Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 16
16 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR ■ Andlát Ég ætla að standa hérna meðfullri reisn á mínu safni og taka á móti gestum. Annað stend- ur ekki til,“ segir Sigurður Hjart- arson aðspurður um afmælisdag- inn sinn. „Ég er löngu hættur að halda upp á afmælin mín, nema kannski stórafmæli. En maður nýtur þess að vera til á hverjum degi, alveg eins á afmælisdögum og öðrum.“ Sextugsafmælið er Sigurði minnisstætt: „Ég hélt það heima og það var fjögurra ára afmæli safnsins í leiðinni. Það komu tugir gesta og það var mikið talað, drukkið og borðað. Það eru nú helstu nautnirnar í lífinu. Annars eru afmæli óttalegt prump. Þau eru meira fyrir yngri kynslóðina.“ Eiginkona Sigurðar heitir Jóna Sigurðardóttir og er hún leik- skólastarfsmaður. Eiga þau fjögur börn og sjö barnabörn. „Þau hringja nú oft í okkur. Við höfum gott samband við börnin á öllum tímum ársins.“ Að sögn Sigurðar er mest að gera á reðursafninu í júlí og ágúst. „Útlendingar eru um 80% þeirra sem koma hingað. Ég er bú- inn að fá um 4.000 útlendinga það sem af er árinu. Ég kann vel við þá. Það er gaman að fá fólk úr öll- um áttum og spjalla við það.“ Sigurður segist sífellt vera að fá inn nýja limi á safnið. „Ég fékk sel fyrir norðan í sumar og svo á ég von á hval innan tíðar. Safnið stækkar alltaf smám saman hjá mér. Úr því að það er búið að drepa þessi grey er alveg eins gott að nýta þetta í mig,“ segir Sigurður. „En það hefur ekkert dýr verið drepið fyrir mig. Ég er persónulega á móti öllum veiðum. Hins vegar er ég ekki á móti hval- veiðunum. Mér finnst þær sjálf- sagðar í hófi og kjötið er gott, svo mikið er víst.“ ■ SIGURÐUR HJARTARSON Hefur fengið um 4.000 útlendinga í heimsókn á reðursafnið það sem af er árinu. Með fullri reisn á reðursafninu 1904 Hard D. Weed frá New York fær einkaleyfi fyrir hönnun sína á keðjum fyrir bíldekk. 1913 Stytta af Litlu hafmeyjunni úr æv- intýri H.C. Andersen er afhjúpuð í Kaupmannahöfn. 1965 Kvikmynd Bítlanna, Help!, er frumsýnd í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta mynd Bítlanna í lit. 1984 Southfork Ranch, heimili Ewing- fjölskyldunnar úr þáttunum Dallas, er selt. Nýir eigendur breyta húsinu í hótel en það hafði áður dregið að sér fjölda ferðamanna. ■ 23. ágúst Ég ætlaði mér nú alltaf að flytjahéðan úr sveitinni en nú er ég komin aftur,“ segir Elísabet Dögg Sveinsdóttir, en hún og maðurinn hennar, Þorsteinn Magnússon, keyptu Hreðavatnsskála fyrir einu og hálfu ári síðan. Í ár er skálinn 70 ára og í kvöld verður afmælisdansleikur með Bogomil Font og hljómsveit hans. „Ég er 25 ára og Hreðavatns- skáli 70 ára. Man einmitt að sum- arið sem hann varð 60 ára fór ég á 14 böll hérna og á meira að segja alla miðana. Var svolítil gelgja þá og fannst algjört æði þegar ég fékk leyfi til að fá að fara á ball,“ segir Elísabet en það sumarið spil- aði Bogomil Font einmitt 6 sinnum. „Það var brjálað sumar,“ segir Sigtryggur Baldursson, sérlegur talsmaður Bogomils. „Það þykir líka öllum svo vænt um Skálann . Á ballinu í kvöld verður reynt að endurskoða tónlistarsögu Hreða- vatnsskála og um að gera fyrir fólk að bruna upp eftir. Nota þessa jeppa, því það tekur ekki nema klukkutíma að keyra þang- að núna eftir að göngin komu.“ „Nú er sumarið að verða búið hjá okkur en Bifröst er að byrja og þá erum við með fimmtudags- djamm. Reynum kannski að fá hljómsveit einu sinni í mánuði og svona,“ segir Elísabet að lokum og er ánægð með að vera aftur flutt heim í sveitina. ■ Afmæli HREÐAVATNSSKÁLI ■ er 70 ára og því verður mikið húllum- hæ þar í dag. Bogomil Font mætir og verður með ball í kvöld. ELÍSABET DÖGG SVEINSDÓTTIR Er rétt orðin 25 ára en Hreðavatnsskáli er sjötugur og ól ballstúlkuna upp í Elísabetu. 14 böll eitt sumarið SHELLEY LONG Heldur upp á 54 ára afmælið sitt í dag. Þessi glaðlynda leikkona sló í gegn í þáttunum Staupasteini. Hún hefur einnig farið með hlutverk í myndum á borð við The Money Pit og The Brady Bunch Movie. Söngvarinn Rick Springfield er 54 ára í dag, Gene Kelly fæddist á þessum degi árið 1912 og Keith Moon, trommu- leikari í The Who, fæddist árið 1946. Hann lést 1978. 23.ágúst Guðrún Þorsteinsdóttir, Kjartansgötu 8, lést miðvikudaginn 20. ágúst. Gísli Þorvaldsson, Jörfabakka 14, Reykjavík, lést þriðjudaginn 19. ágúst. Margrét Ingibjörg Sigurgeirsdóttir Mið- túni 1, Seyðisfirði, lést mánudaginn 18. ágúst. 