Morgunblaðið - 08.12.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 08.12.2005, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í BARÁTTUNNI gegn útbreiðslu alnæmis er fátt mikilvægara en að huga sérstaklega að stöðu kvenna. Ungum konum í sunnanverðri Afríku stafar meiri hætta af alnæmisfar- aldrinum en ungum körlum. Þar eru ungar konur á aldrinum 15 til 24 ára í þrisvar sinnum meiri hættu á því að smitast af HIV-veir- unni en jafnaldrar þeirra karlkyns. Hvers vegna? Vegna þess að staða þeirra í samfélag- inu er veik. Þær njóta hvorki jafnréttis né frelsis til þess að ráða lífi sínu og líkama. Helsta vörn kvenna gegn HIV-smiti er að neita kynlífi eða fá karlinn til þess að nota verju. Hvort tveggja er erfitt í samfélagi þar sem staða konunnar mótast af því viðhorfi að hún eigi að verða við óskum karla um hvaðeina – líka kyn- líf. Það segir sig sjálft að í slíku um- hverfi er samningsstaða kvenna veik og beinlínis lífshættuleg þegar kemur að HIV/alnæmi. Það er brýnt að allir þeir sem láta sig baráttuna gegn útbreiðslu alnæm- is varða hafi skilning á þeirri stað- reynd að staða kvenna og karla and- spænis sjúkdómnum er ólík. Það er ekki nóg að dæla fjármunum í barátt- una ef verkefnin taka ekki mið af blá- köldum veruleika þeirra kvenna sem veikastar eru fyrir og því í mestri hættu. Noleen Heyzer, fram- kvæmdastýra Unifem, hefur bent á þá sorglegu staðreynd að kynferð- isbeldi gegn konum sé hvort tveggja í senn, orsök og afleiðing aukinnar tíðni HIV-smits meðal kvenna. Nauðgun setur konu í stórkostlega hættu og HIV-smitaðar konur verða frekar fyrir kynferðisof- beldi en ósmitaðar kon- ur. Í þessu ljósi er mik- ilvægt að allir sem láta sig baráttuna gegn út- breiðslu alnæmis varða hafi það hugfast að hún snýst um fleira en leitina að lyfi til að lækna sjúk- dóminn eða fræðslu um öruggt kynlíf. Hún snýst líka um að bæta stöðu kvenna í þeim löndum þar sem faraldurinn geisar harðast. Að gera konum kleift að hafa sjálfræði yfir eigin lífi og líkama. Baráttan er þess vegna ekki síður barátta fyrir kvenfrelsi. Í dag ætla samtökin Alnæmisbörn að halda fræðslufund um hlut- skipti og aðstæður afr- ískra kvenna andspænis alnæmisfaraldrinum. Þar munu fulltrúar Rauða kross Íslands og Þróunarsam- vinnustofnunar segja frá því hvaða áhrif alnæmisfaraldurinn hefur á líf kvennanna sem taka þátt í verk- efnum þeirra í Afríku. Fundurinn verður haldinn í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu og hefst kl. 17:30. Að- gangur er ókeypis og allt áhugafólk um baráttuna gegn útbreiðslu al- næmis er hjartanlega velkomið. Líf með alnæmi – hlutskipti kvenna í Afríku Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur Þórunn Sveinbjarnardóttir ’Baráttan snýstlíka um að bæta stöðu kvenna þar sem farald- urinn geisar harðast.‘ Höfundur er formaður stjórnar Alnæmisbarna. 16 daga átak LAGNING stofnbrauta í og við þéttbýli er oftast mun vandasamari vegalagning en í dreifbýli eða um óbyggð svæði. Taka þarf tillit til nærliggjandi byggðar, gæta að hávaðameng- un, loftmengun og öðr- um samfélagslegum áhrifum. Nú skömmu eftir að bæjarstjórn Garðabæjar veitti með hálfum huga fram- kvæmdaleyfi til tvö- földunar Reykjanes- brautar frá Arnarnesvegi að Kaplakrika var einkar fróðlegt að lesa grein Ólafs Hjálmarssonar verkfræðings í Morg- unblaðinu 5. des. sl. Ólafur, sem hef- ur sérþekkingu á sviði hljóðvistar við vegi, gerir því skóna að ný þekk- ing í þágu almannaheilla og aukinna lífsgæða verði oftar en ekki að koma beint frá almenningi frekar en kjörnum fulltrúum. Þessi tilgáta Ólafs er afar athyglisverð og hefur hann nokkuð til síns máls. Þegar Vegagerðin sótti um fram- kvæmdaleyfi til breikkunar Reykja- nesbrautarinnar