Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 22
EGILL HELGASON
Jú, menn eru smeykir á Íslandi og
hafa verið lengi. Ég held að þetta
tengist því að sömu menn eru búnir að vera
við völd lengi og hafa komið sínu liði fyrir.
Það er engin ógnarstjórn í gangi en mjög
margir sem vilja eiga gott veður hjá
stjórnvöldum. Ekki er til
að bæta að stjórnar-
andstaðan er
álappaleg.
23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Þrír af ástsælustu sjónvarps-mönnum þjóðarinnar eru nú
milli vita. Egill Helgason, Sig-
mundur Ernir Rúnarsson og Þor-
steinn J. Vilhjálmsson eru með
lausa samninga. Þegar flokksblöð-
in liðu undir lok tók við ákveðið
valdajafnvægi Ríkisútvarpsins,
Stöðvar 2, Morgunblaðsins og DV
sem stóð um langa hríð. Það jafn-
vægi hefur riðlast með tilkomu
Fréttablaðsins og Skjás 1. Fleiri
fjölmiðlar, en er eftirspurn eftir
reyndum fjölmiðlamönnum ekki í
samræmi við það? Hvað er að ger-
ast? Fréttablaðið stofnaði til síma-
fundar með þeim Agli, Sigmundi
og Þorsteini og skannaði fjölmiðla-
landslag dagsins í dag með fulltingi
þeirra.
Einsleit dagskrá
Egill: Því miður er fjölmiðla-
landslagið ekki spennandi núna.
Greina mátti uppgang fyrir fáein-
um árum en fjölmiðlar standa nú
augljóslega illa fjárhagslega, nið-
urskurður vinstri hægri og ekki
tími metnaðarfullra efnistaka.
Mér virðist allir í lága gírnum.
Þorsteinn: Þessir tímar minna
mig á þegar ég var á Bylgjunni í
gamla daga, frjálst útvarp að
byrja og allt voðalega skemmti-
legt. Ári síðar var plötusafnið bor-
ið niður í kjallara og gefin út dag-
skrárstefnan: „Happy go lucky.“
Vitaskuld er erfitt að ná endum
saman en hvað er nýtt við það í ís-
lenskum fjölmiðlaheimi? Ég hef
ekkert á móti afþreyingarefni
nema síður sé, en það er hug-
myndaleg kreppa að telja slíkt hið
eina sem eigi að vera í sjónvarps-
kassanum.
Sigmundur: Allt frá því ég byrj-
aði í einkareknum ljósvakamiðl-
um hefur ríkt mikið óöryggi í
þessum geira. Menn hafa verið að
fikra sig áfram nokkuð stefnu-
laust og í reynd eignast ákaflega
lítið. Þar á meðal svo til enga hefð.
Ef horft er yfir sautján ára sögu
einkasjónvarps og einkanlega
einkaútvarps, verður að segjast
eins og er að einkageirinn hefur
ekki sannað sig umfram ríkisgeir-
ann.
Egill: Ég taldi þetta saman að
gamni mínu fyrir um ári. Fjörutíu
amerískir sápuþættir voru þá
samtals á dagskrá þessara þriggja
sjónvarpsstöðva sem er náttúr-
lega gengdarlaust framboð á slíku
efni.
Þorsteinn: Geggjað! Þegar ég
bjó í L.A. á sínum tíma voru fram-
leiddir þar árlega um 100 slíkir
þættir þannig að við erum með um
helming þess á dagskrá. Menn
skulu átta sig á því að þetta efni er
ekki gefið. Það kostar pen-
inga og á meðan erum
við að horfa á fyrir-
taks íslenskt dagskrárefni sem er
tiltölulega ódýrt í framleiðslu. Ég
er ekki að gera lítið úr amerískri
afþreyingu, en fjölmiðill sem
speglar ekki samtíma sinn er
einskis virði.
Egill: Ég hef oft átt í erfiðleik-
um með þá spurningu hvort nauð-
synlegt sé að hafa ríkisútvarp.
Mér hefur verið mismunandi hlýtt
til þess og mörgu leyti er því um
að kenna lág laun í þessum bransa
og hversu illa
hinum miðlun-
um hefur geng-
ið. En þegar allt
kemur til alls
getum við líklega
illa án þess verið.
Auglýsingasjón-
varpið Skjár 1 fór
í loftið af miklum
metnaði en reyn-
ist ekki alveg
ganga upp.
