Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR www.IKEA.is Hann er að koma... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I KE 21 83 8 0 8/ 20 03 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is Sé í blöðunum myndir af fólki aðsmakka hrefnukjöt í stórmörkuð- um. Allir voða ánægðir. Sérstaklega með bragðið. Er hræddur um að Símoní gamli myndi snúa sér við á himnum sæi hann þetta. Símoní var köttur sem ég bjó með um árabil á Þórsgötunni. Aristóköttur fram í klær; af síamskyni að einum þrítug- asta og fjórða. Símoní var kolsvartur með glitrandi feld og augu tígurs í vígahug. Hann hafði unun af því að stilla sér upp á steypt grindverk neðst á Þórsgötunni og láta túrista strjúka sér. Reyndar var hann líkari hundi en ketti. Það var hægt að taka hann með sér í gönguferðir. Hann gekk með manni út í sjoppu og beið á tröppunum á meðan verslað var. Svo heim aftur. Hann var vandlátur á mat og vildi helst ekkert annað en nýja, smjörsteikta ýsu og 26% ost. Þá var hann svo heppinn að á næsta horni var einn af betri veitingastöð- um borgarinnar. Þar við bakdyrnar þáði Símoní góðgæti þegar gestirnir höfðu fengið sitt. Einhvern veginn hafði honum tekist að vinna hug og hjarta yfirkokksins sem fæddi hann á humri, rækjum og smokkfiski með tilheyrandi sósum á kvöldin. Á þessum árum var stundum þröngt í búi á Þórsgötunni. Ekki alltaf til aur fyrir nýrri ýsu eða 26% osti. Það var þá sem ég komst að því að kaupmaðurinn á Baldursgötu- horninu seldi hrefnukjöt. Ódýrasta kjöt á markaðnum. Á svipuðu verði og tvíbökur. Keypti hlunk, fór með heim og setti í pott. Svo kom suðan upp. So um munaði. Sjaldan hefur eldhús þurft að þola annað eins; hvað þá kokkur- inn eða saklaus kötturinn. Ofan á hrefnuhlunknum í pottinum myndað- ist þykk skán; mórauð og hlaup- kennd. Við frekari suðu leystist hún upp í gufu sem lagðist líkt og slæða á veggi og glugga. Kaupmaðurinn hafði sagt mér að hrefnuna þyrfti að sjóða í fjóra tíma. Ég hlýddi. Í fyllingu tímans sneyddi ég kjötið niður og lagði í matarskálina hjá Símoní. Báðir vorum við orðnir kolmórauðir eftir suðuna. Símoní rétt stakk trýninu ofan í skálina, leit svo upp og horfði á mig. Úr augun- um mátti lesa vonbrigði og jafnvel sársauka. Svo sneri hann við mér rófunni og fór að heiman. Sakna hans og skal aldrei aftur sjóða hrefnu. Hrefna og Símoní

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.