Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 4
FYRIR RÉTTI „Það er ekki gaman að vera gefandi að fölsuðum hlut. Og ef listaverkið er falsað þá er það náttúrlega mjög miður fyrir gef- andann. Sem betur fer valdi þiggj- andinn gjöfina með mér,“ segir Jóhannes Jónsson, gjarnan kennd- ur við Bónus. Hann keypti í Gall- erí Borg árið 1999 málverk, sem sagt er eftir Jón Stefánsson, á 590.000 – óneitanlega rausnarleg gjöf. Jóhannes segir enda að við- komandi, sem er fyrrum starfsmað- ur hans, hafi starf- að afar dyggilega fyrir fyrirtækið. „Og við gefum nú yfirleitt eitthvað sem til er í fyrir- tækinu okkar og það er nú ekki fals- að.“ Í gær voru vitnaleiðslur í málinu sem kallað hefur verið stóra málverkafölsun- armálið. Nokkrir kaupendur og eigendur þeirra verka sem talin eru fölsuð voru kallaðir fyrir í gær. Sækjandi spurði hvers vegna þeir hefðu keypt verkin og sögðu flestir það vegna þess að þeir stóðu í þeirri trú að verkin væru eftir þekktan meistara, þau væru falleg og góð fjárfesting. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, bar vitni en fyrirtækið hafði keypt verk eftir Nínu Tryggvadóttur fyrir 984.000 krón- ur á uppboði Gallerí Borgar. Kristinn sagði að einum stjórn- enda fyrirtækisins hefði líkað myndin vel og því hafi hún verið keypt. Í langflestum tilvika kom til kæru vegna álits Ólafs Inga Jónssonar forvarðar í Morkin- skinnu. Svo var í þessu tilviki en hann átti leið í fyrirtækið og vakti athygli stjórnenda á að þarna væri um falsað verk að ræða. Var honum falin frekari framganga málsins. Meðal vitna voru Sólon Sig- urðsson, bankastjóri Búnaðar- bankans, en hann hafði keypt verk eftir Þórarin B. Þorláksson fyrir hönd bankans, Hjördís Gissurar- dóttir, sem hafði keypt mynd eftir Ásgrím Jónsson, og Sigurður Guðni Jónsson, fyrrum apótekari, en hann á sjö verk sem talin eru fölsuð. Auk eigenda komu fram vitni sem þekktu til þeirra listamanna sem við sögu koma. Þannig bar Þorvaldur Þorvaldsson, leigubíl- stjóri Kjarvals, vitni, sem og Hulda Valtýsdóttir, dóttir Krist- ínar Jónsdóttur, sem og dóttir Jóns Stefánssonar, Bryndís Jóns- dóttir. Þau sögðust ekki hafa séð viðkomandi verk fyrr en við yfir- heyrslu hjá lögreglu en þegar Jón H. Snorrason spurði hvort verkin væru eftir viðkomandi listamann mótmæltu verjendur harðlega, svör við slíkum spurn- ingum gætu aðeins verið getgát- ur og vitni ekki sérfræðingar. Að auki spurði verjandi af hverju verið væri að spyrja Þorvald, sem sagðist hafa séð allar Kjar- valssýningar frá árinu 1942 og þekkti vel verk hans, um verk sem voru seld voru í Danmörku og máluð í Englandi – ekki gæti hann hafa verið leigubílstjóri hans í London árið 1912. Þorvald- ur sagði það tæplega því það væri fyrir sína tíð. 4 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR ■ Verjendur mót- mæltu harðlega spurningum saksóknara til leigubílstjóra Kjarvals um hvort nokkur verk sem borin voru í salinn væru eftir meistarann. Hefurðu komið í Húsdýragarðinn? Spurning dagsins í dag: Hvenær lýkur stríðinu í Írak? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 16,5% 66,9% Einu sinni 16,5%Aldrei Oft Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Rúta sprengd: Borgarar létust RÚSSLAND, AP Að minnsta kosti sex manns létust þegar rúta var sprengd í loft upp í Grosní, höf- uðborg Tsjetsjeníu. Ellefu til viðbótar særðust af völdum sprengingarinnar. Rútan sprakk þegar henni var ekið framhjá fjarstýrðri jarðsprengju sem var falin undir rusli í vegarkant- inum. Rútan var að koma frá aðal- bækistöðvum rússneska hersins í Tsjetsjeníu. Um borð voru verkamenn auk farþega sem teknir höfðu verið upp í á leið- inni og voru fórnarlömbin því öll óbreyttir borgarar. ■ DÓMSMÁL Hæstiréttur mildaði dóm yfir manni sem var sekur fundinn um að hafa banað barni með því að hrista það harkalega. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Sigurð Guðmundsson til þriggja ára fangelsis í mars á síð- asta ári. Í dómi Hæstaréttar segir að miða verði refsingu mannsins við það að hann var undir gífurlegu álagi. 