Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.01.2003, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 11.01.2003, Qupperneq 23
borðar minna. Að hann skuli ekki skammast sín að borða hamborgara og franskar löðr- andi í fitu fyrir framan fólk svona akfeitur? Fólk veit ekkert hvað það er að segja. Þetta er ekki svona einfalt. Sá feiti hefur vafalaust lítið gert annað en að svelta sig og hefur án vafa barist lengi við aukakílóin og farið í ótal megrunarkúra. Hann hefur ekki hugsað um annað lengi og er haldinn sektarkennd og van- líðan í hvert sinn sem hann læt- ur eitthvað ofan í sig. Þegar þarna er komið sögu hefur hann líklega gefist upp því ekkert gengur. Hann er kominn í einn allsherjar vítahring og getur ekki meira. Fordómarnir gagn- vart fitubollum nú eru ekki ósvipaðar og alkóhólistar máttu þola fyrir daga SÁÁ. Þá töluðu menn um aumingjadóm og ræf- ilshátt. Menn áttu að rífa sig upp á rassinum og hætta að drekka og vera eins og menn.“ Þeir eru sammála um að and- lega líðanin sé vanmetin. Van- máttarkennd og lágt sjálfsmat, uppgjöf og einangrun sem fylgir því að vera allt of feitur taki sinn toll. „Það er tími til kominn að kerfið taki á þessum vanda offitusjúklinga. Það er ekki bara þekkt heilsufarsleg vandamál eins og aukin hætta á hjartasjúk- dómum heldur eru það svo margir aðrir sjúkdómar sem þeir feitu eiga á hættu að fá. Í því sambandi má nefna ýmsar tegundir krabbameins fyrir utan þunglyndi, kvíða og depurð,“ segir Lúðvík. Hefur tuðað og tuðað í mörg ár Gaui segir að eins og málum sé háttað hafi aðeins verið um tímabundinn stuðning kerfisins að ræða, meira eða minna séu þeir sem vinna að þessum mál- um einstaklingar sem hafi brennandi áhuga á að beita sér og átti sig á hve mikill vandi sé á ferðinni. „Ég hef verið að tuða og tuða um þetta í mörg ár. Ef fram heldur sem horfir og meira fé verður ekki varið í þetta starf þá verðum við í verulega vond- um málum eftir nokkur ár.“ Lúð- vík nefnir að við séum um það bil tíu árum á eftir Bandaríkja- mönnum. „Þá á ég við að það eru tíu ár þar til hlutfallslega jafn margir stríða við offitu hér á landi og þar. „Hættan er að missa af lestinni og þá verður svo erfitt að taka á þessu því það eru fræðsla og forvarnir sem gilda og ekkert annað. Einelti er það sem þetta fólk má þola. Það er ekki eins og með áfengissýki, þeir feitu geta ekki bara hætt að borða. Þurfum að byrja á börnunum Þeir segjast hafa snúið bök- um saman og berjast nú saman gegn þeim lífsháttum sem leiða til offitu. Gaui fagnar því að til skuli vera þrýstihópur fagfólks sem tilbúinn er að leggja sitt af mörkum í baráttunni og vísar í því sambandi á Félag fagfólks gegn offituvanda, sem Lúðvík átti þátt í að stofna. „Það er byrj- unin á því að kerfið taki við sér. Við þurfum að byrja á börn- unum því þeim fjölgar stöðugt sem safna á sig spiki ungir. Það þarf að stokka upp og fara með forvarnir inn í skólana og fræða foreldra. Breyta þarf lífsháttum barna sem eru meira eða minna hætt að hreyfa sig en hanga þess í stað yfir tölvuleikjum og sjón- varpi. Foreldrarnir aka þeim allt sem þau þurfa að fara og svo er komið að börn hreyfa sig ekki lengur. Þau borða á hlaupum vegna þess að allir hafa svo mik- ið að gera og maturinn vill verða óhollur í tímaskortinum. Það er ávísun á fitu. Ef við byrjum þarna og fáum fólk til að skilja þá vá sem er fyrir dyrum ef börn hreyfa sig er mikið feng- ið.“ ■ DÝRIÐ 23LAUGARDAGUR 11. janúar 2003 ERUM AÐ NÁ BANDARÍKJAMÖNNUM Við erum enn nokkrum árum á eftir þeim en ef við gerum ekkert verðum við eins í laginu áður en langt um líður. Krúsi er lítill kanínudrengur ogbýr við Þrúðvang í Hafnar- firði. Hann er rétt eins og aðrir kanínudrengir á hans aldri, þykir gott að naga kál og skríða undir sófa en gulrætur eru ekki í miklu uppáhaldi hjá honum að sögn ann- ars eiganda hans, Júlíönnu Sig- tryggsdóttur. Hún og kærastinn hennar, Ei- ríkur Karl Ólafsson fengu Krúsa liðlega sex mánaða í haust þegar þau hófu búskap. „Okkur langaði til að fá annaðhvort litla kisu eða kanínu til að gæla við þegar við hófum búskap. Ég átti kanínu þeg- ar ég var barn og þegar ég sá aug- lýst eftir einhverjum til að taka Krúsa að sér, hringdum við og buðum okkur fram. Við fengum hann og hjá okkur hefur hann ver- ið síðan, „segir Júlíanna. Hún seg- ist hafa mjög gaman af kanínunni sem lífgar upp á heimilislífið hjá þeim en þau eru aðeins tvö í heim- ili. „Krúsi er fjörugur og hefur gaman af að leika sér. Þegar við komum heim á kvöldin þá hleypur hann tíu hringi í kringum okkur og sýnir gleði sína. Mig grunar svo sem að gleðin sé að hluta til vegna þess að hann sjái fram á að fá eitthvað gott í magann.“ Þau Júlíanna og Eiríkur hafa vanið Krúsa á að gera þarfir sínar í kassa með sandi og er hann dug- legur við að nota kassann. Júlí- anna segir að það komi þó fyrir slys annað veifið og þá finni þau litla harða köggla á gólfinu en það sé sjaldgæft. „Oftast notar hann kassann en mér er ekki kunnugt um að sé algengt að kanínur noti kassa eins og kettir. Á næturnar sefur hann í búrinu sínu og þá lok- um við því. Á daginn fær hann hins vegar að rápa um íbúðina.“ Júlíanna er mikill dýravinur og langar kisu. „Ég held að litlum kettlingi og Krúsa eigi eftir að koma vel saman og þau og fá fé- lagskap af hvort öðru á daginn þegar við erum í vinnu.“ ■ JÚLÍANNA MEÐ DVERGKANÍNUNA, KRÚSA Hann hefur gaman af að leika sér og skríður gjarnan þangað sem mest er myrkrið og minnst er plássið. Krúsa þykir allur matur góður Júlíanna Sigtryggsdóttir og Eiríkur Karl Ólafsson hófu búskap með því að taka að sér litla dvergkanínu. Hún gerir allar sínar þarfir í kassa fylltan sandi og þegar þau strjúka henni heyra þau hana næstum mala.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.