Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 38
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Undankeppni í stangarstökki kvenna á heims- meistaramótinu í París hefst klukkan 14.40 að íslenskum tíma. Keppendunum 27 hefur verið skipt í tvo riðla og verður Þórey Edda Elísdóttir önnur í stökkröð- inni í A-riðli. Byrjunarhæðin verður fjórir metrar sléttir en síðan verður ráin hækkuð í 4,15, þá 4,25, 4,35 og loks 4,40 sem er lágmarkshæð fyrir sæti í úrslitum á mánudag. Tólf efstu keppendunum eru tryggð sæti í úrslitum þó svo ein- hverjum þeirra takist ekki að stökkva yfir lágmarkshæðina. Þórey hefur hæst stokkið 4,43 metra á þessu ári og á 15. besta árangur þeirra sem keppa í dag. Þórey varð í 6. sæti á heimsmeist- aramótinu í Edmonton fyrir tveimur árum, stökk 4,45 metra og setti persónulegt met. Yelena Isinbayeva frá Hvíta- Rússlandi á bestan árangur þeirra sem keppa í dag en hún stökk 4,82 á móti í Gateshead fyrir fimm vik- um. Rússinn Svetlana Feofanova hefur hæst stokkið 4,77 á árinu og Þjóðverjinn Yvonne Buschbaum 4,70. Heims- og Ólympíumeistar- inn Stacy Dragila frá Bandaríkj- unum hefur þrisvar stokkið 4,62 á mótum utanhúss í ár en hún stökk 4,78, og setti heimsmet, á banda- ríska meistaramótinu innanhúss í byrjun mars. ■ 38 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR TONY HAWK Goðsögnin Tony Hawk var meðal þátttak- enda á X-leikunum í Los Angeles fyrir skömmu. Hjólabretti Undanúrslit hefjast í 1. deild kvenna: Sæti í Lands- bankadeild er í húfi FÓTBOLTI Fyrri leikir undanúrslita 1. deildar kvenna fara fram í dag. Tindastóll og Fjölnir leika á Sauðárkróki og hefst leikurinn klukkan 14. RKV og Sindri leika í Sand- gerði og hefst sá leikur klukkan 17. Félögin mætast öðru sinni á þriðjudag. Þau lið sem sigra keppa til úrslita um sæti í efstu deild eftir viku. Félagið sem tapar úrslita- leiknum mætir næstneðsta fé- lagi Landsbankadeildarinnar í tveimur leikjum um miðjan september. Félagið sem sigrar í þeirri viðureign leikur í Landsbankadeildinni næsta sumar. ■ Stangarstökk kvenna: Lágmarkshæðin verður 4,40 ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Þórey Edda Elísdóttir keppir í stangarstökki á heimsmeistaramótinu í París í dag. Skoðanakönnun á heimasíðu UEFA: Ísland á EM FÓTBOLTI Næstum tveir af hverjum þremur þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun á vef UEFA, evr- ópska knattspyrnusambandsins, telja að Ísland komist í lokakeppni Evrópumeistarakeppninnar. Þriðji hver þátttakandi svaraði spurningunni: „Kemst Ísland á UEFA EURO 2004?“ neitandi. Skoðanakönnunin fór fram á fimmtudag, daginn eftir að Ís- lendingar komust í efsta sæti 5. riðils með sigri á Færeyingum í Þórshöfn. Ekki kemur fram á UEFA-vefnum hverrar þjóðar þeir voru sem tóku þátt í könnuninni á heimasíðu UEFA. ■ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Hjarta manns- ins upphugsar veg hans, en Drott- inn stýrir gangi hans,“ sagði breski þrístökkvarinn Jonathan Edwards við upphaf blaðamanna- fundar þar sem hann tilkynnti að hann muni hætta keppni eftir heimsmeistaramótið í París. Ed- wards vitnaði þarna í orðskvið- urnar, 16. kafla, níunda vers. Edwards er mjög trúaður mað- ur og neitaði lengi vel að keppa á sunnudögum. Það varð meðal ann- ars til þess að hann tók ekki þátt í heimsmeistaramótinu í Tókíó árið 1991. Edwards stökk fyrstur manna yfir 18 metra á heimsmeistara- mótinu í Gautaborg árið 1995. Hann stökk 18,16 metra í fyrstu tilraun og 18,29 í þeirri næstu. Það met stendur enn. Mánuði áður stökk hann 18,43 metra á Evrópu- meistaramótinu í Lille í Frakk- landi en meðvindur var of mikill og metið því ekki gilt. Edwards fæddist 2. maí 1966 og er því nýlega orðinn 37 ára. Hann varð Ólympíumeistari í Sydney árið 2002 og heimsmeist- ari árin 1995 og 2001. ■ JONATHAN EDWARDS Jonathan Edwards hættir eftir heimsmeist- aramótið í París. Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum: Drottinn stýrir gangi Edwards

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.