Fréttablaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 24. júní 2003 Lögreglan á Blönduósi: Tvær slas- aðar eftir bílveltu BÍLVELTA Tvær konur á þrítugsaldri slösuðust þegar bifreið þeirra hafnaði utan vegar í Hrútafirði á laugardagsmorgun. Þær voru fluttar með sjúkrabíl til Reykja- víkur. Meiðsl þeirra voru ekki eins alvarleg og haldið var í fyrstu og var þyrla Landhelgis- gæslunnar afturkölluð en var komin í flugtaksstöðu. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bíln- um í lausamöl þannig að hann fór út af veginum og steyptist ofan í skurð. Bíllinn er ónýtur. ■ ÁRÁSIR SKÆRULIÐA Lögreglufor- ingi særðist þegar um 150 upp- reisnarmenn úr röðum kommún- ista gerðu áhlaup á bæinn Quina- pondan á Filippseyjum. Skærulið- arnir gerðu húsleit á heimilum lögreglumanna, sem margir hverjir voru í messu, og höfðu á brott með sér nokkra M16-riffla. Skömmu áður höfðu skæruliðar skotið til bana bæjarstjóra og sært sex manns í bænum Tayug. FLÓÐ AF VÖLDUM MONSÚN- RIGNINGA Að minnsta kosti fjór- ir hafa farist í flóðum af völdum monsún-rigninga í Bangladesh. Hundruð þúsunda eru innilokuð í húsum sínum, sem eru umkringd vatni. Fjöldi hrísgrjónaakra hef- ur eyðilagst auk þess sem búfén- aður hefur orðið vatnsflaumnum að bráð. Reykjavík: Barinn með flösku LÖGREGLUMÁL Maður á fertugsaldri lá eftir í götunni í miðborg Reykja- víkur eftir að hafa verið barinn í höfuðið með flösku. Hann var fluttur á slysadeild og er ekki tal- inn alvarlega slasaður. Samt þótti ástæða til að leggja hann inn vegna eðlis áverkanna. Árásarmennirnir eru taldir hafa verið tveir. Ekki hefur tekist að hafa upp á þeim en málið er í rannsókn. ■ ■ Asía

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.