Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 7
7LAUGARDAGUR 11. janúar 2003 www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 Nýtt kortatímabil Opið 10.00 -18.00 laugardag Opið sunnudag 13.00-17.00 Stærsta útsalan er á besta stað í bænum. Kringlan er… yfir 150 verslanir og þjónustuaðilar á einum stað. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 1 98 24 0 1/ 20 03 Afgreiðslutími verslana: Mánudag til miðvikudags 10.00 til 18.30 Fimmtudag 10.00 til 21.00 Föstudag 10.00 til 19.00 Laugardag 10.00 til 18.00 Sunnudag 13.00 til 17.00 Veitingastaðir og Kringlubíó eru með opið lengur á kvöldin. MYRTI KEPPINAUTINN Saksókn- ari í Baltimore í Bandaríkjunum hefur kært 18 ára pilt fyrir morð. Piltinum er gefið að sök að hafa eitrað fyrir 17 ára pilti sem keppti við hann um ástir ung- lingsstúlku. KÆRÐUR FYRIR ÍSKAST 15 ára piltur í bænum Betlehem í Penn- sylvaníu hefur verið ákærður fyrir manndráp. Hann er kærður fyrir að hafa hent ísklumpi á stærð við körfubolta fram af brú og á bíl sem átti leið hjá. 33 ára maður sem var í bílnum lést við uppátækið. BANKARÍKIN VATNSSTÍGUR 11 Húseigandinn hefur sagt Félagsþjónust- unni upp húsnæðinu. Vatnsstígur 11: Leigjendum sagt upp FÉLAGSÞJÓNUSTAN Félagsþjónustan hefur sagt leigjendum sínum við Vatnsstíg 11 upp húsnæðinu með eins árs fyrirvara. Leigjendum er gert að rýma íbúðirnar fyrir næstkomandi áramót. Birgir Ottósson forstöðumaður þjónustudeildar Félagsíbúða segir að öllum þeim sem kæra sig um að leigja áfram hjá Félagsbústöð- um verði tryggt annað húsnæði í stað húsnæðisins við Vatnsstíg. „Eigandi hússins hefur sagt upp leigusamningi við Félagsþjónust- una en íbúar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða húsnæð- islausir. Fram kemur í uppsagnar- bréfi að þeir þurfi aðeins að snúa sér til Félagsþjónustunnar og láta vita hvort þeir vilji aðra íbúð,“ segir Birgir Ottósson. ■ DÓMSMÁL Tvö málverk sem tveir blaðamenn Pressunnar voru dæmd- ir fyrir að segja fölsuð eru í reynd falsanir. Þetta er niðurstaða sér- fræðinga sem dómkvaddir voru til að meta verkin. Kristján Þorvaldsson og Þóra Kristín Ástgeirsdóttir sögðu mál- verkin vera falsanir í grein í Press- unni árið 1990. Fimm árum síðar voru þau í Hæstarétti dæmd ómerk orða sinna og til greiðslu sektar. Dómurinn taldi ekki hafa verið sýnt fram á að verkin væru fölsuð. Málverkin sem um ræðir voru sögð vera eftir Sigurð Guðmunds- son málara og vera frá því um miðja nítjándu öldina. Verkin voru seld af Gallerí Borg. Kaupandinn var Þorvaldur Skúlason heitinn í Síld og fisk. Aðgangur fékkst ekki að mál- verkunum umdeildu fyrr en á síð- asta ári en þá voru þau komin í eigu Listasafns Kópavogs. Að lokinni frekari gagnaöflun verður þess óskað að mál blaðamannanna verði tekið fyrir að nýju í Hæstarétti. Sérfræðingarnir segja að um- rædd verk beri engin einkenni verka Sigurðar, hvorki hvað snerti myndbyggingu, tækni eða vinnu- brögð. Að svo komnu máli sé ekki þörf á að rannsaka strigann sem verkin eru máluð á eða efnin sem þau eru máluð með. ■ Sérfræðingar telja málverkin í Pressumálinu falsanir: Blaðamenn vilja endurupptöku FÖLSUN? Annað verka sem eignað var Sigurði Guðmundssyni mál- ara á uppboði Gallerí Borgar. Verkið er í einkaeigu í dag en í vörslu sérfræðinga sem dómkvaddir voru til að meta uppruna þess. Myndirnar voru um langt skeið sagðar týndar en komu fram að nýju á síðasta ári. Konu leitað í Danmörku: Auglýst í blöðum LEIT Lýst verður eftir Guðrúnu Björg Svanbjörnsdóttur, sem fór úr landi til Kaupmannahafnar 29. desember, í dönskum dagblöðum um helgina. Jónas Hallsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir vonir standa til að þetta verði til þess að koma lögreglunni á spor- ið. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún fór út. Lýst hafði verið eftir konunni 30. desember auk þess sem leit stóð að henni en vegna mistaka í verkbeiðni lögreglunnar í Reykjavík kom ekki í ljós fyrr en á mánudag að hún hafði farið úr landi. ■ Innhöf frjósa: Eystrasalt gæti orðið ísi lagt VÍSINDI Að sögn finnskra vísinda- manna er hugsanlegt að Eystra- salt muni von bráðar verða ísi lagt í fyrsta sinn síðan 1948. Nú þegar er byrjað að myndast íslag hér og hvar á innhafinu og Helsingjabotn og Finnski flói eru frosnir stranda á milli. Auk þess að ná yfir óvenju stórt svæði er ísinn fimm til tutt- ugu sentimetrum þykkari en í venjulegu árferði. Sérfræðingar telja að þó hlýir kaflar komi inn á milli muni það litlu breyta. Á fimmta tug skipa hafa setið föst í ísnum í Finnska flóa að undanförnu og hafa ís- brjótar verið önnum kafnir við að bjarga þeim úr prísundinni. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.