Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 42
■ ■ KVIKMYNDIR Sjá www.kvikmyndir.is  Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800  Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900  Háskólabíó, s. 530 1919  Laugarásbíó, s. 5532075  Regnboginn, s. 551 9000  Smárabíó, s. 564 0000  Sambíóin Keflavík, s. 421 1170  Sambíóin Akureyri, s. 461 4666  Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500 ■ ■ TÓNLIST  12.00 Mark Anderson, orgel í Hall- grímskirkju í hádeginu.  16.00 Sunna Gunnlaugsdóttir jazzpíanisti spilar ásamt Jóel Pálssyni á saxófón, Róbert Þórhallssyni á bassa og Helga S. Helgasyni á trommur á sumartónleikum í Jómfrúnni við Lækjar- götu.  19.00 Smekkleysa gengst fyrir spunatónleikum í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi, undir yfirskriftinni Sirkus Halldórs Laxness í tilefni af nýútgefn- um hljómdiski hljómsveitarinnar Mínus sem ber heitið Halldór Laxness. Mínus flytur tónlist sína ásamt Curver, Einari Erni, The Hafler Trio, Einari Melax, Jó- hamri og fleirum.  20.00 Sumaróperan sýnir Krýn- ingu Poppeu á nýja sviði Borgarleik- hússins. Í aðalhlutverkum eru Val- gerður Guðnadóttir og Hrólfur Sæ- mundsson, Nanna Hovmand frá Danmörku og breski kontratenórinn Owen Willetts.  Alþjóðlegur laugardagur í miðborg Reykjavíkur með útisamkomu á Lækjar- torgi og alþjóðlegum skemmtiatriðum. Stuttmyndir frá öllum heimshornum verða sýndar í Alþjóðahúsinu. Lifandi tónlist hjá Skífunni og Gospelkór Reykja- víkur syngur á Laugavegi. ■ ■ OPNANIR  15.00 Sýning á skartgripum norsku listakonunnar Liv Blåvarp verður opnuð í sýningarsal Norræna hússins. Liv Blåvarp gegnir lykilhlutverki í norsk- um og norrænum listiðnaði. Allt frá árs- byrjun 1984 hafa skartgripir hennar vak- ið athygli bæði á innlendum og erlend- um vettvangi.  Sólrún Björk og Betty d’Is opna sýningu í Árskógum 4. Þær sýna blóma- og dýralífsmyndir.  Erla Þórarinsdóttir opnar sýninguna Tímarými á Kaffi Sólon kl. 17. Erla valdi 3 stór verk á sýninguna, sem öll tákna á einhvern hátt tíma. Verkin eru unnin í olíu og silfri á striga. ■ ■ SÝNINGAR  14.00 Charon Kransen, umboðs- maður norsku listakonunnar Liv Blåvarp í New York, heldur fyrirlestur um verk hennar og feril í ráðstefnusal Norræna hússins.  17.00 Klæðasýning fatahönnuða í Ketilhúsinu á Akureyri. Tónlist og vídeó í takt við fötin. Þátttakendur eru: Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Móheiður Hlíf Geir- laugsdóttir, Guðjón Sigurður Tryggvason, Dagmar Atladóttir, Hrafnhildur Ósk Mar- inósdóttir og Tinna Kvaran. Þau eru öll í eða hafa lokið myndlistarnámi.  Sýning Arkitektafélag Íslands, Auð- legð í norrænni byggingarlist, er opin í dag á milli 14 og 22 að Skólavörðustíg 14. Sýningin er samsýning allra norrænu arkitektafélaganna. Öll verkin byggja á vistvænni og sjálfbærri hugmyndafræði með mismunandi aðferðum og áhersl- um.  Sýning Fríðu Rögnvaldsdóttur verð- ur opin í Hitaveitu Suðurnesja í Hafna- firði. Þar sýnir hún lágmyndir unnar úr steypu.  Tvíburarnir 11-02 (Ármann) og 11- 02 (Óli Harðar) eru með ljósmyndasýn- inguna „Demantar í Suðvestur-Afríku og Fegurð í fókus“ á Vínbarnum að Kirkju- torgi 4.  Danski myndlistarmaðurinn Claus Hugo Nielsen sýnir nú verk sín í Gallerí Dvergi við Grundarstíg 21 í Þingholtun- um. Sýningin er opin klukkan 17-19 út ágúst.  María Guðmundsdóttir sýnir muni og myndir úr flóka í Listmunahorni Ár- bæjarsafns. ■ ■ FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIR  10.00 25 ára afmælishátíð Leik- skóla Reykjavíkur í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum. Öllum leikskólabörnum og fjölskyldum þeirra er boðið til hátíð- arinnar. Garðurinn opnar kl. 10.00 en formlega dagskrá hefst kl. 12.00. Birgitta Haukdal mun m.a. syngja.  13.00 Kynning á trjásýnilundi Skóg- ræktarfélags Hafnarfjarðar í Höfðaskógi. Steinar Björgvinsson, ræktunarstjóri fé- lagsins, stýrir göngu um trjásafnið og segir frá því markverðasta sem fyrir augu ber. Lagt verður af stað frá gróðrar- stöð félagsins við Kaldárselsveg.  14.00 Blómstrandi dagar í Hvera- gerði verða settir á miðbæjartorgi. Lif- andi tónlist, trúðar koma í heimsókn og skátar sjá um tívolí, svo nokkuð sé nefnt.  18.00 Skógræktarfélag Íslands og landssamband skógræktarfélaganna efna til athafnar í Hrútey í Blöndu við Blönduóskaupstað. Tilefnið er það að í Hrútey er nú „Opinn skógur“.  