Fréttablaðið - 11.01.2003, Page 24

Fréttablaðið - 11.01.2003, Page 24
MYNDLIST Nú um þessa helgi eru opnaðar eitthvað á annan tug myndlistarsýninga á höfuðborg- arsvæðinu. Myndlistarvertíðin er greinilega að byrja, nú þegar bókavertíð jólanna er búin. Þrjár þessara sýninga eru í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar sýna þau Bjargey Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason og Húbert Nói. Þau voru í óða önn að hengja verkin sín upp á veggi þegar blaðamaður hitti þau þar í vikunni. Húbert Nói var kominn lengst á veg með að setja upp olíumál- verk sín á neðri hæð safnsins. Sýningu hans má kalla innsetn- ingu, því málverkin eru öll mál- verk af salnum sem þau eru sýnd í. Á flestum málverkanna má svo sjá landslagsmálverk, þar sem þau hanga á veggjum salarins. Landslag sem er ekki til “Þetta er landslag sem er ekki til. Og þetta eru málverk sem eru ekki til,“ segir Húbert Nói. Samt blasir þetta landslag við sýning- argestunum í Gerðarsafni. Og þeir sjá jafnframt landslagsmál- verkin á málverkunum af saln- um. Með þessu segist Húbert Nói vera að velta fyrir sér í senn for- gengileikanum og því starfi sem hann stundar, myndlistinni. Þar að auki er hann að stilla saman vitsmunum okkar og tilfinning- um. „Ég er dálítið upptekinn af því hvar þetta tvennt mætist. Af hverju til dæmis talar þetta landslag til mín, núna árið 2003?“ Hann bjó á hálendinu í tvö sum- ur. Þá var þar allt öðru vísi um- horfs en nú er. „Nú er komin þarna Hágöngumiðlun, Vatnsfellsvirkj- un, Kvíslarveitur, Sultartanga- virkjun og Sultartangalón.“ 39 metra yfir sjávarmáli Þegar Húbert Nói bjó á há- lendinu stundaði hann jarð- fræðirannsóknir við Kvíslar- veitu og Sandafell. Verk hans draga dám af því og „hafa vís- indalegt yfirbragð,“ eins og hann segir sjálfur. Til dæmis var hann fyrsti íslenski myndlistar- maðurinn sem merkti landslags- málverk með nákvæmri stað- setningu, með hjálp GPS-stað- setningartækis. Svipaða sögu er að segja af sýningunni í Gerðar- safni. Hann segir málverkin á sýn- ingunni vera gerð á þriggja ára tíma. „Það tekur frá átta mánuð- um upp í eitt og hálft ár að gera hverja mynd. Þegar ég var að byrja á þessu var allt önnur stemning í samfélaginu. Þá sner- ist allt um skyndigróða, skyndi- frægð, skyndimat, skyndikynlíf. En mitt viðbragð var að gera eitthvað sem maður þarf að sinna af mikilli alúð. Farvegur skyndilausnanna hentar mér ekki.“ Dauðinn svífur yfir vötnum Bjargey Ólafsdóttir gengur hugsanlega næst sjálfri sér af þessum þremur myndlistar- mönnunum í Gerðarsafni. Sýn- inguna nefnir hún upp á ensku „Flying/dying“, eða fljúg- andi/deyjandi. Óhætt er að segja að dauðinn svífi þar yfir vötn- um. Á gólfinu er stór blóðpollur og í einu horninu gefur að líta vídeómynd af bílslysi sem lista- konan lenti sjálf í þegar hún var við nám í Finnlandi. Hún slasað- ist alvarlega og var um hríð nær dauða en lífi. Samt tók hún upp vídeómyndavélina sína og hóf að mynda. „Ég gat varla hreyft mig. Var bara í sjokki,“ segir hún. Hún er ekki frá því að þetta hafi verið nánast ósjálfráð viðbrögð, til- raun til þess að komast út fyrir vettvang slyssins með því setja sig í hlutverk myndlistarmanns- ins. Enn að leika sér í túninu heima Þótt dauðinn sé nálægur er sýning hennar ekki dauðans al- vara út í gegn. Á veggjunum hanga ljósmyndir, sumar af henni sjálfri og ungum frænda hennar að þykjast vera dauð, aðrar af litlum, bleikrósóttum „draug“ sem virðist vera krakki með teppi yfir höfuð sér. Hún segist vissulega vera upptekin af dauðanum, en hlær samt mikið þegar hún samþykk- ir að þetta sé eins konar „leikur að dauðanum“. „Annars er það skemmtilegt að þegar ég var lítil þá lék ég mér einmitt hér þar sem Gerðar- safn stendur. Þá var hérna stórt tún,“ segir Bjargey. Hún er fædd og alin upp á þessum slóð- 24 11. janúar 2003 LAUGARDAGUR Bjargey Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason og Húbert Nói opna öll einkasýningar sínar í Gerðarsafni í dag. Á annan tug myndlistarsýninga fer af stað um þessa helgi. Að finna sér farveg í listinni ÞRÍR ÍSLENSKIR MYNDLISTARMENN Þau hafa öll haft nóg að gera í fagi sínu, þótt peningarnir komi ekki af himnum ofan. BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR Lenti í alvarlegu bílslysi og var hætt komin. Á slysstað tók hún upp vídeómyndavélina og fór að taka myndir. „Þetta voru kannski einhver ósjálfráð varnarviðbrögð.“ HALLGRÍMUR HELGASON Hallgrímur kemur vissulega víða við í listinni. Hann teiknar og málar, skrifar sögur, leikrit og ljóð. Hann hlýtur að hafa meira en nóg á sinni könnu. „Já, maður reynir að nota tím- ann vel. Lífið er ekki það langt,“ segir hann.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.