Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 40
Flestir bjuggust við því að EinarÁgúst Víðisson, slagverksleik-
ari og söngvari í Skítamóral,
myndi hefja sólóferil þegar Sel-
fosssveitin tilkynnti um tímabund-
ið andlát sitt. Ekkert hefur orðið úr
ennþá.
Nú er Einar kominn aftur á svið
með Skítamóral en hefur ekki gef-
ið drauma sína um sólóferil upp á
bátinn. Áherslurnar virðast vera
að breytast með aldrinum.
Einhverjir muna þó líklegast
eftir því að Einar var byrjaður að
vinna að sólóplötu fyrir tveimur
árum síðan. Færri vita hvað varð
um hana.
„Ég hafði nú bara eytt nokkrum
árum í fyllirí og vissi voðalega lít-
ið hvað ég var að fara út í. Svo var
það röð atvika sem gerði það að
verkum að ekkert varð úr,“ segir
Einar og hefur greinilega skilið
það svekkelsi eftir á leið sinni upp
veginn. „Ég treysti röngu fólki
sem hafði þekkingu. Ég lagði þetta
í hendurnar á því. Þá kom bara í
ljós eins og vanalega að ef maður
gerir hlutina ekki sjálfur, þá ganga
þeir ekki upp.“
Í dag segist Einar vera búinn
að semja nóg af lögum á heila
plötu og vonast eftir því að geta
hafið vinnu við hana einhvern
tímann eftir áramót. Í vor var
lagður grunnurinn að 13 laga
barnaplötu sem átti að vera í
svipað þægilegum stíl og tónlist
Noruh Jones. Það ævintýri var
sett á ís vegna óviðráðanlegra
ástæðna en Einar stefnir á að
finna útgefanda fyrir það og
klára það einn daginn.
„Ég áttaði mig á því í þessu
tveggja ára fríi Skítamórals
hversu yfirborðskenndur þessi
poppbransi er. Ég vaknaði frá
nokkrum martröðum og vissi þá að
ég þyrfti að taka mig á í nokkrum
hlutum. Ég hef ekkert verið barn-
anna bestur í mannlegum sam-
skiptum. Maður var orðinn svolítill
plebbi. Það skiptir mig ekki lengur
máli að eiga lag í toppsæti á vin-
sældalistum. Þá er maður bara að
eltast, eins og asni eftir gulrót. Ég
lærði að tónlistin skiptir fyrst og
fremst máli, ekki allt þetta brölt
sem er í kringum,“ segir Einar að
lokum.
Skítamórall stefnir á aðra tón-
leikaferð um landið í haust. Fyrir
jól kemur svo safnplata sem mun
innihalda tvö ný lög.
biggi@frettabladid.is
40 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
■ Bækur
Er hægt að barna ís með dýfu?
Pondus eftir Frode Øverli
Með súrmjólkinni
Poppari
EINAR ÁGÚST
■ er einn af strákunum í Skítamóral og
var fulltrúi þjóðarinnar í Evróvisjon á sín-
um tíma. Einar ræðir um horfna tíma og
framtíðina.
Dagana 7-13. september verðurhér alþjóðleg bókmenntahá-
tíð. Stjörnur á borð við Nóbelshöf-
undin José Saramago og Booker-
verðlaunahafann Hanif Kureishi
mæta ásamt reyfaragoðinu
sænska Henning Mankell. Auk
þess verða þarna minni spámenn
utan úr heimi og nokkrir íslenskir
höfundar kynntir fyrir stjörnun-
um þremur og almenningi öllum.
Þar ber hæst
Einar Már
Guðmundsson,
Einar Kárason,
Arnald Ind-
riðason, Guð-
mund Andra
T h o r s s o n ,
Huldar Breið-
fjörð, Guðrúnu
Evu Mínervu-
dóttur, Sigur-
björgu Þrastardóttur, Sigurð Páls-
son, Árna Þórarinsson, Álfrúnu
Gunnlaugsdóttur, Steinunni Sig-
urðardóttur, Stefán Mána, Vigdísi
Grímsdóttur og Andra Snæ
Magnason. ■
Bíddu... ég
þarf að
reima...
Nú mun þér blæða!
Foringi! Ó, vei þér fylgismaður!
Sorglegt að sjá
hvað teikni-
myndasögur
geta gert fólki!
Stundum hef ég
það á tilfinning-
unni að ég búi í
teiknimynda-
sögu!
EINAR ÁGÚST
„Ég fór út í þennan bransa og ætlaði að
gera mitt besta svo kemur einhver og telur
manni trú um það að maður þurfi að gera
hitt og þetta,“ segir Einar Ágúst.
Poppbransinn er yfirborðskenndur