Fréttablaðið - 21.06.2003, Qupperneq 22
22 21. júní 2003 LAUGARDAGUR
Fyrir því hafa verið færð sann-
færandi rök að ekki rúmist nema í
mesta lagi fjórar hljómsveitir í
sveitaballabransa hvers sumars.
Meðal helstu hljómsveita sem
ætla að gera út í sumar eru: Íra-
fár, Í svörtum fötum, Á móti sól,
Ber og Land og synir, auk þess
sem eldri og reyndari menn munu
láta til sín taka: Stuðmenn, Sálin,
Papar og Greifarnir ... já, og
meira að segja hin fornfræga
Brimkló ætlar að leggja á rykug-
an þjóðveginn. Reyndar má telja
lengur en löngu ljóst að sam-
keppnin verður blóðug, sem
reyndar er ekkert nýtt.
Héraðshöfðingarnir
eiga sviðið
Sveitaballamenningu má rekja
afur til síðari hluta 18. aldar þeg-
ar dragspil voru þanin í félags-
heimilum. Nikkararnir áttu sviðið
en svo breytist það með bættum
efnahag þjóðarinnar á 6. tug síð-
ustu aldar. Hljómsveitir mynduð-
ust og hver átti sitt svæði, sína
sveit. Þannig var Steini spil hér-
aðshöfðingi á Suðurlandi allan 7.
áratuginn en upp úr 1970 þurfti
hann að deila því með Mánum.
Dúmbó og Steini áttu Vesturland
og á Vestfjörðum ríkti hljómsveit
Baldurs Geirmundar (BG sjálfur)
auk hljómsveitar Ásgeirs Sigurðs-
sonar. Falcon frá Bíldudal gerði
usla á svæðinu en fyrir norðan
voru Gautar allsráðandi og við
veldi þeirra tók Geirmundur Val-
týsson, sem enn er að.
Hljómatúrinn árið 1964 mark-
ar tímamót. Þá var síldarsumar,
Hljómarnir spiluðu um allt, rök-
uðu saman seðlunum og höfðu
ekki minna upp úr sér en skip-
stjórar á síldveiðibátum. Þessi
sigurför kom öðrum á bragðið og
næsta sumar veittu Logar frá
Vestmannaeyjum þeim sam-
keppni. Aðrir komust á bragðið og
reykvískar hljómsveitir fóru að
þvælast út á land. Hugsanlega
kemur það einhverjum á óvart en
meðal alvilltustu sveitanna var
Lúdó og Stefán. Héraðshöfðingj-
arnir áttu eftir sem áður sín svæði
og til dæmis mátti súpergrúbban
Trúbrot bíta í það súra epli að
spila fyrir tómu húsi á Suðurlandi
vegna þess að samtímis voru
Mánar með dansleik í næsta ná-
grenni. Þetta var árið 1970 og
lengi á eftir höfðu menn þann hátt
á að hlera hvar héraðshöfðingj-
arnir væru, því varhugavert var
að fara í hanaslag við þá á heima-
velli.
„Í sjálfu sér líst mér ágætlega á
sumarið sem nú fer í hönd. Þetta
verður hófstillt hjá okkur því
nokkrir meðlima Stuðmanna eru
mikið í útlöndum nú um stundir,“
segir framkvæmdastjóri og
hljómborðsleikari hljómsveitar
allra landsmanna, Jakob Frímann
Magnússon.
Ekki hægt að
mæla með þessu
Stuðmenn tóku rispu í þessum
mánuði og að sögn Jakobs voru
undirtektir með miklum ágætum.
