Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 36 Sjónvarp 44 LAUGARDAGUR 23. ágúst 2003 – 199. tölublað – 3. árgangur ÁKÆRT VEGNA STÓRFELLDS KVÓTASVINDLS Ríkislögreglustjóri hef- ur ákært sex menn og sex út- gerðarfyrirtæki í Ólafsvík fyrir stór- fellt kvótasvindl. Málið hefur verið þingfest í Héraðs- dómi Vesturlands og má búast við því að dómur verði kveðinn upp eftir tvo til þrjá mánuði. Sjá nánar bls. 2 VALDATAFL BANDAMANNA Í ÍRAK Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna segir ólíklegt að Öryggisráðið styðji tillögu um fjölgun hermanna í Írak nema Bandaríkjamenn deili yfirstjórn með öðr- um. Sjá nánar bls. 4 ÞEGAR VÖR VIÐ AFBÓKANIR Sam- tök ferðaþjónustunnar hafa verulegar áhyggjur af því að ímynd Íslands skaðist vegna umfjöllunar um hvalveiðar í fjölmiðl- um um víða veröld. Sjá nánar bls. 2 ÓEÐLILEGA MIKIÐ AF LAUNUÐ- UM VERKEFNUM Ríkisendurskoðun telur stjórnarmenn í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hf. hafa fengið óeðlilega mikið af launuðum verkefnum fyrir félagið. Sigurður Garðarsson stjórnarmaður fékk 13 milljónir króna í gegnum einkahlutafélag sitt, Hafur ehf. Sjá nánar bls. 4 Landsliðsþjálfarinn talar um landsliðið, leikina fram undan, árin í Þýskalandi og hvort hann hefði hugsanlega frekar viljað spila með þýska landsliðinu á sínum tíma, eins og honum bauðst. Ásgeir Sigurvinsson: ▲ SÍÐA 20 Aftur í eldlínunni HM Í FRJÁLSUM Í PARÍS Und- ankeppni í stangarstökki kvenna á heims- meistaramótinu í París hefst klukkan 14.40. Keppendunum 27 hefur verið skipt í tvo riðla og verður Þórey Edda Elísdóttir önnur í stökkröðinni í A-riðli. Tólf efstu keppend- unum eru tryggð sæti í úrslitum þó svo einhverjum þeirra takist ekki að stökkva yfir lágmarkshæðina. Sjá nánar bls. 38 DAGURINN Í DAG Nokkur vindur +15 +19 +15 Hægur vindur Hægur vindur Hægurvindur +15 VEÐRIÐ Í DAG GOTT VEÐUR Gott veður verður í dag. Akureyri hefur vinninginn. Veðrið í borginni er til þess fallið að spássera þar um. Sjá nánar bls. 6. útgáfutónleikar í Hafnarhúsinu Mínus: Sirkus Halldórs Laxness uppgjör við fortíðina Einar Ágúst: Poppbransinn yfir- borðskenndur ▲ SÍÐA 42 ▲ SÍÐA 40 í vinnunni á afmælisdaginn Sigurður Hjartarson: Með fullri reisn á reðursafninu ▲ SÍÐA 16 BAGDAD, AP Bandaríska alríkislög- reglan FBI og íraskir lögreglu- menn hafa yfirheyrt fjölda fólks vegna rannsóknar á sprengjutil- ræðinu gegn höfuðstöðvum Sam- einuðu þjóðanna í Bagdad á þriðju- dag. Ekki er talið loku fyrir það skotið að íraskir öryggisverðir hafi veitt tilræðismönnunum að- stoð. „Við teljum hugsanlegt að starfsmenn sendiráðsins kunni að hafa átt hlut að máli,“ sagði Bern- ard Kerik, fyrrum lögreglustjóri í New York, en hann stýrir nú endur- reisn lögregluliðsins í Írak. Kerik segir að marga öryggis- varðanna sem störfuðu við höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna, megi tengja við Saddam Hussein fyrrum forseta Íraks, enda flestir ráðnir til starfans áður en stríðið skall á. Að minnsta kosti 23 létust í sprengjutilræðinu og yfir 100 særðust. Enn er verið að leita að fólki í rústunum. Tveir bandarískir hermenn féllu á fimmtudag, annar í átökum við íraska andspyrnumenn sunnan Bagdad, hinn í höfuðborginni sjál- fri. Frá stríðslokum 1. maí síðast- liðinn hafa 65 bandarískir hermenn fallið í Írak. ■ FÓRNARLÖMBIN FLUTT FRÁ ÍRAK Fórnarlömb sprengjutilræðisins á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðana í Bagdad hafa nú verið flutt frá Írak. Hér flytja embættismenn kistu með líki Sergios Vieiras de Mellos, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, um borð í flugvél á alþjóðaflugvellinum í Bagdad. GEÐSJÚKDÓMAR Við vitum um mjög veikt fólk sem heilbrigðisyfirvöld vilja ekki taka við,“ segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, um hóp geðveikra sem hafa engin úrræði og kveljast þess vegna. Sama er að segja um fjölskyldur veika fólksins. „Lögreglan aumkar sig oft og iðulega yfir fólkið og leyfir því að sofa úr sér vímu á bak við lás og slá, sem er ekki rétti staður- inn fyrir veikt fólk.