Fréttablaðið - 04.04.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 04.04.2003, Síða 6
6 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR ■ Dómsmál ■ Bandaríkin GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 77.82 0,84% Sterlingspund 121.65 0,24% Dönsk króna 11.22 -0,27% Evra 83.31 -0,29% Gengisvístala krónu 121,41 0,49% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 309 Velta 7.720 milljónir ICEX-15 1.417 0,24% Mestu viðskipti ÍHraðfrystihúsið-Gunnvör hf.616.500.000 Íslandsbanki hf. 340.060.407 Sjóvá-Alm. tryggingar hf. 115.643.279 Mesta hækkun Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. 5,38% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 3,45% Búnaðarbanki Íslands hf. 0,94% Mesta lækkun Íslenskir aðalverktakar hf. -2,06% Skýrr hf. -1,64% Opin kerfi hf. -0,98% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8261,5 -0,3% Nasdaq*: 1397,6 0,1% FTSE: 3771,1 0,5% DAX: 2576,4 -0,5% Nikkei: 8017,8 -0,6% S&P*: 877,5 -0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Nýr stjórnmálaflokkur var stofnaður ígær og stefnir hann að því að bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Hvað kallast flokkurinn? 2Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur var-að almenning um allan heim við því að ferðast til tveggja landsvæða í Asíu. Hvaða svæði er um að ræða? 3Vinsæl hljómplötuverslun á Skóla-vörðustíg fagnaði fimm ára afmæli sínu í gær. Hvað heitir verslunin? Svörin eru á bls. 47 ED D 0 4/ 20 03 Þessar einstöku bækur eftir Sölva Sveinsson eru nú fáanlegar aftur. Þær auðvelda fólki að auðga mál sitt og stuðla jafn- framt að réttri notkun málshátta og orðtaka. Upplagðar fermingargjafir Íslensk orðtök og Íslenskir málshættir Saman í öskju RÍKISEIGNIR Nokkurs urgs gætir meðal þeirra sem gerðu tilboð í tæplega 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum. Einka- væðingarnefnd ákveður við hvaða hóp verður talað en áformað var að þetta yrði tilkynnt í þessari viku. Nefndin frestaði því um viku en nú er áætlað að þetta verði tilkynnt í næstu viku. Talið er að þar sé um að ræða vand- ræðagang vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna um það hver eigi að hljóta hnossið. Meðal bjóðenda er þess beðið með eftirvæntingu hver hreppi hnossið en talið er fullvíst að það verði ekki Joco, fyrirtæki Jóns Ólafssonar, sem þar með fengi hreinan meirihluta í félaginu. Sterkur orðrómur er um að sjálf- stæðismenn vilji að Jarðboranir hf. fái að kaupa hlutinn, sem talið er að kosti um tvo milljarða. Með- al eigenda að Jarðborunum er Margeir Pétursson, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins og eigandi MP verðbréfa, og Hagkaupsbræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir. Sömu heimildir herma að innan raða framsóknarmanna sé vilji til þess að gengið verði til samninga við starfsmenn ÍA sem með for- stjóra sinn Stefán Friðfinnson í fararbroddi gerðu tilboð í hlut rík- isins. ■ VELFERÐ Hitaveita Suðurnesja hef- ur lokað fyrir bæði rafmagn og hita í Rockville, þar sem Byrgið hefur aðsetur. Guðmundur Jóns- son forstöðumaður segist hafa sent fólkið í bæinn því ekki sé hægt að elda mat né hita upp hí- býli manna. Í Byrginu hafa dvalið um 80 manns og margir eru alls ekki hæfir til að fara úr vernduðu um- hverfi. „Ég óttast að menn skili sér ekki aftur enda til lítils því hér verður ekki hægt að kveikja ljós, fá neitt að borða og kalt er í herbergjunum hjá fólki. Þeir allra hörðustu munu þó ekki láta þetta á sig fá því þeir segja einfaldlega að betra sé að vera hérna við þessar aðstæður en skjálfa undir laufblaði á Mikla- túni,“ segir Guðmundur. Félagsmálaráðherra kynnti fyrir skemmstu að tilbúin væru drög að rammasamningi við Byrgið. Í honum er kveðið á um að áður en hann komi til fram- kvæmda verði að finna Byrginu nýtt húsnæði. Fjármálaráðherra var falið að finna hentugt húsnæði og um tíma stóðu yfir viðræður um að keypt yrði hótel að Efribrú í Grímsnesi. Brjánsstaðir á Skeið- um hafa einnig verið nefndir í því sambandi en ríkið hefur ekki enn gengið frá kaupum á húsnæði. „Ég hef ekkert fengið greitt sam- kvæmt rammasamningnum við félagsmálaráðherra. „Skilyrði fyrir því að fáum eitthvert fé er að húsnæði sé komið en ég get ekkert gert til að flýta því; það er alfarið í höndum fjármálaráð- herra.