Morgunblaðið - 08.12.2005, Side 60

Morgunblaðið - 08.12.2005, Side 60
60 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ „Meistarastykki!“ -F.G.G., Fréttablaðið „Tilvalin fjölskylduskemmtun sem auðgar andann!“ -S.P., Rás 1 „Sjón er sögu ríkari!“ -H.J., Mbl  Þar sem er vilji, eru vopn. S.V. MBL Harry Potter og Eldbikarinn kl. 6 - 8 og 10 B.i. 10 ára Green Street Hooligans kl. 5.45 - 8 og 10.15 Lord of War kl. 8 og 10.20 B.i. 16 ára La Marche De L'empereur kl. 6 Tim Burton´s Corpse Bride kl. 6 Gæti vakið ótta ungra barna! er komin. Kýldu á þessa. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Stattu á þínu og láttu það vaða. Hörkulegasta kvikmynd ársins er komin. Kýldu á þessa. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Stattu á þínu og láttu það vaða. FRUMSÝND Í KVÖLD Frá leikstjóra Mean Girls og Freaky Friday. Rómantískur gamanmyndasmellur með hinni einu sönnu Reese Witherspoon (Legally Blonde) Ástin lífgar þig við. Mark Ruffalo Reese Witherspoon Jólalegasta jólamynd ársins er komin með Óskarsverðlauna- hafanum, Susan Sarandon, blómarósinni Penelope Cruz ásamt frábærum leynileikara sem á eftir að koma öllum á óvart. Fregnir herma að Kevin Feder-line, eiginmaður Britney Spears, hafi elt hana til Las Vegas og beðið hana að gefa sér annað tækifæri. Britney var í Vegas vegna afhendingar Billboard-verð- launanna. Áður en hún fór þangað hafði hún vísað Kevin á dyr og látið draga Ferrari- bílinn hans á brott frá heimili þeirra í Malibu. Erfiðleikar hafa verið í hjónaband- inu síðan sonurinn Sean Preston fæddist og Britn- ey og Kevin hafa mikið rifist. Eftir heiftarlegt rifrildi rak hún hann út. Kevin hringdi lát- laust í Britney og bað hana um ann- að tækifæri – og bílinn aftur. Mun Britney hafa verið svo brugðið að hún afboðaði þátttöku sína í verðlaunaveitingunni. Breska blaðið The Sun hefur eftir heimilda- manni: „Kevin elskar bílinn sinn næstum því jafn mikið og hann elsk- ar Britney. Það fór alveg með hann að hún skyldi senda bílinn aftur til umboðsins. Hann hefur hringt í hana stöðugt og beðist fyrirgefn- ingar og sagt að hann vilji að þau verði áfram fjölskylda.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að Britney hafi ráðfært sig við lögfræð- inga um skilnað eftir að hún fékk nóg af því að hann væri sífellt að hverfa að heiman og fara í partí, skiljandi hana eftir með strákinn. MGN Limited og Northern &Shell, útgáfufyrirtækjum tímaritanna People, Star og Hot Stars var gert að greiða poppstjörn- unni Robbie Williams skaðabætur á dögunum, fyrir birtingu greina í tímaritunum þar sem því var haldið fram að hann færi leynt með sam- kynhneigð sína. Sagði þar að Robbie stundaði skyndi- kynni með karl- mönnum og að það væri rangt sem fram kæmi í ævisögu hans, að hann hefði aðeins sængað hjá kon- um. Eigendur út- gáfufyrirtækjanna játuðu fyrir hæstarétti í Lundúnum að ummælin væru ósönn og samþykktu að greiða Robbie skaðabætur, en upphæðar þeirra var ekki getið. Verjandi út- gáfufyrirtækjanna sagði skjólstæð- inga sína iðrast gjörða sinna og biðja Williams fyrirgefningar á því að hafa skaðað hann og valdið honum þjáningu. Opinber afsökun verður birt í tímaritunum. Popparinn var ekki viðstaddur réttarhöldin. Fréttavefur BBC greindi frá þessu.    Fólk folk@mbl.is NÝ íslensk bók um hljómsveitina Rolling Stones kom út á dögunum og kallast hún því margræða nafni Steinarnir tala. Af því tilefni efnir bókaútgáfan Sögur til rokktónleika með hermibandinu Rolling Stóns á Gauknum í kvöld þar sem öll helstu Stones-lögin verða leikin. Bókin, Steinarnir tala hefur að geyma sögu stærstu rokksveitar sögunnar og er byggð á viðtölum við núverandi meðlimi hennar. Hún er 416 blaðsíður og í henni birtast fjöl- margar fágætar ljósmyndir. Í frétta- tilkynningu segir að það sé einfald- lega ekki hægt að komast nær bandinu, nema