Fréttablaðið - 11.01.2003, Page 13
13LAUGARDAGUR 11. janúar 2003
BORGARMÁL Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri seg-
ir að fjárhagsstaða borgar-
innar sé góð. Borgin sé með
lægstar skuldir á hvern íbúa
á höfuðborgarsvæðinu ef frá
sé talinn Seltjarnarnesbær.
„Við gætum greitt upp all-
ar okkar skuldir á sjö árum,
þar með taldar lífeyrisskuld-
bindingar, ef við hættum að
framkvæma,“ segir Ingi-
björg Sólrún. „Auðvitað er
þetta bara reikningsdæmi en
það segir nokkuð um það
hvað við værum fljót að losa
okkur við skuldirnar. Ég tala nú
ekki um ef við gætum selt eignar-
hlut okkar í Landsvirkjun, þá gæt-
um við hreinsað upp allar skuldir
borgarsjóðs.“
Ingibjörg Sólrún segir að þegar
talað sé um skuldir borgarinnar sé
réttast að tala um fjárhagsstöðu
borgarsjóðs og þær skuldir sem
greiðist af skatttekjum. Eftirlits-
nefnd með fjármálum sveitarfé-
laga horfi fyrst og fremst á af-
komu borgarsjóðs og hvað
Reykjavík snerti hafi skuldastaða
hans batnað undanfarin ár og
skuldirnar lækkað síðan árið 1999.
Borgarstjóri segir ekki rétt að
taka inn í reikninginn skuldir fyr-
irtækja borgarinnar, sem greiðist
af þeirra eigin tekjustofnum, en
ekki af skatttekjum.
„Ef við ætlum til dæmis að
bera Reykjavík saman við önnur
sveitarfélög verðum við að horfa á
borgarsjóðinn. Það eru engin önn-
ur sveitarfélög á landinu með jafn
umsvifamikinn rekstur og
Reykjavíkurborg. Þess vegna er
það rangt þegar menn taka allan
rekstur Reykjavíkurborgar, fyrir-
tækin og borgarsjóðinn, og nota
það til að bera saman við önnur
sveitarfélög.“
Borgin hefur mikla fram-
kvæmdagetu að sögn Ingibjargar
Sólrúnar. Hún segir að gert sé ráð
fyrir að borgin skili 4 milljörðum
króna í handbært fé frá rekstri.
Hægt sé að nota þessa fjármuni í
framkvæmdir eða til þess að
greiða niður skuldir.
Aðspurð segist Ingibjörg Sól-
rún sannfærð um að hún sé að
skila góðu búi nú þegar hún hafi
ákveðið að færa sig úr stóli borg-
arstjóra og í landsmálin. Það sem
standi kannski helst upp úr sé upp-
bygging grunn- og leikskóla. Á síð-
ustu tveimur kjörtímabilum hafi
borgin varið um 11 milljörðum í
uppbyggingu grunnskólanna.
„Þetta eru auðvitað minnis-
varðar sem standa eftir og felast
fyrst og fremst í því að bæta að-
búnað og menntun barna í borg-
inni. Það finnst mér eitthvert mik-
ilvægasta verkefni sem hægt er
að vinna að.“ ■
BORGARMÁL Fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar stendur á
mjög veikum grunni að sögn
Björns Bjarnasonar, oddvita sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn.
„Það hefur komið í ljós hvað
eftir annað að fjárhagsáætlunin
stenst ekki,“ segir Björn. „Á árinu
2002 voru skuldirnar til dæmis
30% hærri heldur en gert var ráð
fyrir. Þá átti að minnka skuldirnar
en þær hækkuðu um tvo millj-
arða.“
Björn segir með ólíkindum
hvernig skuldaþróunin hafi verið
í Reykjavík á undanförnum árum.
Þegar skuldir borgarinnar séu
metnar verði að skoða bæði borg-
arsjóð og fyrirtæki borgarinnar.
Það sé rangt að taka bara út borg-
arsjóð eins og meirihlutinn geri,
því fjármunir frá Orkuveitu
Reykjavíkur hafi til dæmis verið
notaðir til þess að bæta stöðu
borgarsjóðs og þannig reynt að
draga dul á þá staðreynd að heild-
arskuldir borgarinnar séu að
vaxa.
Í bókun sem sjálfstæðismenn
lögðu fram á borgarstjórnarfundi
á fimmtudaginn segir að nettó-
skuld Reykjavíkurborgar hafi á
verðlagi í árslok 2002 hækkað úr 4
milljörðum króna í árslok 1993 í
48 milljarða króna í árslok 2003
samkvæmt fjárhagsáætlun.
