Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 47
Húmorískir netverjar hafagert sér töluverðan mat úr
því að hugsanlega fari Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir í
framboð gegn Öss-
uri Skarphéðinssyni
svila sínum þrátt
fyrir yfirlýsingar
um hið gagnstæða,
meðal annars hér í
Fréttablaðinu eftir kosningar.
Þannig flýgur um Netið mynd af
Arnold Schwarzenegger á spjalli
við Jay Leno um framboð hans til
ríkisstjóra í Kaliforníu. Um leið
og Leno segir að Arnold verði að
passa sig á alls konar metnaðar-
fullum pólitíkusum sem vilji
hremma stólinn sést nýr fram-
bjóðandi gægjast yfir skrifboðið.
Þar er þá komin engin önnur en
Ingibjörg Sólrún! Á Baggalútur.is
er svo að finna meinfyndna yfir-
lýsingu, sem birt er í nafni Ingi-
bjargar, þar sem hún lýsir því
yfir að þrátt fyrir þrálátan
orðróm hyggist hún ekki bjóða
sig fram til ríkisstjóra Kali-
forníu!
Pylsubarinn vinsæli Bæjarinsbestu hefur undanfarin ár
boðið upp á ókeypis golftí í poka
fyrir viðskiptavini sína. Að sögn
starfsmanns staðarins rjúka tíin
út á sumrin. „Við höfum bara
verið að bjóða upp á þetta á
sumrin. Þetta liggur við af-
greiðsluborðið og þeir sem vita
að þetta eru tí taka þau með sér
en aðrir láta þau vera,“ sagði
starfsmaðurinn.
LAUGARDAGUR 23. ágúst 2003
Fréttiraf fólki
debenhams
S M Á R A L I N D
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
2
20
17
08
/2
00
3
Búðu börnin þín vel undir skólann - frábært úrval af
sérlega fallegum og vönduðum skólafötum á 3ja til 7
og 8-14 ára, á verði sem kemur þér þægilega á óvart.
SKÓLAFÁRI‹
ER HAFI‹
Mótorhjólaeign landsmannahefur aukist gífurlega á síð-
ustu fjórum árum en slysatíðni
minnkað um 30% á sama tíma,“
segir Ísleifur Þorbjörnsson hjá
Yamaha á Íslandi og bætir við að
helsta aukningin sé hjá körlum
yfir 50 ára, sem er hin svokallaða
‘68-kynslóð, en þessir karlar hafa
verið að rjúka til umboðanna og
kaupa sér mótorhjól undanfarin ár.
Í sama streng taka þau hjá
Harley Davidson umboðinu á Ís-
landi þótt þau telji kúnnahóp sinn
vera meira á milli fertugs og
fimmtugs. Þau vilja samt ekki
skrifa mótorhjólaáhuga karla á
þessum aldri á gráa fiðringinn,
enda viðkvæmt mál það, heldur
benda þau á að margir þessara
manna hafa látið sig dreyma um að
eignast mótorhjól í áraraðir.
Það sem kemur á óvart við
þetta hér á landi er að séu tölurn-
ar bornar saman við Bandaríkin
kemur í ljós að mótorhjólaæði ‘68-
kynslóðarinnar er síst minna en
hér, en þar eykst slysatíðnin hjá
körlum á þessum aldri. Talað er
um að slys af völdum karla yfir 50
ára sem eru á mótorhjóli hafi auk-
ist um 24% á tæpum 10 árum. Á
Íslandi vonast fólk til þess að það
gerist ekki á næstu árum og um-
boðin benda á að karlar á þessum
aldri fari með hjólin sín eins og
postulín. ■
1TombRaider.
Angelina,
Angelina,
Angelina.
2Borðspil.Miklu
skemmtilegra
en tölvuleikir.
3The MarsVolta er
langflottasta
band í heimi.
Pottþétt í
geislann, ak-
irðu niður
laugardag-
inn.
4Rauðarvarir eru
víst að kom-
ast í tísku.
5Finnagaml-
an West-
inghou-
se-ísskáp
og láta
sprauta
hann.
JÓN GNARR
Myndin er tekin úr kvikmyndinni Maður
eins og ég en þessa dagana er Jón fjarri
kvikmyndum því hann er að æfa nýtt leik-
rit.
Leikur
vangefinn
vin Ellings
LEIKRIT Jón Gnarr er nú við æfing-
ar á nýju leikriti sem verður
frumsýnt 12. september í Loft-
kastalanum, í samvinnu við Leik-
félag Reykjavíkur.
„Já, ég er víst að leika í Elling,“
segir Jón. „Ég leik þarna van-
gefinn vin Ellings. Fæ að vera
með í þessu og finnst það fínt.“
Það er Benedikt Erlingsson
sem leikstýrir verkinu en Elling
sjálfur er leikinn af Stefáni Jóns-
syni, sem fékk einmitt Grímuna
fyrir leikstjórn sína á Kvetch. Ell-
ing er annars leikrit byggt á
þekktri norskri skáldsögu sem
hefur verið kvikmynduð. Bíó-
myndin fór sigurför um allan
heiminn og vonir standa til að
leikritið Elling verði smellur
haustsins. ■
ráð5fyrir helgina
Mótorhjól
‘68-KYNSLÓÐIN
■ rýkur nú í búðirnar og kaupir sér mót-
orhjól, eða karlarnir réttara sagt.
Mótorhjólaæði
hjá ‘68-kynslóðinni
MÓTOR-
HJÓL
Sífelt fleiri
yfir 50 ára
kaupa sér
mótorhjól.