Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 4
4 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Náðirðu að tryggja þér miða á
landsleik Íslands og Þýskalands
6. september?
Spurning dagsins í dag:
Ætlar þú að kaupa íslenskt hvalkjöt?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
91,8%
8,2%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun tel-
ur stjórnarmenn í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar hf. hafa fengið óeðli-
lega mikið af launuðum verkefnum
fyrir félagið.
Sigurður Garðarsson stjórnar-
maður fékk 13 milljónir króna í
gegnum einkahlutafélag sitt, Hafur
ehf., á árunum 2000 til 2002.
Greiðslur til Stefáns Þórarinssonar,
varaformanns stjórnar Leifsstöðv-
ar, í gegnum Nýsi hf., námu 1,9
milljónum króna árin 2001 og 2002.
Sigurður var ráðinn til eftirlits
með byggingarframkvæmdum en
voru síðar falin önnur störf. Hann
er sagður hafa verið ráðinn vegna
sérþekkingar.
Ríkisendurskoðun segir stjórn-
armenn ekki mega koma að með-
ferð mála sem snerta þá sjálfa. Eins
verði ekki betur séð en að aðrir
hefðu getað tekið að sér verkefnin.
Upphæðirnar sem Sigurður fékk
hafi verið svo miklar að bjóða hafi
átt verkin út:
„Ljóst er að fjárhagsleg sam-
skipti af þessu tagi eru óæskileg
enda til þess fallin að vekja tor-
tryggni,“ segir Ríkisendurskoðun.
Sigurður sagði sig úr stjórn
Leifsstöðvar í desember í fyrra og
starfar áfram að verkefnum fyrir
félagið.“
Einnig voru gerðar athugasemd-
ir við að framkvæmdastjóri Leifs-
stöðvar fékk 200 þúsund króna af-
mælisgjöf til að fara í golfferð. ■
Bandamenn deila
um yfirstjórn í Írak
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ólíklegt að Öryggisráðið styðji tillögu um
fjölgun hermanna í Írak nema Bandaríkjamenn deili yfirstjórn með öðrum. Utanríkis-
ráðherra Frakklands hvetur bandamenn til að afsala völdum til heimamanna.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Kofi Ann-
an, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna varaði í gær Bandaríkja-
menn við því að Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna gæti ekki að
óbreyttu, stutt tillögu þeirra sem
hvetur þjóðir heims
til að leggja meira
af mörkum til upp-
byggingar í Írak,
með því að senda
þangað herlið, fjár-
veitingum eða þjálf-
un lögregluliðs.
Annan segir Banda-
ríkjamenn verða að
fallast á að deila með öðrum þjóð-
um, yfirstjórn hernámsliðsins, eigi
samstaða að nást um tillöguna.
Annan ræddi í gær við Colin
Powell, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna og Jack Straw, utanríkis-
ráðherra Bretlands um hvernig
tryggja mætti öryggi í Írak betur
eftir sprengjutilræðið gegn Sam-
einuðu þjóðunum í Bagdad á þriðju-
dag.
Jack Straw segir af og frá að
Bandaríkjamenn eigi að deila yfir-
stjórn hernámsliðsins í Írak með
öðrum þótt fleiri þjóðir sendir her-
lið til landsins, jafnvel í umboði
Sameinuðu þjóðanna.
Dominique de Villepin, utanrík-
isráðherra Frakklands segir tíma-
bært að styrkja framkvæmdaráð
Íraks í sessi og afsala völdum til
þess. Þá eigi að gera ráðinu kleift
að undirbúa kosningar sem fyrst.
Frakkar sem alla tíð hafa verið á
móti stríðsrekstri í Írak, segja
valdaafsal Bandaríkjamanna for-
sendu þess að hægt sé að óska eftir
þátttöku fleiri þjóða.
Nú eru rúmlega 160.000 her-
menn frá 27 þjóðum í Írak, auk
32.000 írakskra lögreglu og
landamæravarða. Bandaríkjamenn
eru fjölmennastir eða 140.000 og
Bretar eru með 12.000 manna lið í
Írak.
