Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 28
■ Útgáfa
28 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Ég les mjög mikið og uppá-haldsbækurnar eru nokkrar,“
segir Linda Pétursdóttir, „en fyrst
og fremst er það Siddartha eftir
Hermann Hesse sem fjallar um
Búdda og er alveg frábær bók. Ég
las hana fyrir mörgum árum og
er búin að lána mörgum hana.
Þegar ég var að ganga í gegnum
mikla erfiðleika í einkalífinu fékk
ég senda bók frá presti norðan af
Akureyri. Sú bók heitir Veronica
Decides to Die eftir Paulo Coelho,
sem skrifaði Alkemistann. Þetta
er einstök bók um stúlku í Austur-
Evrópu sem reynir að fyrirfara
sér og vaknar á geðveikrahæli.
Algjörlega frábær saga sem ég
held mikið upp á, eins og aðrar
bækur þessa höfundar.
Nýlega las ég bók sem heitir
Lovely Bones eftir Alice Sebold
og var ein vinsælasta bókin í
Bandaríkjunum í
fyrrasumar. Nú
er ég að lesa
bók sem heitir
Call me Crazy
og er eftir
leikkonuna
Anne Heche.
Þetta er
áhrifamikil bók um líf hennar en
faðir hennar misnotaði hana frá
því hún var ungbarn. Þessi bók
snertir mig mjög djúpt.“
Þegar Linda er beðin um að
nefna íslenskar bækur segist hún
verða að nefna bækur Þorvalds
Þorsteinssonar um Blíðfinn, „af
því að ég er mamma Blíðfinns“.
Þau orð munu vafalaust vera út-
skýrð nánar í ævisögu Lindu sem
væntanleg er í haust. „Svo finnst
mér Hallgrímur Helgason
skemmtilegur höfundur,“ bætir
hún við, „en annars hef ég fremur
breiðan bókmenntasmekk.“ ■
METSÖLULISTI
EYMUNDSSONAR
Allar bækur
1. Ekið um óbyggðir. Jón G. Snæland
2. Röddin. Arnaldur Indriðason
3. Kortabók Máls og menningar.
Örn Sigurðsson ritstjóri
4. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
5. Napóleonsskjölin.
Arnaldur Indriðason
6. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
7. Ensk-íslensk/íslensk-ensk vasa-
orðabók. Orðabókaútgáfan
8. Ferðakortabók. Landmælingar
Íslands
9. Hálendishandbókin. Páll Ásgeir
Ásgeirsson
10. Íslenska vegahandbókin. Steindór
Steindórsson frá Hlöðum
Skáldverk
1. Röddin. Arnaldur Indriðason
2. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
3. Napóleonsskjölin. Arnaldur
Indriðason
4. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
5. Reisubók Guðríðar Símonardóttur.
Steinunn Jóhannesdóttir
6. Óvinafagnaður. Einar Kárason
7. Sagan um Pi. Yann Martel
8. Að moldu skaltu aftur verða.
Patricia Cornwell
9. Krýningarhátíðin. Boris Akúnín
10. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason
METSÖLULISTI BÓKABÚÐA
EYMUNDSSONAR 6. - 12. ÁGÚST
The Da Vinci Code
eftir Dan Brown
Metsölubók sem hefur fengið
frábæra dóma, sem er engin
furða því hér er á ferð ein hug-
myndaríkasta og skemmtileg-
asta sakamálasaga seinni ára,
en þó ekki sú best skrifaða. Les-
andinn sér Biblíuna, Krist og
verk Leonardos da Vincis í nýju
ljósi eftir lesturinn. Gagnrýn-
andi New York Times sagði um
þessa bók: „Vá!“ Það er full
ástæða til að taka undir þá upp-
hrópun. Bókin er væntanleg í ís-
lenskri þýðingu í haust en þeir
sem vilja ekki bíða geta nálgast
hana í Eymundsson.
■ Bók vikunnar
Geoffrey Chaucer, höfundurKantaraborgarsagnanna, var
hugsanlega myrtur í grimmilegri
valdabaráttu. Þessu er haldið
fram í nýrri bók eftir Terry Jo-
nes, sem þekktur er sem einn af
Monty Python hópnum. Jones
hefur unnið að rannsóknum á ævi
Chaucers ásamt hópi fræði-
manna og þeir segja að Chaucer
hafi orðið æ einangraðri eftir að
Hinrik IV komst til valda árið
1399. Hann hafi verið óttasleginn
maður enda hafi hann verið tal-
inn á rangri línu í pólitík og í trú-
arlífi og það kunni að hafa leitt til
þess að hann var myrtur.
