Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 13
14 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR STUND MILLI STRÍÐA Hermenn breska innrásarliðsins í borginni Basra í suðurhluta Írak tóku sér frí frá störfum til að spila fótboltaleik við heima- menn. Leiknum lyktaði með sigri Íraka, sem skoruðu níu mörk gegn þremur mörkum Breta. BORGARMÁL Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, segir fyrirhug- aða bensínstöð gegnt Hóla- brekkuskóla vera út í hött. Vilhjálmur hefur lagt til í borgarráði að fulltrúar skipu- lags- og byggingarsviðs haldi fund með íbúum hverfisins og kynni áform um að heimila starf- rækslu bensínstöðvarinnar. Það er Ker hf. sem hefur ósk- að eftir að reisa svokallaða Ex- press Esso sjálfsafgreiðslustöð á lóðinni suður af Hólagarði. „Þetta er viðkvæmt mál fyrir okkur Breiðhyltinga. Ég skil ekki í fólkinu að láta sér detta í hug að troða bensínsölu þétt ofan í lóð Hólabrekkuskóla,“ segir Vil- hjálmur, sem sér fyrir sér aukna umferð í nágrenni við skólann. Að sögn Vilhjálms fékk Hóla- garður á sínum tíma heimild til að stækka lóð sína til að mæta aukinni þörf fyrir bílastæði. „Það var aldrei nefnt að til stæði að koma fyrir bensínsölu enda vantar okkur ekki bensínsölur í Breiðholti. Þetta er einfaldlega tóm þvæla. Það er mikill titring- ur og forystumenn íbúasamtak- anna eru að undirbúa undir- skriftarsöfnun,“ segir Vilhjálm- ur. ■ VÆNDI Lögreglan í Hafnarfirði handtók í febrúar vændiskonu í framhaldi af rannsókn sem þótti sýna ótvírætt að hún stundaði vændi sér til framfærslu. Um er að ræða vændiskonu sem notar vinnuheitið Daman og hefur aug- lýst þjónustu sína á vefnum einkamal.is. Fréttablaðið birti fréttir um það í haust þegar kon- an skók vændismarkaðinn með því að bjóða þjónustu sína á hálf- virði ef miðað er við gangverð á skyndikynnum, sem þá var um 35 þúsund krónur. Verðlækkun Dömunnar olli mikilli reiði meðal annarra vændis- kvenna en sjálf út- skýrði hún í F r é t t a b l a ð i n u verðlækkun sína með því að verð- lagning á skyndikynnum á Ís- landi væri út úr öllu korti í sam- anburði við önnur Norðurlönd. Í verðskrá Dömunnar er tilgreint að ábót í 10 mínútur kosti 5 þús- und krónur til viðbótar 16 þúsund krónum fyrir skyndikynni. Að auki bauð hún upp á dekurkvöld þar sem innifalið var að viðskiptavinir fengu rauðvín og osta. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan í Hafnarfirði hafi komist á slóð Dömunnar, sem einnig kallar sig Rose, í gegnum einkamal.is. Daman hef- ur játað að hafa stundað vændi eftir að lögreglan gerði húsleit á tveimur stöðum í Hafnarfirði þaðan sem konan, sem er á þrí- tugsaldri, stundaði útgerð sína með aðstoð sambýlismanns á fer- tugsaldri sem samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins annaðist bókhaldshliðina. Annar staðurinn er í úthverfi Hafnarfjarðar þar sem vændiskonan tók á móti við- skiptavinum sínum í bílskúr. Kristján Ó. Guðnason, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Hafnar- firði, vildi ekkert segja um rann- sóknina að öðru leyti en því að málið hefði þegar verið sent til áframhaldandi meðferðar. „Við höfum sent mál þetta til ríkissaksóknara, þar sem ákveðið verður hvort konan verður ákærð,“ segir Kristján. Daman í Hafnarfirði hefur ekki látið deigan síga síðan lög- reglan handtók hana því útsend- ari morgunþáttarins Ísland í bítið á Stöð komst inn í bílskúr hennar um síðustu helgi með kvik- myndatökuvél innan klæða. Þar bauð Daman þjónustu sína en þess að vita að „viðskiptavinur- inn“ var með upptökubúnað. rt@frettabladid.is Daman handtekin fyrir vændi í bílskúr Lögreglan í Hafnarfirði hefur sent mál þekktrar vændiskonu til ríkissaksóknara. Seldi sig í bílskúr. Sjónvarpsstöð og lögregla komust „bakdyramegin“ inn. Konan hefur játað og bíður nú ákæru. HAFNARFJÖRÐUR Vændiskona skók markaðinn með því að lækka verð á þjónustu sinni um helming. