Morgunblaðið - 08.12.2005, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
sem liggja mun beint inn í hverfið
okkar og ber 50.000 bíla til viðbótar.
Til þess að anna allri þessari umferð
til viðbótar við það sem fyrir er þarf
að byggja gríðarstór mislæg gatna-
mót á mótum Skeiðarvogs og Holta-
vegar við Sæbraut og kannski víðar.
Þau umhverfislýti, sem gera Hring-
brautarhrollvekjuna að barnaleik í
samanburði, bætast þannig við gríð-
arlega aukna mengun og hávaða í
hverfi sem hefur fengið meira en nóg
nú þegar.
Vegna þeirra gríðarlegu hags-
muna sem að baki Sundabrautar
liggja hafa Íbúasamtökin ákveðið að
ganga eins langt og þau geta í sann-
girnisátt. Fremur en að mótmæla
framkvæmdinni hefur verið farin sú
leið að leita fyrir sér um lausnir sem
draga úr þeim hrikalegu aukaverk-
unum sem lagning Sundabrautar
hefur beggja vegna Elliðavogs. Sú
lausn sem Íbúasamtökum Laugar-
dals hefur hugnast best, eftir mikla
yfirlegu og samráð við færa sérfræð-
inga á þeim sviðum, er að leggja
jarðgöng skv. tillögu Bjarna Gunn-
arssonar (sjá mynd). Ekki hefur ver-
ið sýnt fram á það að þessi hugmynd
sé dýrari en brúin á leið III. Kostn-
aður skv. gögnum Bjarna er 6 millj-
arðar, en svipuð eða eilítið dýrari
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi greinargerð frá
Íbúasamtökum Laugardals:
Sundabraut er með stærstu vega-
framkvæmdum sem ráðist verður í á
næstu árum og hún á að tengja
Vesturlandsveg, Grafarvogshverfi
og fyrirhuguð hverfi í Álfsnesi og á
Geldinganesi við vesturhluta borg-
arinnar. Hún er hugsuð sem sam-
göngubót, til þess að jafna umferð-
arálag í borginni og einnig á hún að
auka öryggi borgarbúa ef leggja
þarf á flótta með skömmum fyrir-
vara. Sundabraut hefur verið á að-
alskipulagi borgarinnar frá árinu
1984, svokölluð ytri leið, og unnið
hefur verið að undirbúningi hennar
frá 1996 af hálfu framkvæmdaaðila.
Í því ferli sem hófst árið 1996 hafa
margar leiðir yfir Elliðavog verið
skoðaðar, en þegar árið 1997 var val-
kostum fækkað niður í tvo, svokall-
aða hábrú á leið I, ytri leið, og
lágbrú eða eyjalausn á leið III, innri
leið. Farið hefur verið fram á að
skoðaðir yrðu fleiri kostir, t.d. opn-
anleg brú á ytri leið og jarðgöng.
Þessu var hafnað með fremur hæpn-
um rökum að mati ÍL, en síðan voru
þrír kostir settir í umhverfismat,
hábrúin á leið I, lágbrúin á leið III
og botngöng, sem einhverra hluta
vegna fengu náð fyrir augum fram-
kvæmdaaðila. Kostnaðarþátturinn
hefur verið í forgrunni allra ákvarð-
ana þessa máls, en það er mat ÍL
eftir mikla yfirlegu að það séu langt
frá því öll kurl komin þar til grafar,
bæði hvað útreiknaða arðsemi og
rekstrarkostnað varðar, auk ann-
arra þátta sem snerta lífsgæði íbú-
anna og hagsmuni í stórum og grón-
um hverfum borgarinnar.
Ferlið hefur verið nokkuð undar-
legt frá sjónarhóli íbúa og dálítið
örðugt að átta sig á því. Nokkrir
fundir hafa verið haldnir á vegum
borgarinnar þar sem málið hefur
borið á góma og einhverjar tillögur
að lausnum sýndar. Þó var tekið
fram að ekkert væri ákveðið þar
sem fjármögnun væri óviss og til-
lögur væru í meðferð stjórnvalda,
nú síðast umhverfisráðherra, þar
sem umhverfismat var kært. Málið
tók kipp þegar ríkisstjórnin til-
kynnti sl. vor að hluta af söluand-
virði Landssímans yrði varið í
Sundabraut, nánar tiltekið 8 millj-
örðum króna. Þessi fjárveiting var
þó bundin því skilyrði að farin yrði
svokölluð innri leið og kom það mjög
flatt upp á menn þar sem umhverf-
isráðherra hafði ekki enn úrskurðað í
kærumálunum.