hugsanlega á tón- leikum á Íslandi!? Rolling Stóns stígur á svið klukk- an 22 en innanborðs er einvalalið hljóðfæraleikara og „stónsara“: Helgi „Jagger“ Björnsson, Björgvin „Keith“ Gíslason, Eðvarð „Wood“ Lárusson, Tómas „Wyman“ Tóm- asson, Birgir „Watts“ Baldursson og Einar „Hopkins“ Rúnarsson. Forsala aðgöngumiða er á vef- svæðinu baekur.is. en miðaverð er 1.000 krónur. Rolling Stones er ein lífseigasta hljómsveit tónlistarsögunnar. Tónlist | Útgáfu- tónleikar bókarinnar Steinarnir tala Stóns á Gauknum Í KVÖLD munu vinir, vandamenn og velunnarar Rafns heitins Jónssonar halda tónleika á Grand- rokki til að heiðra minn- ingu Rafns, sem lést sum- arið 2004, en 8. desember er fæðingardagur hans. Rafn lést eftir hetjulega baráttu við MND- sjúkdóminn sunnudaginn 27. júní á fimmtugasta ald- ursári. Rabbi, eins og hann var oftast nefndur, kom víða við sögu í ís- lensku tónlistarlífi. Hann hóf feril sinn með því að spila á trommur árið 1968 og spilaði á þær allt til árs- ins 1993 þegar hann lagði kjuðana á hilluna vegna veikinda sinna. Meðal hljómsveita sem Rabbi lék með og stofnaði eru Náð, Ýr, Grafík, Bítlavina- félagið og Sálin hans Jóns míns. Á tónleikunum, sem verða órafmagnaðir, munu koma fram Ragnar Sól- berg og Egill Örn, synir Rafns, ásamt hljómsveit- inni Sign. Rúnar Þórisson mun ásamt Kalla og Láru leika lög af nýútkomnum geisladisk Rúnars Ósögð orð og ekkert meir. Einnig flytur Lára nokkur lög af væntanlegum sólódisk sín- um sem kemur út á næsta ári og Heiðar Krist- jánsson sem hefur starfað undir nafninu The Viking Giant Show treður upp. Tónlist | Tónleikar á Grandrokki Til minningar um Rabba Í dag er fæðingardagur Rafns Jónssonar en vinir hans og fjölskylda halda tónleika í kvöld til að minnast hans. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er að- gangur ókeypis. ÆRNGJARNIR sjö sem skipa Köntrísveit Baggalúts ætla að blása til stórtónleika á Nasa við Austurvöll í kvöld í til- efni af útkomu hljómdisksins Pabbi þarf að vinna, sem kom út fyrr á árinu. Á hljómleikunum mun sveitin leika kraum- andi sveitatónlist með þjóðlegu aðventuívafi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum. Sérstakur leynigestur verður Rúnar Júlíusson, hljómplötuútgefandi og frum- kvöðull í sveitasöngvatónlist. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en Baggalútum þykir tilefni að taka fram að öll meðferð skotvopna sé bönnuð innandyra. Eins og mörgum er kunnugt um halda Baggalútsmenn út eigin vefsíðu. Þar er meðal annars hægt að hlýða á að- ventulag þeirra félaga, „Sagan af Jesúsi“ og glænýtt jóla- lag, „Föndurstund“. Ekki er ólíklegt að bæði jóla- og að- ventulagið muni hljóma á tónleikunum í kvöld. Tónlist | Tónleikar Köntrísveitar Baggalúts Meðferð skot- vopna bönnuð! Tónleikar Köntrísveitar Baggalúts eru á Nasa í kvöld. Húsið opnað klukkan 22. www.baggalutur.is Köntrísveit Baggalúts leikur á Nasa í kvöld. HLJÓMSVEITIN Úlpa boðar til útgáfutónleika í kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum. Nýjasta hljómplata sveitarinnar, Attempted Flight by Winged Men, kom til landsins í síðustu viku en brösuglega gekk að fá plötuna úr framleiðslu þá loksins þegar upptökum og öðrum frágangi var lokið hér á landi. Það ferli var, eins og kom fram á dögunum í viðtali við Úlpu, önnur og enn meiri þrautaganga og í framhaldinu fékk hljómsveitin það orð á sig að vera, „óheppnasta hljómsveit Íslands“. Búast má við því að þeir Úlpu- menn ákveði í eitt skipti fyrir öll að kasta því óorði af sér í kvöld en sveitin er þekkt fyrir þétta spila- mennsku. Dyr Þjóðleikhúskjallarans verða opnaðar kl. 22 en tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 23.Meðlimir Úlpu á óræðum stað. Tónlist | Úlpa með útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum Fagnaðarfundur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.