Fréttablaðið - 04.04.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 04.04.2003, Síða 8
8 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR Stoðmylkingar Ég legg til að hann hafi munn- inn lokaðan næstu fimm árin. Það gæti reynst nægur tími til að þroska með sér boðlegan málflutning. Ágúst Borgþór Sverrisson kallar eftir þroskaðri umræðu. DV, 3. apríl. Feluleikur sem viðurkennt sport Leynimakk og felu- leikur á ekki að vera leiðarljós íþróttaforystunnar. Júlíus Hafstein er ósáttur við Ellert B. Schram. Morgunblaðið, 3. apríl. Sælir þeir sem sáu ekki en trúðu þó Hvar er skattalækkunin mín? Ingimar Ingimarsson. Morgunblaðið, 3. apríl. Orðrétt Kaupþing banki hf., kt. 560882-0419, Ármúla 13, Reykjavík, f.h. Vörðubergs ehf., kt. 600303-3250, Austurstræti 17, Reykjavík (hér eftir einnig nefndur tilboðsgjafi), gerir hér með hluthöfum í Keri hf., kt. 500269-4549 (hér eftir einnig nefndir tilboðshafar), svohljóðandi tilboð: 1. gr. Tilboðið tekur til allra hluta í Keri hf., kt. 500269- 4549, Suðurlandsbraut 18, Reykjavik (hér eftir einnig nefnt félagið), sem ekki eru þegar í eigu tilboðsgjafa, en tilboðsgjafi hefur þegar tryggt sér 59,44% hlut í félaginu. 2. gr. Kaupþing banki hefur umsjón með tilboði þessu f.h. tilboðsgjafa, og er heimilt að setja fram yfirtökutilboð fyrir hans hönd. 3. gr. Verð samkvæmt tilboði þessu miðast við gengið 12,3 fyrir hvern hlut, sem er hærra en hæsta gengi sem tilboðsgjafi hefur greitt fyrir hlutabréf í félaginu síðustu sex mánuði, sem er krónur 12,0 fyrir hlut. Tilboðshafar (hluthafar) sem vilja samþykkja boð þetta skulu undirrita samþykki sitt á fram- salseyðublað sem sent verður á lögheimili þeirra og senda aftur til Kaupþings banka hf., Ármúla 13, 108 Reykjavík, ásamt vörslusamningi. Þegar Kaupþingi banka hefur borist frumrit framsals á eignarrétti að hlutum í Keri hf. og gerður hefur verið vörslusamningur, mun and- virði hlutabréfa í félaginu lagt inn á banka- reikning hluthafa sem fram kemur í vörslu- samningi, nema hluthafi óski sérstaklega eftir því að andvirði þeirra verði ráðstafað með öðrum hætti. Telst framseldur hlutur frá og með þeim degi eign tilboðsgjafa. 4. gr. Tilboð þetta rennur út kl. 16.00, föstudaginn 2. maí 2003. 5. gr. Gert er ráð fyrir að Ker hf. muni vinna eftir þeirri meginstefnu að einbeita sér að olíuvið- skiptum, fasteignarekstri og flutningastarfsemi, en auk þess á félagið eignarhlut í Búnaðar- banka Íslands hf. í gegnum eignarhaldsfélagið Eglu hf. Er ekki fyrirhugað að gera breytingar á tilgangi félagsins og ekki eru á þessu stigi áform um að draga úr kjarnastarfsemi félagsins eða nýta fjármunalegar eignir í öðrum tilgangi. Hér eftir sem hingað til verður leitað allra leiða til að reka félagið á sem hagkvæmastan máta. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á sam- þykktum félagsins meðan það er skráð í Kaup- höll Íslands, en tilboðsgjafi hyggst hlutast til um að félagið verði afskráð af Aðallista Kaup- hallar Íslands. Þá er vakin athygli á því að skv. 24. og 25. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög getur hluthafi sem á meira en 9/10 hluta hlutafjár í félagi krafist þess að aðrir hluthafar sæti inn- lausn á hlutum sínum í félaginu. 