Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 23. ágúst 2003 23
lega flókinni spurningu.
Fréttamiðill sem ætl-
ar að spegla sam-
tíma sinn að ein-
hverju viti þarf
að róa að því öll-
um árum að
mynda trúnað-
artengsl við
áhorfanda sinn
og lesanda. Þeir
síðarnefndu eru
hvorki vitlausir né
óupplýstir. Þeir
finna það mjög fljótt
þegar verið er að mata
þá af hagsmunagæsku og
snúa sér annað. Fréttamennska er
einföld vísindi og snúast um það að
sýna samfélagið eins og það er en
ekki eins og það ætti að vera.
Egill: Leiðinlegast er þetta puk-
ur. Til dæmis var aldrei hægt að
pína það út úr Fréttablaðinu að það
væri Jón Ásgeir sem ætti þetta
blað. Að þetta skyldi ná að verða
svona viðkvæmt er ótrúlegt. Mér
virðist augljóst að fréttaflutningur-
inn sé undir áhrifum þess að Jón
Ásgeir á blaðið. Og sé litið til DV,
þá eru komnir þar inn mjög harðir
flokksmenn sem eru farnir að véla
þar um og hafa breytt blaðinu í
hart málgagn Sjálfstæðisflokksins,
miklu harðara en Mogginn
nokkurn tíma. Samt eru þeir alltaf
að pukrast með þetta. Af hverju
ekki að kalla hlutina sínum réttu
nöfnum? Í Bretlandi taka blöð póli-
tíska afstöðu. Þú veist nokkurn
veginn hvar þú hefur þau og það er
gott.
Þorsteinn: Þetta er rétt hjá Agli.
Menn eiga að koma út úr skápnum
með þetta. Þeirri venju var komið á
á sínum tíma hjá fréttastofu Stöðv-
ar 2 að tekið var fram ef um hags-
munatengsl var að ræða við fyrir-
tækið. Þetta er einfaldlega sjálf-
sagt og eðlilegt og þá geta áhorf-
endur sjálfir metið fréttirnar í því
samhengi.
Sigmundur: Fyrst og fremst
þurfa menn að vera ærlegir í þess-
ari vinnu sinni. Peningar eru
hreyfiafl fjölmiðla eins og annarra
fjölmiðla. Fréttamenn eiga að þigg-
ja laun sín og láta þar við sitja. Mér
finnst einu gilda hvort fréttamaður
er flokksbundinn í stjórnmála-
flokki, sæki sértrúarsöfnuð, sé
dýrvitlaus á eftir KR-
ingum á mánu-
dögum og
s æ k i
alla fundi samtakanna ‘78
og í bridgeklúbbi með
Hannesi Hólmsteini
... bara það eitt að
hann geti skrifað
fyrir lesendur,
og enga aðra,
gerir hann að
hæfum fjöl-
m i ð l a m a n n i .
Menn verða háð-
ir öllum fjáran-
um. Ég persónu-
lega er karlmaður
og það litar mína sýn.
Ég er Akureyringur sem
getur haft sína vankanta og
ég bý í Grafarvogi sem gæti verið
grunsamlegt. Svona má finna ýmis-
legt í fari fólks og í reynd að æra
óstöðugan ef menn á annað borð
hafa áhuga á því. Á endanum er
það alltaf afurðin sem kemur upp
um menn: Eru menn að skrifa á
fölskum forsendum eða ekki?
Hinn íslenski heybrókar-
háttur
Er þetta pukur til marks um ein-
hvern ótta í samfélaginu? Eru
menn hræddir við að stíga á lík-
þorn?
Egill: Jú, menn eru smeykir á Ís-
landi og hafa verið lengi. Ég held
að þetta tengist því að sömu menn
eru búnir að vera við völd lengi og
komið sínu liði fyrir. Það er engin
ógnarstjórn í gangi en mjög marg-
ir sem vilja eiga gott veður hjá
stjórnvöldum. Ekki er til að bæta
að stjórnarandstaðan er álappaleg.
Þetta var áberandi í virkjunarum-
ræðunni. Margir frjálslyndir menn
sem voru mjög andsnúnir þeim
framkvæmdum þorðu ekki að anda
um þetta - sem má skrifa á hey-
brókarhátt fremur en ótta.
Sigmundur: Einn mesti höfuð-
verkur við að starfa á íslenskum
fjölmiðlum er fámennið. Eftir að
hafa starfað á fjölmiðlum vel á
þriðja áratug, hefur maður eigin-
lega talað við alla sem hafa eitt-
hvað að segja og mjög oft við þá
sem hafa mest að segja. Þar af leið-
andi er maður farinn að heilsa
þeim á götu og þar af leiðandi get-
ur verið vont að meiða þá mikið
þegar þess þarf með. Ég hef kynnst
því að það getur verið erfitt að fá
menn í viðtöl fyrir minnstu sakir
og það er einfaldlega vegna þess
að menn eru hörundsárir og
langræknir. Fyrir vikið er
auðvelt að koma sér út í horn í ís-
lenskum fjölmiðlum sökum hörku,
einstrengni og eftirfylgni.