Borgarstjórn samþykkti fyrir sitt
leyti þessa fjárveitingu til Sunda-
brautar, enda mun hún hafa beðið
hennar lengi, en hún setti samhljóða
skilyrði um samráð við íbúa nær-
lægra hverfa. Umhverfisráðherra
setti einnig skilyrði um samráð við
íbúa Grafarvogs í úrskurði sínum.
Íbúarnir telja þessi skilyrði engan
veginn marktæk nema umræðan nái
til þeirra kosta sem íbúar eru sam-
mála um að valdi hverfum þeirra og
lífsgæðum hvað minnstum skaða. Má
í því sambandi minna á að nú þegar
eru hverfin algjörlega undirlögð um-
ferð sem virðist fara vaxandi með
hverju ári. Sem dæmi má nefna að
skv. talningu borgarinnar í fyrra óku
yfir 9.000 bílar á dag eftir Langholts-
vegi milli Holtavegar og Álfheima,
yfir 7.000 bílar á dag eftir Álfheim-
unum, yfir 5.000 bílar á dag eftir
Holtavegi og eru þetta götur sem
liggja að 600 barna skóla, Langholts-
skóla. Sama má segja um Skeiðarvog
þar sem Vogaskóli er til húsa með
sína 400 nemendur, auk Menntaskól-
ans við Sund. Þar fóru í fyrra 8.400
bílar um á dag skv. talningu borg-
arinnar 2004 og hafa allar þessar töl-
ur vafalaust hækkað með aukinni
bílaeign og vaxandi verslun og þjón-
ustu í Skeifunni og norðan Sæbraut-
ar þar sem margar helstu stórversl-
anir þjóðarinnar hafa aðsetur.
Nábýli við Sundabraut sem á að bera
yfir 50.000 bíla á dag (svipað og
Miklabraut) er því ekki beint freist-
andi fyrir íbúana, jafnvel þótt ekki
fari nema hluti af bílaumferðinni í
gegnum hverfin, en allar umferðar-
spár sem við höfum séð gera ráð fyr-
ir aukinni bílaumferð um hverfin.
Við stöndum því frammi fyrir því
að um leið og mælingar umhverfis-
sviðs sýna hvað eftir annað að svif-
rykmengun fer yfir heilsuverndar-
mörk og það ekki aðeins við
Grensásveg heldur einnig í útivist-
arparadís Reykvíkinga, Húsdýra- og
fjölskyldugarðinum, að þá eigi hugs-
anlega að leggja hraðbrautarbrú
jarðgöng skv. hugmynd Línuhönn-
unar kosta 9,5 milljarða og eru ódýr-
asta lausnin á ytri leið skv. framlögð-
um gögnum framkvæmdaaðila.
Jafnvel þótt verðmunur yrði jarð-
göngum í óhag á eftir að reikna
marga aðra liði inn í dæmið, eins og
til dæmis hvernig þau leysa fleiri
umferðarvandamál en brýr, lág-
marka sjón-, hljóð- og svifrykmeng-
un, og lækka rekstrarkostnað, en
jarðgöng þarf aldrei að ryðja og salta
eins og allir vita. Auk þess má benda
á einn kost til viðbótar sem snýr að
öryggi borgarbúa, en í jarðgöngum
af þessari stærð gætu tugþúsundir
borgarbúa fundið skjól gegn utanað-
komandi hættu ef til kæmi.