Alan Fletcher, kennari í mið-
aldafræðum við háskólann í
Dyflinni, er meðhöfundur Jones
að bókinni Hver myrti Chaucer?
Hann segir að eftir dularfullt lát
Ríkharðs II hafi Chaucer lent í
ónáð hjá Hinrik IV vegna þjónus-
tu sinnar við Ríkharð. Chaucer
hlyti einnig að hafa vakið áhuga
hins nýja erkibiskups af Kantara-
borg, Thomas Arundel, sem lét
brenna óvini sína á báli. Ekki sé
ólíklegt að Arundel hafi stórlega
mislíkað Kantaraborgarsögur
Chaucers þar sem gert er grín að
kirkjunnar mönnum. Fletcher
segir að Kantaraborgarsögurnar
hafi verið eldfimari en nútíma-
menn geri sér grein fyrir og
Chaucer hafi verið ærulaus mað-
ur síðustu árin sem hann lifði.
Á sínum tíma var ekki tilkynnt
opinberlega um dauða Chaucers
og engar heimildir eru til um
erfðaskrá eða opinbera jarðarför.
Legsteinn hans þykir afar lát-
laus, sem félagarnir segja enn
styðja þá kenningu að dauðdagi
hans hafi verið sviplegur. Undir
það síðasta bjó Chaucer á sér-
stökum griðastað í Westminster
Abbey þar sem fólki var boðin
friðhelgi.
Terry Jones hefur enn ekkert
látið eftir sér hafa um bókina.
Felicity Riddy, prófessor í mið-
aldafræðum við háskólann í York,
segir að bók þeirra félaga virðist
eiga eftir að verða mjög umdeild
en segir enga ástæðu til að gera
grín að Terry Jones. ■
LINDA PÉTURSDÓTTIR
Skáldsaga Hermanns Hesse
Siddartha er í miklu
uppáhaldi og sömuleiðis
bækur Paulos Coelhos.
Á árinu eru þegar komnar útnokkrar bækur á vegum For-
lagsins, aðallega þó ljósmynda-
bækur Sigurgeirs Sigurjónssonar,
sem hafa selst gríðarvel. Nýlega
kom út bókin Láttu ekki smámálin
ergja þig í ástinni eftir Richard og
Kristine Carlson, bók sem er í serí-
unni Láttu ekki smámálin ergja
þig.
Önnur handbók sem er væntan-
leg á árinu er Áfangar í kvik-
myndafræðum, sem Guðni Elísson
ritstýrir og er systurbók Heims
kvikmyndanna sem kom út fyrir
nokkrum árum hjá Forlaginu. Í
henni eru öll meginskrif leikstjóra
og kvikmyndaspekúlanta um form
kvikmyndanna, þýdd úr frummál-
um. Útgáfan er hugsuð sem kröft-
ugt innlegg í hugmyndabanka hér-
lendrar kvikmyndaumræðu og all-
margir aðilar í kvikmyndageiran-
um styrkja útgáfu hennar.
Einnig kemur út bókin Hvað er
fíkn? eftir Craig Nakken, sem er
ein af klassíkerum fíknarbók-
menntanna. Höfundur skoðar fíkn í
víðara ljósi en vant er, til dæmis
leggur hann spila- og eyðslufíkn til
jafns við áfengisfíkn. Þótt samfé-
lagið sé upptekið af ákveðnum
fíknum og telji þær stærra vanda-
mál en aðrar er öll fíkn kvöl fyrir
fíkilinn.
Stælalaus ritstíll og óvæginn
gagnrýnandi
Íslensk skáldverk Forlagsins
þetta árið eru tvö. Guðmundur
Steingrímsson, poppari, pistlahöf-
undur og blaðamaður, knýr nú dyra
með sinni fyrstu skáldsögu, sem
ber stórt og mikið nafn: Áhrif mín á
mannkynssöguna. Þegar Kristján
B. Jónasson, útgáfustjóri Forlags-
ins, er beðinn um að segja hvað ein-
kenni söguna segir hann: „Afslapp-
aður, stælalaus og húmorískur rit-
stíll, geðþekkur sögumaður sem er
hvorki alvarlegur lúser eða róman-
tískur sveimhugi, heldur fyrst og
fremst fínn gaur, miklir atburðir
um miðjan vetur og hugsanleg
kvikmynd um Jesú eru þau ele-
ment sem hér eru tilreidd saman.