„Við njótum þess að ná til breiðs
aldurshóps á þeim annars þrönga
markaði sem flestar íslenskar
hljómsveitir búa við.“
Stuðmenn bera í raun ábyrgð
á endurreisn sveitaballamenning-
arinnar, sem var að lognast út af
á sínum tíma. Í upphafi 9. áratug-
ar síðustu aldar keyrðu þeir á
fornfræga staði, stóðu fyrir mik-
illi hátíð í Atlavík fimm verslun-
armannahelgar í röð, tóku upp
sína vinsælu kvikmynd Með allt á
hreinu og plægðu akurinn fyrir
það sem koma skyldi. Þetta
merka menningarfyrirbæri á nú
hins vegar verulega undir högg
að sækja. Jakob tekur undir með
kollegum sínum í þeim efnum og
telur að þar komi ýmislegt til.
„Sannast sagna myndi ég ekki
vilja vera í hljómsveit sem er að
hefja feril sinn núna og erfitt er
að ráðleggja nokkrum manni að
leggja þetta fyrir sig eins og að-
stæður eru nú.“ Jakob segir að
kostnaðurinn, bara við það eitt að
keyra upp Ártúnsbrekkuna með
hljómsveit, leiguljósabúnaði,
hljóðkerfi og öllu sem tilheyrir,
auk auglýsingapakka þeim sem
þarf til að trekkja, sé ærinn. Einu
hljómsveitirnar sem nái endum
saman séu þær sem fylla húsin
vel og örugglega. „Ekki er búið
að ala hinar yngri kynslóðir upp í
því sem áður var, að menn borg-
uðu andvirði einnar brennivíns-
flösku í aðgöngumiða. Miðaverð
hefur staðið í stað árum saman
og fólki býðst ókeypis aðgangur á
pöbbana, sem stöðugt fjölgar.
Þetta er mjög þungt og erfitt fyr-
ir langflesta.“
Aldraðir unglingar
á valdastólum
Stuðmenn eru reyndar í sam-
bærilegum sporum og Rolling
Stones og Paul McCartney, þeir
hafa notið vinsælda í áratugi og
fólk kann lögin þeirra. En hljóm-
sveitir sem eru að byrja með
einn til tvo smelli á bak við sig
eiga erfitt uppdráttar. Margir eru
að stórtapa á þessari útgerð. Ís-
lenskar hljómsveitir verða því
miður ekki eins langlífar og
skyldi þrátt fyrir að lofa góðu og
búa yfir ótvíræðum hæfileikum.
Og til að bæta gráu ofan á svart
hegðar ríkið sér eins og argasta
bestía í þessum efnum.
„Ríkið heldur áfram að senda
hinn langa arm laganna inn í
miðasölurnar og hirða þar virðis-
aukaskatt af hverjum einasta
seldum miða á staðnum meðan
aðrar stéttir njóta þeirra sjálf-
sögðu mannréttinda að geta gert
sinn vask upp á tveggja til 12
mánaða fresti. Og ekki er látið
svo lítið að gefa kost á viðtali um
þessi mál. Fjármálaráðherra seg-
ir: „Þetta er bara svona,“ og vitn-
ar í úr sér gengnar reglur.“ Jak-
ob segir að miðað við óbreytt
stjórnarástand sé ekkert annað í
augsýn í þessum efnum. Hér sitji
á valdastólum aldraðir unglingar
sem misstu af hippamenningunni
og bera ekkert skynbragð á þenn-
an kima menningarinnar. Erlend-
is, til dæmis í Noregi, Svíþjóð,
Danmörku, Írlandi og víðar, er
búið að lyfta alþýðutónlist til
æðstu metorða og henni búin
skapleg skilyrði. Ekki hér.
Lítið til skiptanna
Jakob rekur hina ýmsu kostn-
aðarliði sem fylgja sumarútgerð
dæmigerðrar hljómsveitar, lang-
an vinnutíma sem verður að mið-
ast við afþreyingarmynstur þjóð-
arinnar, ókristilegan vinnutíma,
skatta og skyldur, þriðjung þann
sem húsin taka... þegar dæmið
hafi verið reiknað standi ekki
mikið eftir þegar deila skuli laun-
um niður á hljómsveitarmeðlimi.
