Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.01.2003, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 11.01.2003, Qupperneq 48
Fátt er dapurlegra en fullur mað-ur í flugvél. Á leið á framandi stað og mætir þangað sljór og jafn- vel blindur. Blindfullur. Sér hvorki né heyrir. Fer á mis við ánægjulegt og jafnvel kynngimagnað áreiti sem gæti orðið uppspretta nýrrar sýnar á eigin tilveru. DATT þetta í hug þegar ég sá haft eftir landsþekktum manni að hann hefði vanið sig á að ferðast fullur. Þá var búið að vísa honum úr flugvél vegna óláta. Hann komst aldrei á áfangastað. Missti af öllu. VANN eitt sinn í flugstöð á fyrstu dögum Spánarferðanna. Flogið var úr landi árla dags og ferðalangarnir mættu síðla nætur á litla barinn sem seldi bjór og sterkara eitur. Konur utan af landi, jafnvel með rúllur í hárinu, gátu ekki annað en fengið sér einn eða tvo morgunsnafsa. Þó svo þær hefðu aldrei drukkið áður. Þær voru að fara í ferðalag og þetta tilheyrði. Svo var slegið í klárinn og fulla fólkinu mokað út í flugvél. Þar biðu fleiri drykkir. Á Spáni enn fleiri. Ferðalag í þoku þrátt fyrir heiðskíran himin og glampandi sól. Kom svo heim ringlað af rugli. Minningin martröð. FINNST samt sem skylda ætti alla til að ferðast. Ætti að vera hluti af launakjörum almennings. Fátt er jafn mannbætandi og breytt um- hverfi. Enda ekki tilviljun að orðið heimskur vísi til þess sem heima sit- ur. Og er eins í latneska stofninum locus sem þýðir staður. Á spænsku kalla þeir heimskingja locos. Allt ber að sama brunni. EN sá sem ferðast fullur gæti eins heima setið. Því þúfurnar eru hver annarri líkar ef hugurinn er lamað- ur. Sá sem hefur ekki ekið inn í New York í ljósadýrð næturinnar með bæði augu opin veit ekki hvað stór- borg er. Og í neðanjarðarlestum Par- ísar glampar á fegurð sem krefst allrar athygli ef njóta á. Svo ekki sé minnst á alþjóðlegt skvaldrið í Barcelona að kvöldi dags. Eða lognið í Búdapest. FÍNT að vera á fullri ferð. En ekki ferðast fullur. SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Eiríks Jónssonar Útsala ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 19 63 5 12 .2 00 2 Rýmum fyrir nýju ári á 700 vörutegundum. Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 (( 60% Allt að afsláttur. NÝTT KREDITKORTA TÍMABIL 50% afsl. í dagí Nammilandi Hagkaup Smáralind og Kringlunni Full ferð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.