Morgunblaðið - 08.12.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.12.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 39 UMRÆÐAN Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholts- stiftis, biskups Íslands, kirkju- ráðs og kirkjuþings. Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta til- boði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ÞORBJÖRGU Helgu Vigfús- dóttur verðandi borgarfulltrúa og ráðgjafa tekst í Morgunlbaðinu (2.12.) heldur ófim- lega að verja áætlanir yfirmanns síns varð- andi framhaldsskól- ann. Vörn ráðgjafans hefst á óskiljanlegri málsgrein: „Mark- miðið með breyttri námsskipan til stúd- entsprófs er einmitt að miða þróun kerf- isins út frá sjónar- horni nemendans.“ E.t.v. er þetta hug- myndin um að laga skólakerfið að þörfum nemenda en það hafa menn dund- að sér við í árhundruð eða hitt að laga eigi nemendur að þörfum kerfisins. Sé hið seinna meiningin er því fljótsvarað að aðferðum ráð- herrans hefur verið harðlega mót- mælt og sé átt við hið fyrra sting- ur það í stúf við greinarskrif ráðgjafans fyrr í vetur. Þá getur ráðgjafinn þess að nú þurfi að endurskipuleggja náms- tíma og námsefni. „Til þess að kerfið geti haldið áfram að þróast þarf einmitt að leggjast í vinnu við að endurskoða námskrár beggja skólastiga“. Ráðgjafinn staðfestir hér með að kerfið hefur forgang í menntamálum. Flumbrugangurinn kristallast í grein ráðgjafans sem ætlar mönn- um að „skoða hvar sveigjanleiki er fyrir hendi, hvernig námskrár ólíkra skólastiga spila saman (svo) og hvar tími nemenda gæti nýst betur.“ Hefði nú ekki verið viturlegra að kanna þetta ræki- lega áður en hlaupið var af stað og einhliða ákvörðun tekin um styttingu náms? Ætli ráðgjafinn sjái þver- sögnina í eigin skrif- um er hún segir að stytting grunnskólans komi ekki til greina en samt skuli kanna hvar tíminn í grunnskólum getur nýst betur? Margir benda á að þekking og færni nemenda skiptir sköpum, ekki aldurinn, og fyrst grunnskólinn var lengdur, má þá ekki stytta hann aftur? Helstu rökin gegn styttingu grunnskólans eru að ekki megi taka unglinga of snemma úr vernduðu umhverfi, og síst á landsbyggðinni. Þau rök áttu við þegar framhaldsskólar voru sárafáir en eru nú fleiri en einn í hverjum fjórðungi. Ráðgjafinn mætti gefa gaum að svari forsætis- ráðherra við fyrirspurn þingkonu nokkurrar en þar kom fram að 23% fólks á aldrinum 16-74 ára á höfuðborgarsvæðinu eru með há- skólamenntun en 12% á lands- byggðinni og 45% íbúa á lands- byggðinni á milli 20 og 70 ára eru einungis með grunnskólapróf. Gæti „verndað umhverfi“ haft sitt að segja í þessum efnum? Kemur þá að margtugginni full- yrðingu að tillögur um styttingu byggist á faglegum sjónarmiðum (líklega ofangreindum!) og sam- ráði. Samráðið fólst í því að ráð- herrann fundaði í 1-2 tíma í hverj- um skóla, hlustaði á gagnrýnis- raddir og skrifaði niður og benti svo kennurum á að koma ábend- ingum á framfæri með tölvusend- ingum (svona eins og krakkarnir í msn!). Þetta kallar ráðgjafinn „umfangsmikið samráð“ og hefur þá enn verið reynt á þanþol ís- lenskrar tungu. Þá gerir ráðgjafinn lítið úr mál- inu. Aðeins standi til að færa 12 einingar úr framhaldsskólum í grunnskóla og námsárið lengist um viku. Annaðhvort veit ráðgjaf- inn ekki betur eða kýs að setja sannleikann í orlof og svo fylgir þessi dásamlega setning: „Tveir áfangar færast úr kjörsviði nám- skrárinnar og verður því í valdi nemenda hvort þeir verði teknir sem val eður ei.