Og þá er dæmið í tengslum við
gerð hljómplötu, sem oft er for-
senda þess að hljómsveitir geti
gert út á dansiballamarkað, sér-
deilis óaðlaðandi. Hefðbundinn
kostnaður við upptökur er tvær
milljónir. Selja þarf 3.700 til
4.000 eintök til að standa undir
kostnaði. Eftir það fær flytjand-
inn um 250 krónur af seldu ein-
taki. Miðað við að hljómsveit nái
gullplötu, sem miðast við 5 þús-
und seld eintök, sem má heita fá-
títt, þýðir það að flytjandinn fær
210 þúsund krónur til skiptanna.
Því deilt niður á sjö manna
hljómsveit þýðir 30 þúsund krón-
ur á kjaft fyrir þriggja mánaða
vinnu við hljóðupptökur og flutn-
ing. Dágott það, eða hitt þó held-
ur.
„Þetta er nú umhverfið sem
menn eru ekki tilbúnir að ræða
eða semja um. Ríkið er eini aðil-
inn sem græðir á tónleikahaldi og
plötusölu á Íslandi. Hér eru
kannski þrjár til fjórar hljóm-
sveitir sem geta réttlætt þetta
fyrir sér. Hinar við fátækramörk,
sem er auðvitað til háborinnar
skammar. En eins og ég segi,
Stuðmenn geta ekki kvartað, okk-
ur líst bara vel á sumarið,“ segir
Jakob að endingu.
„Sumarið leggst vel í mig þrátt
fyrir allt,“ segir Birgir Nielsen,
sem er umboðsmaður Lands og
sona. Birgir er jafnframt
trommuleikari hljómsveitarinnar
sem má heita sjaldgæft, það er
að trommararnir séu jafnframt
framkvæmdastjórar.
Birgir lýsir fremur döpru
ástandi, en hann er búinn að sjá
ýmislegt í þessum geira. „Reynd-
ar vorum við í Sjallanum um síð-
ustu helgi og gekk vel. Já, gamla
klisjan: „Ef það er mikið kjöt í
kofanum – þá er gaman að spila“
er í fullu gildi. Geggjað að upp-
lifa þessa stemningu þegar 900
manns eru að kyrja lög hljóm-
sveitarinnar. Það heldur manni
við efnið.“
Land og synir er rekin eins og
hvert annað fyrirtæki. Birgir
segir ekki annað hægt með aukn-
um umsvifum, en hljómsveitin
mun senda frá sér sína 5. plötu
um miðjan júlí og er auk þess í
þreifingum á erlendum markaði.
„Platan verður á íslensku og
fókusinn núna er á innanlands-
markað. Við höfum verið lánsam-
ir og ekki þurft að horfast í augu
við niðursveiflur. En það er full
vinna að plögga og ekki nóg að
hengja upp plaggöt í þessum litlu
plássum. Helst þarf að vera með
heilu fjölmiðlasamsteypurnar á
bak við sig,“ segir Birgir, en
Land og synir er í Bylgjulestinni
svokölluðu, sem hjálpar til
„plögglega séð“.
Birgir segist ekki skynja sér-
staklega mikla samkeppni á þess-
um markaði þó að þessi markað-
ur hafi látið verulega á sjá í sam-
keppni við fjölda pöbba og aukna
sjónvarps-, vídeó- og tölvumenn-
ingu landsmanna. „Það eru
nokkrir samverkandi þættir sem
eru að ganga af sveitaballamenn-
ingunni dauðri. En þetta verður
spennandi sumar, að sjá hvort
takist að rífa þetta upp. Og ekki
verra að fá gömlu leðurverkin
eins og SSSól, Stuðmenn og Sál-
ina, sem kemur alltaf upp um
júní/júlí líkt og draugar, til að
taka þátt í því. En óneitanlega er
dapurlegt þegar maður í janúar
er að bóka sumarið. Hringir á
hefðbundna staði: Njálsbúð, Lísu-
hól, Borg í Grímsnesi... og bónda-
konan svarar að þau séu eigin-
lega hætt með böllin. Og það
kemur upp úr dúrnum að þýski
túristinn er búinn að yfirtaka
gömlu góðu félagsheimilin og bú-
inn að breyta í svefnpokapláss.
