Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 10
10 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Í GÓÐU YFIRLÆTI
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, fær
sér ítalskan bjór í Verona. Í dag mun hann
hitta Silvio Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu.
ACCRA, AP Uppreisnarmenn og rík-
isstjórn Líberíu komu sér saman
um að Gyude Bryant, kaupsýslu-
maður frá Monróvíu, höfuðborg
landsins, muni stýra bráðabirgða-
stjórn landsins næstu tvö árin.
Bráðabirgðastjórnin tekur við
völdum í Líberíu 14. október af
Moses Blah varaforseta. Blah tók
við völdum af Charles Taylor sem
fór í útlegð til Nígeríu.
Bráðabirgðastjórninni er ætlað
að binda endi á fjórtán ára blóð-
uga borgarstyrjöld í landinu. Lið-
ur í því er undirbúningur lýðræð-
islegra kosninga sem fram eiga að
fara árið 2005.
Viðræður um leiðtoga bráða-
birgðastjórnarinnar höfðu staðið
yfir linnulítið í 78 daga þegar
samkomulag náðist.
Gyude Bryant, sem er 54 ára
gamall, hefur lýst yfir því að hann
vilji eiga náið samstarf við Sam-
einuðu þjóðirnar og aðrar alþjóða-
stofnanir. Hermt er að hann hygg-
ist óska eftir allt að 15.000 manna
friðargæsluliði frá Sameinuðu
þjóðunum í stað fjölþjóða herliðs-
ins sem nú er í Líberíu. ■
Tugir geðsjúklinga eru í vanda. Sumarlokanir sjúkrahúsa koma illa við þennan
hóp. Lögregla vistar veikt fólk í fangageymslum. Geðhjálp segir aðra sjúklinga
flutta í sjúkrabílum en geðsjúkt fólk í lögreglubílum.
GEÐSJÚKLINGAR „Við vitum um mjög
veikt fólk sem heilbrigðisyfirvöld
vilja ekki taka við,“ segir Sveinn
Magnússon, framkvæmdastjóri
Geðhjálpar, um hóp geðveikra sem
hafa engin úrræði og kveljast þess
vegna. Sama er að segja um fjöl-
skyldur veika fólksins.
Sveinn segir að vegna þess
hversu veikt fólkið er og að það fái
engan bata sé það ekki fært til að
búa nema við sérstakar aðstæður.
Hann segir vandamálið vera að
heilbrigðis- og félagsmálayfirvöld
kasti boltanum sífellt á milli sín og
dómsmálayfirvöld lendi á milli
steins og sleggju. „Lögreglan
aumkar sig oft og iðulega og leyfir
fólkinu ð sofa úr sér vímu á bak við
lás og slá, sem er ekki rétti staður-
inn fyrir veikt fólk.“
Sveinn segir vanta milliúrræði
og eftirfylgni fyrir marga. Margir
gætu verið mun virkari og jafnvel
hæfir til að sinna sér sjálfir með
hjálp. Það þýði ekki að segja við
geðsjúkan einstakling að fara á
bráðamóttöku. „Mjög sammerkt er
með þessu fólki að það vill ekkert
með geðbatteríið hafa vegna þess
hversu veikt það er orðið.“
Sveinn segir að á milli 50 og 60
einstaklingar séu mjög áberandi í
þessu sambandi. Lögregla hefur
oft afskipti af um tuttugu þeirra.
Spurning sé hvenær aðrir lendi í
sams konar kreppu þannig að lög-
reglan verði kölluð til. „Ég þekki
nokkur dæmi þessi að geðsjúkir
einstaklingar hafi verið fluttir á
bráðamóttöku en gangi út á meðan
þeir bíða eftir aðstoð. Því þarf að
fara að linna að sjúklingar séu
fluttir í sjúkrabílum en geðsjúk-
lingar í lögreglubílum,“ segir
Sveinn.
Talinn einn sá erfiðasti
Rúmlega fertugur geðsjúkur
maður hefur oft ratað í ógöngur.
Faðir hans er 77 ára og kallar eftir
hjálp heilbrigðiskerfisins. Hann
segir son sinn sérstaklega erfiðan
þegar áfengisneysla bætist við
veikindin. Sonurinn hefur mikla
áfengisfíkn. Faðirinn vill að hann
fái nauðungarvistun, því að öðrum
kosti haldi hann drykkju áfram og
allt fari í sama farið. Þá flækist
hann ofurölvi um götur borgarinn-
ar þar sem hann er hættulegur
sjálfum sér og öðrum. Þess á milli
gistir hann hjá föður sínum, sem
getur ekki hýst hann lengur en
nótt og nótt. Stjórn húsfélagsins
hefur samþykkt að faðirinn geti
ekki lengur verið í húsinu vegna
ónæðis frá syninum. Sonur er oft
vistaður í fangageymslum lögregl-
unnar.