Þorsteinn: Svo ég taki nú samt
fórnarlambshrollinn út úr þessu
svari, Sigmundur, þá er þetta engu
að síður góður tími til að starfa í
fjölmiðlun. Við erum að upplifa
stærstu breytingar frá því við lögð-
um ritvélunum. Nú þarf að draga
hugsunarhátt stjórnenda til nútím-
ans.
Baunateljararnir taka yfir
Stöðugt óljósari skil virðast á
milli auglýsinga og dagskrárefnis.
Eru auglýsingadeildirnar farnar að
hafa allt of mikil áhrif á hvernig
dagskrárefnið er unnið?
Þorsteinn: Ég fæ stundum á til-
finninguna að maður sé staddur í
einum stórum sjónvarpsmarkaði.
Egill: Ég held að ég hafi verið
með eina þáttinn á Skjá einum sem
ekki litaðist af auglýsingum. Ég
þurfti sem betur fer aldrei að hafa
áhyggjur af því.
Sigmundur: Skil á milli auglýs-
inga og frétta hafa oft verið óljós
og hafa að líkindum orðið óljósari á
allra síðustu árum. Ekki síst á milli
ýmiss dagskrárefnis og auglýs-
inga. Mótstöðuaflið hefur minnkað
og dagskrárgerðarfólk smám sam-
an orðið opnara fyrir allskonar
leikjum og það sem ég vil kalla
auglýsingasukki í þessum „léttu“
þáttum. Fyrir vikið hafa skil á milli
alls efnis minnkað og allt er að
verða einn hrærigrautur. Það
flottasta í dag er jafnvel að skera
textadálka í blöðum í sundur og
skella þar inn tópas-auglýsingum.
Ég held að þetta sé hættuleg þróun
vegna þess að ágætlega vitræn
fjölmiðlun þarf að fá að vera í friði,
ekki ósvipað því að maður renni
uppí rúm á kvöldin og lesi bók fyr-
ir svefninn; ekki vildi maður láta
einhverjar sápuauglýsingar garg-
ast inn um gluggann hjá sér á þeim
stundum.
Þorsteinn: Auglýsingar eru hluti
fjölmiðlunar. Þaðan koma inn tekj-
ur og allt í góðu með það. Mörkin
þurfa bara að vera skýr.
Er eitthvað til sem heitir frjáls
fjölmiðlun?
Sigmundur: Nei. Það er enginn
maður frjáls í samfélagi við annað
fólk. Allra síst eru fyrirtæki frjáls
í því leikkerfi sem þau þurfa að
lúta. Menn geta hins vegar byggt
upp trúnað og traust í þessum geira
eins og öðrum,
líkt og tíðkast í
m a n n l e g u m
s a m s k i p t u m .
Fjölmiðlar eru
ekkert hafnir
yfir eðlilega
mannasiði og eiga
að fara að þeim.
Egill: Tja, fjölmiðl-
un er eins frjáls og ein-
staklingarnir sem þar vinna.
Þeir sem eru með hjartað í buxun-
um gagnvart þeim sem valdið hafa
skapa ekki frjálsa fjölmiðla. Manni
verður hugsað til Morgunblaðsins.
Þorsteinn: Mér finnst hægara að
tala um svigrúm en frelsi. Það þarf
einfaldlega svigrúm til að skapa
gott efni. Því miður veljast gjarnan
til forystu í fjölmiðlum menn sem
hafa enga reynslu af faginu.
Egill: Mér fannst ég á tímabili
frjálsastur allra í íslenskum fjöl-
miðlum og gat sagt hvað sem var.
Svo fóru að berast kvartanir og ég
fór sennilega að beita sjálfan mig
innri ritskoðun, fór að verða gætn-
ari en ég á til og það finnst mér
leiðinlegt.
Sigmundur: Þarna má aftur
minnast á fámennið. Á meðan ég
skrifaði leiðara í ágætt dagblað úti
í bæ, varð ég mjög var við það að ef
ég gagnrýndi málefnalega meðferð
valinkunnra manna, áttu þeir oft
erfitt með að taka því og litu oft á
tíðum á gagnrýnina sem persónu-
lega, fremur en málefnalega. Ef ég
hældi og gagnrýndi sama manninn
í sömu vikunni var ég álitinn ving-
ull. Það er því miður þannig að í
samskiptum fjölmiðla og stjórn-
mála eiga menn helst að vera vinir
hvers annars, burt séð frá gagn-
rýnni hugsun. Þú segir ekki vondar
fréttir af stjórnmálamanni sem þú
ætlar að umgangast á næstu árum.
