Fréttablaðið - 11.01.2003, Side 26

Fréttablaðið - 11.01.2003, Side 26
26 11. janúar 2003 LAUGARDAGUR FÁTÆKT Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Karl Sigur- björnsson biskup lýstu því yfir í ávörpum sínum um hátíðarnar að þeir hefðu töluverðar áhyggjur af vaxandi fátækt á Íslandi. Fátt bendir til að ástandið eigi eftir að batna á þessu ári. Þvert á móti gera bæði fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn ráð fyrir að at- vinnuleysi eigi eftir að aukast og verða 2,8 til 3,25% á árinu til sam- anburðar við 2,4% í fyrra og 1,4% árið 2001. Merking orðsins fátækt hefur í umræðunni oft virst fremur hug- læg, sem leitt hefur til þess að mat manna á því hvort á Íslandi ríki fátækt eða ekki er misjafnt. Íslensk stjórnvöld virðast ekki hafa haft miklar áhyggjur af fá- tækt og til marks um það senda Íslendingar ekki inn tölur um fá- tækt til Þróunarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Það gera hins vegar nágrannalöndin, sem við berum okkur jafnan saman við. Í Noregi og Svíþjóð er fátækt talin ná til 7,5% og 6,8% íbúa sam- kvæmt vísitölu SÞ um mannlega fátækt. Í Bandaríkjunum og Bret- landi er hún talin ná til 15,8% og 15,3% íbúa. Frávik frá meðallífsgæðum Stefán Ólafsson, prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands, sem stundað hefur rannsóknir á fátækt á Íslandi, segir að í rann- sóknum um fátækt ríki tvær hefð- ir. Annars vegar sé talað um algild fátækramörk, sem eru skilgreind þannig að það er einhver lág- marksneysla sem fólk getur leyft sér. Hann segir að þessari aðferð sé beitt við rannsóknir í þróunar- löndunum. Hins vegar sé talað um afstæð fátækramörk í rannsókn- um á fátækt í ríku löndunum. Þá er fátækt skilgreind með tilliti til lífsgæða í viðkomandi þjóðfélagi og fátækramörkin yfirleitt skil- greind sem eitthvert frávik frá meðaltekjum í þjóðfélaginu. Þannig eru til dæmis þeir sem hafa minna en 50% af meðalfjöl- skyldutekjum í tekjur taldir undir fátækramörkum. „Rökfræðin á bak við þessa að- ferðafræði er sú að í nútíma markaðsþjóðfélögum kostar allt eitthvað,“ segir Stefán. „Stór hluti lífshátta er verðlagður þannig að aðgengi að lífsháttamynstrum er háð tekjum. Ég get tekið sem dæmi að þátttaka barna í íþróttum kostar mun meira í dag en áður. Hér áður fyrr fóru börn út á tún til að sparka bolta eða mættu á æfingu hjá einhverju íþróttafé- lagi ef þeim sýndist. Í dag þarf ekki aðeins að greiða þátttöku- gjöld heldur kostar allur útbúnað- ur sitt, þannig að það eru umtals- verð útgjöld fyrir fjölskylduna ef barn vill stunda íþrótt. Svona er þetta með margt í ríku þjóðfélög- unum. Þess vegna er mjög rökrétt að skilgreina fátækt sem eitthvert frávik frá meðallífsgæðum í við- komandi þjóðfélagi.“ Tekjuskiptingin er örlagavaldur Stefán segir að á síðasta áratug hafi fátækt á Íslandi í fyrsta skip- ti verið borin saman við önnur lönd. Samanburðurinn hafi sýnt að á Íslandi væri heldur stærri hópur undir fátækramörkum en á hinum Norðurlöndunum. Árið 1997 og 1998 hafi um 6,8% þjóðar- innar talist undir fátækramörk- um. Sambærilegar tölur á hinum Norðurlöndunum hafi verið frá 3 og upp í 5%, en það sé vel þekkt í velferðar- og lífskjararannsókn- um að fátækt sé hvergi minni heldur í Skandinavíu. Hann segir að í ríkustu löndunum hafi fátækt verið einna mest í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Þessi munur liggur mikið til í því að örlæti velferðar- kerfisins á Íslandi er markvert minna heldur en á hinum Norður- löndunum. Þetta má sjá með margvíslegum mælingum.“ Stefán segir að ýmsar ástæður séu fyrir fátækt fólks hérlendis. Hún sé nátengd dreifingu lífs- gæðanna og tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu. Fólk sem þurfi að stóla á velferðarkerfið til fram- færslu sé oft illa statt enda ýmsar brotalamir í kerfinu. Náin tengsl séu á milli fátæktar og at- vinnustigs, þannig aukist fjöldi þeirra sem séu undir fátækra- mörkum þegar atvinnuleysi auk- ist. Hann segir að vegna þessa megi gera ráð fyrir því að fátækt eigi eftir að aukast hérlendis á þessu ári. trausti@frettabladid.is Merking hugtaksins fátækt hefur virst fremur huglæg í um- ræðunni á Íslandi. Fá- tækt í vestrænum þjóðfélögum er ekki það sama og fátækt í þróunarlöndunum. Stefán Ólafsson, pró- fessor í félagsfræði, segir að skilgreina beri fátækt sem frávik frá meðaltekjum fólks. Fátækt á eftir að aukast FJÖLDI ATVINNULAUSRA AÐ MEÐALTALI Fjöldi Hlutfall af vinnumarkaði 2003* 5.528 2002 3.483 2,4% 2001 2.009 1,4% 2000 1.865 1,3% 1999 2.602 1,9% 1998 3.788 2,8% *Atvinnulausir 9. janúar **Frá desember 2001 til nóvember 2002. VÍSITALA ÞRÓUNARSTOFNUNAR SÞ UM MANNLEGA FÁTÆKT (HPI = Human Poverty Index) Vísitalan samanstendur af eftirfarandi þáttum: 1) Líkur við fæðingu á að ná ekki 60 ára aldri. 2) Hlutfall fullorðinna sem eiga við lestrarörðugleika að etja. 3) Hlutfall fólks sem hefur lægri laun en sem nemur 50% af meðallaunum. 4) Langtímaatvinnuleysi. Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is Alla daga við hendina TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Reiknivél, gengur fyrir rafhlöðum og sólarrafhlöðum. Verð 720 kr www.m ulalun dur.is Gatarar og heftarar af öllum stærðum Fólk sem þarf að stóla á velferðarkerfið til framfærslu er oft illa statt enda ýmsar brotalamir í kerfinu. ,, AUKIÐ ATVINNULEYSI LEIÐIR TIL MEIRI FÁTÆKTAR Gera má ráð fyrir því að fátækt eigi eftir að aukast hérlendis á þessu ári í kjölfar aukins atvinnu- leysis. Árið 1997 og 1998 töldust um 6,8% þjóðarinnar vera undir fátæktarmörkum. Sambærilegar tölur á hinum Norðurlöndunum voru frá 3 og upp í 5%. LAKARA VELFERÐARKERFI Stefán Ólafsson segir að ástæðan fyrir því að á Íslandi séu fleiri undir fátækra- mörkum en á hinum Norðurlöndunum sé að hér sé örlæti velferðarkerfisins markvert minna. FR ÉT TA LB AÐ IÐ /R Ó B ER RT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.