Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 20
20 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Eins og leikurinn þróaðist er égsáttur við niðurstöðuna enda annað vart hægt. Auðvitað vildi ég að við hefðum gert út um leik- inn þá strax. En við settum okkur það markmið að ná 9 stigum í þessum þremur leikjum sem nú eru að baki. Það tókst. Nú eigum við möguleika í riðlinum, mögu- leika sem nánast voru horfnir eft- ir leikina við Skota.“ Fréttablaðið náði tali af knatt- spyrnulandsliðseinvaldinum Ás- geiri Sigurvinssyni á Kastrup- flugvelli þaðan sem hann var að koma frá Færeyjum þar sem Ís- lendingar lögðu heimamenn 1-2 í fremur erfiðum leik. Ekki í felur með miklar kröfur Ísland er nú í efsta sæti 5. rið- ils í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Portúgal næsta sumar. Flestir gera ráð fyrir sigri Þjóðverja í riðlinum en annað sætið, sem Íslendingar berjast um við Skota, gefur kost á aukaleik um sæti í úrslitakeppninni. Fyrir dyrum standa tveir erfiðir leikir við Þjóðverja, 6. september hér heima og 11. október ytra. „Þetta verða erfiðir leikir og við erum litla þjóðin í því sam- bandi. En okkur hefur sem slíkum tekist að stríða stórþjóðum. Reyndar þekki ég Þjóðverjana vel og þeir eru þekktir fyrir að toppa þegar þeir þurfa á því að halda. Og ekki má gleyma því að þeir eru silfurhafar frá síðasta HM.“ Ásgeir hefur ekki farið dult með það í fjölmiðlum fyrir leiki að hann gerir kröfur til íslenska landsliðsins, fer hiklaust fram á sigur, nokkuð sem forverar hans hafa varast. „Jájá... eftir að ég var beðinn um að taka við liðinu vildi ég koma því inn í höfuð leikmanna að við værum nógu góðir til að klára þessa þrjá leiki. Ég breytti áhersl- um og lagði áherslu á liðsheildina. Samt er ég ekki algerlega ánægð- ur með leik liðsins. En að spila þetta slakan leik en ná samt þrem- ur stigum – það hefur ekki komið fyrir áður.“ Þegar Ásgeir var ráðinn lands- liðsþjálfari var líkt og hringlanda- háttur væri ráðandi hjá KSÍ. Í fyrstu var hann ráðinn tímabund- ið, eins og það var kallað, meðan verið væri að leita eftir einhverj- um erlendum þjálfara til að taka við liðinu. „Þetta var á þeim tíma og ég skil það vel. Þegar Eggert [Magn- ússon] hafði samband við mig spurði hann hvort ég vildi koma að þessu tímabundið á þeim for- sendum að það tæki tíma að finna rétta manninn. Ég féllst á það. Ég var ekkert að sækjast eftir þessu starfi. Síðan fékk ég Loga Ólafs- son til liðs við mig, sem er frábær ‘partner’, og svo fór þetta að ganga. Ég hef á tilfinningunni að leikmönnum líki vel hvernig við leggjum þetta upp og eftir leikinn við Litháa, sem var mjög góður, var talað um að þetta væri góður kostur. Þá var breytt um stefnu. Við Logi skoruðumst ekki undan verkefninu og þykir gaman að standa í þessu. Fótboltinn hefur verið mitt hugðarefni alla tíð og ég hef reyndar ágætis menntun sem þjálfari, nám sem ég lagði stund á í Þýskalandi á sínum tíma. Þegar þetta kom, þá kannski kviknaði á perunni, en ekkert fyrr.“ Óeðlilega miklir peningar í boltanum Ekki fer hjá því að Ásgeir verði var við mikla ánægju með gengi landsliðsins og hann miðar að því að hleypa auknu sjálfstrausti í liðið og að fá meira út úr því en undan- farin ár. En oft virðist, þegar Ís- lenska landsliðið er annars vegar, að þegar vonirnar eru mestar sé hrunið á næsta leiti. „Jú, það hefur oft gerst að okk- ur hefur ekki lánast að taka síð- asta skrefið í svona keppni. Ég dreg ekki dul á að þetta verður erfitt en við eigum möguleika á 2. sæti í riðlinum og stefnum á það. Ég tel líklegt að Skotar vinni Fær- eyinga og Litháa. Þetta þýðir í raun að við þurfum þrjú stig út úr leikjunum við Þjóðverja. Úrslitin eru ekki ráðin fyrir fram.