“ Guðmundur segir illa ganga að ná í einhvern í félagsmálaráðuneyt- inu í þeim tilgangi að fá hjálp til að greiða skuldina við Hitaveituna. Hermann Sæmundsson, ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu, sagði um miðjan dag í gær að unnið væri að því að leysa þetta mál. „Byrgið á eyrnamerkta pen- inga hjá okkur sem við munum greiða að hluta til í þeim tilgangi að greiða skuldina við Hitaveit- una. Það má segja að við séum að greiða inn á rammasamninginn því ekki er hægt að sitja aðgerðar- laus hjá án þess að koma til bjarg- ar undir þessum kringumstæð- um,“ sagði Hermann. Þrátt fyrir að málin verði leyst óttast Guðmundur að vistmenn muni ekki allir skila sér til baka. „Þessir menn eru brothættir og það má ekki mikið út af bera til að koma þeim í uppnám og þar með hefja þeir neyslu að nýju. Það er ekki annað að gera en vona það besta,“ segir Guðmundur. ■ DÆMDUR FYRIR KJÁLKABROT Tvítugur maður á Vestfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kjálkabrjóta annan pilt fyrir utan skemmtistað á Ísafirði sumarið 2001. Hann á að greiða fórnar- lambinu 250 þúsund króna bætur. VÍN, AP Fyrirtæki víðs vegar um heim eru farin að keppast við að ná samningum um uppbyggingu í Írak að stríði loknu. Von stjórn- enda margra fyrirtækja er að á meðan slæmt efnahagsástand dregur úr arðbærum verkefnum heima fyrir sé hægt að eiga góð viðskipti við þá sem stjórna upp- byggingunni. Bandarísk stjórn- völd hafa þegar samið við þar- lent fyrirtæki um uppbyggingu helstu hafnar Íraks. Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði um fleiri samninga innan skamms. „Við höfum fengið upplýsing- ar um að þeir sem eigi hlut að bandalaginu komi fyrstir til greina við uppbyggingu Íraks,“ sagði talsmaður forseta Filipps- eyja. Ríkisstjórnir landanna sem mynda bandalag hinna viljugu hafa undirbúið sig fyrir þetta. Rúmenski sendiherrann í Wash- ington hefur afhent bandarísk- um embættismönnum lista yfir fyrirtæki sem hafa burði til að taka þátt í uppbyggingarstarfi. Slóvakar afhenda slíkan lista í næstu viku. Búlgarar hafa feng- ið tilboð frá Bandaríkjunum um að taka þátt í uppbyggingunni. Svipaða sögu er að segja um fleiri ríki sem mynda bandalag hinna viljugu. Fleiri vilja komast að. Frönsk stjórnvöld leggja áherslu á að frönsk fyrirtæki taki þátt í upp- byggingarstarfinu. Sömu sögu er að segja um Rússa og fleiri ríki. ■ Einkavæðing: Urgur vegna Aðalverktaka ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR Einkavæðinganefnd skoðar tilboð í ÍA. Lokað fyrir rafmagn í Byrginu í Rockville Vistmenn sendir í bæinn og óttast forstöðumaður að þeir skili sér ekki aftur þegar opnað verður fyrir rafmagnið. Þeir hörðustu segja þó að betra sé að vera í myrkri í Rockville en skjálfa undir laufblaði á Miklatúni. ■ „Skilyrði fyrir því að við fáum eitthvert fé er að húsnæði sé komið en ég get ekkert gert til að flýta því.“ Fyrirtæki og lönd sækjast eftir verkefnum í Írak: Allir vilja hlut í uppbyggingunni OLÍUELDAR SLÖKKTIR Fyrst var samið um að slökkva í olíulindum sem Írakar sprengdu upp. Aðeins var kveikt í sjö olíulindum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Á AUSTURVELLI Dvalargestum í Byrginu þykir betra að sitja í myrkrinu í Rockville en að skjálfa undir runna á Miiklatúni eða á Austurvelli. LAUS EFTIR 19 ÁR 42 ára karl- maður hefur verið leystur úr haldi eftir að hafa varið síðustu 19 árum í fangelsi. Maðurinn var dæmdur árið 1983 fyrir að nauðga þremur konum. Niður- stöður úr DNA-prófum leiddu í ljós að maðurinn væri ekki sekur um nauðganirnar. Hann sagðist ekki bera kala til kvennanna þriggja sem báru kennsl á hann. Þær hefðu lent í hrikalegri lífs- reynslu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.