Eigum við ekki að segja að þessi
bók sé fantagóð og frumleg lýsing
á sambandi einstaklings og valds
og möguleikum hins smáa til að
breyta gangi veraldarsögunnar,
svona í framhjáhlaupi á meðan
hann glímir við hin stærri vanda-
mál, eins og hver stal ferðatösk-
unni hans og hvaða kvenmaður
þetta er sem allt í einu heilsar upp
á hann.“
Linda Vilhjálmsdóttir sendir frá
sér sína fyrstu prósabók, og ber hún
heitið Lygasaga. „Þetta er feikilega
vel skrifuð bók sem tekur á erfiðum
málum og á eftir að vekja mikla at-
hygli,“ segir Kristján. „Ég er viss
um að margir eiga eftir að verða
forviða á þessari bók því hér kemur
Linda fram sem í senn óvæginn
gagnrýnandi mannlegs eðlis og
bráðfyndinn sagnahöfundur.“
Dramatísk saga barnastjörnu
Víða um heim er ekkert lát á
vinsældum bókar Michaels
Moores, Heimskir hvítir karlar. Í
Þýskalandi er bókin í efsta sæti
metsölulista yfir rit almenns eðlis
og í Bretlandi er hún í öðru sæti.
Forlagið gefur bókina út í haust og
þýðandi er Eiríkur Örn Norðdahl.
Ármann Jakobsson sendir frá
sér bókina Tolkien og Hringurinn
sem fjallar um Tolkien og verk
hans. Til dæmis eru raktar þar ætt-
ir álfa og dverga, en sú ættfræði
hefur ekki áður sést á bók. Ekkert
lát virðist vera á Tolkien-æðinu og
lokakvikmyndin um Hringadrótt-
inssögu verður frumsýnd um jólin.
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
skráir ævisögu Ruth Reginalds,
sem er sögð vera dramatísk saga
barnastjörnunnar og söngkonunn-
ar. Sagt er frá ævintýralegum ferli
hennar þegar hvert barn á Íslandi
átti með henni plötu, niðurlæging-
arárum í kjölfar þess að þeim ferli
lauk og ótrúlegu lífshlaupi sem fær
venjulegt fólk til að finnast það
hafa setið auðum höndum. Ruth
hefur staðið af sér ágjöfina og náð
góðu sambandi við sína stóru fjöl-
skyldu sem teygir sig frá Taílandi
til Bandaríkjanna, einkum hina
glæsilegu grísku föðurfjölskyldu
sem býr á sveitasetri í Suður-
Englandi.
Að lokum skal nefna stórvirkið
Íslenska bílaöldin eftir Örn Sig-
urðsson og Ingiberg Bjarnason.
Þetta er glæsileg menningarsaga
íslenskra bílamanna með um 1.000
ljósmyndir af öllu sem tengist bíla-
menningu og bílum frá 1904.
kolla@frettabladid.is
GEOFFREY CHAUCER
Terry Jones, einn Monty Python félaganna,
hefur skrifað bók þar sem hann heldur því
fram í fullri alvöru að Chaucer hafi verið
myrtur.
Í nýrri bók er að finna djarfa kenningu um dauða
eins þekktasta skálds Breta:
Var Chaucer myrtur?
LINDA VILHJÁLMSDÓTTIR
Eftir hana kemur út bókin Lygasaga, sem er fyrsta prósabók hennar.
Ekki er ýkja langt þar til bókaflóðið skellur á og þar mun Forlagið eiga forvitnilegar bækur:
Forlagið undirbýr
bókajólin
GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON
Sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu
sem ber hið mikla nafn Áhrif mín á
mannkynssöguna.
SIGURGEIR HEILLAR FERÐAMENN
Á metsölulista ferðamannabóka á
erlendum málum í verslunum
Pennans fyrstu tvær vikurnar í
ágúst á Sigurgeir Sigurjónsson
fimm bækur á topp tíu listanum.
Þetta eru Lost in Iceland, á
ensku, frönsku og þýsku,
Amazing Iceland og Iceland: The
Warm Country in the North. Þetta
er sambærilegur árangur og hjá
Arnaldi Indriðasyni í skáldsagna-
deildinni.
Þegar ég var að
ganga í gegnum
mikla erfiðleika í einkalífi
fékk ég senda bók frá presti
norðan af Akureyri. Sú bók
heitir Veronica Decides to
Die eftir Paulo Coelho, sem
skrifaði Alkemistann. Þetta
er einstök bók um stúlku í
Austur-Evrópu sem reynir að
fyrirfara sér og vaknar á
geðveikrahæli. Algjörlega
frábær saga sem ég held
mikið upp á.
,,Einstakar bækur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
■ Bókatíðindi