Jarðgangalausnin eins og hún er
hér sett fram hefur þann kost að um-
ferðin dreifist á þrjá staði sunnan
megin Elliðavogs. Eitt opið kæmi
upp á Kirkjusandi eða í grennd, ann-
að við athafnasvæði Eimskips í
Sundahöfn og það þriðja mitt á milli
Holtavegar og Skeiðarvogs og þjón-
aði þar með þörfum Samskipa og
þeirra íbúa norðan og austan Elliða-
vogs sem hyggjast sækja sér þjón-
ustu í verslunarhverfunum norðan
Sæbrautar. Í þessu dæmi þarf ekki
hin hrikalegu mislægu gatnamót of-
anjarðar, umferðin dreifist í þrennt
neðanjarðar eftir þörfum, en helstu
rökin með Sundabraut voru þau að
hún auðveldaði erindi borgarbúa og
þeirra sem koma frá Vestur- og
Norðurlandi inn til þjónustu- og at-
vinnusvæða í vesturborginni.
Austan Elliðavogs gætu jarðgöng-
in einnig fækkað umferðarslaufum
og komið umferðinni til muna fjær
byggðinni í Grafarvogi þannig að
ekki þyrfti þær ömurlegu hljóðmanir
sem reiknað er með við lagningu
lágbrúar á leið III.
Jarðgangaleiðin gerir einnig
mögulegar breytingar á landnotkun
síðar meir á því athafnasvæði sem nú
er norðan og austan Sæbrautar. Þar
gæti vel orðið hagkvæmt og eftir-
sóknarvert til lengri tíma litið að
flytja atvinnurekstur sem þar er nú á
ódýrari lóðir og byggja upp íbúðar-
húsnæði á þessum fallega stað.
Það má ekki gleymast að án tillits
til verðs m.v. lágbrú er þessi lausn
miklu betri fyrir tugþúsundir íbúa
þessara hverfa, skattborgara og
kjósendur, sem hljóta að eiga rétt á
að fé þeirra sé varið þannig að heilsu
þeirra og eignum sé ekki spillt með
framkvæmd sem þeir sætta sig eng-
an veginn við.
Guðmundur J. Arason,
formaður Íbúasamtaka
Laugardals
Gauti Kristmannsson,
umferðar- og skipulags-
hópi ÍL
Lilja Sigrún Jónsdóttir,
umferðar- og skipulags-
hópi ÍL.“
Sundabraut frá
sjónarhóli Íbúasam-
taka Laugardals
Jarðgöng undir Elliðavog skv. hug-
mynd Bjarna Gunnarssonar 2004,
með lausn vestan megin. Ófrágeng-
in austanmegin.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞAÐ er merkilegt að sjá hvað það
er mikil eftirvænting eftir heim-
komu Jóns Baldvins Hannibals-
sonar úr útlegð-
inni. Jón er jú
skemmtilegur og
vel lesinn karl og
gaman að hlusta
á. En flestir aðrir
en kratarnir bíða
með eftirvænt-
ingu eftir því að
Jón Baldvin komi
heim og veki til
lífsins gamla
krataflokkinn og sprengi í sundur
Samfylkinguna með stórum hvelli.
Við sem vorum í krataflokknum er-
um ekkert sérstaklega spennt og
okkur líður bara bærilega í sam-
fylkingu með öðrum jafnaðarmönn-
um. Að sjálfsögðu tökum við vel á
móti Jóni og bjóðum hann velkom-
inn heim. Það virðist gleymast í allri
umræðunni að stóri draumur Jóns
Baldvins var nefnilega að búa til
stóran miðjuflokk, 30% flokk sem
skipti einhverju máli. Nú er sá
flokkur til og Jón Baldvin fer varla
að brjóta hann upp með nýjum sóló-
ferli í pólitík. Ég hef í það minnsta
enga trú á því að minn gamli for-
maður fari að taka upp á einhverri
vitleysu á gamals aldri. Þó svo að
saga jafnaðarmanna á Íslandi hafi
verið köflótt og mörg upphlaup hafa
verið gerð, flokkar klofnað og runn-
ið saman eða dáið eftir stutta og ár-
angurslitla lífdaga. Þá er Jón Bald-
vin skynsamari en menn halda.