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Breiðhyltingur og borgarfulltrúi: Mótmælir bensínstöð við Hólabrekkuskóla ESSO EXPRESS HÓLAGARÐUR Íbúar í Hólahverfi eru margir ósáttir við þessa fyrirhuguðu bensínsölu gegnt Hólabrekkuskóla. UTANRÍKISMÁL Ekkert verður af því að samkomulag náist um stækkun Evrópusambandsins fyrir helgi. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins fékk fundi, sem halda átti í dag, frestað svo hún gæti ráðfært sig betur við umsóknar- ríkin tíu. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, telur að enn sé möguleiki á að ganga frá samningum án þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið komist í uppnám. Sá möguleiki kunni að vera fyrir hendi ef samningar nást ekki fyr- ir leiðtogafund ESB um miðjan mánuðinn að þar verði lögð fyrir áfangalýsing og samningur um aðlögun Evrópska efnahagssvæð- isins að stærra Evrópusambandi verði samþykktur á lægra stjórn- sýsluplani en leiðtogafundi. „Aðalmálið fyrir okkur er að lending náist í tæka tíð þannig að stækkun EES og ESB geti farið samfara í gegnum staðfestingar- ferlið hjá þjóðþingunum,“ segir Gunnar Snorri. „Þetta er ekki kom- ið á dramatískt stig ennþá.“ ■ Samkomulag um stækkun EES næst ekki í vikunni: Evrópusambandið frestar viðræðum DEILT UM AÐGANG FYRIR FISKAFURÐIR Eitt af því sem hefur ekki náðst samkomulag um er hvaða bætur Ísland og Noregur fái fyrir niðurfellingu á fríverslunarsamningum með fiskafurðir. ■ Daman í Hafn- arfirði hefur ekki látið deig- an síga síðan lögreglan handtók hana. Löggildingarstofa: Afdrif forstjóra að skýrast STJÓRNSÝSLA Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, mun stefna að því að kunn- gera ákvörðun sína varðandi for- stjóra Löggildingarstofu öðru hvoru megin við helgina. Helstu möguleikarnir eru þeir að forstjóranum verði vikið úr starfi um stundarsakir á meðan nefnd kannar embættisfærslu hans eða þá að honum verði veitt áminning. Útilokað mun talið að málið verði látið niður falla. Málarar sem voru að störfum á Löggildingarstofu í gær voru beðnir að gera hlé á vinnu sinni á meðan farið er yfir fjármál stofn- unarinnar. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Víkur hún ríkisforstjóra frá eða sleppir honum með áminningu? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÖRTRÖÐ Mikil mannþröng myndaðist á lestarstöðv- um Parísar. Verkfall í Frakklandi: Samgöngur í lamasessi PARÍS, AP Flugsamgöngur voru í al- gerum lamasessi og mikið álag var á lestakerfum Frakklands þegar opinberir starfsmenn um gjörvallt landið lögðu niður vinnu frá mið- vikudagskvöldi til föstudagsmorg- uns. Áætlunarflug lá meira og minna niðri auk þess sem lestarsamgöng- ur röskuðust töluvert. Margir reyndu að forðast almenningssam- göngur með því að aka til vinnu og við það skapaðist mikið umferðar- öngþveiti. Yfir 100 mótmælagöng- ur voru skipulagðar víðs vegar um landið. Verkalýðsfélög hafa hótað fleiri verkföllum ef ríkisstjórnin endur- skoðar ekki fyrirhugaðar breyting- ar á eftirlaunakerfinu. Það er mat manna að kerfið þurfi á gagngerum endurbótum að halda, ellegar muni það hrynja innan 20 ára. Forsætis- ráðherrann Jean-Pierre Raffarin hefur því heitið breytingum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.