Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 30
■ Teiknimyndasögur
■ Nafnið mitt ■ Plötukassinn minn
30 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Lesendahópurinn er alltaf aðstækka og breytast og það er
mest áberandi hversu stelpum
sem lesa myndasögur hefur fjölg-
að mikið,“ segir Pétur Yamagata,
umsjónarmaður myndasögudeild-
ar Nexus. „Stelpurnar eru flestar
á aldrinum 12 til 22 ára og sækja
langmest í japanskar teikni-
myndasögur og þá aðallega svo-
kallaðar shoujo-sögur. Þetta er
japanskt slangur yfiir stelpu-
myndasögur en strákar lesa þetta
auðvitað líka. Þetta eru súrreal-
ískar sápuóperur með mjög sér-
stakan húmor og litla sem enga
pólitíska rétthugsun.“
Ekki bara fyrir nörda
Pétur nefnir til dæmis bækurn-
ar GTO sem segja frá „mótor-
hjólatöffara sem gerist mennta-
skólakennari til þess að komast
yfir kvenfólk með skrautlegum
afleiðingum“ og Fake sem fjalla
um ævintýra tveggja samkyn-
hneigðra löggufélaga. „Þessar
bækur rokseljast og eru mjög vin-
sælar hjá stelpunum.“
Nexus hefur algera sérstöðu
hvað varðar innflutning á teikni-
myndasögum og hefur frá upp-
hafi verið höfuðvígi „nörda“ sem
lifa og hrærast í teiknimyndasög-
um, hlutverkaspilum, vísinda-
skáldskap og bíómyndum. Pétur
segir þó að það hafi bara verið
rétt í upphafi sem hægt sé að tala
um að myndasögurnar hafi verið
bundnar við dæmigerða „nörda“.
„Þetta breyttist mjög fljótt,“ segir
hann. „Það er auðvitað alltaf
ákveðinn kjarni sem sækir í ofur-
hetju, spandexgalladæmið, en
þróunin hefur verið svo ör og fjöl-
breytnin mikil í myndasögunum
að það er úr nógu að velja. Þetta
eru orðnar miklu harðari bók-
menntir með tilkomu breskra höf-
unda á borð við Warren Ellis með
Transmetropolitan. Það má helst
líkja þessu við þá breytingu sem
varð á glæpamyndum þegar
Quentin Tarantino kom fram á
sjónarsviðið með Reservoir Dogs
og Pulp Fiction.“
Ofurhetjur í stöðugri þróun
Þessar teiknuðu glæpabók-
menntir höfða, líkt og kvikmyndir
Tarantinos, sérstaklega til karla á
þrítugsaldri en Pétur segir að
karlkynskaupendur teiknimynda-
sagna séu á öllum aldri. „Karlarn-
ir fara talsvert hærra í aldri en
konurnar,“ segir hann. „Ætli Meg-
as sé ekki aldursforsetinn hjá
okkur en það eru svona 10-12
fastakúnnar á hans reiki hjá okk-
ur. Þegar menn eru komnir á
þennan aldur eru þeir oft að
kaupa í nostalgíu, eldgamlar Bat-
man-sögur og fleira. Þetta eru líka
sjóaðir menn sem hafa lesið flest
og hafa því áhuga á nýjum
straumum og tilraunum.
Það er alltaf einhver tilrauna-
starfsemi í gangi, ekki síst í kring-
um ofurhetjurnar þar sem eitt-
hvað þarf að gera til að halda þeim
á lífi. Blöðin 1602 eru til dæmis
mjög vinsæl núna en þar hefur
Neil Gaiman, sem gerði Sandman,
tekið klassískar Marvel-ofurhetjur
og sett þær í miðaldabúning. Þar
koma þekktir gaurar eins og
Spiderman, Dr. Strange, Hulk og
fleiri við sögu og þarna er spænski
rannsóknarrétturinn ekki að eltast
við trúvillinga heldur svokallað
„witchbreed“ sem eru ofurhetj-
urnar. Þetta er svipuð pæling og
hefur sést í X-Men.“
Draga karla á bókasafnið
Borgarbókasafnið heldur úti
ágætri myndasögudeild þar sem
hægt er að komast í kynni við
flestar tegundir myndasagna, jap-
anskar, ofurhetjur og harðsoðna
reyfara svo eitthvað sé nefnt. Pét-
ur segir bókasafnið nú þegar eiga
gríðarlegan fjölda titla. „Við höf-
um verið í ráðgjafarhlutverki
þarna en Úlfhildur Dagsdóttir
bókmenntafræðingur hefur séð
um þessa deild með miklum
glæsibrag.“
Erla Kristín Jónasdóttir hjá
Borgarbókasafninu segir mynda-
sögurnar njóta mikilla vinsælda
bæði hjá ungum sem öldnum.
