Fréttablaðið - 11.01.2003, Qupperneq 33
33LAUGARDAGUR 11. janúar 2003
LEIKHÚS
14.00 Jón Oddur og Jón Bjarni eftir
Guðrúnu Helgadóttur verður sýnt
á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
14.00 Karíus og Baktus eftir Thorbjörn
Egner verður sýnt á Litla sviði
Þjóðleikhússins.
14.00 Honk! Ljóti andarunginn eftir
George Stiles og Anthony Drewe,
gamansöngleikur fyrir alla fjöl-
skylduna, verður sýndur á Stóra
sviði Borgarleikhússins.
14.00 Benedikt búálfur eftir Ólaf Gunn-
ar Guðlaugsson verður sýndur í
Loftkastalanum.
15.00 Hversdagslegt kraftaverk eftir
Évgení Schwarz verður sýnt hjá
Leikfélagi Akureyrar.
15.00 Hin smyrjandi jómfrú eftir
Charlotte Bøving er sýnd í Iðnó.
20.00 Með fullri reisn, söngleikur eftir
Terrence McNally og David Yaz-
bek, verður sýndur á Stóra sviði
Þjóðleikhússins.
20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir
Sálina hans Jóns míns og Karl
Ágúst Úlfsson verður sýndur á
Stóra sviði Borgarleikhússins.
21.00 Beyglur með öllu, gamanleikur
um líf kvenna í samtímanum,
verður sýndur í Iðnó í flutningi
Skjallbandalagsins.
SÝNINGAR
Freygerður Dana Kristjánsdóttir sýnir
tvö verk á sýningu sinni í MOJO á Vega-
mótastíg 4. Annað er háðsádeila á fálka-
orðuna, hitt er um rollur á réttum eða
röngum hillum í lífinu. Sýningin stendur
út janúar.
Anna Guðrún Torfadóttir myndlistar-
maður sýnir verk unnin með blandaðri
tækni í Scala, Lágmúla 5 í Reykjavík.
Birgir Rafn Friðriksson heldur sýning-
una Án samhengis - allt að klámi í
Café Presto, Hlíðasmára 15, Kópavogi.
Birgir sýnir 34 þurrpastelmyndir unnar á
árinu 2000. Sýningin stendur út janúar
og er opin á opnunartíma Café Presto,
10-23 virka daga og 12-18 um helgar.
Ingólfur Júlíusson ljósmyndari stendur
fyrir sýningunni Grænland - fjarri, svo
nærri í Reykjavíkurakademíunni, 4.
hæð. Sýningin er opin virka daga frá 9-
17 og stendur til 31. janúar.
Í hers höndum er yfirskrift á sýningu
sem stendur yfir í Borgarskjalasafni
Reykjavíkur í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15,
6. hæð. Sýningin er opin alla daga
klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar.
Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur
sýningu á verkum sínum í Kaffitári,
Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30
til 18.00 og stendur til 10. janúar.
Sýning á málverkum Aðalheiðar Val-
geirsdóttur stendur yfir í Hallgrímskirkju
í Reykjavík. Á sýningunni eru málverk
unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýn-
inguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið,
tíminn og eilífðin. Sýningin í Hallgríms-
kirkju er haldin í boði Listvinafélags Hall-
grímskirkju og stendur til loka febrúar-
mánaðar.
Hildur Margrétardóttir myndlistarkona
sýnir nokkur óhlutbundin málverk á
Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan-
úar.
Sýning á nokkrum verkum Guðmundar
Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í
Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja-
víkurminningar en myndirnar tók Guð-
mundur um miðja síðustu öld í Reykja-
vík.
Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Inga
Svala fjallar um og endurvekur draum-
sýnina um hið fullkomna samfélag. Hún
leggur fram hugmynd að milljón manna
borgarskipulagi í Borgarfirði og á norð-
anverðu Snæfellsnesi. Sýningin er opin
alla daga klukkan 10-17. Henni lýkur 19.
janúar.
Á Kjarvalsstöðum eru sýnd nokkur verk
eftir Jóhannes S. Kjarval úr Kjarvals-
safni. Sýningin er opin alla daga 10-17.
Henni lýkur 31. janúar.
Íslandsmynd í mótun - áfangar í
kortagerð er yfirskrift sýningar í Þjóð-
menningarhúsinu. Sýnd eru þau kort
sem markað hafa helstu áfanga í leitinni
að réttri mynd landsins. Sýningin stend-
ur þangað til í ágúst.
Stærsta sýning á íslenskri samtímalist
stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd
eru verk eftir um 50 listamenn sem
fæddir eru eftir 1950 og spannar sýning-
in árin 1980-2000.
Í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3B standa
yfir sýningar á verkum eftir Giovanni
Garcia-Fenech og JBK Ransu. Innsetn-
ing Garcia-Fenech nefnist Sex hausar,
innandyra. Yfirskriftin á sýningu Ransus
er Abstrakt expressjónin og geómetrí-
an. Safnið er opið miðvikudag til sunnu-
dags klukkan 13-17. Sýningarnar standa
til 12. janúar.
Milli goðsagnar og veruleika er yfir-
skrift sýningar á nútímalist frá araba-
heiminum í Listasafni Reykjavíkur, Hafn-
arhúsi. Sýningin kemur frá Ríkislistasafn-
inu í Jórdaníu. Á henni er úrval verka
eftir karla og konur frá sextán löndum.
Sýningin er opin alla daga 10-17. Henni
lýkur 19. janúar.
Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn-
ingu sem Edward Fuglö heldur í Nor-
ræna húsinu.
Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum
Vatnsstígs 10.
Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð-
menningarhúsinu. Sýningin er á vegum
Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er
frá klukkan 11 til 17.
Sýning á bútasaumsverkum eftir 10
konur stendur nú yfir í Garðabergi, fé-
lagsmiðstöð eldri borgara að Garðatorgi
7 í Garðabæ. Sýningarnar verða opnar
alla daga nema sunnudaga frá kl. 13 til
17.
Ýmsir listamenn halda sýningu í gallerí
i8, Klapparstíg 33. Meðal annars eru
verk eftir Eggert Pétursson, Rögnu Ró-
bertsdóttur, Þór Vigfússon, Kristján
Guðmundsson, Sigurð Guðmundsson,
Roni Horn, Hrein Friðfinnsson, Georg
Guðna og Tony Cragg til sýnis og sölu.
Opið er fimmtudaga og föstudaga frá kl.
11-18 og laugardaga frá kl.13 til 17 eða
eftir samkomulagi.
Í Ásmundarsafni við Sigtún stendur yfir
sýningin Listin meðal fólksins, þar sem
listferill Ásmundar Sveinssonar er sett-
ur í samhengi við veruleika þess samfé-
lags sem hann bjó og starfaði í. Sýning-
in er opin alla daga klukkan 13-16. Hún
stendur til 20. maí.
TÓNLIST Tvö píanó og slagverks-
sveit er ekki algeng sjón á sviði.
Þetta fá þó gestir á Tíbrártónleik-
um Salarins í Kópavogi að upplifa
á sunnudagskvöld.
Píanóleikararnir tveir eru þau
Hrefna Eggertsdóttir og Johann-
es Andersen. Ásamt þeim verður
á sviðinu slagverkshópurinn
Benda, sem nú hefur starfað í
þrjú ár. Hann er skipaður þeim
Steef van Oosterhout, Eggerti
Pálssyni og Frank Aarnink.
Þau ætla að leika verk eftir
Benjamin Britten, John Cage og
Béla Bartok.
„Öll þessi verk eiga það sam-
merkt að þau voru samin í kring-
um 1940. Þau hafa öll í sér seinni
heimsstyrjöldina,“ segir Hrefna.
Til að mynda er annað tveggja
verka eftir Britten, Mazurka El-
egiaca, samið í minningu píanist-
ans Ignace Jan Paderewski, sem
flúði frá Póllandi og var leiðtogi
pólsku útlagastjórnarinnar árin
1940-41.
Síðasta verkið á tónleikunum er
Sónata fyrir tvö píanó og slagverk
frá 1937 eftir Ungverjann Béla
Bartok. Það er reyndar eina verk-
ið á tónleikunum þar sem bæði pí-
anóin eru notuð ásamt slagverk-
inu. Nokkru eftir að Bartok samdi
þetta verk fór hann í útlegð og
settist að í Bandaríkjunum.
Þau segja þessa tónleika í raun
hafa átt sér tuttugu ára aðdrag-
anda. Upphafið megi rekja til pí-
anóleikarans Jóhannesar Ander-
sen, sem er Færeyingur.
„Þetta byrjaði allt saman í Vín
með því að Jóhannes keypti nót-
urnar að þessu stykki eftir Bart-
ok. Hann gaf mér eintak með því
skilyrði að við spiluðum það bæði
í Færeyjum og á Íslandi,“ segir
Eggert. Þeir Jóhannes voru þá
báðir við nám í Vín.
Þau léku þetta verk síðan í
Færeyjum árið 1994. „En svo bið-
um við eftir því að það kæmi tón-
listarhús á Íslandi til þess að geta
flutt það hér.“ ■
FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Dagur Nella
nágranna verður haldinn í annað
sinn laugardaginn 11. janúar
næstkomandi. Börnum og for-
eldrum í hverfunum sem
markast af Þingholtunum, Suður-
landsbraut og Grensásvegi er
boðið að kynna sér það fjöl-
breytta starf sem í boði er fyrir
börn og unglinga utan hefðbund-
ins skólatíma.
Þrettán aðilar verða með opið
hús milli kl. 13 og 16 á laugardag-
inn, Knattspyrnufélögin Valur og
Fram, Mímir - símenntun, Skáta-
félagið Landnemar, Dansskóli
Jóns Péturs og Köru, Skákskóli
Íslands, Jassballettskóli Báru,
Karatefélagið Þórshamar, Ball-
ettskóli Eddu Scheving, Frí-
stundamiðstöðin Tónabær, Borg-
arbókasafnið í Kringlunni, Há-
teigskirkja og Hallgrímskirkja.
Að því búnu verður fjölbreytt
fjölskylduhátíð í Félagsmiðstöð-
inni Tónabæ, Safamýri 28. Þar
verður boðið upp á atriði úr
smiðju þjónustuaðila og happ-
drætti. Meðal vinninga verða
námskeið fyrir börn og unglinga
frá þeim aðilum sem taka þátt í
deginum. ■
Fjölskylduhátíð í Tónabæ:
Dagur Nella
nágranna
Á SVIÐINU Í SALNUM
Hér sjást þeir Johannes Andersen píanóleikari, Eggert Pálsson slagverksleikari og Steef van Oosterhout innan um hljóðfæri sín.
Óvenjulegir tónleikar í Salnum í Kópavogi:
Tvö píanó og slagverk