“ Ásgeir lagði skóna á hilluna árið 1990 og ekki úr vegi að spyrja hann hvort mikið hafi breyst frá þeim tíma. „Reglurnar hafa breyst lítil- lega, sérstaklega með markmenn- ina, sem gerir að boltinn er meira í leik. Stökkbreytingin er hins veg- ar að peningar í íþróttinni hafa tí- faldast frá því sem þá var. Þetta eru orðnar þvílíkar upphæðir að manni finnst það óeðlilegt. En slík- ar eru vinsældirnar. Þetta er vin- sæl söluvara og áhuginn er fyrir hendi, sem er frábært. Vonandi geta knattspyrnumenn bara þénað eins mikið og klúbbarnir geta borgað. En maður skilur reyndar ekkert í þessum upphæðum sem eru slíkar að venjulegur maður kann ekkert að fara með.“ Ásgeir segist vissulega hafa verið vel launaður á sínum tíma en ekkert í líkingu við það sem þekkist núna. Eftirminnilegasta leikinn í tengslum við landsliðið segir Ás- geir frægan leik við Austur-Þjóð- verja á Laugardalsvellinum árið 1975 þar sem Ísland hafði sigur, 2-1. Jóhannes Eðvaldsson og Ás- geir skoruðu mörkin. „Það var vendipunktur, óvænt og kom okkur á blað. Þá tók að rofa til hjá landsliðinu og við töp- uðum ekki stórt eftir það í mörg- um leikjum þar á eftir. Þá voru menn að byrja að fara í atvinnu- mennsku. Og þeim mun fleiri sem gátu æft markvisst, þeim mun fleiri komu til baka sterkari og smituðu út frá sér.“ Í hávegum hafður meðal Þjóðverja Ásgeir segir alls ekki hafa ver- ið erfitt að koma heim sem at- vinnumaður til að spila með áhugamannaliði Íslands, ávallt hafi ríkt sérstakur og skemmtleg- ur mórall í landsliðshópnum. Jürgen Klinsmann, fyrrum lands- liðsmiðherji Þýskalands, sagði Ásgeir þann besta sem hann hefði leikið með í frægu samtali við Morgunblaðið árið 1994: „Hvaða þjóð sem er; Ítalía, Þýskaland ... öll stóru knattspyrnulöndin hefðu ólm viljað hafa leikmann eins og Ásgeir. Hann hefði getað gengið inn í hvaða landslið sem er!“ „Jájá... það er önnur hlið á þessu. Eflaust hefði verið gaman að taka þátt í landsleikjunum með sterkari þjóð. En ég er nú Íslend- ingur og aldrei annað staðið til.“ Ásgeir segist aldrei hafa íhug- að að gerast þýskur ríkisborgari og það þrátt fyrir að Frans Beck- enbauer, landsliðsþjálfari Þýska- lands, hefði látið þess svo getið á sínum tíma að Ásgeir væri einn besti, ef ekki albesti, miðjumaður í heimi og væri í sínu liði væri hann Þjóðverji. „Nei, ég hugsaði ekkert út í það. Þetta höfðaði ekki til mín þó að ég væri að spila með þýskum landsliðsmönnum í deildinni á þeim tíma og þetta hefði kannski ekki verið neitt risastökk. Ætli það sé ekki bara Íslendingurinn í mér. Maður er stoltur af því og ég hafði ekki áhuga á að huga það þessu máli.“ Einungis nýlega orðinn 18 ára fór Ásgeir sem atvinnumaður til Standard Liege í Belgíu. Hann segir það hafa verið stórt stökk. „En það var bara að bíta á jaxlinn. Ég komst fljótlega inn í aðalliðið, spilaði þarna í átta ár og hafði gaman af. Mér líkaði mjög vel við Belgana og sérstaklega franska hlutann.“ Þaðan fór Ásgeir til Bayern München, sterkasta liðs Þýska- lands á þeim tíma, en staldraði til- tölulega stutt við. Hann lék þó fjölda Evrópuleikja með liðinu en sat á bekknum þegar Bayern tap- aði fyrir Aston Villa í úrslitaleik Evrópukeppninnar. Ásgeir keppti um stöðu í liðinu við landsliðsfyr- irliðann Paul Breitner – sem var fastur fyrir. Ásgeiri þótti ekki viðunandi að vera ekki fastamað- ur og tók tilboði frá Stuttgart. Há- punkturinn á ferlinum var líklega árið 1984 þegar Stuttgart endur- heimti meistaratitilinn eftir 32 ára bið og Ásgeir var kosinn knattspyrnumaður ársins af leik- mönnum deildarinnar. Landsliðið mun selja sig dýrt Ásgeir neitar því aðspurður að vera pólitískur þó hann fylgist með. Hann jánkar því að falast