Sigmundur: Ég
get tekið undir það
sem Egill segir. Á
síðustu árum hafa
margir fjölmiðlar
hér á landi, einkan-
lega afþreyingarsjónvarpið og sí-
byljuútvarpið, þrengt sýn okkar á
heiminn. Við erum að mörgu leyti
orðin forrituð af enskumælandi
léttmeti, formúlum sem eiga ein-
falt ris, auðskilda miðju og fyrir-
séðan endi. Þetta er það korn sem
við höfum nærst á í nokkurn tíma
og kunnum ekki að melta annað.
Þorsteinn: Hlutverk fjölmiðla
getur ekki einungis verið að skila
eigendum sínum hagnaði. Hagnað-
urinn verður einnig að felast í
gæðum dagskrárefnis. Ekki er
endalaust hægt að kenna ríkisút-
varpinu í Efstaleiti um að ekki sé
hægt að búa til gott og fjölbreytt
efni á einkareknu stöðvunum.
Egill: Fyrsta sjónvarpsrásin
var einkavædd í Frakklandi fyrir
nokkrum árum og fljótlega gat
þar að líta kópíu af öllu þessu am-
eríska: American Idol, City Camp
Island ... alla þá línu. Þetta er eins
og McDonalds í sjónvarpsformi:
Öll heimsbyggðin fær það sama.
Sigmundur: Ég held að ekki sé
lengur hægt að útskýra erfiðleika
einkarekinna stöðva hér á landi
með einhverjum yfirgangi ríkisút-
varpsins. Það er allt of einföld
skýring að benda alltaf í sömu átt-
ina og segja að þar felist vandinn.
Einkastöðvarnar hafa farið geist í
uppbyggingu og verið að mörgu
leyti tilraunastöðvar í beinni út-
sendingu, fremur en ígrundaðir
vinnustaðir. Fyrir vikið hafa safn-
ast upp allt of margar leikmyndir,
alltof margir þættir og alltof mörg
jakkaföt án mikils innihalds.
Mottó stöðvanna hefur ávallt
verið; gerum eitthvað nýtt.
Vandinn er að það er
eiginlega ekkert nýtt undir sól-
inni.
Pukur með hagsmunatengsl
Gríðarlega athygli vakti nýlega
þegar Sigurjón Sighvatsson, einn
eigenda Norðurljósa, reyndi að
stöðva frétt Stöðvar 2 um boðsferð
Búnaðarbankans til handa Geir
Haarde fjármálaráðherra í lax-
veiði. Er hið svokallaða ritsjórn-
arfrelsi á undanhaldi þegar fjár-
hagsleg sjónarmið eigenda eru ann-
ars vegar?
Þorsteinn: Mér finnst eigendur
fjölmiðils bera sömu ábyrgð gagn-
vart lesendum eða áhorfendum og
blaðamaður sem vinnur sam-
kvæmt ákveðnum siðareglum. Það
felur í sér ábyrgð að flytja fréttir
og dreifa dagskrárefni. Áhorfend-
ur verða að geta treyst því að skil,
til dæmis milli auglýsinga og dag-
skrárefnis, séu greinileg. Ég hef
heyrt marga segja að eðlilegt sé að
eigendur skipti sér að miðli sínum
en ekki má gleyma því að þeir bera
ábyrgð gagnvart sínum viðskipta-
vinum sem í þessu tilfelli eru
áskrifendur Stöðvar 2.
Egill: Berlusconi á Ítalíu er bú-
inn að berja niður nánast alla
frjálsa umræðu í fjölmiðlum í því
landi. Fyrst lagði hann undir sig
sína eiginn fjölmiðla og í kjölfarið
fylgdu ríkisfjölmiðlarnir einnig.
Ég skil að hluta til eigendur sem
búnir eru að leggja peninga í fjöl-
miðil, að þeir vilji fá að ráða hvað
er í honum. En á móti kemur þessi
skilyrðislausa krafa sem tengist
þessu fjórða valdi. Að þeir sem sjá
um fréttaflutning séu frjálsir. Ég
vann á Stöð 2 áður og reynsla mín
var góð. Mesta furða var hvað
fréttastofan fékk að vera í friði
fyrir eigendum. Þar hefur verið
haldið úti fréttastofu í sautján ár -
sem þeim ber engin skylda til - og
hafa sinnt því með sóma. Þetta með
Sigurjón ... æji, ég held að mannin-
um hafi hreinlega orðið á í mess-
unni og þetta sé einstakt tilfelli.
Sigmundur: Hér gildir kannski
öðru fremur einfalt svar við tiltölu-
Einn stór sjón
,,