Fréttablaðið - 11.01.2003, Page 46

Fréttablaðið - 11.01.2003, Page 46
46 11. janúar 2003 LAUGARDAGUR ÓKEYPIS Býður steingeitum í mat 55 ÁRA „Ég held yfirleitt ekki upp á afmælið mitt nema þau séu eitt- hvað sérstök,“ segir Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari sem er fimmtíu og fimm ára í dag. Guð- ný er ásamt, Sverri Guðjónssyni kontratenór, Gunnari Kvaran, eiginmanni sínum, og fleiri valin- kunnum steingeitum í félagskap sem kennir sig við Capricorno. „Við höfum það fyrir sið að hitt- ast og borða, annað hvort úti eða í heimahúsi, í kringum afmælin okkar.“ Það hittist einmitt svo skemmtilega á að Guðný ætlar að elda fyrir hópinn í kvöld. „Þetta eru nokkrir góðar steingeitur og svo fá nokkrir makar sem ekki eru í merkinu að fljóta með.“ Guðný er 1. konsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands og Tónlist- arskólann í Reykjavík. Þar fyrir utan er hún meðlimur í Tríói Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum og Peter Máté. „Það er alltaf nóg að gera. Það eru Vínar- tónleikar hjá Sinfóníunni þessa dagana og svo verðum við í Tríói Reykjavíkur með okkar Vínar- tónleika í Hafnarborg í lok mán- aðarins. Við gerðum þetta líka í fyrra og þá var mikið fjör. Þetta verður með svipuðu sniði í ár og þau Diddú og Bergþór Pálsson verða þarna með okkur.“ Guðný fæddist í Reykjavík en foreldrar hennar fluttu með hana í Kópavoginn þegar hún var nokkurra mánaða og þar bjó hún þangað til hún varð nítján ára og fór í nám erlendis. „Það er mikil sól og heiðríkja í kringum æskuminningarnar úr Kópavog- inum. Þetta voru aðallega sumar- bústaðir. Húsið okkar var með þeim stærri á staðnum en það hafði áður verið skólahús fyrir sveitina. Það stóð eitt og sér og maður man mest eftir sér úti í móa að því er virðist alltaf í góðu veðri. Lengstu ferðalögin sem maður fór í var heimsókn til vinafólks í Hafnarfirði en það var alveg eins og að fara út í sveit.“ Guðný gekk í Kópavogsskóla, Gagnfræðaskólann í Kópavogi og MR en hún fór út að læra áður en hún lauk honum. „Ég var eitt ár í London en annars í Bandaríkjunum. „Fyrstu árin eftir að ég kom heim bjó ég í Kópavoginum. Það var heilmikið viðbrigði að setjast að í Hamra- borginni. Gamla húsið var löngu horfið og móarnir að mestu komnir undir hraðbraut.“ thorarinn@frettabladid.is TÍMAMÓT AFMÆLI Einu sinni át ég mikið kjöt. Égvar þá trillukarl og reri frá Hellnum á Snæfellsnesi og þótti gott að hafa bernaise sósu út á. Þannig var málum háttað að alla næringu varð að panta úr Kaupfé- laginu í Borgarnesi og fá með mjólkurbílnum fjórum dögum seinna. Pantanirnar voru nokk svipaðar frá einni vikunni til ann- arrar, 5 ómygluð brauð, 5 pottar af ósúrri mjólk og 5 bréf af bernaise sósu auk kjöts. Hins vegar kom ævinlega myglað brauð. Mjólkin slapp stundum. Einn daginn var greinilega ný stelpa komin á lager- inn, því brauðið kom þá alómyglað og í stað 5 bréfa af bernaise sósu voru 5 karton af hollandaise sósu. En hún er vond (stundum höfð með fiski). Í hverju kartoni voru 20 bréf þannig að í stað 5 bréfa af bernaise sósu sátum við uppi með 100 bréf af hollandaise sósu. Þessu var skutlað inn í skáp og við þrauk- uðum vikuna sósulausir. Sjö árum seinna skrapp ég við fimmta mann í tveggja daga vetr- artúr vestur að Hellnum. Veður voru blíð og náttúran skartaði sínu fegursta þar til er halda skyldi heim. Þá skall hann á með þvílík- um djöfulgangi að ekki var manni út sigandi í átta daga samfleytt. Tveggja daga nestið þurfti því að duga í tíu. Eftir fimm daga var ekkert eftir nema um handfylli af rúgmjöli, matskeið af hunangi, nokkur maiskorn og kryddafgang- ar. En þá mundi ég allt í einu eftir sósunni. Sauce Hollandaise! Fyrsta daginn fengum við okkur popp með útrunninni hollandaise sósu. Annan daginn hollandaise sósu með smápoppi. Þriðja daginn bara hollandaise sósu. Og við lærð- um margt. Til dæmis að með rúg- mjöli í hollandaise sósu má gera af hleif og skera í sneiðar og setja hollandaise sósu út á. Og það má setja hunang í hana og hafa sem ábæti. En með vatni og kryddi ým- iss konar galdrast fram hollanda- ise óvissusúpa. Hvað um það, í þann mund er veðrinu slotaði kláraðist síðasta sósubréfið. Við sigldum heim en mig dreymir um að lenda í „Viltu vinna milljón“ og fá: „Hvað borðar fullvaxinn karl- maður mörg bréf af hollandaise sósu á dag?“. ■ Karl Roth tölvulíffræðingur segir frá miður geðslegu neyðarfæði og skorar á Björn Roth, bróður sinn, að segja næstu sögu. Sagan Af Hollandaise sósu JARÐARFARIR 13.30 Guðrún Björnsdóttir, Dalbæ, Dal- vík, verður jarðsungin frá Dalvíkur- kirkju. 