faxi, 5535960. Kortin eru einnig til sölu í völdum bókaverslunum. Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 6, eða hringdu í 570 5400. Sannkallaðir eðalvagnar UP-667 Lexus GS430 F. skráð. 04/2002, ekinn 41.000 km Vél: 4300cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 3.500.000 kr. Tilboð: 3.150.000 kr. BJ-683 Lexus IS200 F. skráð. 06/2004, ekinn 23.000 km Vél: 2000cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 2.360.000 kr. IP-199 Lexus IS200 F. skráð. 10/2004, ekinn 13.000 km Vél: 2000cc s.sk. Litur: Silkigrár Verð: 2.500.000 kr. LY-621 Lexus IS200 F. skráð. 10/2003, ekinn 24.000 km Vél: 2000cc s.sk. Litur: Dökkgrár Verð: 2.280.000 kr. LI-140 Lexus RX300 Luxury/sóllúga F. skráð. 08/2002, ek. 51.000 km Vél: 3000cc s.sk. Litur: Dökkblár Verð: 3.330.000 kr. Sjá nánar á www.lexus.is - Notaðir Lexus bílar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 30 55 8 12 /2 00 5 PR-109 Lexus LS430 President F. skráð. 01/2003, ekinn 27.000 km Vél: 4300cc s.sk. Litur: Platínugrár Verð: 4.990.000 kr. Tilboð: 4.290.000 kr. JH-625 Lexus GS300 EXE F. skráð. 04/2002, ekinn 49.000 km Vél: 3000cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 3.000.000 kr. Tilboð: 2.700.000 kr. OT-861 Lexus LS430 President F. skráð. 05/2002, ekinn 48.000 km Vél: 4300cc Litur: Silkigrænn Verð: 4.520.000 kr. Tilboð: 3.990.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.