Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Leó Ingvarssonfæddist í Neðra- Dal undir V-Eyja- fjöllum í Rangár- vallasýslu 22. sept- ember 1913. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guð- björg Ólafsdóttir frá Hellishólum í Fljótshlíð í Rangár- vallasýslu, f. 7. mars 1875, d. 1950, og Ingvar Ingvarsson frá Neðra- Dal undir V-Eyjafjöllum, f. 21. apríl 1874, d. 1955. Systkini hans voru alls 16, en 11 þeirra lifðu til fullorðinsára. Ingólfur, Ólafur, Óskar, Samúel, Tryggvi, Elín, Lilja, Svava, öll látin, en eftir lifa Ingibjörg Fjóla, sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi og Lovísa, sem dvelur á Dvalarheimili aldraðra á Hellu. 8. nóvember 1941 kvæntist Leó Kristbjörgu Kristjánsdóttur frá Heiðarbrún í Vestmannaeyjum, f. 8. apríl 1921, d. 24. nóvember 1999. Foreldrar hennar voru El- ín Oddsdóttir frá Ormskoti í Fljótshlíð, f. 27. janúar 1889, d. 1965, og Kristján Jónsson, frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, f. 13. mars 1882, d. 1957. Dætur Kristbjargar og Leós eru: 1) Elín Guðbjörg, f. 17. október 1942, gift Konráði Guð- mundssyni, f. 30. desember 1938. Þeirra börn eru: a) Kristbjörg, f. 1960, sambýlismaður Lúðvík H. Gröndal, f. 1955, þau eiga þrjú börn. b) Brynj- ar, f. 1962, hann á þrjú börn. 2) Fjóla, f. 7. október 1949, gift Guðjóni Þor- valdssyni, f. 23. september 1949. Börn þeirra eru: a) María Lea, f. 1968, gift Ólafi Borgþórssyni, f. 1965, þau eiga þrjú börn. b) Þorvaldur, f. 1971, sambýliskona Hrönn Eir Grétarsdóttir, f. 1970, þau eiga tvö börn. c) Elín Kristbjörg, f. 1977, hún á tvö börn. d) Guðjón Bjarki, f. 1987. Leó bjó í Vestmannaeyjum í 27 ár, en árið 1969 fluttu þau hjónin í Kópavoginn og bjuggu þar í Lundarbrekku 8. Í Vestmanna- eyjum var Leó lengst af sjómað- ur, en starfaði einnig sem járn- smiður í Steinasmiðju. Eftir að hann flutti í Kópavoginn starfaði hann í 20 ár hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Leó verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi minn, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Í hjarta mínu ríkir sorg en jafnframt get ég ekki annað en samglaðst þér að fá hvíldina. Minningarnar streyma fram í hugann, minningar frá því þegar ég var lítil stelpa í Vestmannaeyjum. Þú varst alltaf duglegur að taka mig með þegar ættingjar og vinir voru heimsóttir. Á sumrin fórum við undir V-Eyjafjöll og komum víða við því frændrækinn varstu og gleymdir engum. Það varst þú sem kenndir mér bænir sem við fórum með saman á hverju kvöldi, kenndir mér að lesa og líka að prjóna. Árið 1969 vorum við öll flutt í Kópavog- inn og varla leið sá dagur sem þú og mamma komuð ekki til mín og fjöl- skyldu minnar færandi hendi. Ef enginn var heima var gjarnan vísu stungið inn um lúguna. Þegar mamma dó árið 1999 leiddist þér einum. Síðustu fjögur ár varstu á Hrafn- istu í Hafnarfirði, þar er einmuna starfsfólk sem allt vildi fyrir þig gera. Fljótlega eftir að þú komst á Hrafnistu hættir þú að keyra bíl því sjónin var orðin léleg og aldurinn hár. Þá gat ég farið að borga allar heimsóknirnar sem þú áttir orðið inni hjá mér og það voru ófáar stundirnar sem ég sat hjá þér. Stundum fórum við í bíltúr og í sumar fórum við í fallegu sveitina þína, drukkum kaffi undir berum himni og horfðum á Seljalandsfoss. Alltaf varstu jafnglaður þegar þú sást fólkið þitt því hjá okkur vildir þú helst vera. