Fréttablaðið - 11.01.2003, Síða 22

Fréttablaðið - 11.01.2003, Síða 22
Þeir hafa tekið höndum sam- an og skorið upp herör gegn of- fitu. Og telja ekki vanþörf á. Ef ekkert verður að gert innan nokkurra ára mun götumynd frá h ö f u ð b o r g i n n i einkennast af feitu fólki eins og gjarnan auðkenn- ir mannlífsmynd- ir frá Bandaríkj- unum. Gaui litli er landsmönnum að góðu kunnur en færri þekkja Lúð- vík Guðmunds- son, endurhæf- ingarlækni á R e y k j a l u n d i . Hann stofnaði ásamt tveimur öðrum Félag fag- fólks gegn offitu á síðasta ári og hefur í mörg ár haft sérstakan áhuga á að aðstoða fólk við að losna við aukakílóin. Lúðvík segist lengi hafa gert sér grein fyrir hve gífurlegt heilbrigðisvandamál offita væri og þegar hann var heimilislækn- ir á Seltjarnarnesi fór hann fyrst að vinna að því að aðstoða fólk. „Þá settum við af stað námskeið sem við kölluðum Lífsstílsnám- skeið og tók á matarvenjum, reykingum og hreyfingu. Við buðum þeim sem við töldum að hefðu gott af, bæði þeim sem voru of þungir og eins þeim sem þurftu að stokka dálítið upp líf sitt og breyta mynstrinu.“ Lúðvík segir námskeiðin hafa reynst vel en því miður séu þau aflögð því þeir sem unnu að þeim gerðu það að mestu í frí- tíma sínum og fengu ekki neitt greitt fyrir aukna vinnu. Hann segist sjálfur hafa verið of þung- ur um tíma og því tekið sig á og lést. „Það var svo merkilegt að ég fitnaði á þeim tíma í lífi mínu sem ég hafði ekki tækifæri til að borða hádegismat. Því segi ég að það er svo mikilvægt fyrir þá sem vilja halda sér í góðu formi að borða reglulega. Um leið og menn eru farnir að svelta sig fram á kvöld og borða þá fyrst heila máltíð eru líkur á því að þeir fari að safna á sig.“ Feitur maður kann að svelta sig Þeir Gaui eru báðir sammála um að til að léttast þurfi ekki að hætta að borða. „Feitur maður kann að svelta sig því það hefur hann svo oft gert. Láttu mig um það,“ segir Gaui og leggur áher- slu á að eina leiðin til að léttast sé að breyta um lífsstíl. „Enn og aftur ítreka ég að það er ekki til nein patentlausn. Allar þessar lausnir í dósum og dufti, bókum og hverju nafni sem þetta allt nefnist eru gagnslausar. Það eins sem gildir er að setjast nið- ur og segja við sjálfan sig: „Bíddu, hvað ætla ég að gera til að léttast? Er ég tilbúinn til að taka ákvörðun um að breyta mínu lífi? Með öðrum orðum þá þarf maður að breyta um lífsstíl og taka eitt skref í einu í átt að því marki að ná þyngdinni niður. Það er ekkert sem gerist á ein- um eða tveimur mánuðum.“ Gaui segir að það fyrsta sem hann ráðleggi mönnum að gera sé að koma matarvenjunum í rétt horf. Borða reglulega og alls ekki svelta sig. „Menn mega vera svangir en alls ekki hungr- aðir. Til hvers ættu þeir að vera það, þeir þurfa það ekki? Þetta er ekki spurning um megrun því megrun er eitthvað sem er að- eins tímabundið. Menn eru að ákveða að breyta til lífstíðar en ekki einhverja mánuði. Þeir ætla að ná sér niður og halda sér þar með því að borða oftar og minna, hreyfa sig og vera meðvitaðir um hvað þeir láta ofan í sig. Þetta er ekki flóknara en það.“ Lúðvík ítrekar að það aðná niður líkamsþyngd þurfi ekki að vera eitthvað sem menn streði við að ná. „Um leið og ákvörðun er tekin um breytingar þá verð- ur það hluti af daglegri venju. „Það er alltaf einhver ástæða fyrir því að menn safna á sig fitu. Ef þeir skoða vel daglegar venjur þá komast þeir að því að eitthvað er ekki eins og áður og þess vegna fitna þeir. Maður um fertugt sem er að byrja að fá utan um sig hring fær hann ekki bara vegna þess að hann er kom- inn á þann aldur. Hann fitnar vegna þess að hann hreyfir sig minna, borðar ekki eins reglu- lega eða borðar öðruvísi. Það vill oft verða þannig á þessum aldri án þess að menn geri sér grein fyrir því að yfir þá kemur ákveðinn virðuleiki. Þeir fara sér hægar og eru værukærari í alla staði. Það gerist ekki hratt...bæta aðeins tveimur kíló- um við sig á ári. Á fimm árum verða það tíu kíló. Þá eru menn líka farnir að taka eftir því.