“ „Ég þekki nokkur dæmi þessi að geðsjúkir einstaklingar hafi verið fluttir á bráðamóttöku en gangi út á með- an þeir bíða eftir aðstoð. Því þarf að fara að linna að sjúklingar séu fluttir í sjúkrabílum en geðsjúk- lingar í lögreglubílum,“ segir Sveinn. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um vanda geðsjúkra og rætt við föður rúmlega fjörutíu ára gamals geðsjúks manns. Þrátt fyrir ára- langa sára baráttu segist faðirinn ekki geta gefist upp. Hann segir son sinn engan annan eiga að. Sjálfur bíður faðirinn þess að komast á sjúkrahús en telur sig ekki geta lagst inn fyrr en lausn verði fundin á vanda sonarins. Faðirinn segir einna verst að vegna mikillar drykkju sé sonur hans meðhöndlaður eins og drykkjusjúklingur en minna gert með geðsjúkdóminn. Lögreglan segir hörmulegt að horfa upp á neyð fólksins og segir neyðarbrauð að vista það í fanga- geymslu. Þrátt fyrir að ástand veika mannsins hafi versnað síðustu fimm ár hefur hann verið meira og minna á vergangi. Hann sækir mikið að heimili föður síns og þarf oft að kalla til lögreglu. Hann kemur og ber allt að utan og fólk- ið í húsinu er mjög hrætt við hann þar sem hann er mjög ógnandi. Það eykur á vanda föðurins. sjá nánar bls. 10 Neyðarkall geðsjúkra Geðsjúkt fólk á margt ekki í nein hús að venda. Lögregla skýtur skjólshúsi yfir sjúklinga. AP /M YN D Forstjóri ÍÚ um skattrannsóknarstjóra: Óskiljanleg leikfimi SKATTAR Skattrannsóknarstjóri tel- ur Íslenska útvarpsfélagið (ÍÚ) hafa átt að færa fyrirtækinu til tekna 5,8 milljarða króna vegna eigin auglýsinga á Stöð 2. „Stjórnarmenn og fram- k v æ m d a s t j ó r i s k a t t a a ð i l a n s hafa vanrækt að færa skattaðilan- um (ÍÚ) til tekna eigin not hans á auglýsingabirt- ingum,“ segir í skýrslu skatt- r a n n s ó k n a r - stjóra. Samtals nemi upphæðin um 5,8 milljörð- um með virðis- aukaskatti vegna áranna 1997 til 2000 Sigurður G. Guðjónsson, for- stjóri ÍÚ, segir skýrsluna í heild alls ekki slæma fyrir félagið – að atriðinu með aug- lýsingarnar slepptu: „Ef allt hefði verið gert eftir þessu kerfi skattsins árin 1997 til 2001 hefði þetta væntanlega núll- ast út. Til hvers er þá öll þess leik- fimi? Það skil ég ekki. Það kemur ekki fram hvaða skattalegar afleið- ingar þetta á að hafa,“ segir Sig- urður. Sigurður spyr hvar hlutirnir endi með aðferðafræði skattrann- sóknarstjóra: „Ef ég læt einhvern starfsmann minn skipta um ljósa- peru á skrifstofunni hjá mér, á hann þá ekki skrifa á það reikning? Ef forstjóri Flugleiða flýgur með Saga Class á fund vegna félagsins, tekjufæra Flugleiðir þá sætið á fullu verði? Eða á haus Fréttablaðs- ins að teljast auglýsingabirting?“ ■ Tilræðið gegn Sameinuðu þjóðunum í Bagdad: Öryggisverðir með í ráðum SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON „Ef ég læt starfs- mann minn skipta um ljósaperu á skrifstofunni hjá mér á hann þá ekki skrifa á það reikning?“ Þrír af þekktustu sjónvarpsmönnum þjóðar- innar skanna fjölmiðlaflóruna. Á þeim er helst að skilja að fjölmiðlaheimurinn hér á landi sé helsjúkur. Fjölmiðlaheimurinn: ▲ SÍÐUR 22-23 Einn stór sjónvarpsmarkaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.