21 barn var í daggæslu á heimili Sigurðar daginn sem barnið lést og kona hans langt gengin með barn. Hæstiréttur féllst á þá niður- stöðu héraðsdóms að barnið hefði látist af áverkum sem það hefði hlotið við að vera hrist. Enginn vafi þótti leika á því að eins og áverkum barnsins var háttað hefði það verið ófært um eðlilegt hátterni og misst meðvitund um leið og það varð fyr- ir þeim. Því kom ekki til greina að annar en sakborningur bæri ábyrgð á áverkunum. Auk fangelsisdómsins var Sig- urði gert að greiða foreldrum barnsins 2,8 milljónir króna í skaðabætur. Honum og konu hans ber að greiða varnarkostnað, alls 1,7 milljónir króna. ■ ÚR HÆSTARÉTTI Dómur Héraðsdóms Reykjaness hljóðaði upp á þriggja ára fangelsi. Hæstiréttur mildaði dóminn. 18 mánaða fangelsi fyrir að bana barni: Mildari dómur vegna álags BLÓÐPOLLUR Starfsfólk sjúkrahússins brást skjótt við og reyndi eftir fremsta megni að bjarga lífi fórnarlamba árásarinnar. Æði rann á lækni: Stakk starfs- fólk og sjúk- linga MADRÍD, AP Kvenkyns læknir stakk til bana kollega sinn og einn sjúk- ling á sjúkrahúsi í Madríd. Konan, sem var vopnuð fimmtán sentí- metra löngum hnífi, réðst einnig á sex aðra áður en hún var yfir- buguð af öryggisvörðum sjúkra- hússins. Fimm hinna særðu voru sam- starfsmenn konunnar en sá sjötti var gestur. Sá hlaut alvarlega áverka og er talinn í lífshættu. Konan var flutt á geðdeild sjúkrahússins en hún hafði nýlega komið aftur til vinnu eftir veik- indafrí sökum þunglyndis. ■ VERKFALLSMENN REKNIR Ríkis- stjórn Venesúela rak 828 starfs- menn ríkisrekins olíufyrirtækis fyrir að taka þátt í tveggja mán- aða löngu verkfalli í tilraun til að koma Hugo Chavez forseta frá völdum. Nær 18.000 af 38.000 starfsmönnum fyrirtækisins hafa verið reknir. Milljón króna verk eftir Nínu Tryggva talið falsað Um 60 vitni verða leidd fram í tengslum við stóra málverkafölsunarmálið. Í gær voru fyrir rétti forstjórar stórfyrirtækja, börn listamannanna og leigubílstjóri Kjarvals. SKELJUNGUR Í húsakynnum olíufélagsins hékk um skeið verk eftir Nínu Tryggvadóttur sem keypt hafði verið fyrir tæpa milljón, eða allt þar til Ólafur Ingi Jónsson átti þar leið um og úrskurðaði það falsað. JÓHANNES Í BÓNUS Keypti málverk á 590.000 sem hann hélt að væri eftir Jón Stefánsson og gaf fyrrum starfs- manni sínum fyrir dygga þjónustu. Verkið er talið falsað. SÓLON SIGURÐSSON Keypti mynd sem hann taldi vera eft- ir Þórarin B. Þor- áksson fyrir Búnaðar-bankann. Sóloni þótti mynd- in mjög falleg og ekki sakaði að hún væri eftir Þórarin.■ Suður-Ameríka EFNAHAGSMÁL Efnahags- og fram- farastofnun Evrópu (OECD) legg- ur jákvætt mat á framvindu efna- hagsmála og hagstjórn hér á landi undanfarinn áratug í nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál. Stofnunin sýnir þróuninni eftir niðursveifluna árin 2001 og 2002 sérstakan áhuga. Hún telur að ís- lenska hagkerfið hafi sýnt mikla aðlögun í þeim viðsnúningi sem orðið hefur eftir þá niðursveiflu. Er þessi aðlögunarhæfni rakin til efnahagsstefnu stjórnvalda og umfangsmikilla skipulagsbreyt- inga í efnahagslífinu á undanförn- um árum. Í skýrslunni eru stjórnvöld hins vegar hvött til að halda vöku sinni í hagstjórn, ekki síst í ljósi fyrirhugaðra stóriðjufram- kvæmda. Í þessu sambandi er einkum bent á mikilvægi aðhalds- samrar stefnu í peningamálum en einnig á sviði ríkisfjármála, eink- um með því að tímasetja opinber- ar framkvæmdir með hliðsjón af efnahagslegum áhrifum þeirra. Stjórnvöld eru jafnframt hvött til þess að lækka skatta til þess að stuðla að jákvæðum áhrifum á vinnuframboð og halda um leið aftur af opinberum útgjöldum. Í spá OECD er gert ráð fyrir heldur meiri hagvexti en í síðustu spá fjármálaráðuneytisins frá því í desember, eða 2,1% árið 2003 og 3,5% árið 2004. Skýringin á þessu fráviki felst fyrst og fremst í því að í spá OECD er tekið tillit til þeirra ákvarðana um stóriðju- framkvæmdir og auknar opinber- ar framkvæmdir sem ekki lágu fyrir þegar ráðuneytið birti sína spá. ■ LÓÐ ALCOA Á REYÐARFIRÐI Í skýrslu OECD eru stjórnvöld hvött til að halda vöku sinni í hagstjórn, ekki síst í ljósi fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda. Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu um íslensk efnahagsmál: Hagkerfið sýnir aðlögunarhæfni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.