“ Lesendur eru beðnir að ráða í merkinguna. Ekki vefst fyrir ráðgjafanum að smella greinum niður í grunnskól- ann og líklega telur hún grunn- skólakennara bíða spennta eftir aukavinnu. Fleiri eru þeir sem vita að nóg er lagt á grunnskólakenn- arana í nýju stefnunni, „skóli án aðgreiningar“. Ráðgjafanum hefði verið hollt að slást í för með borg- arstjóra, sem heimsótti grunnskóla Reykjavíkur á dögunum og hitti þar hetjurnar sem trúað er fyrir fjöreggi þjóðarinnar, börnunum. Hún kveikti nefnilega á perunni og lýsti yfir að kennararnir þyrftu strax aðstoð í erfiðu uppeldisstarfi. (Ekki hefur enn kviknað á perunni hjá formanni menntaráðs Reykja- víkur, Stefáni Jóni, enda er pera hans veikari.) Framhaldsskólakennarar ítreka að fyrirhuguð stytting sé meingöll- uð og auki miðstýringu. Ráðgjaf- inn skrifaði grein í Mbl. (16.10.) um ,,stelpumiðaða kennsluhætti“ (svo) en þar má lesa eftirfarandi: „Skilgreiningunni samkvæmt ættu einstaklingsmiðaðir náms- og kennsluhættir ekki að vera mót- aðir af fræðsluyfirvöldum heldur þeim kennurum sem standa nem- endum næst. Hættan við að yf- irvöld á hverjum tíma innleiði stefnu er að stefnan verði kerf- isbundin, sett í ferli og verði ráð- andi.“ Betri rök gegn stytting- arhugmyndum eru vandfundin en margir hafa nú skipt um skoðun á lengri leið en frá Sölvhólsgötu að Ráðhúsinu. Að síðustu fróm ábending: Framhaldsskólinn er í uppnámi og framkvæmd samræmds stúdents- prófs var með þeim hætti að kost- að hefði ráðherra starfið víðast hvar. Gæti nú ekki Þorbjörg ráðið Þorgerði heilt? Hætta við stóryrt- ar yfirlýsingar um þor í stjórn- málum. Fá framhaldsskólakennara og stjórnendur til að hvetja nem- endur til að flýta námi sínu og efla þriggja ára námsbrautir, auka alla ráðgjöf, lengja Kennaraháskólann um eitt ár og festa árið við fag- menntun í sérgreinum, fara ræki- lega yfir námsefni beggja skóla- stiga og velja til þess óvilhalla aðila (ekki fólk í aukavinnu á vinnutíma). Þá munu kennarar leggjast á sveifina með ráðherra. Hvatning er nefnilega vænlegri til árangurs en valdboð. Ráðgjafa svarað Árni Hermannsson fjallar um styttingu náms til stúdents- prófs og gerir athugasemd við grein Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur ’Framhaldsskólakenn-arar ítreka að fyr- irhuguð stytting sé meingölluð og auki mið- stýringu í mennta- málum.‘ Árni Hermannsson Höfundur kennir við VÍ. ... svo í borg sé leggjandi Áttu leið í bæinn? – stæði fyrir alla Á bíl í jólaösinni í miðborg Reykjavíkur. Hvað má bjóða þér? Miðastæði, stöðu- mæli eða bílahús. Viltu greiða með korti eða krónum, eða kannski gsm símanum þínum? Tímamiðar úr miðamælum gilda áfram þegar lagt er við stöðumæli innan sama gjaldsvæðis. Ótakmarkaður tími býðst á stöðu- mælum í miðborginni. Í desember verða bílahúsin opin klukkustund lengur en verslanir í miðborginni. Gleðilega aðventu! N æ st                                           ! " !  !#      $% &   '( (            !"#$ %&'()* "+$ + , )) # "--*                                                 ! "   #                                                         !"#$ !% $     !% &" '  & ' " ( "  )   *   +  %  ,    -    ' #    #     "       #    .  *  /                            ! 0 *# " *" 1  *"   $    "   " 2 .     '#          "     "
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.