Spunakarlar og kerlingar á fjöl-
miðlunum eru í mikilli keppni þessa
dagana og gera allt hvað þau geta
til þess að gera lítið úr Ingibjörgu
Sólrúnu og eru farin að spá í hve-
nær dánartilkynning hennar sem
formaður Samfylkingarinnar muni
líta dagsins ljós. Þá er talað um
fylgishrun í skoðanakönnunum hjá
Samfylkingunni, heil 3 eða 4 pró-
sent. Það á að vera helsta merki um
að dómsdagurinn sé í nánd. Það
væri nokkuð ótímabær dauðdagi ef
30% flokkur legði upp laupana eða
brotnaði í frumeindir með slíkt
fylgi. Hefði þá ekki verið eðlilegt að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði pakkað
saman eftir síðustu kosningar og
skellt í lás í Valhöll eftir einhverja
verstu útreið sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur fengið í langan tíma ef
ekki bara frá upphafi? Ingibjörg
setti nefnilega mark sitt svo ræki-
lega á síðustu kosningar að rík-
isstjórnin rambaði á bjargbrún.
Slíkur er slagkraftur Ingibjargar
Sólrúnar.
Það er nokkuð ljóst að það er ein-
hverskonar einelti i gangi gagnvart
Ingibjörgu Sólrúnu og það er
greinilegt að það er verið að gera
atlögu að henni úr mörgum áttum.
Áhyggjur eru óþarfar að mínu mati
enda hef ég trölla trú á Ingibjörgu,
jafnaðarmönnum og jafnaðarstefn-
unni. Ingibjörg Sólrún á eftir að
standa af sér storminn enda leiðtogi
af bestu gerð. Við gömlu kratarnir
erum enn á lífi og berum traust til
Ingibjargar Sólrúnar og tökum
virkan þátt í starfi Samfylking-
arinnar og unum okkur vel í 30%
flokki.
ARNÞÓR SIGURÐSSON,
flokksbundinn félagi í
Samfylkingunni í Kópavogi,
Bjarnhólastíg 12, Kópavogi.
Beðið eftir Jóni Baldvin
Frá Arnþóri Sigurðssyni:
Arnþór Sigurðsson
NÁM þroskaþjálfa er þriggja ára
háskólanám og útskrifast þeir með
BA-gráðu. Þroskaþjálfar starfa m.a.
á sambýlum, skammtímavistunum,
svæðisskrifstofum um málefni fatl-
aðra, Greiningarstöð ríkisins, í leik-,
grunn- og framhaldsskólum. Grein-
arhöfundar starfa sem yfirþroska-
þjálfar í sérdeild Brekkubæjarskóla
á Akranesi.
Brekkubæjarskóli er annar
tveggja grunnskóla Akranesbæjar.
Þar er starfrækt sérdeild sem þjón-
ar báðum grunnskólum bæjarins.
Sérdeildinni er ætlað að veita nem-
endum með margvíslegar fatlanir
eða þroskafrávik sérhæfð úrræði og
einstaklingsmiðað nám. Foreldrar
barna með fötlun hafa þann valkost
að sækja um í sérdeild eða almenn-
um bekk í sínum heimaskóla.
Í Brekkubæjarskóla er lífs-
leiknistefnan „góður – fróður“.
Unnið er með eina dyggð á haust-
önn og eina á vorönn. Mikil áhersla
er lögð á að nemendur sérdeildar
tilheyri sínum bekk og taki þátt í
námi, leik og starfi með sínum jafn-
öldrum.
Á sérdeildinni starfa tveir leik-
skólakennarar í kennslurétt-
indanámi, tveir þroskaþjálfar og
þrír stuðningsfulltrúar.
Ábyrgð þroskaþjálfa og störf
þeirra eru fjölbreytileg, allt eftir
þeim nemendahópi sem stundar
nám við sérdeildina hverju sinni.
Þau felast meðal annars í:
að standa vörð um réttindi nem-
enda með fötlun og stuðla að því
að þeir njóti bestu þjónustu sem
fáanleg er á hverjum tíma.
vinnu við gerð áætlana af ýmsu
tagi og endurmat á þeim.
að gera færni-, þroska- og náms-
mat.
að skipuleggja þjálfunaraðstæður
og velja/útbúa þjálfunar- og
námsgögn.
að annast þjálfun nemenda í sér-
deildinni.
Vinna þroskaþjálfa
eykur lífsgæði
Frá Arndísi Höllu Jóhannesdóttur
og Berglindi Ósk Jóhannesdóttur:
GREINARGERÐ