Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 8
8 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Skapa reykingafólki að- stöðu „Ég hef nú alla tíð verið þeirrar skoðunar að það eigi að reyna að skapa reykingafólki viðun- andi aðstöðu innanhúss, jafnt á vinnustöðum og ekki síður á veitingastöðum.“ Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. DV, 22. ágúst. Kröfur gætu beinst að Þórólfi „Þórólfur segir að hann hafi bara fengið tölur og ekki vitað hvað hann var að skrifa undir. Ég tel ekki hægt að túlka svar borgarlögmanns með öðrum hætti en að hugsanlegar kröfur borgarinnar geti beinst að Þórólfi Árnasyni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fréttablaðið, 22. ágúst. Orðrétt LUNDÚNIR, AP Breski vopnasérfræð- ingurinn David Kelly sagðist óttast um líf sitt ef Bandaríkjamenn og Bretar réðust á Írak, að sögn sam- starfsmanns hans, Davids Brouchers, sem bar vitni í tengsl- um við rannsókn á dauða Kellys. Broucher hitti Kelly í Sviss 27. febrúar síðastliðinn. Vopnasér- fræðingurinn sagðist þá hafa hvatt Íraka til að vinna með vopnaeftirlitsmönnum til að koma í veg fyrir innrás í landið. Broucher segist hafa skynjað það að Kelly ætti í mikilli innri bar- áttu þar sem hann óttaðist að grip- ið yrði til hernaðaraðgerða, þrátt fyrir að Írakar sýndu sam- starfsvilja. „Ég mun að líkindum finnast dauður úti í skógi,“ sagði Kelly þegar Broucher spurði hann að því hvers hann vænti ef innrás yrði gerð í Írak. Broucher segist ekki hafa tekið orð Kellys alvar- lega en skilið þau á þá leið að hann óttaðist reiði Íraka. Hutton lávarður, sem stjórnar rannsókninni, hefur tilkynnt að Tony Blair forsætisráðherra muni bera vitni næstkomandi fimmtu- dag og Geoff Hoon, varnarmála- ráðherra, á miðvikudaginn. Fjöl- skylda Kellys verður kölluð fyrir rannsóknarnefndina 1. september næstkomandi. ■ Tilboði í sölu- fyrirtæki hafnað VIÐSKIPTI Ólafur Ólafsson, for- stjóri Samskipa og einn aðaleig- andi olíufélagsins Kers, gerði ásamt hópi fjárfesta tilboð í hlut Íslandsbanka í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Sölusamband ís- lenskra fiskframleiðenda. Ís- landsbanki hafnaði tilboðinu. Til- boðið var upp á tæpa tvo milljarða fyrir hlutinn. Að sögn Bjarna Ár- mannssonar, forstjóra Íslands- banka, telur bankinn meiri verð- mæti felast í eignarhluta bankans í fyrirtækjunum, en tilboðið hljóð- aði upp á. Tilboðinu hafi þess vegna verið hafnað. Íslandsbanki og Landsbanki eiga stóran hlut í SH og íslands- banki á auk þess ríflega 7% hlut í SÍF. Áhugi er hjá bönkunum að sameina fyrirtækin. S-hópurinn, undir forystu Ólafs, óttast að bankarnir vilji ganga til sameiningar eða sam- vinnu við kanadísku sjávarút- vegsfyrirtækin Clearwater og Fishery Products International. Íslandsbanki hefur verið að beina kröftum sínum í sjávarútvegi á al- þjóðavettvangi. Ólafur Ólafsson segist ekki vera mótfallinn sameiningu í sjálfu sér, en segir ástæðurnar þurfa að vera réttar. „Sölu- og markaðsfyrirtæki ganga ekki að viðskiptavinum sínum vísum, eins og útgerðarfélag gengur að sínum kvóta. Þess vegna verða menn að fara mjög gætilega,“ segir Ólafur. Bankarnir vilja stíga fastar til jarðar í málinu. Þar eru menn einnig á þeirri skoðun að samein- ing verði ekki gerð með neinu of- forsi og menn séu sér vel meðvit- aðir um mikilvæga viðskipta- hagsmuni fyrirtækjanna. Bank- arnir telja hins vegar að samein- ing gefi fyrirtækjunum mikla möguleika á því að ná meiru út úr rekstrinum. Fylkingar málsins telja hins vegar