„Þær eru lánaðar mikið út og án
þess að við getum fullyrt það
grunar okkur að myndasögurnar
hafi átt sinn þátt í að draga karl-
menn inn á safnið. Myndasögurn-
ar virðast njóta mikilla vinsælda
hjá þeim og svona almennt eru
konur um 60% gesta bókasafna í
heiminum en hér hjá okkur skipt-
ist þetta alveg til helminga. Úrval-
ið af tímaritum og tónlist hefur að
vísu stóraukist á liðnum árum en
teiknimyndasögurnar hafa áreið-
anlega haft sitt að segja.“
Kvikmyndaframleiðendur í
Hollywood hafa sótt stíft í teikni-
myndasögurnar undanfarið og
þannig hafa gömlu jaxlarnir Hulk,
Spiderman og X-Men slegið
hressilega í gegn á hvíta tjaldinu.
Pétur segir bíómyndirnar vissu-
lega hafa komið myndasögunum í
sviðsljósið en áhrifin á myndasög-
urnar sjálfar hafi aðallega verið
þau að höfundar þeirra reyni
jafnharðan að toppa það sem þeir
sjá í bíó á pappírnum „og það hef-
ur ekki reynst þeim sérstaklega
erfitt.“
Myndasögurnar þykja því
ferskari miðill en kvikmyndin og
miðað við gerjunina sem er í
gangi í myndasöguheiminum má
slá því föstu að stórsókn þessarar
bókmenntagreinar sé síst í rén-
um.
thorarinn@frettabladid.is
Ég átti nú að heita Elvar enpresturinn neitaði að skíra
mig því nafni þar sem hann vildi
meina að það væri ættarnafn,“
segir Valgarður Þór Guðjónsson,
tölvugúrú og söngvari pönk-
hljómsveitarinnar Fræbbblanna.
„Það var því ákveðið í skyndi að
skíra mig í höfuðið á Valgerði
Þórunni, ömmu minni.“
Valgarður segir að foreldrar
sínir hafi ekki vitað að amma
hans bæri millinafnið Þórunn.
„Þau komust að því seinna
þannig að þau gerðu sér ekki
grein fyrir því að millinöfn okkar
voru líka nánast þau sömu.“
Valgarður segist ekki sakna
þess neitt sérstaklega að hafa
misst af Elvarsnafninu á elleftu
stundu og kann vel við það að
heita í höfuðið á ömmu sinni. ■
Fyrsta platan sem ég keyptivar niðri í Fálka á Laugaveg-
inum. Hún var 78 snúninga og
var með Baldri og Konna,“ segir
Hörður Torfason, sem var um 12
ára gamall á þeim tíma. „Þeir
voru aðalnúmerið þá. Alfreð
Clausen söng með honum líka.
Baldur var sá sem stjórnaði
brúðunni Konna.“
Hörður smitaðist auðvitað af
rokkinu á unglingsárunum og
sagði skilið við barnaplöturnar.
Hann segist hafa keypt fyrstu „al-
vöru“ plötuna tveimur árum
seinna. Það var „Oh, Diana“ með
Paul Anka. „Ég átti þá plötu langt
fram eftir árum. Svo settist yngsti
bróðir minn ofan á hana.“
Safn Harðar er fremur fjöl-
breytt. Allt frá vínarvölsum yfir í
sálma, rokk, djass og þjóðlaga-
söngva. „Ef ég heyri einhvern
áhugaverðan tón einhvers staðar
þá ber ég mig eftir plötunum.