Heildarskuldir án lífeyrisskuld-
bindinga hafi á sama tíma hækkað
úr 14 milljörðum króna í 60 millj-
arða. Skuldirnar með lífeyris-
skuldbindingum stefni í 83,5
milljarða króna eða um 729 þús-
und krónur á hvern borgarbúa.
Sjálfstæðismenn, sem segja
Reykjavík nú vera í hópi allra
skuldsettustu sveitarfélaga lands-
ins, vilja að við brotthvarf Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur úr
stóli borgarstjóra verði gerð út-
tekt á þróun fjármála Reykjavík-
urborgar í hennar tíð.
„Slíkt er til þess fallið að auð-
velda nýjum borgarstjóra að horf-
ast í augu við hina ótrúlegu
skuldasöfnun borgarinnar undir
forystu Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, sem lofaði kjósendum
árið 1994 að skuldir Reykjavíkur-
borgar yrðu lækkaðar undir henn-
ar forystu,“ segir í bókuninni.
Þegar öllu er á botninn hvolft
telja sjálfstæðismenn að fjár-
hagsáætlun fyrir árið 2003 bygg-
ist á veikum forsendum. Við gerð
hennar hafi verið forðast að taka
erfiðar ákvarðanir um sparnað og
stöðvun á útgjaldaþenslu. Jafn-
framt hafi verið lagst gegn tillög-
um sjálfstæðismanna um að stór-
lækka fasteignaskatta á eldri
borgara og öryrkja og að lækka
holræsagjald. ■
BJÖRN BJARNASON
Oddviti sjálfstæðismanna
segir með ólíkindum
hvernig skuldaþróunin
hafi verið í Reykjavík á
undanförnum árum. Í
bókun sem sjálfstæðis-
menn lögðu fram á borg-
arstjórnarfundi á fimmtu-
daginn segir að nettó-
skuld Reykjavíkurborgar
hafi á verðlagi í árslok
2002 hækkað úr 4 millj-
örðum króna í árslok
1993 í 48 milljarða króna
í árslok 2003.
Borgin í hópi allra skuld-
settustu sveitarfélaganna
Gætum greitt
upp skuldirnar
á sjö árum
SKILAR GÓÐU BÚI
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
segist sannfærð um að hún sé að skila
góðu búi nú þegar hún hefur ákveðið að
færa sig úr stóli borgarstjóra og í lands-
málin. Það sem standi kannski helst upp
úr sé uppbygging grunn- og leikskóla á
undanförnum tveimur kjörtímabilum.
Engin stjórn
á útgjöldum
BORGARMÁL Ólafur F. Magnússon,
oddviti F-listans, segist hafa
áhyggjur af aukinni skuldasöfnun
borgarinnar. Hann segir yfirbygg-
ingu borgarinnar orðna of stóra og
það hafi leitt til aukins kostnaðar.
Ólafur segir að þegar fjárhags-
áætlun borgarinnar hafi verið end-
urskoðuð síðastliðið vor hafi komið
í ljós að skuldirnar hefðu aukist um
10 milljarða króna umfram það
sem áætlað hafi verið.
„Þetta sýnir betur en nokkuð
annað að Reykjavíkurborg hefur
ekki fulla stjórn á útgjöldum sínum
og skuldasöfnun,“ segir Ólafur F.
„Það er ljóst að R-listinn er
smám saman að stækka og þenja út
yfirbyggingu stjórnkerfis borgar-
innar. Þannig hafa boðleiðir verið
lengdar, sem leiðir til þess að við
fáum óskilvirkara og dýrara
stjórnkerfi. Helsti gallinn í fjár-
málastjórn R-listans er einmitt
skortur á aðhaldi. Þetta kemur
meðal annars fram í því að fer-
metri í skólahúsnæði er mun dýr-
ari í Reykjavík en í nágrannasveit-
arfélögunum. Ég er hlynntur þess-
ari uppbyggingu grunn- og leik-
skóla en myndi vilja sjá meira að-
hald og eftirlit með framkvæmd-
unum.“
Ólafur F. segir tvö mál standa
upp úr þegar komi að fjármála-
stjórn borgarinnar. Annars vegar
málefni Orkuveitu Reykjavíkur og
hins vegar ábyrgð borgarinnar
vegna Kárahnjúkavirkjunar, sem
tengist 45% eignarhlut hennar í
Landsvirkjun. Hann segir R-list-
ann hafa farið óvarlega með fé
Orkuveitunnar, sem sé langmikil-
vægasta fyrirtæki borgarinnar.