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með söknuði og innilegu þakklæti fyrir allt. Ég bið góðan Guð að geyma þig og mömmu sem ég veit þú ert búinn að hitta. Þín dóttir Fjóla. Kær tengdafaðir minn er látinn í hárri elli. Meiri ljúfling var vart að finna hér á jörðu. Minningar streyma fram hver af annari, góðar minningar. Við höfum átt samleið í 46 ár eftir að ég giftist Elínu dóttur þeirra Kristbjargar og Leós. Ég minnist Leós í stofunni á Breiðabólsstað í Vestmannaeyjum í stífpressuðum sparifötum og hvítri skyrtu að hlusta á messuna á sunnudögum meðan steikarilmurinn úr eldhús- inu hjá Boggu tengdamömmu barst um húsið. Ég minnist Leós koma færandi hendi nánast daglega, humar og rauðsprettu þegar hann kom af sjónum í Vestmannaeyjum, og seinna kom maltöl og appelsín eftir að hann gerðist bruggari í öl- gerð Egils Skallagrímssonar. Ég minnist Leós koma á Þorláksmessu með kassa undir hendinni, með ölið, konfektið og rauðvínið, ekki við annað komandi en að leggja í púkk- ið í jólamatinn. Ég minnist fjöl- skylduboðanna á gamlárskvöld hjá þeim Leó og Boggu, bæði í Eyjum og í Lundarbrekkunni, þar sem Leó blandaði svo lystilega kokteilana handa okkur fullorðna fólkinu. Og hver annar en Leó kom með jólatré og seríu fyrsta búskaparárið okkar Ellu. Ávallt vakinn og sofinn yfir velferð okkar og barnabarnanna. Leó og Bogga fluttu frá Vest- mannaeyjum 1968. Þá var Leó 55 ára gamall og dreif í því að taka bíl- próf og keypti fyrsta bílinn. Hann varð jú að vera á bíl eins og allir í henni Reykjavík. Þau hjónin ferð- uðust mikið um landið meðan þau gátu. Undir Eyjafjöllin í sveitina sína kæru var farið mörgum sinn- um á ári. Leó fylgdist vel með sín- um stóra systkinahópi og afkom- endum þeirra og vissi upp á hár hvað hver gerði og átti heima. Þeg- ar Bogga tengdamamma dó 1999 bjó hann einn um tíma, en flutti síð- an á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hann lést. Á Hrafnistu er gott starfsfólk sem reyndist honum afar vel, bæði á vistinni og hjúkrunar- deildinni. Er því góða fólki færðar alúðarþakkir. Nú skiljast leiðir hér á jörðu um stund, en ekki efast ég andartak um að þú og Bogga hafið sameinast á ný hjá Guði vorum. Kæri Leó minn, þakka þér fyrir allt og blessuð sé minning þín. Konráð Guðmundsson. Elsku afi Leó. Um leið og við kveðjum þig hinstu kveðju langar okkur til að minnast þeirra fjölmörgu stunda sem þú áttir með okkur og börn- unum okkar. Alltaf fylgdist þú með okkur og öllu sem var að gerast í lífi okkar, alltaf áttir þú bros handa okkur og þær voru ófáar gjafirnar sem þú færðir okkur. Fyrir allt þetta og ótal margt fleira viljum við þakka þér. Við vitum að nú er hún amma Bogga búin að taka á móti þér og að þér líður vel. Að lokum viljum við minnast þín með orðum herra Sigurbjörns Einarssonar biskups: Þú, Guð sem veizt og gefur allt, mitt geð er hvikult, blint og valt og hugur snauður, hjartað kalt – þó vil ég vera þinn. Og þú ert ríkur, þitt er allt og þú ert faðir minn. Þú þekkir allan heimsins harm, hvert hjarta grætur þér við barm, þú vegur á þinn ástararm hvert afbrot manns og böl. Við krossins djúpa, hreina harm þú helgar alla kvöl. Þú átt mitt líf, þú leystir mig, þú lést mig blindan finna þig af þeirri náð, er söm við sig hvern dag mig dæmdan ber. Þú, Kristur, bróðir, blessar mig og biður fyrir mér. Minn Guð, sem varst og ert mér allt og alla blessar þúsundfalt, þú skilur hjartað, veilt og valt, og mannsins mörgu sár. Þú ber þinn kross og bætir allt og brosir gegnum tár. Kristbjörg, Lúðvík, Konný, Eydís og Ingveldur. Elsku afi minn, hér kemur hinsta kveðjan. Það eru ekki margir sem hægt er að hugsa til og finna ekkert slæmt um en þannig varst þú, góð- ur