Fréttablaðið - 11.01.2003, Síða 34
34 11. janúar 2003 LAUGARDAGUR
JAMES BOND kl. 2, 5, 8 og 10.50
LIKE MIKE kl. 2Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 b.i. 14 ára
Kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 11.45- Powersýning
Sýnd í lúxus kl. 3, 7 og 11
kl. 2 og 5HARRY POTTER
kl. 5.45THE GREAT DICTATOR
kl. 8 og 10.05HAFIÐ
kl. 5.45, 8 og 10.15GRILL POINT
Sýnd kl. 1.50, 3.50, 5.45, 8 og 10.10
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10
GULLPLÁNETAN m/ísl.tali 1.45, 3.45 VIT498 LILIO OG SITICH m/ísl.tali kl. 2
VIT
HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 2 og 5 VIT493
HARRY POTTER kl. 6 og 9.15 VIT468
STELLA Í FRAMBOÐI kl. 2, 4, 6, 8, 10.15 VIT468
GHOSTSHIP kl. 8 og 10.15 VIT487
kl. 1.45 og 3.45GULLPLÁNETAN m/ísl. tali kl. 10DISCO PIGS
kl. 10.10HLEMMUR
Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15
Sýnd í lúxus kl. 5.45, 8 og 10.15
Sýnd kl. 1.45, 3.45, 5.45, 8, 10.15 VIT 468
Leikarinn Jeffrey Jones, semhefur verið ákærður fyrir að
hafa barnaklám í fórum sínum,
segist vera saklaus. Fjórtán ára
piltur segir leikarann hafa ljós-
myndað sig nakinn en að engin
snerting hafi átt sér stað. Mál leik-
arans verður tekið upp í Los Ang-
eles á næstunni. Ef leikarinn verð-
ur fundinn sekur gæti hann þurft
að dúsa á bak við lás og slá í þrjú
ár. Jones er þekktastur fyrir hlut-
verk sitt sem skólastjóri Ferrris
Bueller í samnefndri mynd.
Díana Ross ætlar ekki að mæta íréttarsalinn þegar mál hennar
verður á dagskrá. Hún segist vera
saklaus af ákæru
um ölvunarakstur.
Söngkonan var
handtekin í síðustu
viku eftir að hafa
fallið á áfengis-
prófi lögreglunnar
sem sker úr um
það hvort viðkom-
andi sé ökufær eða
ekki. Ross hefur einnig reynt hvað
hún getur til þess að stöðva það að
myndbandsupptaka lögreglunnar
komist fyrir sjónir almennings.
Poppdrottningin Madonna gefurí apríl út fyrstu smáskífu sína
af sinni níundu breiðskífu. Lagið
heitir „American Life“. Stúlkunni
hefur víst gengið eitthvað erfið-
lega með að finna nafn á plötuna.
Nafnið „Ein sof“ hefur verið nefnt,
en það þýðir víst óendanleiki á
hebresku.
Hljómsveitin Sonic Youth ætlarað endurútgefa plötuna
„Dirty“ sem kom upphaflega út
árið 1992. Á nýju útgáfunni fylgir
aukadiskur þar sem verður að
finna áður óútgefin lög frá tímabil-
inu auk nýrra útgáfna af lögum
plötunnar. Nýja útgáfan kemur í
búðir í mars.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Poppað gegn krabba
Einar Bárðarson hefur gert það að hefð að halda árlega styrktartónleika fyrir
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Í dag verða tónleikarnir haldnir í fimmta
skipti í Háskólabíói. Tólf tónlistaratriði eru á dagskrá.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS
Árlega greinast að meðaltali 10-12 börn og unglingar 18 ára og yngri með krabbamein á Íslandi. Á styrktartónleikunum
hafa safnast hátt í 2 milljónir ár hvert.
TÍSKA Súpermódelið Claudia
Schiffer segir að hjónaband sitt
hafi farið fram úr sínum björt-
ustu vonum. Fegurðardísin giftist
kvikmyndaframleiðandanum
Matthew Vaughn á maí á síðasta
ári og eiga þau von á sínu fyrsta
barni í næsta mánuði.