mótmæltu íbúar nærliggjandi hverfa kröftuglega. Stundum er látið að því liggja m.a. af þingmönnum kjördæmisins að mót- mælin hafi eingöngu verið frá örfá- um sérhagsmunaseggjum eins og það var kallað. Hið rétta var að mót- mælin voru frá íbúum á stóru áhrifa- svæði beggja vegna brautarinnar. Stofnuðu íbúarnir hagsmunafélag sem vann mjög ötullega að því að afla fylgis við aðra útfærslu braut- arinnar sem hefði haft í för með sér minni röskun lífsgæða á áhrifasvæði hennar. Bæjarstjórnin var sameinuð í því að neita Vegagerðinni um fram- kvæmdaleyfi sumarið 2004 á þeim forsendum að framkvæmdin færi ekki fyllilega eftir úrskurði um- hverfisráðherra m.a. um hljóðvist. Krafa íbúanna og bæjarstjórn- arinnar var sú að vegurinn yrði lækkaður í umhverfinu til að draga úr neikvæðum áhrifum aukinnar umferðar. Samgöngu- ráðherra féllst eftir mikinn þrýsting íbú- anna á það að láta reikna út kostnað við lækkun vegarins. Þar með var ekki öll sagan sögð því endanleg ákvörðun lá hjá sam- gönguráðherra og þingmönnum kjör- dæmisins. Á fundi þingmanna með Vega- gerðinni í júlí sl. urðu vonir íbúanna og bæj- arstjórnarinnar um breytta hæðarlegu Reykjanesbraut- arinnar endanlega að engu um leið og ákveðið var að fara út í annars konar og lítið eitt dýrari hljóðvist- araðgerðir í óbreyttri hæðarlegu brautarinnar. Þegar þarna var kom- ið var nær ómögulegt af bæjar- stjórninni að hafna framkvæmda- leyfi til handa Vegagerðinni. Þau voru vissulega mikil, vonbrigði okk- ar bæjarfulltrúanna þegar í ljós kom að allir ellefu þingmenn kjördæm- isins voru ekki reiðubúnir að standa með bæjarstjórninni og þá ekki um- bjóðendum sínum, þ.e. íbúum Garða- bæjar. Hugmyndin að annars konar hljóðvist kom einmitt frá hagsmuna- félaginu sem lagði mikla vinnu í að útfæra hana. Sú tillaga féll ekki í frjóan jarðveg ráðamanna til að byrja með, en með þrautseigju tókst hagsmunafélaginu að sannfæra m.a. Vegagerðina, sem umhugað var í þessu ferli um að veginum skyldi líða vel eins og Skúli Eggert Þórðarson, einn talsmanna félagsins, orðaði það svo skemmtilega á einum af mörgum fundum sem efnt var til vegna þessa máls. En hver er síðan lærdómurinn af þessari reynslu? Það er rétt hjá Ólafi Hjálmarssyni að nokkuð vant- ar upp á framsýni og þekkingu á nýjum aðferðum hjá kjörnum fulltrúum. Þeir eru um of bundnir á klafa fjárlagaársins og kjörtímabils- ins í stað þess að horfa til lengri framtíðar. Bæjarstjórn Garðabæjar var eftir á að hyggja ekki nægjan- lega einarðleg í hagsmunagæslu sinni fyrir byggðarlagið og lét á end- anum þingmenn kjördæmisins valta yfir sig ef svo má segja. Þá er sá málflutningur með öllu ólíðandi sem þingmenn og ráðherrar hafa haft uppi að sé það vilji sveitarfélags að fá aðra útfærslu stofnbrautar en þá ódýrustu verði þau sjálf að greiða mismuninn af tekjum sem í raun eru ætlaðar í annað. Þingmenn höfuð- borgarsvæðisins verða að taka upp önnur vinnubrögð og hugarfar ef þeir ætla ekki að missa tengsl sín við kjósendur. Ódýrasta leiðin á nefnilega sjaldn- ast við í þéttbýlinu og útfærsla sam- göngumannvirkja verður að taka mið af þróun skipulags og byggðar til lengri framtíðar, eigi skemur en til 30–50 ára. Stofnbrautir í þéttbýli – er ódýrasta lausnin sú besta? Einar Sveinbjörnsson fjallar um skipulagsmál og gatnagerð í Garðabæ ’Þingmenn höf-uðborgarsvæðisins verða að taka upp önnur vinnubrögð og hugarfar ef þeir ætla ekki að missa tengsl sín við kjósendur.