Opið hús verður í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu í dag í tilefni Alþjóðlegs laugardags. Þetta er liður í Magnaðri miðborg. Starfsemi hússins verður kynnt og félög útlendinga munu kynna starf- semi sína. Alþjóðleg stuttmyndasýning stendur yfir allan daginn og fram á kvöld. Grænmetismarkaður og flóamark- aður eru meðal þess sem mun setja svip sinn á miðborgina, auk þess sem alþjóðlegt þema mun einkenna verslun og veitingar. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Varðeldur og brekkusöngur sem Eyjólfur Kristjánsson stjórnar verð- ur á Fossflöt á Blómstrandi dögum í Hveragerði. Eftir brekkusönginn sér Hjálparsveit skáta um flugeldasýningu. Seinna um kvöldið er dansleikur í íþróttahúsinu þar sem hljómsveitin Pass og Eyjólfur Kristjánsson leika fyrir dansi.  22.00 Hljómsveitin Anonymous verður með tónleika á Vídalín ásamt Sunboy, dj Richard, The LBH KREW, EXOS, dj Reyni og dj Bjarka.  23.00 Megasukk á Grand Rokk í 42 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Rokkhljómsveitin Mínus held-ur síðbúna útgáfutónleika sína í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag undir yfir- skriftinni Sirkus Halldórs Lax- ness. Þriðja breiðskífa sveitar- innar, sem heitir í höfuðið á nóbelsskáldinu, kom út í júní en vegna tónleikaferða sveitarinnar erlendis gafst ekki tími til þess að fagna útgáfunni með tónleikum fyrr en nú. „Við ákváðum að fara ekki þessa hefðbundnu leið og spila plötuna í heild í sömu röð,“ segir Frosti Logason gítarleikari. „Við ætlum að hafa formið allt öðru- vísi og byrja með smá spuna ásamt þeim listamönnum sem koma fram með okkur. Þetta stig- magnast svo upp í það að við spil- um vel valda slagara af plötunni.“ Tónleikarnir skiptast þannig í tvennt. Fyrri hlutinn verður spunaölæði þar sem Mínus sem- ur tónlist á staðnum ásamt Curver, Einari Erni, The Hafler Trio, Einari Melax, Jóhamri og fleirum. Á seinni hlutanum leik- ur sveitin lög af Halldóri Lax- ness í hefðbundnu formi. Þetta er í annað sinn sem Mínus heldur slíka tónleika en í fyrra spann sveitin í þrjá tíma í Nýlistasafninu ásamt Bibba Curver. Síðan þá hefur það verið á dagskránni hjá sveitinni að endurtaka leikinn. Margar góð- ar hugmyndir fengu líf síðast, t.d. segir Frosti grunnhugmynd- ina að laginu vinsæla „Romantic Exorcism“ hafa fæðst þar. Engar beinagrindur verða gerðar áður en talið er í, allt samið á staðnum. „Við erum líka að fara að spila þarna með mis- munandi listamönnum og suma höfum við varla hitt. Við höfum ekkert komið saman og æft,“ segir Frosti að lokum. Tónleikarnir hefjast stund- víslega klukkan 19.00 og ætlar sveitin að leika stanslaust til kl. 22. Eftir það standa Mínusmenn að einkasamkvæmi á Laugavegi 11. Á meðan á sirkusnum stend- ur gefst gestum kostur á að skoða sýningu Smekkleysu, Humar eða frægð, í A-sal Hafn- arhússins. Aðgangseyrir er 1.000 kr. biggi@frettabladid.is PÁLL RAGNAR PÁLSSON Ég mæli hiklaust með því að fólkkíki í margmiðlunartjaldið niðri við Tjörn þar sem sýndar eru róttækar heimildarmyndir sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir almennings. Mjög áhuga- vert,“ segir Páll Ragnar Pálsson, gítarleikari Maus. „Alþjóðlegur laugardagur hljómar líka vel þar sem sýndar verða stuttmyndir og fleira spennandi. Svo held ég að útgáfutónleikar Mínus, Sirkus Halldórs Laxness, hljóti að vera hápunktur helgarinnar og ég ætla ekki að missa af þeim. Þá er mjög viðeigandi að nefna útgáfupartí Mínus á 11, eina barnum í bæn- um, sem tekur við af tónleikun- um. Og þegar ég er búinn að vera svona menningarlegur hugsa ég að ég geti hugsað mér að fara og hlusta á Gullfoss & Geysi.“  Val Páls Þetta lístmér á! hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 ÁGÚST Laugardagur Í Hafnarfirði hafa risið glæsilegar þjónustuíbúðir fyrir 60 ára og eldri. Um er að ræða tvö fjölbýlishús með 64 íbúðum sem eru sérhannaðar með þarfir eldri borgara í huga. Húsin standa við Hrafnistu og njóta íbúarnir öryggis frá heimilinu, auk þess sem hægt er að fá keypta þaðan ýmis konar þjónustu. Íbúðirnar eru leiguíbúðir með 30% afnotarétti og er það nýr valkostur í húsnæðismálum eldri borgara. Leigendur geta fengið húsaleigubætur samkvæmt gildandi reglum. Enn er nokkrum íbúðum óráðstafað. Hægt er að fá að skoða íbúðirnar og fá frekari upplýsingar með því að hafa samband við Sjómannadagsráð í síma 585-9301. Sjómannadagsráð Þjónustuíbúðir fyrir 60 ára og eldri glæsilegar leiguíbúðir Íbúðirnar eru fyrir 60 ára og eldri og íbúarnir njóta öryggis og þjónustu frá Hrafnistu í Hafnarfirði ✓ MÍNUS Þriðja breiðskífa sveitarinnar, Halldór Laxness, hefur fengið frábæra dóma alls staðar. Sirkus Halldórs Laxness FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ✓ ✓ ■ TÓNLEIKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.