Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 24
24 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Stundum er kvartað yfir því aðnútímaleikarar hafi ekki til að bera sömu persónutöfra og glæsi- leika og gömlu stjörnurnar. Þessi fullyrðing á vel við þegar Carole Lombard á í hlut en hún var stjarna af gamla skólanum, leiftr- andi persónuleiki, fögur, fyndin og greind. Hún fæddist árið 1908 og hét réttu nafni Jane Peters. Hún var tólf ára þegar hún lék í fyrstu kvikmynd sinni og sautján ára gömul breytti hún nafni sínu í Carole Lombard. Sagt er að hún hafi meðal annars átt ástarævin- týri með Howard Hughes, Charlie Chaplin og Joseph Kennedy. Tuttugu og þriggja ára gömul gift- ist hún leikaranum William Powell sem var fágaður heims- maður og afbragðs gamanleikari. Hjónabandið átti ekki framtíðina fyrir sér og þau skildu en héldu vináttu á meðan Carole lifði. Félagslynd samkvæmisdama Árið 1932 lék Carole Lombard í mynd með Clark Gable. Þau veittu hvort öðru litla athygli en fjórum árum síðar hittust þau á dansleik og heilluðust hvort af öðru. Þau hófu sambúð en sið- ferði þeirra tíma var á þann hátt að þau urðu að haga opinberu lífi sínu eins og þau byggju ekki saman. Clark var kvæntur og hafði beðið eiginkonu sína um skilnað en hún vildi ekki missa hann og gerði kröfu um svimandi háan lífeyri. Clark hafði ekki efni á skilnaði. Kvikmyndafélag hans greip loks í taumana og tók veru- legan þátt í kostnaðinum við skilnaðinn. Að mörgu leyti voru Clark og Carole Lombard gjörólík. Carole var glaðlynd, óhemju félagslynd og ákaflega örlát. Hún var ótam- in, einstaklega fyndin, orðheppin og uppátækjasöm og blótaði eins og togarasjómaður. Hún kunni best við sig í samkvæmissölum þar sem hún var hrókur alls fagn- aðar. Hann var einrænn, átti vanda til þunglyndiskasta, kunni hvergi betur við sig en á veiðum og kvöldunum vildi hann eyða heima. Samband þeirra hefði sennilega ekki enst nema vegna þess að Carole lagaði líf sitt að lífi hans. Vinir hennar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar vinsælasta konan í Hollywood sást ekki lengur á næturklúbb- um, heldur var heima og las sér til um veiðar og skotfæri svo hún gæti fylgt sínum heittelskaða á veiðiferðum hans. Stóra ástin Clark og Lombard giftu sig með leynd árið 1939 þegar Clark átti tveggja daga frí frá upptökum á frægustu mynd sinni, Á hverf- anda hveli. Þau bjuggu á búgarði nokkuð fjarri Hollywood og gerð- ust bændur. Þau voru bæði í hópi vinsælustu leikara Hollywood og hún þótti afburða gamanleikkona, ein sú besta sem Hollywood hefur nokkru sinni átt. Clark og Carole höfðu verið gift í þrjú ár þegar Carole, sem var ákafur föðurlandsvinur, hélt í ferðalag til að selja stríðsskulda- bréf. Með í för var móðir hennar og blaðafulltrúi Clark. Hjónin lentu í heiftarlegu rifrildi fyrir brottför Carole. Clark hafði ekk- ert mótstöðuafl þegar konur voru annars vegar og hafði verið Carole ótrúr. Hann leit svo á að þessi ævintýri skiptu engu máli, enda hafði hann engar tilfinning- ar til þessara kvenna. Carole var hins vegar ekki sátt. Rifrildinu lauk með því að Clark þaut út úr húsinu í bræði. Þau sáust ekki framar en Carole hringdi í mann sinn daginn eftir og sættist við hann. Örlagarík flugferð Á ferðalagi sínu, um nokkur ríki Bandaríkjanna, seldi Carole stríðsskuldabréf fyr- ir tvær milljónir dollara. Þegar kom að heimferð vildi móðir Carole fara með lest en Carole vildi fljúga. Carole stakk upp á því að þau köstuðu upp á hvor f e r ð a m á t - inn yrði fyr- ir valinu. Carole vann. Þegar komið var að flugvél- inni rak móðir Carole, sem var afar hjátrúarfull, upp hræðsluóp. Flugnúmerið var 3, flugvélin var DC 3, þau voru þrjú saman og Carole var 33 ára. Móðirin ■ Kvikmyndastjarna Sagt hefur verið að mesti missir í sögu Hollywood hafi verið þegar Carole Lombard lést í flugslysi 33 ára gömul Blótaði eins og togarasjómaður CAROLE LOMBARD Hún var á sínum tíma vinsælasta konan í Hollywood, örlát og fyndin og afar hæfileikarík gamanleikkona.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.