Á langa sögu geðveiki
Átján ára var sonurinn sendur í
lýðháskóla til Svíþjóðar en virtist
vera að missa kjarkinn rétt áður en
hann átti að fara. Fljótlega eftir
komuna til Svíþjóðar byrjaði hann
að vera með hótanir og tilraunir til
sjálfsvígs og var sendur af skólayf-
irvöldum á geðspítala. Síðar var
hann sendur heim til Ísland og lagð-
ur inn á Klepp. Eftir það var hann
inn og út af geðdeild Landspítalans
og Kleppi. Ýmist er hann mjög lítill
í sér eða mjög manískur. Þegar
hann drekkur áfengi ofan í geðsjúk-
dóminn verður hann ofstopafullur
og árasargjarn. Við innlagnir er
hann mjög ruglaður en róast við
lyfjagjöf og er þá útskrifaður. Hins
vegar hefur hann alltaf verið mjög
erfiður utan sjúkrahúsa og ekki
viljað taka lyf og því hefur aldrei
tekist að hafa reglu á lyfjagjöfum
þrátt fyrir margar tilraunir.
Sviptur sjálfræði
Sonurinn var í sambúð í nokkur
ár í lok níunda áratugarins og beitti
konu sína ofbeldi. Hún flúði af
heimilinu eftir að hann kom heim
eftir nokkurra daga drykkju og
gekk berserksgang. Skömmu síðar
var hann handtekinn allsnakinn í
áfengisverslun þar sem hann var að
kaupa meira áfengi.
1990 var sonurinn sviptur sjálf-
ræði. Með því átti að ná tökum á
lyfjagjöfum og freista þess að
halda veikindunum niðri. Það gekk
eftir. Hann hafði lengi verið á ör-
orkubótum vegna geðsjúkdómsins
og var óvinnufær og hélst aldrei í
vinnu. Líðan hans hafði farið versn-
andi með árunum. Hann var mjög
ofbeldisfullur og árásargjarn þegar
áfengi blandaðist geðsjúkdómnum.
Ekki í húsum hæfur
Ástand sonarins hefur farið
versnandi síðustu fimm ár. Hann
hefur verið meira og minna á ver-
gangi. Hann keypti sér íbúð í mið-
borginni fyrir um fjórum árum eft-
ir að hann erfði dágóða fjárhæð eft-
ir móður sína. Nágrannar hans voru
ekki hrifnir, hvorki af honum né
gestum hans. Yfirleitt var mikil
vímuefnaneysla í íbúðinni og á end-
anum var íbúðin seld. Hann keypti
síðar íbúð við Hraunbæ. Það taldi
hann frábæra lausn, þá væri svo
langt í rónana niðri í bæ. Flutning-
urinn skilaði ekki tilætluðum ár-
angri því þegar hann drakk var
hann fljótur að sækja drykkjufé-
lagana.
Nú hefur hann verið heimilis-
laus um langt skeið og sefur ýmist í
fangageymslum lögreglunnar eða í
skúmaskotum hér og þar. Hann
sækir mikið að heimili föður síns og
þarf oft að kalla til lögreglu. Hann
kemur og ber allt að utan og fólkið í
húsinu er mjög hrætt við hann þar
sem hann er mjög ógnandi.
Langþreyttur á ástandinu
Faðirinn er að gefast upp á
ástandi sonarins og úrræðaleysi
heilbrigðiskerfisins. Af og til fær
hann eins til tveggja daga vistun á
geðdeild en er fljótur að láta sig
hverfa þaðan þar sem engin höft
eru á útgöngu. Þrisvar hefur hann
verið sendur á vistheimilið í Gunn-
arsholti en hefur strokið þaðan
samdægurs. Faðir hans hefur óskað
eftir því að hann fái vistun á Sogni.
Beiðninni hefur verið synjað þar
sem hann hefur ekki framið alvar-
legan glæp og að auki er ekki pláss.
Faðir hans segir að svo virðist
sem efstu menn í heilbrigðiskerf-
inu séu búnir að samþykkja að hann
drekki sig í hel og séu í raun að bíða
eftir að það gerist.
Ekki fyrir löngu fékk sonurinn
vistun á geðdeild en faðirinn var
beðinn að hafa hann á daginn þar
sem sonurinn væri svo erfiður og
ekki hægt að hafa hann allan sólar-
hringinn. Einnig þarf hann oft að
sækja soninn á lögreglustöðina þar
sem hann getur fengið að vera yfir
nóttina. Oft er ekki runnið af hon-
um þegar hann er sóttur, sökum lé-
legrar lifur, og hann heldur því
drykkju áfram.
Aðspurður segir faðirinn að
hann geti ekki gefist upp á syni sín-
um og hætt að hafa samskipti við
hann. Hann segir soninn engan
annan eiga að. Sjálfur bíður faðir-
inn þess að komast á sjúkrahús en
telur sig ekki geta lagst inn fyrr en
lausn verði fundin á vanda sonar-
ins. Faðirinn segir einna verst vera
að vegna mikillar drykkju sé sonur
hans meðhöndlaður eins og
drykkjusjúklingur en minna gert
með geðsjúkdóminn. ■
Nýr leiðtogi stjórnar Líberíu:
Sátt um
Gyude Bryant
SAMKOMULAG
Leiðtogar kvennaarms uppreisnarher-
manna féllust á, líkt og aðrir, að Gyude
Bryant leiði bráðabirgðastjórn Líberíu
næstu mánuði.