“ Meira fé í forvarnir Lúðvík bendir á að það sé mikill misskilningur að það sé árangursríkara að hamast eins og ljón til að brenna af sér fitu. „Maður sem hleypur tvo þrjá kílómetra á hverjum degi brenn- ir jafn miklu og sá sem gengur sömu vegalengd. Það er sem sagt ekkert betra að hlaupa ef tilgangurinn er að léttast. Hins vegar er gott að erfiða til að ná upp þoli.“ Gaui hefur lengi unnið að því að aðstoða fólk við að léttast og margir sem til hans leita eru langt yfir kjörþyngd og eiga við offituvanda að stríða. „Það pirr- ar mig hins vegar óstjórnlega hvað heilbrigðisyfirvöld eru sljó gagnvart þessu vandamáli. Menn virðast ekki skynja að offita leiðir ekki einungis til lík- amlegrar vanlíðunar heldur and- legrar og félagslegrar og kostar þjóðfélagið meira en menn gera sér grein fyrir. Við þurfum að veita meira fé í forvarnir því ef ekkert gerist þá stefnir í það að við ráðum ekki við eitt né neitt. Ég verð bæði sár og leiður þegar ég hugsa um þetta granda- leysi því við getum ekki lengur slegið því á frest að taka á þess- um vanda.“ Líkamsstarfsemin ekki öðruvísi Því hefur lengi verið haldið fram að líkamsstarfsemi þeirra sem hafa tilhneigingu til að fitna sé ekki sú sama og þeirra grönnu. Lúðvík vísar því á bug en bendir á að hegðunarmynstur þeirra sem fitna sé ekki það sama. „Grannur maður brennir ekki endilega meira en feitur og ef eitthvað er þá brennir sá feiti meira því hann hefur af meiru að taka og það er erfiðara fyrir hann að hreyfa sig. Þeir sem fitna hafa öðruvísi stjórn og einnig getur verið að hungurtil- finning þeirra sé meiri. Þeir finni meira fyrir svengd og hun- gri en hinir og þess vegna eiga þeir erfiðara með að hemja þá tilfinningu. En það ber alltaf að sama brunni þegar þetta er skoðað nánar, þeir sem fitna borða öðruvísi og hreyfa sig minna. Þess vegna er bruninn minni.“ Gaui bendir á að þegar hung- urtilfinningin komi þá sé gott að fá sér vatnsglas til að slá á hana í stað þess að borða eitthvað en fyrst og síðast sé lykillinn að borða minna og oftar. „Líkami sem fær lítinn mat í einu og oft- ar þarf að hafa meira fyrir því að brenna matnum en sá sem fær ekkert lengi því þá hægir á öllum bruna. Miklir fordómar Gaui nefnir alla þá fordóma sem ríkja gagnvart fitubollum. „Það er híað á fitubolluna. Fólk horfir á hana á matsölustað með hneykslun og spyr sig: „Því í fjáranum borðar maðurinn svona. Hvers vegna tekur hann sig ekki saman í andlitinu og 22 11. janúar 2003 LAUGARDAGUR Fordómarnir gagnvart fitu- bollum nú eru ekki ósvipaðar og alkóhólist- ar máttu þola fyrir daga SÁÁ. Þá töluðu menn um aumingjadóm og ræfilshátt. Menn áttu að rífa sig upp á rassinum og hætta að drekka og vera eins og menn. Maður um fertugt sem er að byrja að fá utan um sig hring fær hann ekki bara vegna þess að hann er kominn á þann aldur. Hann fitnar vegna þess að hann hreyfir sig minna, borðar ekki eins reglulega eða borðar öðruvísi. ,, 1.458.- Geisladiskar CD-R 25 stk 720Mb / 80 mín / 1x - 32x Á tilboði núna Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. SKRIFSTOFUVÖRUR Offitusjúkir mega þola svipaða fordóma og alkóhólistar bjuggu við fyrir tíma SÁA að mati Gauja litla. Þeir Lúðvík Guðmundsson læknir hafa skorið upp herör gegn offitu og saman ætla þeir að leggja sitt af mörkum til að berjast gegn þeirri vá sem offita á eftir að verða innan nokkurra ára. Hí á fitubolluna GAUI LITLI OG LÚÐVÍK GUÐMUNDSSON LÆKNIR Þeir hafa snúið bökum saman í baráttunni gegn offitu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.