Þetta er eins og gott vínglas, mað-
ur þarf ekki að drekka alla upp-
skeruna.“
Hann segist svo eiga plötur
víðs vegar að úr heiminum. Nefn-
ir sem dæmi plötur frá Svíþjóð,
Færeyjum, Finnlandi, Mexíkó og
Hollandi. Hann langar svo að fara
að kaupa meira af óperum.
Þó svo að Hörður safni tónlist
segist hann vera mjög lítið fyrir
það að safna plötum með einstaka
tónlistarmönnum. „Ég reyni yfir-
leitt frekar að leita mér að ein-
hverju nýju. Maður verður að
kíkja á hvað menn eru að gera. Í
gær fór ég t.d. út í búð til þess að
kynna mér plötu eftir íslenskan
strák sem kallar sig Mugison.“
Hann viðurkennir þó að hafa safn-
að plötum með Elton John í kring-
um 1970.
Hann segist fylgjast ágætlega
með og að það sé engin stefna sem
honum líki sérstaklega illa við.
„Ég sá Eminem-myndina um síð-
ustu helgi. Var svo að lesa textana
hans og stúdera hann.“ Rapparinn
með glókollinn hefur verið þekkt-
ur fyrir beitt hommagrín sitt,
hvað finnst svo Herði um það? „Er
ekki leyfilegt að segja allt? Mér
finnst það bara af hinu besta,“
segir hann og hlær léttilega. „Þeg-
ar maður skoðar hann í heild sinni
þá tek ég þetta ekki alvarlega.
Eins lengi og þetta er ekki undir
einhverjum fasistamerkjum. Þá
færi maður að breyta um tón.“
biggi@frettabladid.is
CINDERELLA
Junko Mizuno tekur sígild ævintýri og gerir
„klassískar splatterútgáfur af þeim“, eins
og Pétur orðar það. Svona lítur Öskubuska
út hjá Mizuno en hún hefur einnig tekið
snúning á Hans og Grétu og fleiri góð-
kunningjum úr gömlum ævintýrum. Bækur
hennar njóta mikilla vinsælda, ekki síst hjá
kvenþjóðinni.
Ekki bara fyrir nörda
Vinsældir teiknimyndasagna hafa stóraukist undanfarið og fáum blandast lengur hugur um að um alvöru bókmenntir
sé að ræða. Gróskan er mikil í myndasögugerðinni og þar ægir saman ofurhetjum, japönskum furðufígúrum og
harðsoðnum glæpamönnum. Það vekur sérstaka athygli að stúlkum sem lesa myndasögur fer stöðugt fjölgandi.
Þetta eru orðnar
miklu harðari bók-
menntir með tilkomu
breskra höfunda á borð við
Warren Ellis með Trans-
metropolitan. Það má helst
líkja þessu við þá breytingu
sem varð á glæpamyndum
þegar Quentin Tarantino
kom fram á sjónarsviðið
með Reservoir Dogs og
Pulp Fiction.
,,
INU-YASHA
Japönsku ævintýrin sem kennd eru við hetjuna sem
er hálfur maður og hálfur púki njóta mikilla vinsælda
og staldra jafnan stutt við í hillum Borgarbókasafns-
ins. Bækurnar fjalla um ævintýri nútímastúlku frá
Tókíó sem sogast inn í japanskan miðaldaævin-
týraheim þar sem mikil skálmöld ríkir og ýmsar for-
ynjur skjóta upp kollinum.
VALGARÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON
Átti að heita Elvar en þegar presturinn neitaði var gripið til þess í snatri að skíra hann í
höfuðið á ömmu sinni.
Átti að heita Elvar
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
HÖRÐUR TORFASON
Hörður segist aðeins eiga geislaspilara í
dag. Hann dauðsér eftir gamla plötuspilar-
anum. „Hljómurinn í vínylplötunni er svo
vinalegur. Í dag er hljómurinn orðinn svo
sótthreinsaður.“
Óþarfi að drekka
alla uppskeruna