Fréttablaðið - 24.06.2003, Page 9

Fréttablaðið - 24.06.2003, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. júní 2003 INDÓNESÍA, AP Ali Ghufron, einn þeirra þriggja sem dregnir hafa verið fyrir rétt vegna aðildar að hryðjuverkaárásunum á Balí í október á síðasta ári, sakar lög- regluna um að hafa beitt hann pyntingum til að knýja fram játn- ingu. Í skriflegri yfirlýsingu frá Ghufron er því haldið fram að lög- reglumenn hafi barið hann 20 sinn- um og hótað að senda eiginkonunni mynd af mörðum getnaðarlim hans. „Upphaflega neitaði ég að skrifa undir játninguna en síðan lét ég undan því að ég gat ekki haldið út pyntingarnar,“ sagði Ghufron. Annar sakborningur í málinu, Amrozi bin Nuthasyim, fullyrðir einnig að lögreglan hafi beitt hann ofbeldi. Yfirvöld neita allri sök. ■ JÖFNUÐUR Bæjarstjórn Garðabæj- ar hefur ákveðið að gera úttekt á launamun kynjanna í störfum hjá bæjarfélaginu. Fari svo að úttekt- in sýni óeðlilegan mun á launum karla og kvenna verður gripið til aðgerða til að jafna þann mun. Hlutfall launa kvenna af launum karla er nú tæplega 80 prósent á landsvísu og kom fram í greinar- gerð tillöguflytjanda, Laufeyjar Jóhannsdóttur, forseta bæjar- stjórnar, að sá munur væri ólíð- andi. ■ GARÐABÆR Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, lagði til úttekt á launamuni kynjanna sem fylgt verður eftir með að- gerðum ef munurinn reynist í takt við launamun kynjanna á landsvísu. Úttekt á launum kynjanna: Garðabær gegn launamun Í VITNASTÚKUNNI Ali Ghufron, sem talinn er vera einn af leið- togum Jemaah Islamiyah, heldur því fram að lögreglan hafi beitt hann andlegu og lík- amlegu ofbeldi til að knýja fram játningu. Meintur hryðjuverkamaður: Sakar lögregluna um pyntingar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.