6. gr. Tilboð þetta er sett fram til samræmis við V. kafla laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, sbr. reglugerð nr. 432/1999 um yfirtökutilboð. Reykjavík, 4. apríl 2003. F.h. Vörðubergs ehf. Kaupþing banki hf. Yfirtökutilboð Opinbert tilboðsyfirlit Kaupþing banki hf. • Ármúla 13 • 108 Reykjavík sími 515 1500 • fax 515 1509 • www.kaupthing.is A B X EFNAHAGSMÁL Vöruinnflutn- ingur án skipa og flugvéla nam rúmlega 15,5 milljörð- um króna í mars samkvæmt bráðabirgðatölum fjármála- ráðuneytisins um innheimtu virðisaukaskatts, sem birt- ust í vefriti ráðuneytisins. Þetta bendir til verulegr- ar aukningar almenns vöru- innflutnings í mánuðinum hvort sem miðað er við febr- úarmánuð eða marsmánuð árið 2002. Miðað við mars í fyrra jókst innflutningurinn um 21% að raungildi. Ef innflutningur síðustu þriggja mánaða síðasta árs og fyrstu þriggja mánaða þessa árs er skoðaður kemur í ljós að inn- flutningur án skipa og flugvéla dregst saman um 10%, sem virðist nokkuð hefðbundið miðað við árstíma. Mismunur milli þessara tveggja tímabila virðist einkum stafa af minni inn- flutningi rafbúnaðar og tækja á fyrstu mánuðum þessa árs en innflutningur þeirra dróst saman um 1,1 milljarð króna og innflutn- ingur á húsgögnum og hús- búnaði dróst saman um 600 milljónir króna eða um 30%. Aftur á móti jókst innflutn- ingur ökutækja og fylgihluta þeirra um 25% milli þessara tímabila. ■ Akureyri: Auglýst eftir skólastjóra SKÓLAMÁL Embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri hefur verið auglýst laust til umsóknar. Umsóknir með ítarlegum upplýs- ingum um mennt- un og fyrri störf skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu 23. apríl 2003. Tryggvi Gíslason, sem gegnt hefur starf- inu frá árinu 1972, er að láta af störfum, en hann hyggst vinna að sinni sérgrein, málfræði og bókmenntum. ■ LÍFEYRIR „Þetta er í annað sinn sem ég lendi í skerðingu hjá lífeyris- sjóði,“ segir Rúnar Kristinsson, 56 ára vörubílstjóri frá Eskifirði, sem nú sér fram á skerðingu líf- eyrisréttinda vegna stórtaps Líf- eyrissjóðs Austurlands, sem þarf að afskrifa milljarð króna. Áður hafði Rúnar þurft að sjá á bak 40 prósentum þeirra réttinda sem hann hafði áunnið sér hjá Líf- eyrissjóði Landssambands vöru- bifreiðastjóra á 12 ára tímabili. Rúnar byrjaði að greiða í sjóð- inn árið 1974 en árið 1986 var sjóðurinn lagður niður með því að eftirstöðvar hans runnu inn í Líf- eyrissjóðinn Framsýn. Þá var sjóðurinn í miklum hremmingum vegna fjármálaóreiðu. „Sá sem sá um sjóðinn á sínum stal úr honum auk þess að óreiða var á rekstrinum. Ég varð að und- irgangast 40 prósenta skerðingu á lífeyri mínum. Þetta var slæmur skellur á sínum tíma og maður hélt að þá væri nóg komið,“ segir Rúnar. Þegar lífeyrissjóður hans var lagður niður ákvað hann að greiða framvegis inn í Lífeyrissjóð Aust- urlands. Þá var hann starfandi v ö r u b i f r e i ð a - stjóri á Eski- firði. En hrak- fallasögu hans í lífeyriskerfinu var ekki lokið. „Ég greiddi inn í þann Lífeyris- sjóð Austurlands í 12 ár og hélt að lífeyrir minn væri tryggur þar. Það var mér mikið áfall að heyra að öðru sinni þyrfti ég að sæta skerðingu þegar í ljós kom millj- arðstap. Þarna er um að kenna stjórnendum sem voru mislagðar hendur og rekstur lífeyrissjóðsins hefur greinilega einkennst af stjórnleysi. Ég skil ekki hvers vegna ég og aðrir sjóðfélagar eig- um að standa undir 29 milljóna króna starfslokasamningi og hús- næðisbraski vegna fráfarandi framkvæmdastjóra. Það er ekki nóg að setja lög um að fólk greiði inn í sjóðina, það þarf líka að gæta þess eins og kostur er að ábyrgir aðilar stjórni þeim,“ segir hann. Rúnar hætti sem vörubílstjóri árið 1999 og hóf störf hjá rafverk- takafyrirtæki. Það fyrirtæki dró af honum lífeyrissparnað í tvö ár. Sá sparnaður virðist vera glatað- ur. „Fyrirtækið fór í þrot og hefur enn ekki greitt krónu af lífeyris- sparnaði