Fá hús eru eftir. Miðgarður er
eina húsið sem eitthvað kveður
að enn og er samt í dauðateygj-
unum.“
BIRGIR NIELSEN
Það er full vinna að plögga og verð-
ur spennandi að sjá hvort ekki tak-
ist að rífa þetta upp með fulltingi
gömlu leðurverkanna.
JAKOB FRÍMANN
MAGNÚSSON
Ríkið er eini aðilinn sem
græðir á tónleikahaldi og
plötusölu á Íslandi. Hér eru
kannski þrjár til fjórar
hljómsveitir sem geta rétt-
lætt þetta ról fyrir sér.
BRIMKLÓ
Takið eftir nafninu. Þessi útgerð
gerði út á sveitaballamarkaðinn.
Þar var fetað í fótspor Ragga
Bjarna og Óla Gauks og boðið
uppá rándýra skemmtikrafta að
sunnan. Halli og Laddi taka sig
vel út fyrir miðju myndar.
Umbar helstu dansiballahljómsveita landsins eru sammála um að sveitaböll
séu gagnmerkt menningarfyrirbæri í útrýmingarhættu. Menn láta ekki
deigan síga þrátt fyrir breytt landslag en óneitanlega er þungt hljóðið.
Er ekkert kjöt
í kofanum?
HLJÓMAR
Hljómarnir fata sig upp eftir tímamótatúr
um landið 1964 – en þá höfðu þeir jafnvel
betri laun en skipstjóri á góðum síldarbát.
Stórútgerðir líta
dagsins ljós
Seint á 7. áratug 20. aldar verð-
ur sveitaballaútgerðin öllu skipu-
lagðari og fara nú fremst í flokki
Raggi Bjarna og Sumargleðin, sem
átti eftir að verða lífseigt fyrir-
bæri. Um líkt leyti er Sextett Óla
Gauks á ferð og hafði með í
farteskinu fræga skemmtikrafta
að sunnan. Brimkló og Haukar
voru stærstu nöfnin þegar ung-
lingarnir voru annars vegar, en
menn skulu hafa í huga að þarna er
miklu breiðari tilhöfðun í aldri.
Pétur Kristjánsson gerði grimmt
út með Svanfríði, þá Pelikan og síð-
an Paradís. En nú tekur að halla
undan fæti og diskótíminn fer í
hönd, hnignunartímabil íslenskrar
tónlistar. Það var helst að Bruna-
liðið næði að krafsa í bakkann á
því tímabili. Þegar allt virtist kom-
ið í hnút birtust Stuðmenn líkt og
frelsandi englar til bjargar sveita-
ballamenningunni. Þeir fóru í
nokkrar risavertíðir um landið upp
úr 1980 í kjölfar gríðarlegra vin-
sælda kvikmyndar sinnar Með allt
á hreinu. Þeir sönnuðu að enn var
lag og í kjölfarið sigldu hljómsveit-
ir sem margar hverjar eru enn að:
Sálin, SSSól, Stjórnin, Skriðjöklar,
Ný dönsk og fleiri hljómsveitir. Nú
var gaman en við tók niðurlæging-
artímabil sem enn virðist vara.
Hvar eru hinir nýju Stuðmenn?
jakob@frettabladid.is
SUMARGLEÐIN
Hljómsveit Ragga Bjarna var með vinsæla
skemmtikrafta í farteskinu á borð við
Ómar Ragnarsson, Hemma Gunn, Magnús
Ólafsson, Bessa Bjarnason og fleiri.
STUÐMENN
Endurlífguðu sveitaballamenninguna með
látum upp úr árinu 1980.
Stuðmenn halda lífi í arfleifð sinni:
Hinn langi
armur ríkisins
Land og synir í skjóli
fjölmiðlasamsteypu:
Félagsheimili
í dauðateygjum