‘ Einar Sveinbjörnsson Höfundur er bæjarfulltrúi af B-lista í Garðabæ. NÚ ER kominn desember og styttist í jólin. Jólaundirbúningurinn er hafinn hjá flestum en verslanir landsins hófu jólaauglýsingar sínar snemma í nóvember. Fólk keppist nú við að skreyta híbýli sín að innan sem utan en sem betur fer er gengið mislangt í þeim efnum. Sumir hafa þó lítið betra við sína peninga að gera en að fjárfesta í upplýstri eftirlíkingu af jötu Jesú eða vitr- ingunum þremur og prýða þær styttur bak- garðinn, umvafðar jólaseríum í hundraða metra tali. Börnin gera langa óskalista og eru þar hlutir á borð við rándýrar leikjatölvur, iPod-tónlistarspilara, snjóbretti til að renna sér í grjótinu í Bláfjöllum, föt, sem oftast eru rán- dýrar merkjavörur og fleira í þeim dúr. Fullorðna fólkið tekur þátt í þessum skrípaleik til að gleðja börn- in sín og þeysist frá miðbænum upp í Kringlu og þaðan í Smáralindina. Sitjandi í umferðarteppu áttar það sig á því að þegar heim er komið á eftir að þrífa, elda og koma börn- unum í háttinn. Ofan á þetta bætist svo skammdegisþunglyndi Íslend- inga en þegar fólk lifir í myrkri átta mánuði ársins og birtu allan sólar- hringinn hina fjóra, er ekki skrítið að geðheilsan verði tæp. Jólasveinalæti Á elleftu nóttu desembermánaðar og fram til jóla þarf að setja í skóinn hjá börnunum en það er gjarnan sælgæti eða eitthvert smádrasl. Krakkarnir byrja dagana fyrir jól á að borða súkkulaðið úr súkku- laðidagatalinu sínu og éta síðan það sem meintur jólasveinn setti í skó- inn um nóttina, ef það er þá ætt. Þegar fjölskyldan sam- einast síðan við mat- arborðið um kvöldið, foreldrarnir óðir af álagi og börnin í syk- urmóki af sælgæt- isneyslu, er lítið um hlýju á milli fjölskyldu- meðlima. Ef hins vegar börnin verða of óþæg er alltaf þægilegt að hóta þeim með jóla- sveininum eða hræða þau með Grýlu en henni er sjálfri farið að leiðast jólin. Loks þegar að- fangadagur er runninn upp og mest- allt stress liðið hjá taka við jólaboð og endurfundir ættmenna. Strax þar á eftir tekur við enn eitt brjál- æðið þegar nágrannarnir keppast við að sprengja frá sér vitið til að fagna nýju ári. Á þessum tíma er ómótstæðilegt að gera heima- tilbúnar sprengjur úr flugeldum og jafnvel sprengja eins og einn póstkassa eða svo, enda nokkur slys vegna flug- elda ár hvert. Er aðra brauðið vantar Undirritaður stendur sjálfan sig að því að taka þátt í jólaæðinu ár hvert, sérstaklega þegar kemur að flugeldamörkuðunum. Hins vegar er það öllum hollt að staldra aðeins við og líta í kringum sig. Í Reykjavík eru tæplega hundrað manns heim- ilislaus og aldrei hefur verið jafn- mikið að gera hjá mæðrastyrks- nefnd og öðrum hjálparstofnunum. Tugir fjölskyldna eiga ekki pening fyrir sæmilegum jólum og þurfa því að leita sér aðstoðar í þeim efnum. Enn fremur eru fjölskyldur í fjar- lægum löndum sem lifa við hung- ursneyð og lepja dauðann úr skel. Til þess að almennileg samstaða ná- ist um að hjálpa því fólki þarf yf- irleitt flóð, jarðskjálfta eða aðrar hörmungar. Þá fyrst fer almenn- ingur á Vesturlöndum að opna aug- un og átta sig á því að iPod, snjó- bretti og Diesel gallabuxur er ekki það sem gefur lífinu raunverulegt gildi. Það er þó ekki algilt, því fáir skeyta um þær fjölskyldur sem nú hírast allslausar í vetrarhörkunni í Pakistan. Um leið og ndirritaður óskar öll- um gleðilegra jóla og farsæls kom- andi árs vonast ég til þess að fólk staldri við í jólaundirbúningnum, slaki á, njóti fjölskyldunnar og baki jólakökurnar í sameiningu með börnunum sínum. En fyrst og fremst að það hjálpist að við að gera þeim lífið bærilegra sem minna mega sín. Fátækt á jólum Dagur Snær Sævarsson fjallar um jólaundirbúning og fátækt á Íslandi ’ Í Reykjavík eru tæp-lega hundrað manns heimilislaus og aldrei hefur verið jafnmikið að gera hjá mæðrastyrks- nefnd og öðrum hjálp- arstofnunum.‘ Dagur Snær Sævarsson Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík.AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.