Fréttablaðið - 04.04.2003, Page 46
47FÖSTUDAGUR 4. apríl 2003
Megrunarkúr:
Ásmundur selt 5 þúsund eintök
MATARÆÐI Ásmundur Stefánsson,
fyrrum forseti ASÍ og fram-
kvæmdastjóri hjá Íslandsbanka,
hefur selt fimm þúsund eintök
af megrunarbók sinni um Atk-
ins-kúrinn sem hann skrifaði
með Guðmundi Björnssyni
lækni. Útgefandi Ásmundar,
Vaka-Helgafell, hefur látið
Gallup gera skoðanakönnun
meðal almennings um trúverð-
ugleika Atkins-kúrsins og eru
niðurstöður þær að um 70 pró-
sent aðspurðra hafa trú á að
hann virki.
Atkins-kúrinn byggir á því að
fólk sneiði hjá kolvetnaríkum
mat en geti í raun borðað hvað
sem er að honum slepptum. Fjöl-
margir þjóðþekktir menn eru á
Atkins-kúrnum og nægir þar að
nefna Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra, sem gjarnan snæðir
egg og beikon með steiktum
tómötum á Gráa kettinum við
Hverfisgötu. Þar hafa veitinga-
menn sérhæft sig í réttum sem
falla að Atkins-kúrnum og eru
þeir eftirsóttir af mörgum. ■
Kosningaárið hefur ekki bein-línis farið vel af stað hjá al-
þingismanninum Kristjáni Páls-
syni. Ófarirnar byrjuðu þegar
uppstillingarnefnd kjördæmis-
ráðs Sjálfstæðisflokksins í Suður-
kjördæmi úthýsti honum. Hug-
myndir um sérframboð skutu
strax upp kollinum en Kristján
beið þó með að segja sig úr
flokknum. Þegar hann lét loks
verða af því fór nánast ekkert
fyrir ákvörðuninni í fjölmiðlum
þar sem 300 milljón króna mútu-
sprengjan sprakk í fjölmiðlum
sama dag og Kristján tilkynnti
brotthvarf sitt úr flokknum.
Kristján varð því einungis neðan-
málsgrein við fréttir þeirrar
vindasömu viku. Ekki tókst svo
betur til þegar hann ákvað að
kynna stefnumál og framboðs-
lista T-framboðsins síns en svo
óheppilega vildi til að dagurinn
sem hann valdi til þess var 1.
apríl.
Hugsanleg sameining Kaup-þings og Búnaðarbankans hef-
ur komið róti á huga stjórnenda
annarra stórra bankastofnana.
Þannig er talið að stjórnendur Ís-
landsbanka og Landsbankans leiti
ákaft að leiðum til
sameiningar sem
hugnast muni
Samkeppnisstofn-
un. Þessu til stuðn-
ings spurðist til
ferða Kristjáns
Ragnarssonar,
bankaráðsfor-
manns Íslandsbanka, og Bjarna
Ármannssonar, forstjóra bankans,
þar sem þeir áttu erindi á 5. hæð-
ina á Suðurlandsbraut 12, í húsi
Eddu miðlunar. Svo skemmtilega
vill til að þar er skrifstofa Björg-
ólfs Guðmundssonar, nýkjörins
bankaráðsformanns Landsbank-
ans. Heimsókn Íslandsbanka-
manna var vel tímasett því þeir
voru á hæð Björgólfs um klukkan
sex síðdegis á miðvikudag þegar
flestir starfsmenn Eddu miðlunar
voru farnir heim...
Á GRÁA KETTINUM
Afgreiðslustúlka með
Atkins-megrunarfæði: Egg og
beikon með steiktum tómötum.
Fréttiraf fólki
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Nýtt afl.
Hong Kong og
Guangdong-hérað í Kína.
12 Tónar.
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að eitt er kyn-
þokki - annað kjörþokki.
GERHARD SCHROEDER
Kanslari Þýskalands skoðaði nútímalistarsýningu í Berlín í síðustu viku. Hér hefur hann
stillt sér upp fyrir framan myndina „Taken by chance“ sem listmálarinn Walter Stöhrer
gerði árið 1982. Stöhrer fæddist árið 1937 og er búsettur í Berlín.
Við höfum selt
„Hvíta stellið“ í 50 ár.
Í tilefni þess bjóðum við
50% afslátt
af fylgihlutum í Hvíta stellinu.
BLÁU HÚSIN FAXAFENI
SÍMI 553 6622
www.hjortur.is.
Opnunartími: mánudaga-föstudaga 11-18 • laugardaga 11-16