Donald H. Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, seg-
ist ekki sjá ástæðu til að fjölga her-
mönnum í Írak í bili.
James F. Dobbins, sérfræðingur
í friðargæsluaðgerðum, telur þörf á
300.000 til 500.000 manna herliði til
að koma á stöðugu ástandi í land-
inu.
Að minnsta kosti fimm þjóðir
sagst ætla að senda lið til Íraks;
Portúgal, Filippseyjar, Moldóvía,
Thailand og Japan. Tvö þau síðast-
nefndu hafa þó dregið í land eftir
sprengjutilræðið gegn Sameinuðu
þjóðunum.
the@frettabladid.is
Almannatryggingar
innan Norðurlanda:
Nýr samn-
ingur
TRYGGINGAR Ráðherrar almanna-
trygginga á Norðurlöndum undir-
rituðu nýjan samning um almanna-
tryggingar á fundi í Karlskrona í
Svíþjóð í vikunni. Þar var gildandi
samningur aðlagaður að breyttum
reglum innan EES en einnig var
tekið mið af breytingum sem orðið
hafa innan Norðurlandanna sjálfra.
Helsta nýmælið er fólgið í
breytingum á réttindum borgara
sem koma frá löndum sem eru ekki
aðilar að EES. Í heild einfalda þess-
ar breytingar flestar reglur sem
áður giltu. ■
Þúsund færri þorsktonn:
Minni afli
dagabáta
FISKVEIÐAR Þorskafli sóknardaga-
báta verður að líkindum nokkru
minni á þessu fiskveiðiári en því
síðasta. 1. ágúst síðastliðinn
hafði veiðst þúsund tonnum
minna af þorski en sama dag í
fyrra, en þá voru tæp 9000 tonn
komin á land.
Dagabátarnir mega sækja sjó
21 sólarhring, sem skipta má upp
í klukkustundir og deila niður á
marga daga. Samkvæmt lögum
er gert ráð fyrir 1900 tonna
þorskafla fyrir dagabátana og
mun sóknardögum fækka um 10
prósent ef farið er yfir þau
mörk. Sjávarútvegsráðuneytið
hefur ákveðið að sóknardögum
verði fækkað í 19 á næsta fisk-
veiðiári sem hefst í september.
Um 300 bátar dagabátar eru við
Ísland. ■
París
www.icelandair.is/paris
Fá þér hnausþykkt heitt súkkulaði á
Angelina´s. Svo þykkt að vatn er
nauðsynlegt til að skola munninn á milli.
Angelina´s 461 Rue Rivoli 1 arr.
Í París þarftu að:
á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á
Home Plazza Bastille, morgunverður, flugvallarskattar og
þjónustugjöld. Brottfarir 21. nóv., 13. feb. og 12. mars.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
21
70
5
0
7/
20
03
Latínuhverfið
Boulevard Haussmann
Rue Quatre Septembre Rue Réaumur
Place
de l´Opera
Place
Vendome
Marais
St. Germain de Prés
Place
de la Bastille
Bastilluópe
Place
de la République
Rue de Rivoli
Rue de Rivoli
Ru
e
du
L
ou
vr
e
Rue de Rivoli
Rue des Francs Bourgeois
Pompidou
safnið
Les Halles
Rue
St. S
éb
Notre
Dame
St. Honoré
Rue St. Honoré
Honoré
Bd M
alesherbes
Rue M
ontm
artre
A
ve. de l´O
peraPlace
a Condorde
Place
de la Madeleine
Louvre
Bdoulevard St. G
erm
an
Boulevard St. German
Bo
ul
ev
ar
d
Sa
in
t M
ic
he
l
Bou
Bo
ul
ev
ar
d
Sé
ba
st
op
ol
Bo
ul
ev
ar
d
St
ra
sb
ou
rg
Ru
e
Be
au
bo
ur
g
Rue
de
Fau
bou
r
Boulevard Voltaire
Bd Beaum
archais
Bd. Filles
R
ue A
m
elot
Rue A
m
elot
Avenue de la R
ue
R
oy
al
e
Bo
iss
y
d´
A
ng
la
is
Home
Plazza Bast
Holiday Inn Repu
Hotel
Queen Mary
Verð frá 34.900 kr.