Ráðning hæstaréttar-
dómara:
Jafnréttislög
brotin
MÓTMÆLI Stjórn Kvenréttindafé-
lags Íslands hefur sent frá sér
fréttatilkynningu þar sem ráðn-
ing nýs hæstaréttardómara er
harðlega gagnrýnd. Segir þar að
ef fara eigi eftir ákvæðum jafn-
réttislaga hafi kona átt að hljóta
embættið að þessu sinni.
Í hópi umsækjenda um starfið
voru tvær konur sem báðar voru
metnar hæfar af dóminum og hef-
ur dómsmálaráðherra því þver-
brotið jafnréttisáætlun eigin
stjórnar með því að ráða karl-
mann. Af níu hæstaréttardómur-
um eru einungis tvær konur. ■
AÐ STÖRFUM
Atvinnulausum fjölgaði um tæpt prósent á
milli ára í júlí síðastliðnum.
Tæp fimm þúsund án
atvinnu í júlí:
Atvinnu-
leysi jókst á
milli ára
ATVINNUMÁL Skráðir atvinnulausir
á landinu voru 4.669 manns í júlí
síðastliðnum. Þetta jafngildir
þremur prósentum af þeim 155
þúsund manns sem áætlað er að
sé á vinnumarkaði. Þetta er mesta
atvinnuleysi í júlímánuði frá 1997,
en aukningin nemur tæpu pró-
senti frá sama mánuði í fyrra.
Mest er atvinnuleysið meðal
kvenna á suðvesturhorninu, en
fjögur prósent íslenskra kvenna
voru án atvinnu í júlí samanborið
við 2,3 prósent karla.
Laus störf á landinu í lok júlí
voru hins vegar 600, sem er 320
fleiri en í fyrra. Aðeins voru
níutíu laus störf í boði á höfuð-
borgarsvæðinu, þar sem atvinnu-
leysi var mest. ■
Neyðarkall
FÓLK ÞARF FRÍ Það þarf að
gefa starfsfólkinu sumar-
leyfi,“ sagði Haukur Valdi-
marsson aðstoðarlandlæknir
í samtali við Fréttablaðið í
maí. Hann benti á að þörf
fyrir þjónustu væri oft í lág-
marki á sumrin og um skipu-
lagsatriði væri að ræða, þar
sem sumar deildir taki meira
á sig þegar aðrar loka. „Það
er ekki hægt að manna allar
deildir yfir hásumarið. Það
eru ekki til sérfróðir aðilar
til þess að hlaupa inn í allt
sem þarf að gera.“
FÆRRI LOKANIR Það eru mun
minni sumarlokanir í ár en
þær hafa nokkru sinni ver-
ið,“ sagði Eydís Sveinbjarn-
ardóttir í samtali við
Fréttablaðið í maí. Að hennar
sögn verður fjórum litlum
einingum lokað í 4 til 5 vikur
í sumar. „Þær vinna þannig
að sjúklingur kemur inn,
klárar sína meðferð og út-
skrifast,“ segir Eydís. Hún
segir engum skjólstæðingum
úthýst, 23 geðdeildir séu á
spítalanum og sjúklingar
sem ekki hafi lokið meðferð
sinni séu fluttir á aðrar
deildir meðan lokað er.
Þessir menn koma í flestum til-vikum til að fá gistingu af því
að þeir hafa í engin hús að venda
eða eru ósjálfbjarga einhvers
staðar,“ segir Árni Vigfússon, að-
stoðaryfirlögregluþjónn hjá lög-
reglunni í Reykjavík, um þá geð-
sjúklinga sem leita náðar hjá lög-
reglunni.
Árni segir þá helst setta inn á
kvöldin og á næturnar. Á morgn-
ana sé reynt að fá lausn fyrir þá
á stofnunum og það gangi oft eft-
ir. Hins vegar sé misjafnt hversu
lengi þeir tolli þar við. Sumum
snúist fljótt hugur þegar á hólm-
inn er komið þó í rauninni vilji
þeir fá hjálp. Hann segir nokkra
óalandi og óferjandi. Þeir komi
sér alls staðar út úr húsi. „Sá sem
um ræðir í greininni er trúlega
eitt erfiðasta tilfellið. Kannski
ekki fyrir lögregluna sem slíka
heldur hann sjálfan, aðstandend-
ur og umhverfið. Það er hörmung
fyrir fólk sem þarf að horfa upp
á þetta.“ Lögreglan segist hafa
gert allt sem í hennar valdi
stendur til að hann fái hjálp, en
án nokkurs árangurs.
Árni segir misjafnt hversu
stór hópurinn er. Hann segist
geta ímyndað sér að þeir séu á
bilinu 15 til 20 sem eigi við hlið-
stæð vandamál að stríða. ■
Hörmung
að horfa á
Fréttaskýring
■ HJÖRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR
skrifar um vanda geðsjúkra.