Svívirtir og vanmetnir
áhorfendur
Fjölmiðlalandslagið hefur verið
kvikt. Landslagið hefur verið sí-
breytilegt? Hvað sjáið þið gerast
næst?
Egill: Horfurnar eru ekkert
alltof glæsilegar en möguleikarnir
felast kannski í nýrri tækni. Maður
getur nánast farið að senda út
heiman að frá sér. Þess ber þó að
geta að oft hefur orðið lítið úr von-
um bundnum nýrri tækni. Til dæm-
is netmiðlarnir - þar þraut öllum
erindi - voðalega gaman um hríð en
nú alger ládeyða.
Þorsteinn:
Í sjónvarpi
er nú
hægt að gera
frábæra hluti í
dagskrárgerð
með litlum til-
kostnaði. En
eitt skelfileg-
asta orðið í nú-
tíma umræðu er
hagræðing. Allt
snýst um það en ekki
um innihaldið, hvaða
markmiði við viljum ná.
Egill: Fjölmiðlar verða að geta
leyft sér að vera með þætti sem
eru ekkert svo ofboðslega vinsælir.
Þorsteinn: Áhorfendur eru stór-
lega vanmetnir. Ég hef oft heyrt
um þá talað sem einhvern þver-
skurð lífsleiðs fólks í Neðra-Breið-
holti sem ber að skaffa eitthvað
nógu auðmelt og skemmtilegt.
Áhorfsmælingar eru í sjálfu sér
ekki góður mælikvarði. Líkt og að
reyna að mæla lífshamingju með
tommustokk.
Egill: Þegar við vorum 200 þús-
und á Íslandi voru sjö dagblöð á
markaði og við vorum ekki að
kveinka okkur undan því að halda
úti Sinfóníuhljómsveit. Það er líkt
og bókhaldararnir séu að færa sig
um of upp á skaftið.
Sigmundur: Ég er sammála Agli.
Baunateljararnir hafa tekið yfir og
stjórna íslenskum fjölmiðlum í
skjóli eigin minnimáttakenndar.
Það sem fyrst og fremst vantar í ís-
lenska fjölmiðla, fyrir nú utan fjár-
magnið, eru færir, frjálsir og fram-
sæknir fjölmiðlamenn. En þetta er
að vísu ofstuðlað.
Hvað er næst á döfinni hjá ykk-
ur, hverjum um sig?
Egill: Ég ætla bara að halda
áfram að vaða hér í vatninu sem er
skammt utan Berlínar. Wannsee-
vatni sem er á stærð við Þingvalla-
vatn ef ekki stærra.
Þorsteinn: Ég hef verið 21 ár
starfandi við fjölmiðla og ætla að
halda því áfram. Ég óska mínu
fyrrum samstarfsfólki á Stöð 2 alls
hins besta og er sjálfur með allar
skúffur fullar af hugmyndum.
Sigmundur: Ég sit hér ofan í
kjallaranum mínum og skrifa sög-
ur sem koma út á næstu misserum.
Þess utan ætla ég að virða fyrir
mér landsmenn í gegnum sjón-
varpsskjáinn.
jakob@frettabladid.is
Þrír af þekktustu sjónvarpsmönnum Íslands skanna fjölmiðlaflóruna á símafundi
með Fréttablaðinu. Þeir eru ótrúlega samstíga í mati sínu, en einna helst má á
þeim skilja að fjölmiðlaheimurinn sé helsjúkur; einkennist af mönnum í valda-
stöðum sem ekki þekkja fagið, baunateljurum sem hafa tekið yfir, auglýsingasukki
og bókurum sem stöðugt færa sig upp á skaftið.
varpsmarkaður
SIGMUNDUR ERNIR
Baunateljararnir hafa tekið
yfir og stjórna íslenskum fjöl-
miðlum í skjóli eigin minnimáttar-
kenndar. Það sem fyrst og fremst
vantar í íslenska fjölmiðla, fyrir nú
utan fjármagnið, eru færir, frjálsir og
framsæknir fjölmiðlamenn. En þetta
er að vísu ofstuðlað ...“
,,
ÞORSTEINN J.
„Áhorfendur eru
stórlega vanmetnir.
Ég hef oft heyrt um þá tal-
að sem einhvern þver-
skurð lífsleiðs fólks í
Neðra-Breiðholti sem
ber að skaffa eitthvað
nógu auðmelt og
skemmtilegt. Áhorfs-
mælingar eru í sjálfu
sér ekki góður mæli-
kvarði. Líkt og að
reyna að mæla lífs-
hamingju með
tommustokk.“
,,