14.00 Guðrún Ármannsdóttir, Sílalæk, Aðaldal, verður jarðsungin frá Neskirkju. 14.00 Gylfi Harðarson, Vestmannabraut 33, Vestmannaeyjum, verður jarð- sunginn frá Landakirkju. AFMÆLI Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, er 55 ára. Ágúst Einarsson prófessor og fyrrver- andi þingmaður er 51 árs. ANDLÁT Steinar Axelsson matsveinn og bryti, lést 17. desember. Útför hans hefur farið fram. Steinunn Sigurborg Gunnarsdóttir, Norðurbraut 27, Hafnarfirði, lést 20 des- ember. Útför hennar hefur farið fram. Kristín Guðríður Elíasdóttir, Fannborg 8, Kópavogi, lést 1. janúar. Útför hennar hefur farið fram. Ingvar N. Pálsson lést 1. janúar. Útför hans hefur farið fram. Indriði Einarsson, Melum, Kjalarnesi, lést 9. janúar. Lovísa Guðrún Jónsdóttir, Frakkastíg 23, Reykjavík, lést 9. janúar. Friðbjörn Þórhallsson, Hofsósi, lést 8. janúar. Gestur Þorgrímsson myndhöggvari lést 8. janúar. Hólmfríður Hildimundardóttir, Dvalar- heimilinu Stykkishólmi, lést 8. janúar. Svava Þorgerður Þórhallsdóttir Johan- sen, Sóltúni 2, lést 8. janúar. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að svínið er eina dýrið sem svitn- ar innávið. Leiðrétting Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari er 55 ára í dag. Hún tekur sér frí frá tónlistarkennslu þar sem hún verður á kafi í eldamennsku en von er á nokkrum hressum steingeitum í kvöldmat. Toyota. Óku jeppa í gegnum rúðu. Þuríður Sigurðardóttir. 1. 2. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 3. Ljóskan var að fylla út at-vinnuumsókn. Hún fyllti sam- viskusamlega út í reiti sem merktir voru nafn, aldur og heimilisfang og svo framvegis. Þá kom hún að dálk sem merkt- ur var: Væntingar til launa. Hún hugsaði sig um og skrifaði svo samviskusamlega: Já. KARL ROTH „En þá mundi ég allt í einu eftir sósunni. Sauce Hollandaise! Fyrsta daginn fengum við okkur popp með útrunninni hollanda- ise sósu. Annan daginn hollandaise sósu með smápoppi. Þriðja daginn bara hollandaise sósu.“ Skriftið eins og kaþólskir. Efekki er aðgangur að skriftar- stól í Landakoti þá skrifið sjálf- um ykkur bréf. Hvort sem er á tölvu eða með kúlupenna á blað. Leysið frá skjóðunni í einu og öllu. Látið hugann streyma. Lygn á eða stórfljót. Látið allt vaða. Upplifið síðan létti þess sem los- að hefur sig við þrúgandi byrði. Eins og syndaaflausn. Nýtum það besta úr kaþólskunni. Það kostar ekki neitt. Imbakassinn eftir Frode Øverli Mælirinn er fullur, Bonzo! GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR „Ég hef mikinn áhuga á bókmenntum og fylgist vel með því sem er að gerast í leiklist og myndlist. Þá vildi ég geta gengið meira um landið en það gefst ekki mikill tími til að sinna því áhugamáli og vonast til að geta notað ellina til að ferðast meira innanlands.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Nú er alls endis óvíst að EinarKarl Haraldsson skipi 5. sæt- ið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kunnugir segja að verið sé að kanna jarðveginn fyrir framboði Ellerts B. Schram. Ellert kæmi þá í 5. sæti listans en Einar Karl færðist neðar eða yrði alls ekki á listanum. Nokkur skelfing ríkir í herbúð-um Framsóknarmanna eftir skoðanakannanir sem birst hafa undanfarið um fylgi flokkanna. Samkvæmt Gallupkönnun um daginn er flokkurinn einungis með átta þingmenn. Þegar fylgið er brotið upp, kemur á daginn að þrír þeirra eru úr kjördæmi Guðna Ágústssonar landbúnaðar- ráðherra. Talið er víst að Hjálm- ar Árnason sé þar annar maður á lista og eygir Ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður, sem hefur manna mest gaman af starfi sínu, veika von um að halda þingsæti sínu. Hængur er að Framsóknarmenn hafa haldið mjög á lofti að þeir veigri sér ekki við því koma konum til áhri- fa og eiga í ljósi þess erfitt að tefla fram lista með þremur körl- um í efstu sætum. FÓLK Í FRÉTTUM YOGA Fyrir þá sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Ný námskeið hefjast 13. janúar Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m. a. byggir nám- skeiðin á sinni eigin reynslu. Tilgangur námskeiðisins er að takast á við daglegt líf að nýju með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk þess að sættast við líkamann. Námskeiðin verða haldin í sal Lífssýnar að Bolholti 4, 4. hæð til vinstri. Skráning og upplysingar gefur Arnhildur í síma 895-5848 40-70% afsláttur Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Útsalan í fullum gangi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.