Fjármunir fyrirtækisins hafi verið
nýttir í alls konar pólitísk tilrauna-
verkefni, sem hafi veikt fjárhag
þess.
Ef Kárahnjúkavirkjun verður
að veruleika þýðir það að hver ein-
asti Reykvíkingur er í að minnsta
kosti 650 þúsund króna ábyrgð, að
sögn Ólafs F. Hann segir þetta
grafalvarlegt mál því ekkert bendi
til þess að virkjunin skili umtals-
verðum hagnaði, jafnvel þó vel
gengi. ■
ÓLAFUR F. MAGNÚSSON
Oddviti F-listans segir að helsti
gallinn í fjármálastjórn R-listans sé
skortur á aðhaldi.
SVEITARFÉLÖG Íbúar Akranesbæjar
borga hæsta útsvarið og hæstu
fasteignagjöldin fyrir íbúðarhús-
næði þegar tíu stærstu sveitarfé-
lög landsins eru borin saman.
Hafnarfjörður, Árborg og Ak-
ureyri eru með jafnhátt útsvar, eða
13,03%, og í Hafnarfirði eru fast-
eignagjöld fyrir atvinnuhúsnæði
hæst eða 1,68%. Vatnsgjaldið er
hæst á Akureyri og íbúar Reykja-
nesbæjar borga hæstu lóðaleig-
una.
Íbúar Seltjarnarnesbæjar
borga lægsta útsvarið eða 12,46%
og Garðbæingar borga lægstu
fasteignagjöldin bæði fyrir íbúðar-
og atvinnuhúsnæði. Vatnsgjaldið
er lægst í Hafnarfirði og Reykvík-
ingar borga lægstu lóðaleiguna.
Þegar borin eru saman leik-
skólagjöld stærstu sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu kem-
ur í ljós að Reykvíkingar borga
hæsta gjaldið eða 27 þúsund krón-
ur. Hafnfirðingar borga lægstu
leikskólagjöldin og íbúar Mosfells-
bæjar þau næstlægstu. ■
Dýrast að vera með börn í leikskóla í Reykjavík:
Akurnesingar
greiða hæstu skattana
ÁLÖGUR TÍU STÆRSTU SVEITARFÉLAGA LANDSINS
(í prósentum)
Reykjavík Kópav. Garðab. Hafnarfj. Seltj.nes Mosfellsb. Reykjanesb. Akranes Árborg Akureyri Meðaltal
Útsvar 12,70% 12,70% 12,48% 13,03% 12,46% 12,94% 12,70% 13,03% 13,03% 13,03% 12,808%
Fasteignagjöld A (1) 0,320% 0,345% 0,310% 0,360% 0,360% 0,360% 0,360% 0,431% 0,400% 0,350% 0,360%
Fasteignagjöld B (2) 1,650% 1,628% 1,120% 1,680% 1,120% 1,200% 1,650% 1,275% 1,450% 1,550% 1,432%
Vatnsgjald * 0,190% 0,150% 0,120% 0,150% 0,150% 0,130% 0,200% 0,160% 0,210% 0,146%
Lóðaleiga 0,080% * 0,500% 0,500% 1,000% 0,400% 2,000% * 0,860% 0,500% 0,730%
(1) Íbúðarhúsnæði
(2) Annað húsnæði
* Á fermetra lóðar
Seltjarnarnesbær
Íbúar Seltjarnarnesbæjar borga lægsta
útsvarið eða 12,46% og Garðbæingar
borga lægstu fasteignagjöldin bæði fyrir
íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Byggt á gjaldskrá sveitarfélaga 1. janúar
árið 2003.
LEIKSKÓLAGJÖLD SVEITARFÉLAGA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
(í krónum)
Reykjavík Kópav, Garðab. Hafnarfj. Seltj.nes Mosfellsb. Meðaltal
Leikskólagjald 27.000 26.400 25.340 23.840 25.555 24.000 25.356
Lengd viðvera * 190 238 283 150 200 150 202
Skólamáltíð 220 230 325 220 230 220 241
* Miðað við 1 klst. á dag (verð á klst.)
Heimild: Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar
AKRANES
Íbúar Akranesbæjar borga hæsta útsvarið og hæstu fasteignagjöldin.