hvor um sig hina vera að verja aðra hagsmuni. S-hópurinn telur að Íslandsbanki sé að verja hagsmuni sína í Kanada. Sjónar- mið Ólafs og S-hópsins eru að vert sé að verja íslenskt eignarhald á félögunum. Innan bankanna segja menn hins vegar að S-hópurinn sé að reyna að selja fjallkonuna með þessum málflutningi og aðrir hagsmuni vegi þyngra, svo sem hagsmunir fyrirtækja innan eig- endahópsins. haflidi@frettabladid.is Landsbjörg: Endurskins- merki í bókabúðum UMFERÐ Slysavarnarfélagið Lands- björg er með átak í notkun endur- skinsmerkja. 5.000 merki verða seld í bókabúðum á höfuðborgar- svæðinu og á Akureyri næstu daga. Markmiðið með þessu er að vekja athygli foreldra á að kaupa endurskinsmerki fyrir börn sín og flestir foreldrar koma í bóka- búðir í upphafi skólaárs og er von- ast til að það auki söluna. Endurskinsmerki fimmfalda sýn á gangandi vegfarendur. Ólafur Ólafsson gerði tilboð í hlut Íslandsbanka í SÍF og SH. Íslands- banki hafnaði tilboðinu og telur að meiri verðmæti felist í fyrirtækjun- um og hagræðingar- og sameiningarmöguleikum þeirra. SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTHÚSANNA Tíu stærstu eigendur: Burðarás ehf. 16,14% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 13,22% Ker hf. 7,95% Íslandsbanki hf. 7,11% Framleiðendur ehf. 6,59% Skeljungur hf. 6,40% Vátryggingafélag Íslands hf. 6,24% Mundill ehf. 5,75% Mastur ehf. 4,02% Lífeyrissjóður verslunarmanna 2,93% SÖLUSAMBAND ÍSLENSKRA FISKFRAMLEIÐENDA Tíu stærstu eigendur: Landsbanki Íslands hf. 25,9% Burðarás ehf. 19,6% Íslandsbanki hf. 17,2% Fjárfestingarfélagið Straumur hf. 10,3% Sigurður Ágústsson hf. 8,1% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 7,2% Framtak fjárfestingarbanki hf. 2,3% Lífeyrissjóður verslunarmanna 2,1% Lífeyrissjóðurinn Framsýn 1,3% VVÍB hf. 0,9% VILDI KAUPA Ólafur Ólafsson gerði tilboð í eignarhlut Ís- landsbanka í veltumestu fyrirtækjum landsins, sölufyrirtækjunum SH og SÍF. Ís- landsbanki vildi ekki selja. SKÓLASÓKN Um 91% sextán ára Ís- lendinga stundaði nám haustið 2002 og er það rúmlega prósents aukning frá fyrra ári sam- kvæmt upplýs- ingum frá Hag- stofu Íslands. Skólasóknin hef- ur aldrei áður mælst meiri en 90%. Mikið brott- fall nemenda verður á næstu tveimur árum framhaldsskólans, en 81% sautján ára ungmenna stundar nám og 72% átján ára ungmenna. Skólasókn hefur þó aukist í öllum aldurshópum frá ár- inu 2001. Skólasókn sextán ára ung- menna er mest á Vestfjörðum og hefur hún aukist mikið frá fyrra ári. Minnst er skólasóknin á Suð- urnesjum sem fyrr, en þrátt fyrir það hefur skólasóknin þar aukist um 2 prósentustig frá fyrra ári. Sérstaklega hafa piltar þar sótt í sig veðrið. Fleiri stúlkur en piltar sækja skóla. Skólasókn sextán ára pilta á landsvísu er 88%, stúlkna 93%. Munur á skólasókn kynjanna er mestur við 19 ára aldur, 9 pró- sentustig, en eftir tvítugt dregur saman með kynjunum. Munurinn er minnstur hjá tuttugu og eins árs ungmennum, 2 prósentustig. ■ Skólasókn ungmenna eykst: Nemum fækkar með hærri aldri SKÓLASTARF Skólasókn hefur aukist í öllum aldurshóp- um síðan árið 2001. Mest var skólasóknin á Vestfjörðum árið 2002. FJÖLDI Í NÁMI 16 ára 91% 17 ára 81% 18 ára 72% Samstarfsmaður vopnasérfræðings ber vitni: Kelly sagðist óttast um líf sitt DAVID BROUCHER Broucher hitti David Kelly á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um eyðingu gereyð- ingarvopna sem haldin var í Genf í Sviss í febrúar á þessu ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.