Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 43
44 ÁRA „Alltaf að þroskast. Líður eins og gömlu rauðvíni,“ segir Kári Waage, birtingarstjóri aug- lýsinga á Skjá einum, sem er 44 ára í dag. „Þetta stendur allt á fjórum, það er fjórði í dag og ég hef starfað hér á Skjá einum í fjögur ár. Byrjaði fyrstur, á und- an flestum sem hér eru nú,“ seg- ir afmælisbarnið, sem hélt upp á daginn með því að fara í leikhús í gærkvöldi og í dag ætlar hann að færa vinnufélögunum köku. Kári var á árum áður þekktur fyrir poppsöng með hljómsveitunum Íslandsvinum, Tíbrá og Chaplin en syngur nú aðallega í bílnum: „Ég veit ekki hvað ég syng í bílnum á afmælisdaginn en ég er staðráðinn í að syngja ekki mitt síðasta,“ segir Kári sem tekur aldrinum vel, eða þannig: „Ann- ars er eins og lífið verði tilbreyt- ingarsnauðara og þynnra eftir því sem árin líða. Maður verður að hafa meira fyrir spennunni og stemningunni. En á móti kemur að stundum er betra að vera laus við þau element í lífinu. Sérstak- lega þegar maður eldist.“ Kári Waage er einhleypur og hyggst halda því áfram þangað til annað kemur í ljós. Nýjum degi fylgja ný tækifæri. Svo ekki sé minnst á heilu árin sem nú hrannast upp „...en eiga vonandi eftir að verða helmingi fleiri. Það væri mátulegt,“ segir Kári Waage. ■ 44 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR Faðir og sonur sitja ogspjalla saman þegar sonur- inn spyr: „Er það satt, pabbi, að í sumum löndum í Afríku kynnist eiginmaðurinn ekki eiginkonunni fyrr en hann gift- ist henni?“ Faðirinn lítur hissa á son sinn en segir svo: „Það gerist í öllum löndum, sonur sæll“. Með súrmjólkinni Smáralind ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N / S IA .I S M IS 2 0 7 4 0 0 4 / 2 0 0 3 Vorútsala 3.-9. apríl 30-40% afsláttur af nýjum vörum Afmæli ■ Kári Waage, starfsmaður á Skjá einum, er 44 ára í dag. Hann er með elstu starfsmönnum sjónvarps- stöðvarinnar og ætlar að bjóða vinnufélögunum upp á köku í dag. Stórborgarferðir í maí Berlín 02.-08.05. Sem fyrr býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar sínar vinsælu ferðir til Berlínar, höfuðborgar Þýskalands. Berlín er sögufræg borg í örum vexti, nútímaleg og fornfræg í senn. Flogið verður beint til Berlínar með þyska flugfélaginu Aero-Lloyd og gist á Holiday Inn City Center, sem er nýlegt og gott hótel í Prelnzlauer Berg, sem í dag er helsta kaffihúsa- og kráarhverfi borgarinnar. Verð á mann 61.500,- krónur. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 17.000,-. Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgunverður, akstur milli flugvallar og hótels við komu og brottför, skoð- unarferð um borgina og íslensk fararstjórn. Einnig verða í boði fleiri skoð- unarferðir s.s. til Dresden og Potsdam. Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson. Budapest/Vínarborg 21.-28.05. Enn bjóðum við ferð til Budapest, höfuðborgar Ungverjalands, með viðkomu í Vínarborg. Borgirnar eiga sér mikla sögu og eru þekktar fyrir fagrar byggingar skemmtilegt mannlíf og kaffihús, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er Budapest ekki síður þekkt fyrir skemmtileg og fjölbreytt veitingahús þar sem sígaunar leika gjarnan tónlist meðan á borðhaldi stendur. Flogið verður með Flugleiðum til Kaupmannahafnar og áfram til Vínarborgar með SAS og gist það eina nótt. Seint á öðrum degi er svo ekið til Budapest þar sem gist verður næstu 6 nætur og flogið þaðan um Kaupmannhöfn til Keflavíkur. Verð á mann er 83.900,-. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 15.900,-. Innifalið í verði er flug til Vínarborgar og heim frá Budapest, flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli, gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði, akstur milli Vínarborgar og Budapest, skoðunarferð um báðar borgirnar og íslensk fararstjórn. Einnig verða í boði dagsferðir útfyrir borgina meðan á dvöl í Budapest stendur. Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR Borgartúni 34, Reykjavík, sími 511-1515 - www.gjtravel.is KÁRI WAAGE Líður eins og gömlu rauðvíni. Ekki að syngja sitt síðasta Elín Jónatansdóttir lést 31. mars. Jóhann Þórðarson, Bugðulæk 6, Reykjavík, lést 1. apríl. Lóa Ágústsdóttir, Holtsgötu 13, Reykja- vík, lést 1. apríl. Guðmundur Steinsson, Kjalarlandi 4, Reykjavík, lést 31. mars. Vigdís Þjóðbjarnardóttir lést 31. mars. Jón Olgeirsson, Banbury, Englandi, lést 28. mars. Margrét Eggertsdóttir, söngkona, lést 1. apríl. Ívar Grétar Egilsson lést 23. mars. Jarð- arförin hefur farið fram í kyrrþey. ■ Andlát FJÖLSKYLDAN TÓNELSKA Heimilisfaðirinn Haraldur er lengst til hægri og síðan koma börnin í röð, þau Theódór, Hulda og Halldóra. Móðirin Valgerður var að heiman við vinnu. FJÖLSKYLDA „Þau eru aðallega tvö sem sjá um blaðburðinn en það kemur fyrir að ég fái mér göngu með þeim á morgnana,“ segir Haraldur Helgason fjölskyldufað- ir á Akureyri sem á þrjú börn í tónlistarskóla. Börnin eru á aldrinum 10 til 17 ára og hafa til skamms tíma notað aurana sem þau vinna sér inn með blaðburðinum til að kaupa sér hljóðfæri. „Það er dýrt að vera í tónlistarnámi og það þarf að end- urnýja hljóðfærin,“ segir faðir- inn. Eldri dóttirin, Halldóra, er í fiðlunámi, Theódór sem er 13 ára spilar á saxófón og yngri daman, Hulda, blæs í þverflautu. „Við höfum verið afskaplega heppin með krakkana og það er eins og hvert annað lán að þau skuli eiga sér þetta áhugamál. Við bjuggum í Reykjavík en fluttum á Ísafjörð og síðan hingað til Akureyrar og ég líki því ekki saman hve gott er að ala börn upp úti á landi fremur en í Reykjavík,“ segir Haraldur. „Ég er járnabindingamaður og um þessar mundir er lítið um vinnu. Það breytist með vorinu þegar fer að vanta við virkjunar- framkvæmdir.“ Móðirin, Valgerð- ur Hannesdóttir, er leikskólastjóri svo það dæmist á Harald að bera út þegar blaðið kemur seint. „Það gerist ekki nema þegar færð er slæm en það hefur verið sárasjaldan í vetur. Fyrir mig er það ekki nema hressandi göngu- ferð að bera út í þau tvö hverfi sem við erum með. Theódór er duglegastur en hann vaknar á hverjum morgni og fer út. Nú erum við líka að safna fyrir nýj- um tenórsaxófón fyrir hann sem kostar á annað hundrað þúsund.“ Það tekur rúma tvö tíma að bera út á morgnana og það gera krakkarnir áður en þeir fara í skólann. Eftir skólann er nóg að gera við lærdóm og æfingar. „Ég veit ekki hvers vegna börnin eru svona elsk að tónlist nema ef vera skyldi að það tengdist genunum. Ég hefði kosið að læra á hljóðfæri en það voru aðrir tímar þegar ég ólst upp og kom ekki til greina að hvaða barn sem væri færi í tón- listarnám. En ég hef alltaf haft mikla ánægju af tónlist,“ segir Haraldur. bergljot@frettabladid.is Börn Haraldar Helgasonar og Valgerðar Hannesdóttur eru í hljóðfæranámi: Safna fyrir hljóðfær- um með blaðburði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.