14.00 Guðmundur Ólafur Bærings- son, Höfðagötu 17, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkis- hólmskirkju. 14.00 Ólafur Kristinn Sveinsson, Sel- látranesi, verður jarðsunginn frá Sauðlauksdalskirkju. 14.00 Vilhjálmur Emilsson, Laufási 7, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju. 14.00 Yngvi Guðmundsson, fyrrver- andi rafmagnseftirlitsmaður, Hlíf II, Ísafirði, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Ólafur Óskar Jónsson, frá Eyja- landi, verður jarðsunginn frá Ak- ureyjarkirkju, Vestur-Landeyjum. 14.00 Erla O. Guðjónsdóttir verður jarðsungin frá Seyðisfjarðar- kirkju. Stefán Jónsson leikari er 39 ára. Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður er 56 ára. Magnús Leópoldsson fasteignasali er 57 ára. ■ Jarðarfarir ■ Afmæli ??? Hver? „Ég er framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar.“ ??? Hvar? „Ég er stödd á skrifstofunni. Hér er mik- ið að gera og í mörg horn að líta í ís- lenskri ferðaþjónustu. Við erum að vinna að hagsmunamálum ferðaþjón- ustunnar á mjög breiðum grundvelli. Eitt stærsta málið sem við erum að fást við í dag eru þau skaðlegu áhrif sem hval- veiðar hafa á ferðaþjónustuna. Við von- umst til að allir leggist á eitt til að lág- marka þann skaða.“ ??? Hvaðan? „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en á ættir að rekja til Ísafjarðar annars vegar og Hafnarfjarðar hins vegar.“ ??? Hvað? „Ég er á kafi í vinnu en ætla samt að skreppa upp í Borgarfjörð um helgina. Þetta er fjölskylduferð þar sem ég von- ast til að geta farið í góðar gönguferðir og jafnvel á hestbak og fengið mér gott að borða með fjölskyldunni.“ ??? Hvernig? „Það er ekki nema ein leið, bara keyr- andi. Ég fer oft í Borgarfjörðinn og fagna því að geta keyrt þangað á klukkutíma. Hérna áður fyrr tók það býsna langan tíma.“ ??? Hvers vegna? „Það er gott eftir stranga vinnuviku að fara út fyrir bæinn og njóta náttúrunnar.“ ERNA HAUKSDÓTTIR Hefur staðið í ströngu vegna hrefnuveið- anna sem eru nýhafnar við Íslandsstrendur. ■ Persónan ■ Tilkynningar Fréttablaðið býður lesendum að senda inn tilkynningar um dánarfregnir, jarðar- farir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tölvupóstfang- ið: tilkynningar@frettabladid.is. Athugið að upplýsingar þurfa að vera ítarlegar og helst tæmandi. Droplaug Ólafsdóttir hefur haftí nógu að snúast undanfarið í tengslum við hrefnuveiðar í rann- sóknarskyni sem eru nýhafnar við Íslandsstrendur. Droplaug, sem er sérfræðing- ur á nytjastofnasviði Hafrann- sóknastofnunar, er leiðangurs- stjóri á bátnum Nirði KÓ. Hún er einn af þremur starfsmönnum stofnunarinnar sem eru leiðang- ursstjórar vegna hrefnuveiðanna. Hún segir að verkinu sé hvergi nærri lokið: „Við komum bara inn út af brælu og förum síðan út aft- ur. Þetta mun standa yfir fram í september.“ Droplaug er fædd í Reykjavík árið 1960. Faðir hennar, sem er látinn, hét Ólafur Þorsteinsson og starfaði sem verkstjóri. Móðir hennar heitir Hólmfríður Björns- dóttir og er skrifstofukona. Sjálf er Droplaug einstæð móðir 13 ára gamals drengs sem heitir Ólafur. Eftir að Droplaug lauk námi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð fór hún í líffræði í Háskóla Ís- lands. Að því námi loknu lagði hún land undir fót og tók masters- gráðu í líffræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla. Hún segir að dvöl- in úti hafi verið skemmtileg. „Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir alla að fara út og prófa nýja hluti,“ segir Droplaug. Droplaug hóf störf hjá Haf- rannsóknastofnun árið 1996 og líkar þar mjög vel. Nóg hefur hins vegar verið að gera í sumar og því hefur lítill tími gefist fyrir sumar- frí. Það mun bíða betri tíma. ■ Tímamót DROPLAUG ÓLAFSDÓTTIR ■ er sérfræðingur á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofnunar. Hún hefur staðið í ströngu við rannsóknir á hrefnum við Íslandsstrendur. DROPLAUG ÓLAFSDÓTTIR Hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun fyrir sjö árum. Sumarfríið bíður betri tíma Afmæli SIGURÐUR HJARTARSON ■ sagnfræðingur og forstöðumaður Hins íslenska reðursafns heldur upp á 62 ára afmælið sitt í dag. Hann á von á hvalreði innan tíðar. Skorradal / Sími 822 0055 / www.safaris.is Opið til kl. 18.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.