Schiffer segist aldrei hafa ver-
ið jafn ástfangin og hamingju-
söm. „Ég hef aldrei verið sú per-
sóna sem situr og bíður eftir að
lífið þjóti framhjá sér,“ sagði hún
í viðtali við tímaritið Tatler. „Ég
vil frekar njóta lífsins og alls þess
sem það hefur upp á að bjóða.“ ■
Claudia Schiffer:
Aldrei jafn
hamingjusöm
SCHIFFER
Claudia Schiffer vill njóta lífsins til hins
ítrasta.
TÓNLEIKAR Þegar Einar Bárðarson
ákvað fyrir fimm árum að halda
tónleika til styrktar Styrktarfé-
lagi krabbameinssjúkra barna
þurfti hann að beita miklum sann-
færingarkrafti til þess að fá sveit-
irnar til þess að samþykkja þátt-
töku. Eðlilega, þar sem tónlistar-
menn óttast að hagnaðurinn skili
sér ekki allur á réttan stað. Nú er
annað uppi á teningnum og segir
Einar það nú vera afar auðvelt að
fá poppara til þess að leggja sitt af
mörkum.
„Tónlistarmenn eru tilfinn-
ingaverur og finna til með þeim
sem minna mega sín í þjóðfélag-
inu,“ segir Einar. „Þegar tónlistar-
mennirnir sjá að peningarnir eru
afhentir á staðnum og að hver ein-
asta króna fer í þetta málefni þá
eru þeir reiðbúnir að koma. Marg-
ir hverjir, eins og Sálin hans Jóns
míns, eru búnir að koma á hverju
einasta ári. Mönnum finnst bara
mikill heiður að fá að taka þátt í
þessu.“
Í Háskólabíói í dag stíga á svið
Bubbi Morthens, Papar, Stuð-
menn, Írafár, Daysleeper, Á móti
Sól, Sálin hans Jóns míns, Í svört-
um fötum, Land & synir, KK,
Eyjólfur Kristjánsson og Páll Rós-
inkranz ásamt Jet Black Joe.
Einar hélt fyrstu tónleikana til
þess að þakka Styrktarfélaginu
fyrir þann stuðning sem fjöl-
skylda frænda hans fékk er snáð-
inn þurfti að ganga í gegnum
geislameðferð eftir að hafa
greinst með krabbamein. Hann
segir þá reynslu hafa gefið honum
mikið og því hafi verið ákveðið að
gera þetta að árlegum viðburði.
„Það er nú þannig að félagið er
með sjálfstæðan rekstur. Það
styður við börn og foreldra sem
standa í þessari erfiðu baráttu.
Félagið á íbúðir í Reykjavík sem
það lánar landsbyggðarfólki og
það styrkir foreldra líka fjárhags-
lega. Eitthvað sem ríkið og bæjar-
félögin ættu í sjálfu sér að gera.
Það dugir ekki og það þarf miklu
meira til. Þessi barátta er aldrei
að fullu unnin.“
Í gegnum árin hafa yfirleitt
safnast í kringum tvær milljónir
króna á hverjum tónleikum. Þeir
sem ekki komast að af einhverjum
ástæðum geta svo lagt málefninu
lið með því að hringja í síma 908
2000. Með því að hringja í númer-
ið dragast af símreikningnum
2000 kr., andvirði eins miða, sem
renna óskiptar til styrktarfélags-
ins. Tónleikarnir hefjast klukkan
15.
biggi@frettabladid.is
GLÆSIKVENDI
Halle Berry mætir
hér á 74. Ósk-
arsverðlaunaaf-
hendinguna í
mars síðastliðn-
um. Hún var val-
inn ein af best
klæddu konum
Hollywood á síð-
asta ári af Mr.
Blackwell tíma-
ritinu.
LIFIR ENN Í GÖMLUM GLÆÐUM
Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, var í
stuði á tónleikum í Bell Center í Montreal.
Þetta voru fyrstu tónleikar sveitarinnar á
árinu í Forty Licks ferðalaginu.
Sýning
Bauhaus ljósmyndasýning
opnuð laugardaginn
11. janúar kl. 15.00.
Szymon Kuran leikur af fingrum
fram milli kl. 15.00 og 16.00.
Allir velkomnir.
Sýninging stendur til 23. febrúar.
Ókeypis aðgangur.