www.icelandair.is
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
VARSJÁ, AP Reglubundið áætlunar-
flug til Basra í Írak hefst á mið-
vikudag. Að minnsta kosti sex
flugfélög hafa fengið leyfi til
áætlunarflugs til Íraks og ríður
pólska ríkisflugfélagið LOT á vað-
ið. Félagið hyggst fljúga vikulega
milli Varsjár og Basra í Írak, með
viðkomu í Beirút í Líbanon og
verður fyrsta ferðin farin mið-
vikudaginn 27. ágúst.
„Við teljum að öryggi okkar og
farþega okkar sé nægilega tryggt.
Það er okkar niðurstaða eftir út-
tekt sérfræðinga,“ sagði Pawel
Klimiuk, talsmaður LOT.
Bæði SAS og British Airways
undirbúa áætlunarflug til Íraks
einu sinni í viku en ekki liggur
fyrir hvenær flugið hefst.
Qatar Airways flýgur fyrsta
áætlunarflugið til Basra laugar-
daginn 30. ágúst og Gulf Air frá
Bahrain og Royal Jordanian fylg-
ja í kjölfarið.
Reglubundið flug til Íraks féll
niður í kjölfar Persaflóastríðisins
árið 1991. Viðskiptabann Samein-
uðu þjóðanna hefur síðan verið í
gildi en þrátt fyrir það hefur
Royal Jordanian, eitt flugfélaga
flogið reglulega milli Amman í
Jórdaníu og Bagdad, höfuðborgar
Íraks. ■
VILL VALDDREIFINGU
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur Bandaríkjamenn til að deila
yfirstjórn hernámsliðsins í Írak með öðrum. Frakkar tala á sömu nótum. Colin Powell, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna segir það af og frá.
■
Annan segir
Bandaríkja-
menn verða að
fallast á að
deila með öðr-
um þjóðum, yf-
irstjórn her-
námsliðsins
Áætlunarflug til Íraks:
Pólverjar hyggjast
ríða á vaðið
LOT TIL BASRA
Pólska flugfélagið hyggst fljúga vikulega milli Varsjár og Basra í Írak, með viðkomu
í Beirút. Sex flugfélög hafa fengið leyfi til áætlunarflugs til Íraks.
SMÁBÁTAR
Höfðu veitt þúsund tonnum minna
af þorski 1. ágúst síðastliðinn en sama
dag í fyrra.
LÖGREGLUSTJÓRI
Jerry Pauley, lögreglustjóri í Charleston í
Vestur-Virginíu, ávarpar blaðamenn.
Leyniskytta:
Sama morð-
vopnið
VESTUR-VIRGINÍA, AP Rannsókn hefur
leitt í ljós að sami riffillinn var
notaður til að skjóta til bana tvo
karlmenn og eina konu fyrir utan
bensínstöðvar í Kanawha-sýslu í
Vestur-Virginíu dagana 10. og 14.
ágúst.
Grunur leikur á því að að
minnsta kosti tvö af morðunum
þremur hafi tengst eiturlyfja-
sölu. Lögreglan hefur lagt fram
teikningu af dökkhærðum manni
með hökutopp sem grunaður er
um að eiga aðild að morðunum.
Einnig hefur verið auglýst eftir
dökkleitum pallbíl af gerðinni
Ford. ■
Ríkisendurskoðun um Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Óeðlilegar greiðslur
til stjórnarmanna
LEIFSSTÖÐ
Ríkisendurskoðun telur að ríkisfyrirtækinu
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hafi orðið á í
greiðslum til stjórnarmanna. Stjórn Leifs-
stöðvar segir lýsingar Ríkisendurskoðunar í
nýrri skýrslu vera „glannalegar.“
M
YN
D
/A
P
M
YN
D
/A
P