sem það átti að standa skil á. Algjör óvissa ríkir um það hvort ég fái þann lífeyrissparnað greiddan. Ég hef misst alla trú á lífeyrissjóðakerfinu,“ segir Rún- ar. Hann starfar nú sem bílstjóri hjá Íslandspósti og greiðir til líf- eyrissjóðs póstmanna. „Ég vona að þessum hremm- ingum sé lokið. Nóg er nú samt,“ segir Rúnar, sem á eftir 11 ár þar til honum ber að fá lífeyri sinn til baka; stórlega skertan. rt@frettabladid.is ALÞINGI Í nýsamþykktu frumvarpi um breytingar á sveitarstjórn- arlögum er þátttaka sveitarfé- laga á hlutabréfamarkaði tak- mörkuð. Í athugasemdum með frum- varpinu segir að á undanförnum árum hafi orðið ýmsar breyting- ar í rekstrarumhverfi sveitar- félaga sem meðal annars hafi leitt í ljós að reglur um fjármál sveitarfélaga séu ekki í öllum til- vikum nægilega ítarlegar. Þetta eigi meðal annars við um þátt- töku sveitarstjórna á hlutabréfa- markaði, en þess séu dæmi að við ávöxtun fjármuna sveitarfélags hafi þess ekki verið nægilega gætt að dreifa áhættu og hafi þetta í einstaka tilvikum leitt til þess að umtalsverðir fjármunir hafi tapast. ■ Tvísköttunarsamningar: Viðræður við Suður- Kóreu EFNAHAGSMÁL Samninganefndir Ís- lands og Suður-Kóreu hafa áritað samningsdrög vegna tvísköttunar- samnings. Stefnt er að undirritun samninganna fljótlega. Samkvæmt samningsdrögunum verður svokallaðri frádráttarað- ferð beitt í því skyni að koma í veg fyrir tvísköttun. Samningurinn nær til tekju- og eignarskatta. Helstu efnisatriði samningsins eru þau að samið var um 5% afdráttarskatt af arði ef félagið sem móttekur arðinn á a.m.k. 25% í félaginu sem greiðir arðinn, en í öðrum tilvikum var samið um 15% afdráttarskatt. Þá var samið um 10% afdráttarskatt af vöxtum og þóknunum. Einnig var samið um upplýsingaskipti á milli landanna varðandi þá skatta sem samningurinn nær til. ■ Vöruinnflutningur nam rúmum 15,5 milljörðum króna í mars: Um 21 prósent aukning milli ára AUKINN INNFLUTNINGUR Fyrstu þrjá mánuði þessa árs jókst innflutningur ökutækja og fylgihluta þeirra um 25% miðað við síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Sveitarstjórnarlög: Hlutabréfakaup takmörkuð Vörubílstjóri lendir í þreföldu lífeyristjóni Rúnar Kristinsson bílstjóri hefur tvisvar þurft að taka á sig lífeyrisskerðingu. Er sjóðþegi í Lífeyrissjóði Austurlands. RÚNAR KRISTINSSON Á að baki ótrúlega sögu innan lífeyris- sjóðakerfisins þar sem hann hefur í 26 ár orðið að taka á sig skerðingar. „Ég hef misst alla trú á lífeyris- sjóðakerfinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T H O R ST EN AKUREYRI Embætti skólastjóra MA er laust. GAZA-STRÖNDIN, AP Ísraelskar her- sveitir gerðu áhlaup á flótta- mannabúðir Palestínumanna á Gaza-ströndinni. Til harðra skot- bardaga kom og þegar hermenn- irnir hurfu á braut lágu fjórir Palestínumenn í valnum. Herinn beitti 35 skriðdrekum, fjórum herþyrlum og á annan tug jarðýta í árásinni. Að sögn tals- manns hersins var markmiðið með áhlaupinu að finna göng sem Palestínumenn notuðu til þess að smygla vopnum frá Egyptalandi. Engin slík fundust en fjórir ísra- elskir hermenn særðust þegar sprengja sprakk undir einum skriðdrekanna. Ísraelskir hermenn skutu einnig til bana fjórtán ára gamlan palestínskan dreng í þorpinu Qalqiliya á Vesturbakkanum þeg- ar gert var áhlaup á heimili meintra vígamanna. ■ Áhlaup á flóttamannabúðir: Fjórir féllu JAFNAÐ VIÐ JÖRÐU Ísraelskar her- sveitir hafa eyði- lagt heimili fjöl- skyldna Palest- ínumanna sem staðið hafa fyrir sjálfsmorðsárás- um.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.