hafi verið eftir nafni hans á ýmsa pólitíska lista. Áhugamálin eru einkum golf og svo reynir hann að veiða og fer einnig á skytterí. Ásgeir kom á fót drykkjarvöru- markaði í Þýskalandi, fyrirtæki sem hann á enn og leigir út rekst- urinn á. Ásgeir gefur reyndar ekki mikið út á hvað hann er hlut- hafi í mörgum fyrirtækjum. Seg- ir þau ekki mörg en hefur ekki áhuga á að tína þau til, það komi engum öðrum við. Þó verður ekki svo skilið við atvinnurekstur og Ásgeir án þess að spyrja hann út í stöðu mála hjá Stoke, þar sem hann er hluthafi. „Ég sit þar í stjórn og eftir tvær umferðir er Stoke í efsta sæti í 1. deildinni. Það er ánægju- leg byrjun. Þar hafa verið miklar breytingar undanfarið. Við höf- um þurft að lækka launakostnað hjá félaginu eftir að 1. deildin öll varð af sjónvarpssamningi og þar með miklum tekjum. Þá þurfti að skera niður og það get- ur reynst erfitt þegar menn eru á löngum samningum. En rekstur- inn er að komast í eðlilegt horf núna.“ Ásgeir er greinilega með hug- ann við landsliðið en undirbún- ingi var áfátt fyrir Færeyjaleik- inn. „Við vorum með eina æfingu þar sem allur mannskapurinn var saman. Að sjálfsögðu verður undibúningur annar og betri fyr- ir Þjóðverjaleikinn og það verður allt annað líf. Við þurfum þrjá til fjóra daga með liðið áður en leik- urinn fer fram. Hver einasti leik- ur er möguleiki. Við munum selja okkur dýrt og landsmenn eiga ekki að þurfa að veigra sér við að mæta á völlinn.“ Á það má minna að árið 1974 voru A-Þjóðverjar einir um að sigra V-Þjóðverja á HM. Það sama lið lögðu Ásgeir og félagar árið 1975. Nú er gott að eiga það á afrekaskrá og í minningunni. jakob@frettabladid.is ÁSGEIR SIGURVINSSON „Ég breytti áherslum og lagði áherslu á liðsheildina. Samt er ég ekki algerlega ánægður með leik liðsins. En að spila þetta slakan leik en ná samt þremur stigum – það hefur ekki komið fyrir áður.“ STIKLAÐ Á STÓRU Í FERLI ÁSGEIRS SIGURVINSSONAR • Ásgeir Sigurvinsson er að margra mati besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Hann fæddist 8. maí árið 1956 í Vestmannaeyjum og fljótlega komu hæfileikar hans á sviði knatt- spyrnu í ljós. Aðeins 16 ára gamall var hann farinn að spila í 1. deild fyrir ÍBV. • Atvinnumannaferill Ásgeirs hófst með Standard Liege í Belgíu en þang- að fór hann aðeins 18 ára. • Hann spilaði með Standard Liege 1973-81. • Varð bikarmeistari í Belgíu með Standard Liege 1981. • Valinn íþróttamaður ársins árið 1974 og 1984. • Spilaði með Bayern München 1981- 82. • Stuttgart 1982-90. • Varð Þýskalandsmeistari með Stutt- gart 1984. • Árið 1984 var Ásgeir kosinn leik- maður ársins í Þýskalandi. • Á árunum 1972-1989 lék Ásgeir alls 45 landsleiki, var fyrirliði í sjö þeirra og skoraði 5 mörk. • Lagði skóna á hilluna árið 1990 en hefði getað verið lengur – var með ýmis tilboð þar um, til dæmis frá Stutt- gart og Schalke. • Árið 1993 var Ásgeir þjálfari hjá Fram. • 2003 tók hann við stöðu landsliðs- þjálfara Íslands. Íslenska landsliðið hefur náð frábærum árangri undir stjórn Ásgeirs Sigurvinssonar, sem leitt hefur liðið til sigurs í þremur leikjum. Sjálfur var hann meðal allra bestu knattspyrnumanna sem Ísland hefur alið. Nú stendur eldraunin fyrir dyrum, landsleikir við Þjóðverja, en þá þekkir Ásgeir vel. Hann spilaði sjálfur í Bundeslígunni og var í hávegum hafður meðal Þjóðverja. Ásgeir í eldlínunni Eflaust hefði verið gaman að taka þátt í landsleikjunum með sterkari þjóð. En ég er nú Íslendingur og aldrei annað staðið til. ,, Fótboltinn hefur verið mitt hugðar- efni alla tíð og ég hef reyndar ágætis menntun sem þjálfari, nám sem ég lagði stund á í Þýskalandi á sínum tíma. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.