í gegn og stóðst svo sannarlega undir nafninu „besti afi í heimi“. Aldrei nokkurn tímann sagðir þú við mig styggðaryrði og alltaf þótti mér óendanlega vænt um þig. Ég var skírð í höfuðið á þér og snemma var ég ákveðin í því að þegar ég myndi eignast dreng þá ætlaði ég að skíra hann Leó. Það var enginn efi hjá mér að ég gæti staðið við þetta og þannig fór það nú að ég á einn lítinn Leó sem stoltur ber nafn langafa síns. Ég er ekki frá því að það fylgi nafninu að vera góður í gegn. Ég vil bara þakka þér allar góðu stundirnar, allar heimsóknirn- ar, öll matarboðin, allar gjafirnar og alla bíltúrana. Elsku hjartans afi minn, vonandi hefur þú það gott á nýjum stað með öllum ættingjum, vinum og ömmu. Nú ætti að vera nógur tími til að spjalla og rækta frændsemi við löngu horfna ættingja. Guð geymi þig, afi minn, og enn og aftur takk fyrir mig. Kær kveðja, María Lea Guðjónsdóttir. „Hann afi Leó er dáinn“. Þetta voru orðin, sem ég heyrði 29. nóv- ember, þegar mamma hringdi til mín út til Danmerkur. Skrýtið hvað dauðinn kemur alltaf jafn mikið á óvart, mér fannst hann eitthvað svo fjarlægur þér, afi. Með mínum fyrstu minningar- brotum úr barnæsku eru þær stundir þegar ég kom á „Breiðó“ í Vestmannaeyjum til ykkar ömmu Boggu. Þangað var ávallt gaman að koma. Manstu, afi, hvað okkur þótti alltaf gaman „að stíga stokkinn“. Afi, ég held að þú hafir verið ein- staklega barngóður maður. Takk fyrir alla göngutúrana, sem þú fórst með okkur Kiddý systur á sunnu- dögum. Ég kveð þig nú, elsku afi Leó, með einlægri þökk fyrir allt. Nú hafið þið amma Bogga sameinast á ný. Ég veit að þið takið vel á móti mér þegar minn tími kemur. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Brynjar Konráðsson. Ég vil kveðja afa minn, Leó Ingv- arsson sem lést 29. nóvember síð- astliðinn. Ég minnist Leós afa sem einstaklega ljúfs og góðs manns sem reyndist mér ávallt vel. Honum var umhugað um mig og framtíð mína og var alltaf áhugasamur um það sem ég hafði fyrir stafni hverju sinni. Ófá voru skiptin þegar ég leit í heimsókn til ömmu og afa og hann dró mig afsíðis og gaukaði að mér smá aur. Ég er ánægður með að bera nafn afa míns en hann kallaði mig ávallt nafna. Ég veit það hafa orðið fagnaðarfundir þegar hann hitti Boggu sína, mikið held ég að hann hafi saknað hennar undanfar- in ár. Leó kvaddi þennan heim í hárri elli á Hrafnistu í Hafnarfirði og ég þakka honum samfylgdina og votta öllum í fjölskyldunni samúð mína. Björn Leó. Elsku langafi Leó. Það er skrítið að nú skuli ég ekki geta komið leng- ur til þín í heimsókn á Hrafnistu. Það var alltaf svo gaman og nota- legt að koma til þín. Það verður tómlegt að hafa þig ekki hjá okkur á jólunum, nema í anda. En ég veit að þér líður nú vel þegar þú ert kominn til langömmu Boggu. Þakka þér elsku langafi fyrir allt og bless- uð sé minning þín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín Konný Björg. LEÓ INGVARSSON Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, MAGNÚS KOLBEINSSON, Stóra Ási, Borgarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkra- húss mánudaginn 5. desember. Þórunn Andrésdóttir, Andrés Magnússon, Kolbeinn Magnússon, Jón Magnússon, Halla Magnúsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓMAR S. ZÓPHÓNÍASSON, Fögruhlíð 5, Hafnarfirði, lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 5. desember. Jarðarför auglýst síðar. Kristín Theódórsdóttir, Theódór K. Ómarsson, Hafdís Sigursteinsdóttir, Marta G. Ómarsdóttir, Höskuldur Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.